Morgunblaðið - 15.09.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.09.1999, Blaðsíða 1
208. TBL. 87. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Beðið eftir Floyd Einn öflugasti fellibylur sem um getur imdan ströndum FÍórída í nótt „Kvíða- blandin tilfinning“ „HÉR er mikill viðbúnaður vegna Floyds enda óttast fólk hið versta. Lægðin er miklu víðáttumeiri og er að ná sama styrkleika og felli- bylurinn Andrew, sem olli gífur- legu tjóni hér á Flórída 1992,“ sagði Egill Vignisson í samtali við Morgunblaðið en hann býr nú ásamt konu sinni í Orlando þar sem hann er við nám. Hildur Erla Björgvinsdóttir, sem býr í Miami, segir, að þar sé viðbúnaðurinn einnig mikill en si'ðustu fréttir gefa vonir um, að Floyd muni fara þar hjá garði að mestu leyti. Egill sagði, að í allan gærdag hefði fólk verið að hamstra mat- væli og aðrar nauðsynjar og væri nú margt uppselt, t.d. vatn og rafhlöður. Þá hefðu bygginga- verslanir verið opnar í alla nótt en í þær sækti fólk alls konar efnivið, hlera fyrir glugga, nagla og annað til að festa allt lauslegt. Sagði Egill, að andrúmsloftið væri mjög spennt enda vissi eng- inn við hverju væri að búast. I sjónvarpi væri stöðugt verið að vara fólk við en gert var ráð fyr- ir, að lægðarmiðjan yrði um 50 mflur undan vesturströnd Florida klukkan tvö í nótt er leið. „Hér í Orlando og nágrenni er eitthvað af íslendingum en við er- um sjö saman í skólanum og ætl- um að eyða nóttinni saman. Við höfum ekki upplifað fellibyl áður og biðin eftir honum er vissulega kvíðablandin þótt ég geti ekki neitað, að þetta er líka mjög spennandi,“ sagði Egill. Hildur Erla sagði, að eins og annars staðar á Flórída væri fólk við öllu búið í Miami og þar væru sumar vörutegundir, t.d. vatn, uppseldar í verslunum. Þá hefðu verið miklar biðraðir við allar bensínsölur. Svo virtist þó sem stormurinn hefði tekið stefnuna í norðvestur og ef það gengi eftir myndi Miamisvæðið kannski sleppa. Milljónir íbúa hvattar til að yílrg-efa heimili sín Miami, Nassau. AFP, AP, Reuters. YFIRVÖLD hvöttu í gær nær tvær milljónir íbúa til að yfírgefa hættusvæði við strendur Flórída og Georgíu í Bandaríkjunum, vegna felli- bylsins Floyds, sem ganga átti yfír skammt und- an ströndum Flórída í nótt. Veðurfræðingar spáðu því að miðja fellibylsins yrði um 145 km úti fyrir ströndum suðurhluta Flórída í gærkvöldi, og gæti hún orðið um 80 km undan ströndum norðm’hluta ríkisins snemma í dag. I gærkvöldi hafði vindstyrkurinn í Floyd minnkað niður í 225 km á klukkustund, en hann taldist þó enn til fjórða og næstöflugasta flokks fellibylja. Lýst hefur verið yfír neyðarástandi í Flórída og var yfír einni milljón íbúa í strandbæjum, hús- vagnahverfum og á eyjum við ströndina skipað að yfirgefa heimili sín og leita skjóls á öruggari svæð- um. Um 10 þúsund manns höfðu í gærkvöldi leitað skjóls í neyðarskýlum í Miami. íbúar Flórída bjuggu sig undir óveðrið í gær og voru vörur á borð við vatn, vasaljós, dósamat, rafhlöður og íjalir til að negla fýrii- glugga rifnar úr hilium verslana. Mestöll starfsemi í ríkinu fór úr skorðum í gær vegna Floyds og var mörgum flugvöllum lokað vegna óveðursins. Þess má geta að flugi Flug- leiða frá Orlando, sem fara átti í nótt, var flýtt og komust farþegamir heim í gærkvöldi. Ferða- menn yfírgáfu hótel við strendur Flórída og var skemmtigarðinum Disney World lokað síðdegis í gær, í fyrsta sinn síðan hann var opnaður fyrir 28 árum. Miklar skemmdir á Bahama Fellibylurinn gekk yfir eystri hluta Bahama- eyjaklasans síðdegis í gær og olli þar miklum skemmdum. Mildi þykir að manntjón hafi ekki orðið, en nokkrir þurftu að leita læknis vegna meiðsla. Sjór flæddi yfir götur á sumum eyj- anna og víða varð símasambandslaust. ■ Meira en/22 Reuters Pálmatré svignuðu undan vindinum sem fór á undan fellibylnum Floyd í Flórída í gær. Grískur ráðherra deyr í flugslysi Búkarest. AFP, AP, Reuters. YANNOS Kranidiotis, aðstoð- ai-utanríkisráðherra Grikk- lands, lét lífið ásamt fímm öðr- um í flugslysi í Rúmeníu í gærkvöldi. Fréttastofan ANA í Grikk- landi skýrði frá því að F alcon- þota ráðherrans hefði lent í loftsveip og hrapað, skömmu áður en hún átti að lenda á flugvellinum í Búkarest, höf- uðborg Rúmeníu. Fimm farþegar komust lífs af, en 23 ára gamall sonur Kranidiotis var meðal hinna látnu. Ráðherrann var 52 ára gamall og þótti eiga vísan mik- inn frama í grískum stjórn- málum. Costas Simitis, for- sætisráðherra Grikklands, harmaði slysið í gær. Gæslulið gæti tekið til starfa fyrir helgi Dili, Jakarta, London, Manila, New York, Strassborg, SÞ. AFP, AP, Reuters. ÖRYGGISRAÐ Sameinuðu þjóð- anna fundaði í gær um ályktun, sem heimilaði för fjölþjóðlegs friðar- gæsluliðs til Austur-Tímor. Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, sagði fyrir fundinn að hann vonaðist til þess að fyrstu sveitir friðargæslu- liðsins yrðu komnar til A-Tímor ekki síðar en um næstu helgi. Heimildai-menn innan Sameinuðu þjóðanna sögðu að ekki væri sam- staða innan ráðsins um það hvort ályktunin skyldi falla undir 7. kafla stofnsáttmála SÞ, en þá fengi friðar: gæsluliðið heimild til að beita valdi. I uppkasti að ályktun, sem lagt var fram af Bretum, er gert ráð fyrir að friðai’gæsluliðið hafí heimild til að beita „öllum nauðsynlegum ráðum“ til að koma aftur á lögum og reglu á Austur-Tímor. Talið er að ályktunin muni ekki kveða á um samsetningu friðargæsluliðsins eftir þjóðernum. Habibie segir fréttamenn fá greiðan aðgang Fyrir liggur að Ástralar munu fara með yfíi’stjórn friðargæsluliðsins. Indónesar hafa þó mótmælt forystu- hlutverki Ástrala, vegna gagnrýni þeirra á framgöngu Indónesíustjórn- ar í málinu, og fullyrti einn leiðtoga stjórnarflokksins Golkar í gær að þátttaka Ástrala myndi enn auka á vargöldina á Austur-Tímor. Ástralar munu senda 4.500 gæsluliða til A- Tímor, en gert er ráð fyrir að alls munu 8.000 gæsluliðar verða sendir þangað á vegum SÞ. Habibie Indónesíuforseti hét Romano Prodi, væntanlegum forseta framkvæmdastjórnar ESB, því í gær að stjórn hans myndi virða niður- stöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar á Austur-Tímor, þar sem yfirgnæfandi meirihluti íbúa kaus sjálfstæði. Full- yrti hann einnig að aðgangur er- lendra fréttamanna að svæðinu yi’ði ekki hindraður. Bandaríkjastjórn lofaði í gær stuðningi við tillögu Mary Robin- son, framkvæmdastjóra mannrétt- indastofnunar SÞ, um skipun al- þjóðlegrar nefndar til að rannsaka grimmdai’verkin sem framin hafa verið á A-Tímor. Breska ríkisstjórn- in tilkynnti í gær að hún myndi veita 3,2 milljónir punda (um 380 milljónir ísl. kr.) til starfsemi SÞ á A-Tímor. Reuters Síðasta Vlglð 1 Feneyjum ALEXANDRA Hai, sem dreym- ir um að starfa sem góndóla- ræðari í Feneyjum, bjó sig í gær undir að gangast undir ræðarapróf í annað sinn. Hún hefur mætt andúð Sambands gondólaræðara, en tilvonandi starfsbræður hennar eru ekki ýkja hrifnir af því að konu verði í fyrsta sinn veitt inn- ganga í stéttina. Nú hefur verið skipuð sérstök nefnd til að gæta þess að Alexandra Hai verði ekki látin gjalda fyrir kynferði sitt við próftökuna, og til að tryggja að fjallað verði um mál hennar af sanngirni eiga tvær konur sæti í nefnd- inni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.