Morgunblaðið - 15.09.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.09.1999, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Borgarstjóri um Listaháskóla Tollstöðvarbygg- ingin fýsilegasti kosturinn „ Morgunblaðið/Friðrik J. Hjartar Skipsfélagar á Ingibjörgu SH, þeir Theodór Emanúelsson, Guðjón Árnason og Jóhannes Jóhannesson skipstjóri, keppast við að bæta nótina fyrir næstu veiðiferð. brauð sjómannsins BORGARSTJÓRI segir að enga nægilega stóra lóð í eigu borgar- innar sé að íinna undir listahá- skóla í miðborg Reykjavíkur. Langfýsilegasti kosturinn að henn- ar mati sé að tollstöðvarbygging- unni við Tryggvagötu, sem sé í Teygir anga sína út fyrir landsteinana RANNSÓKN lögreglunnar í Reykjavík stendur yfir af fullum krafti á fíkniefnamálinu sem komið var upp um í lok síðustu viku. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur málið nú teygt anga sína út fyrir landsteinana og mun þróun rannsóknarinnar leiða í ljós hvort ástæða sé til að hafa afskipti af fleiri einstaklingum en þeim sem þegar eru í haldi. Fjórir menn á þrítugsaldri sitja þegar í gæsluvarðhaldi til 10. nóvem- ber að kröfu lögreglunnar. Húsleit var gerð hjá mönnunum í kjölfar fundar lögreglu og tollgæslu á sjö kílóum af hassi í leiguskipi Sam- skipa, sem skráð er í Tyrklandi og fundust við húsleit 17 kg af hassi, 6000 e-töflur, 4 kg af amfetamíni og eitt kg af kókaíni. Leitað var í leigu- skipinu frá miðvikudagsmorgni til fostudags og meginhluti smyglsins kom í leitirnar á fimmtudag s.l. eigu ríkisins, verði breytt í listahá- skóla. „Vandamálið sem við stöndum andspænis er að í miðborg Reykja- víkur er ekki til lóð fyrir 10 þúsund fermetra byggingu," sagði borgar- stjóri. „Það er eins og tvö ráðhús og ef sú lóð lægi á lausu þá væri vænt- anlega búið að nota hana.“ Borgarstjóri sagði að málefni Listaháskólans yrðu aldrei leyst nema annaðhvort í byggingum sem fyrir eru í miðborginni og sem væru þá meðal annars í eigu ríkisins eða með samsettum lausnum. Þá gæti borgin þurft að koma þar að og jafn- vel einkaaðilar sem ættu þar lóðir. „Þetta mál verður ekki leyst öðru vísi en að allir sem að því koma hafi fullan vilja til þess,“ sagði Ingibjörg. „Ef ég á að svara fyrir mig þá finnst mér tollstöðvarbyggingin við Tryggvagötu langfýsilegasti kostur- inn. Það er bygging í eigu ríkisins í næsta nágrenni við væntanlegt ráð- stefnu- og tónlistarhús og er rúm- lega 10 þús. fermetrar að stærð, en það er sú stærð sem Listaháskólinn þarf. I því húsi er starfsemi sem þarf ekki að vera í Kvosinni en þetta er ekki hús sem borgin hefur á forræði sínu heldur ríkið. Við get- um ekki gert annað en að benda á slíkar lausnir. Svo má velta því fyrir sér af hverju menn vilja flytja úr Laugarnesinu. Það má færa rök fyrir að það sé glæsileg og falleg Ióð,“ sagði borgarstjóri. Daglegt Ólafsvík. Morgunblaðið. ÞAÐ eru ekki allir dagar jafnir á sjónum. Oft er erfitt að fást við veðrið og eins getur fiskurinn verið duttlungafullur. Eins og kom fram í frétt Morgunblaðsins á þriðjudag dró dragnótarbátur- inn Ingibjörg úr Ólafsvík tvær sex tonna trillur til hafnar þar á mánudag. Algengt er að bátar séu dregnir til hafnar, en heldur sjaldgæfara að þeir séu tveir í einu. Ingibjörg SH er 35 tonna drag- nótarbátur, en skipstjóri er Jó- hannes Jóhannesson. Aðspurður um atburði dagsins vildi hann h'tið gera úr þessu, því á stórum út- gerðarstöðum væru bátar dregnir til hafnar annan hvern dag og venjan sú að sjómenn hjálpuðust að ef eitthvað kæmi uppá. I þetta sinn hefðu þeir verið á leið að færa sig upp á víkina og því verið lítil töf að því að kippa bátunum til hafnar. Aðeins hefði verið 2-5 minútna stím að bátunum, og þar sem veður var þokkalegt hefði ekki verið um neina hættu að ræða. Það sem gerðist var að vél ann- ars bátsins hitaði sig, og hann hefði sjálfur siglt inn í höfnina. En í hinum hefði farið slanga í stýr- inu, en það hefði ekki verið alvar- legri bilun en svo að hann hefði átt að geta bjargað sér til hafnar. Að jafnaði er mikið líf við höfnina í Ólafsvík, og sagði Jó- hannes þetta hafa verið sérstak- an „trilludag", því auk ofan- greinds atviks þá hefði bátur brunnið í höfninni. Á meðan ekki verða slys á mönnum kippa sjó- mennirnir sér þó ekki upp við frávik á borð við ofangreinda at- burði. Eftir að hafa hjálpað félögum sínum á trillunum hélt áhöfnin á Ingibjörgu aftur á veiðar, en afli dagsins var rúm tvö tonn. Það skyggði þó á gleðina að grjót lenti í nótinni og reif hana, en það er einnig daglegt brauð á sjónum. Tveir fangar á Litla-Hrauni svíkja fé úr bönkum Oleyfilegar milli- færslur upplýstar Samræmdum prófum fjölgað samkvæmt lagafrumvarpi Frestur til ein- setningar lengd ur um eitt ár UPPLÝST hefur verið að tveir fangar á Litla-Hrauni hafi nýlega millifært upphæðir símleiðis af bankareikningi einstaklings yfír á annan, sem síðan var samstundis tekið út af. Um var að ræða 925 þúsund krónur í fyrra tilvikinu og 760 þúsund krónur í því síðara. Þá eru tvö önnur tilvik um slíkar óleyfilegar millifærslur til rann- sóknar. í fyrradag var millifært símleiðis af bankareikningi á Akra- nesi og síðast í gær var millifært símleiðis af bankareikningi í Reykjavík. í öðru þessara tilvika reyndist unnt að rekja símtalið á Litla-Hraun. í vor og í sumar voru millifærð- ar frá Litla-Hrauni símleiðis enn hærri upphæðir af bankareikning- um, bæði á Akranesi og í Reykja- vík. Þau mál eru enn í rannsókn. Að sögn lögreglu er mikilvægt að bankastarfsfólk verði á varðbergi gagnvart þessum möguleika og hugsanlega er þörf á að í stað þess að eigendur bankareikninga geti sjálfír ákveðið leyniorð sín, að bankarnir úthluti þeim slíkum leyniorðum til notkunar. Að minnsta kosti er mikilvægt að reynt verði að bregðast við þessari háttsemi með einhverjum ráðum, jafnvel frá báðum hliðum, að sögn lögreglunnar. Oryggismálin ekki rædd utan bankanna Að sögn Halldórs J. Kristjáns- sonar, bankastjóra Landsbankans, hefur frá áramótum verið gripið til margháttaðra aðgerða til að koma í veg fyrir óleyfílegar millifærslur af því tagi sem hér er lýst, en af ör- yggisástæðum fæst ekki uppgefið í hverju þær felast nánar. Sömu sögu er að segja í Búnaðarbankan- um þar sem öryggismál eru trúnað- armál bankans. Á mörgum reikningum eru leyni- númer sem gefa þarf upp við bankastarfsmann vilji reiknings- eigandi millifæra af reikningi sín- um. Það virðist þó ekki verða brotamönnum hindrun ef þeir hafa kennitölu reikningseiganda því reikningseigendur velja sér gjarn- an leyninúmer sem tengist eigin persónu, s.s. fjögurra stafa end- ingu í kennitölu og þannig tekst brotamönnum að giska á rétt leyni- númer sé kennitalan þekkt á annað borð. MENNTAMÁLARÁÐHERRA kynnti frumvarp um breytingar á lögum um grunnskóla á ríkisstjórn- arfundi í gær. í frumvarpinu er með- al annars gert ráð fyrir að nemendur geti lokið grunnskóla á níu árum í stað tíu og að samræmdu prófunum verði fjölgað um tvö, verði sex. Einnig er frestur til einsetningar giunnskóla lengdur um eitt ár. Jónmundur Guðmarsson, aðstoð- armaður menntamálaráðherra, sagði að umrætt frumvarp væri í raun að- lögun að þeim breytingum sem orðið hefðu á grunnskólanum frá því lögin voru sett árið 1995. Hann sagði að breytingarnar fælust iyrst og fremst í þrennu. I fyrsta lagi væru lögin löguð að stefnumörkun ráðuneytisins í málefnum grunnskól- anna þar sem nemendum væri gert kleift að Ijúka grunnskólanum á skemmri tíma en tíu árum. I öðru lagi væri tekin inn í lögin fjölgun á sam- ræmdu prófunum en þau ættu að verða sex næsta vor, þ.e.a.s. íslenska, stærðfræði, enska, danska, samfélags- fræði og náttúrufræði. Samkvæmt að- alnámskrá er ekki ljóst hvort einhver prófanna verða skylda eða hvort þau verða öll valfrjáls. I þriðja lagi sagði Jónmundur að frestur til að einsetja grunnskóla yrði framlengdur samkvæmt ósk sveitarfélaga. Upphaflega var stefnt að því að allir grunnskólar landsins yrðu einsetnir skólaárið 2001/2002 en sveitarfélögin fóru fram á að því yrði frestað til skólaársins 2003/2004. Sagði Jónmundur að komið hefði verið til móts við þessar óskir sveit- arfélaganna. iSérblöð í dag______ 48 SfeUR HÁLFIIR MÁNUÐUR AF DAGSKRÁ FRÁ MIÐVIKUDEGI TIL ÞRIÐJUDAGS. 4 SteiJflt Ólafur Þórðarson þjálfari ÍA næstu þrjú árin / B1 Meistarar Manchester byrja með jafntefli heima / B2 S ifoUí* ►í VERINU í dag er fjallað um nýtingu sóknardagabáta á síðastliðnu fiskveiðiári og sagt frá nýjum aðferðum Hraðfrystihússins hf. í Hnífsdal við meðferð og upplýsingar á afla. Ennfremur eru í blaðinu hefðbundnar upplýsingar um afiabrögð og markaði. 4 Sfc)UR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.