Morgunblaðið - 15.09.1999, Blaðsíða 56
J
Drögum næst
24. sepl.
í?
HAPPDRÆTTI
HÁSKÓLA ÍSLANDS
vænlcgast til vinnings
Heimavörn
Sími: 580 7000
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1999
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK
Vél Flug-
leiða frá Orl-
ando flýtt
um sex tíma
Forseta Eist-
lands fagnað á
Bessastöðum
OPINBER heimsókn forseta Eist-
lands, herra Lennart Meri, og eig-
inkonu hans, frú Heile Meri,
stendur nú sem hæst. Fyrsta degi
hcimsóknarinnar Iauk í gær með
hátíðarkvöldverði á Bessastöðum
til heiðurs forsetahjónunum. Voru
»þar saman komnir forseti Islands,
forsætisráðherra, ráðherrar úr
ríkisstjórn Islands, þingmenn og
aðrir gestir. Á myndinni má hins
vegar sjá hvar íslensk æska tekur
á móti forsetanum við Bessastaði í
gærmorgun með fánum beggja
landa. Hcimsókn forsetahjónanna
lýkur seint á fimmtudagskvöld.
■ Eistlendingar/6
■Vilja efla/21
Morgunblaðið/Ásdís
FLUGI Boeing 757-vélar Flugleiða
frá Orlando í Bandaríkjunum til
Keflavíkur var flýtt um sex klukku-
stundir í gær vegna fellibylsins
Floyd, sem stefndi að austurströnd
Bandaríkjanna. Vélin átti að fara í
loftið klukkan 23.00 að íslenskum
tíma í gærkvöld en fór þess í stað
klukkan 17.00.
Að sögn Steinars Sveinssonar,
vaktstjóra í flugumsjón Flugleiða á
Keflavíkurflugvelli, var um tvennt að
ræða, að flýta vélinni eða bíða þar til
fellibylurinn væri afstaðinn. Tekin
var sú ákvörðun að flýta vélinni og
var haft samband við farþegana eftir
því sem kostur var, en um helmingur
þeirra eru Islendingar.
Steinar segir að flugvellinum í Or-
lando hefði verið lokað skömmu eftir
að Flugleiðavélin fór en gert sé ráð
fýrir að hann verði opnaður á ný síð-
degis í dag, ef fellibylurinn verður
genginn yfir. Steinar segist gera ráð
fyrir því að auk þess að hringt hafi
verið í farþega hafi verið auglýst í
fréttum vestra að flugvellinum yrði
lokað og farþegar beðnir um að setja
sig í samband við flugstöðina til að fá
upplýsingar um brottfarartíma.
Vélin var ekki Mlbókuð og að sögn
Steinars voru á milli 20 og 30 farþeg-
ar sem skiluðu sér ekki í flugið.
Securitas og Verkafl með lægsta tilboð í einkaframkvæmd á hjúkrunarheimili aldraðra
Rúmir 8 milljarðar boðnir í
byggingu og rekstur í 25 ár
TILBOÐ í fjármögnun, byggingu
og rekstur hjúkrunarheimilis í
Nóatúni voru opnuð í gaer og
reyndist tilboð Securitas ehf. og
Verkafls hf. vera lægst auk þess
sem það tilboð fékk hæstu einkunn
fyrir þjónustu og aðstöðu, eða tíu í
báðum flokkum. Daggjöld á hvern
vistmann hjúkrunarheimilisins
nema samkvæmt tilboðinu liðlega
14.771 krónu, sem þýðir að tilboðið
gerir ráð fyrir að heildan-ekstrar-
tekjur heimilisins, með inniföldum
byggingarkostnaði, nemi 323,5
milljónum á ári, miðað við 100%
nýtingu, eða samtals tæplega 8,1
milljarði króna á 25 árum.
Hitt tilboðið, sem barst frá Nýsi
hf. og ístaki hf., fékk 9,1 í einkunn
fyrir þjónustuþátt og 8,2 í einkunn
fyrir aðstöðu og námu daggjöld
samkvæmt því 14.989 krónum, eða
Félagsdómur hafnar kröfu um frávísun 1 máli leikskólakennara
« Leikskólakennarar ætla
með málið fyrir Hæstarétt
FÉLAG íslenskra leikskólakennara
hefur ákveðið að vísa til Hæstaréttar
úrskurði Félagsdóms í máli sem
sveitarfélagið Arborg höfðaði vegna
uppsagna 12 leikskólakennara sem
starfa hjá sveitarfélaginu. Félags-
dómur hafnaði kröfu lögmanns Fé-
lags leikskólakennara um að málinu
yrði vísað frá.
:'x Málið varðar uppsagnir 12 leik-
• skólastjóra hjá Árborg, sem sögðu
upp störfum í júní í sumar og taka
uppsagnirnar gildi um næstu mán-
aðamót. Fram kemur í öllum upp-
sagnarbréfunum að ástæða uppsagn-
anna sé óánægja með launakjör.
Leikskólakennararnir höfðu átt í við-
ræðum við stjórnendur sveitarfé-
^agsins um launaleiðréttingu áður en
peir sögðu upp.
Lögmaður Félags íslenskra leik-
skólakennara krafðist þess að mál-
inu yrði vísað frá á þeirri forsendu
að málið varðaði ekki félagið heldur
snerti það einvörðungu sveitarfélag-
ið og þessa tilteknu leikskólakenn-
ara. Félagið hefði ekkert fjallað um
málið og fyrst frétt af uppsögnunum
í útvarpsfréttum.
Lögmaður launanefndar sveitarfé-
laganna, sem höfðaði málið fyrir hönd
Árborgar, taldi að um fjöldauppsagn-
ir væri að ræða sem jafna mætti við
vinnustöðvun. Slík vinnustöðvun væri
ólögmæt á meðan í gildi væri kjara-
samningur milli aðila, en hann var
undirritaður 20. september 1997 og
rennur út 31. desember árið 2000.
Tekist var á um túlkun á lögum
um kjarasamning opinberra starfs-
manna, en þar segir að Félagsdóm-
ur dæmi í málum sem rísi milli
samningsaðila um lögmæti boðaðra
eða þegar hafinna vinnustöðvana.
Lögmaður Félags íslenskra leik-
skólakennara taldi að mál þetta
væri ekki risið milli samningsaðila
heldur á milli leikskólakennaranna
12 og Árborgar. Úrskurður Félags-
dóms varð hins vegar sá að Félag
íslenskra leikskólakennara væri
samningsaðili að málinu þar sem
það hefði gert kjarasamning, sem
enn væri í gildi. Kröfu um frávísun
var því hafnað.
Hægt er að visa málum sem varða
frávísun frá Félagsdómi til Hæsta-
réttar, en efnislegri niðurstöðu Fé-
lagsdóms er hins vegar ekki hægt að
áfrýja til æðra dómstigs.
tæplega 1,5% hærra en hitt tilboðið
sem barst.
Rekið í aldarfjórðung
í desember síðastliðnum var
auglýst hérlendis og annars staðar
á Evrópska efnahagssvæðinu for-
val vegna útboðs um einkafram-
kvæmd á byggingu, rekstri og fjár-
mögnun hjúkrunarheimilis í
Reykjavík. Leitað var eftir aðilum
til þátttöku í lokuðu útboði, sem
væru tilbúnir að selja heilbrigðis-
og tryggingaráðuneyti þjónustu
sem felst í að leggja til og reka í
aldarfjórðung hjúkrunarheimili
fyrir 60 aldraða sjúklinga. í for-
sendum útboðsins var gert ráð fyr-
ir að rekstur heimOisins hæfist á
fyrri hluta ársins 2000.
Þrjár þátttökutOkynningar bár-
ust í forvali fyrir útboðið og lýstu
auk þeirra sem áður voru nefndir,
þ.e. Securitas ehf. og Verkafl hf. og
Nýsir hf. og fstak hf., Sjómanna-
dagsráð og Hrafnista Reykjavík
áhuga á þátttöku. í framhaldi af
því var hæfi þátttakenda metið og
þeim send útboðsgögn í samræmi
við það mat. Tveir fyrrgreindir að-
ilar skOuðu tilboðum.
Skúli Haraldsson hjá Ríkiskaup-
um, sem annast hefur forval og út-
boð verkefnisins, segir að heil-
brigðisráðuneytið greiði nú dag-
gjald fyrir alla þá sem eru á hjúkr-
unarheimilum, t.d. eins og hjá
Hrafnistu, og sé það mismunandi
eftir stöðum. Gert er ráð fyrir að
hjúkrunarheimOið verði um 4.000
fermetrar að stærð og rísi á lóð í
eigu Reykjavíkurborgar við Nóa-
tún og Sóltún. Gildistími tilboð-
anna er fjórar vikur og fyrir þann
tíma á að liggja fyrir niðurstaða
um hvort gengið verði til samninga
við málsaðila.
Rætt við tilboðsaðila
Hrafn Pálsson, deildarstjóri
öldrunarmála í heilbrigðisráðu-
neytinu og formaður verkefnis-
stjórnar, kvaðst í samtali við Morg-
unblaðið ekki vilja tjá sig um þau
tilboð sem hafa borist, enda eigi
eftir að ræða betur við tilboðsaðila.
Almennt séð kvaðst Hrafn hins
vegar geta sagt að um nokkurs
konar tilraun væri að ræða og ófyr-
irséð hvað hún kæmi tO með að
þýða. „Þetta felur í sér upplýsingar
um hvernig utanaðkomandi aðilar,
óskyldir kerfinu, sjá þessi mál og
meta, og getur verið ákaflega upp-
lýsandi fyrir okkur í framtíðinni.
Ég vona því að þetta verkefni verði
öllum til góðs og okkur til fróð-
leiks,“ segir Hrafn.
„Verkefnið felur í sér margs
konar öryggisventla fyrir báða að-
ila. Fjármáladeild okkar mun fara
með fjármálahliðina á þessu, og við
munum jafnframt nota hjúkrunar-
mælingar, sem eru gagnsæ skoðun
á hvaða mannafli og efni eru notuð
í þessu sambandi. Slíkar mælingai'
eru þegar í gangi á öllum þeim
hjúkrunarheimilum sem nú eru
starfrækt og við munum væntan-
lega hafa góð tækifæri til að fylgj-
ast með þessu verkefni, þó að ekki
sé búið að klæðskerasauma hvern-
ig það verður gert. Við höfum ýmis
tæki til þess.“