Morgunblaðið - 15.09.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.09.1999, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Rannsókn- arnám eflt Morgunblaðið/Golli Jón Ólafsson segir rannsóknarnám forsendu góðs háskóla. HUGVÍSINDASTOFNUN er ný stofnun við Háskóla Islands, en henni er m.a. ætlað að hafa umsjón með rannsóknarnámi, þ.e. masters- og doktorsnámij innan heimspeki- deildar. Jón Olafsson er fram- kvæmdarstjóri Hugvísindastofnun- ar og er hann í þann mund að ljúka doktorsritgerð við Columbia-há- skóla í Bandaríkjunum. Starfsemi Hugvísindastofnunar á að vera fjölbreytileg, að því er Jón segir, og mun hún t.d. samræma það starf sem hefur farið fram á vegum heimspekistofnunar, bók- menntafræðistofnunar, sagnfræði- stofnunar, stofnunar í erlendum tungumálum og málvísindastofnun- ar. Ætlunin er að sumar þessara stofnana sameinist Hugvísinda- stofnun þegar fram líða stundii’. Þær stærri munu hins vegar starfa áfram sjálfstætt, en njóta þjónustu stofnunarinnar og hafa samvinnu við hana s.s. um útgáfu bóka og ráð- stefnuhald. Öflugt doktorsnám í framtíðinni Töluverðan tíma tekur að byggja upp starfsemi á borð við þá sem Hugvísindastofnun á að bjóða upp á. Hafist er þó handa og er t.d. nú verið að koma upp vinnuaðstöðu fyrir doktorsnema á efstu hæð Nýja-Garðs, sem er aðsetur Hug- vísindastofnunar. Nemai’nir deila þar tveir og tveir skrifstofu og er rými fyrir tíu doktorsnema, en und- anfarinn áratug hefur rannsóknar- nemum í heimspekideild fjölgað mjög, ekki síst á sviði sagnfræði og íslensku. Að sögn Jóns er stefnt að því að byggja upp öflugt doktorsnám í nokkrum greinum við Háskólann og á námið að vera sambærilegt því sem nú þekkist bæði í Bandaríkjun- um og Evrópu. Jón segist stundum heyi'a því fleygt að fólk eigi að fara utan í doktorsnám, því smæð landsins geri það óhagkvæmt að koma slíku námi á fót við Háskólann. Hann er þessu hins vegar ósammála. „Það er gífur- legur munur á háskóla sem býður eingöngu upp á BA-nám og háskóla sem býður upp á rannsóknamám. Ef háskólinn á að verða jafn öflug rannsóknarstofnun og menn vilja að hann sé, þá er það algjört grund- vallaratriði að boðið sé upp á rann- sóknarnám þar.“ Rannsóknarstarf heimspekideild- ar þarf þó að styðja á annan máta. Þegar eru starfandi innan Háskól- ans Félagsvísinda-, Raunvísinda- og Lagastofnun sem allar styðja rann- sóknarstarfsemi sinna deilda. Hug- vísindastofnun er ætlað svipað hlut- verk og mun hún styðja við og halda utan um rannsóknir og sjá um stefnumótun þeirra. Ekki er fyrst um sinn á dagskrá að ráða sérfræð- inga til starfa líkt og þekkist á Raunvísindastofnun. Hugvísindastofnun mun einnig aðstoða fræðimenn við að sækja um styrki. Flókið styi'kjakerfi vefst fyr- ir mörgum og viðurkennir Jón að hugvísindamenn hafi þar e.t.v. að- eins dregist aftur úr kollegum sín- um í öðrum greinum. Þörf sé á að bæta úr þessu, því sýnt hafi verið fram á að styrkir fáist ekki síður til húmanískra rannsókna en annarra, sé þeim á annað borð fylgt vel eftir. Áhugi á stofnun miðaldastofu Það fellur í hlut Hugvísindastofn- unar að skipuleggja rannsóknar- verkefni og segir Jón t.d. mikinn þverfaglegan áhuga á að stofna rannsóknarstofu í miðaldafræðum. Fleiri slík verkefni eiga þó eftir að líta dagsins ljós á næstunni að því er Jón telur og til dæmis finnst hon- um hugvísindamenn hafa mikið til málanna að leggja um erfðavísindi. „Margt sem nefnt er lífvísindi kemur hugvísindum við og eru for- sendur þar bæði heimspekilegar og sögulegar. Fólk gleymir því oft þeg- ar talað er um erfðavísindi að þetta er ekki nýtt fyrirbæri. Mannkyn- bætur voru til að mynda mikið ræddar á fjórða áratugnum og þá töldu menn sig geta gert stóra hluti.“ Ráðstefnuhald og bókaútgáfa heimspekideildar fellur einnig undir Hugvísindastofnun og verður til að mynda haldið Hugvísindaþing dag- ana 15. og 16. október. Um einskon- ar opnun stofnunarinnar er að ræða og verða hugvísindin sem slík þema þingsins. Jón segir þingið þó ekki síður vettvang þeirra fræðimanna sem þar kynna rannsóknir sínar. Auk Hugvísindastofnunar munu taka þátt í þinginu Reykjavíkuraka- demían, Guðfræðideild, Kennarahá- skólinn og sjálfstætt starfandi fræðimenn. „Islendingar búa við þá sérstöðu að fólkið í landinu hefur alltaf haft mikinn áhuga á fræðum. Maður er því ekki í þeirri aðstöðu að þurfa að vinna gegn fordómum eða mæta fullkominni fáfræði. Það er þó engu að síður þörf á að fríska dálítið upp á ímynd fræðanna og það er það sem kynning Hugvísindastofnunar snýst að vissu leyti um. Það að fólk skilji hvað hugvísindi eru spenn- andi.“ Álit samkeppnisráðs á þungaskattslögum Ráðherra leiðrétti mismuninn SAMKEPPNISRÁÐ beinir því áliti til fjármálaráðherra að hann beiti sér fyrir því að leiðrétta þá sam- keppnislegu mismunun sem felist í gildandi ákvæðum þungaskattslaga um fjáröflun til vegagerðai’. I erindi Landssambands vörubif- reiðastjóra vai' kvartað undan þeim breytingum sem gerðar voru á þungaskattslögum árið 1998 um að ökutæki 14 þús. kg og þyngri skuli jafnframt kflómetragjaldi greiða 100 þús. í fast gjald á ári og jafn- framt síðari breytingum þar sem gert er ráð fyrir að í upphafi gjalda- árs megi velja um að greiða þunga- skatt miðað við 95 þús. km akstur á ári eða greiða samkvæmt mæli. I áliti samkeppnisráðs segir að umræddar breytingar á þunga- skattslögum fari þvert gegn þeirri hugsun sem fram komi í áliti ráðs- ins frá 1997, um að afsláttur af þungaskatti leiði til samkeppnis- legrar mismununar og aðgangs- hindrandi markaðar. Það fastagjald sem lagt er á bifreiðar 14 þús. kg að þyngd og þyngri valdi því að af bif- reiðum sem þyngri eni og ekið er meira væri greiddur lægri skattur á tonnkílómetra en af þeim bifreiðum sem léttari eru og ekið er minna. Þannig skattur komi illa niður á þeim sem lítil umsvif hafa þar sem þeir greiði hlutfallslega hærri gjöld en aðrir. Samkeppnisi'áð álítur að með lagabreytingu í des. sl. hafi verið tekið upp nýtt afsláttarkerfi. Hagfræðingar WTO í heimsókn á Islandi Uppskriftin að lang- tímahagvexti fundin? Tveir hagfræðingar frá Heimsviðskipta- stofnuninni hafa undanfarna mánuði unnið að skýrslu um íslenskan efnahag. Annar þeirra vann að sams konar skýrslu fyrir sex árum og segir hann að efnahagurinn og hugarfarið hafí tekið miklum breyting- um, sem mikið til sé stjórnvöldum að þakka en jafnframt segir hann að líklega verði íslenskum stjórnvöldum ráðlagt að koma á veiðileyfagjöldum í sjávarútvegi. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Hagfræðingamh' Angelo Silvy og Raymundo Valdes. Valdes kom til íslands fyrir sex ámm á vegum GATT. RAYMUNDO Valdes, hagfræðing- ur hjá Heimsviðskiptastofnuninni, segir að mikill munur sé á efna- hagsástandinu og hugarfarinu á Is- landi nú og þegar hann kom hingað fyrir sex árum til að vinna að sam- bærilegri skýrslu vegna GATT- samningsins um afnám tolla og við- skiptahindrana. „Þá var mikil svart- sýni um framtíðina. Nú, á fjórða ári mikils hagvaxtarskeiðs, eru aðstæð- ur allt aðrar. Atvinnuleysi er nánast horfið. Erlendar skuldir, sem menn höfðu miklar áhyggjur af þá, eru að vísu ekki horfnar, en ekki er litið á þær sem mikið vandamál lengur. Tekjur fólks hafa aukist. Það er at- hyglisvert hvei'nig nýr kraftur hef- ur komið í allt efnahagslífíð. Breyt- inguna er líka að merkja í hugarfari fólksins. Ég held að menn séu mun bjartsýnni á framtíðina.“ Valdes og Angelo Silvy, sem einnig er hagfræðingur, hafa und- anfarna mánuði unnið að athugun á íslenskum efnahagsmálum til undir- búnings skýrslu fyrir Heimsvið- skiptastofnunina, WTO. Þeir voru staddir hér á landi í síðustu viku og heimsóttu embættismenn, háskóla- menn, Verslunarráð Islands og aðra þá sem gátu aðstoðað við að fá heildarmynd af íslenskum efnahag. Á næstu vikum munu þeir vinna uppkast að skýrslunni, sem verður lögð fyrir íslensk stjórnvöld. Loks verður endanlegri gerð skýrslunnar dreift til aðildarlanda WTO, ásamt skýrslu íslensku ríkisstjórnarinnar um stefnumörkun hennar í efna- hagsmálum. í febrúar á næsta ári verða skýrslumar til umræðu hjá fulltrúum aðildarlanda WTO. Valdes segir að rannsóknin sé nokkru viðameiri nú en fyrir sex ár- um, því að þjónustugreinar, sem ekki vom á verksviði GATT, verða einnig kannaðar í þetta sinn. Þar á meðal er fjarskiptamarkaðurinn og fjármálakerfið, til dæmis. Sfjórnarstefnan meginástæða hagvaxtarins Aðspurður segist Valdes telja að uppganginn í íslenska efnahagslíf- inu megi að miklu leyti þakka stjómarstefnunni á undanförnum árum, en jafnframt kerfisbreyting- um sem gerðar voru fyrr. „Ymsar ytri aðstæður hafa vissulega verið hagstæðar, en aðalástæðan fyrir þeim framförum sem orðið hafa held ég að séu breytingar þær sem stjómvöld hafa gert á efnahagsum- hverfinu. Það var ákvörðun stjórn- valda að opna hagkerfið, að taka upp frjálslyndari verslunar- og fjár- festingarstefnu. Án þessara breyt- inga held ég að íslenski efnahagur- inn hefði ekki getað hagnýtt sér hagstætt ytra umhverfi.“ Valdes segir að þátttaka í Evrópska efna- hagssvæðinu sé greiniiega mikil- vægur þáttur í þessu sambandi. „Auðvitað er ekki allt fullkomið í íslenskum efnahag núna. Menn hljóta líka að spyrja um framhaldið: Hafa Islendingar fundið uppskrift- ina að sjálfbæmm langtímahag- vexti, og um það verður án efa rætt í Genf í febrúar.“ Valdes segir að honum virðist af samtölum þeirra Silvy við embætt- ismenn í stjórnkerfinu að ráðamenn geri sér grein fyrir þeim vanda sem þarf að takast á við, og hvað þurfi að gera. „Eitt áhyggjuefni er við- skiptahallinn, sem er verulegur. Innflutningur hefur vaxið hraðar en útflutningur, líklega bæði hvað varðar vömr og þjónustu. Efnahag- urinn nálgast nú að ná hámarksaf- köstum og hætta er á þenslu ef ekk- ert er að gert. En eins og áður sagði held ég að ráðamenn geri sér fulla grein fyrir þessu og gripið hefur verið til ýmissa ráða gegn þessum vanda að undanfömu." Miklar breytingar orðið á landbúnaðarkerfinu Sérstök áhersla verður að sögn Valdes lögð á að skoða landbúnað- inn. .Ástæðan er ekki sú að hlutur landbúnaðurins í þjóðarframleiðsl- unni sé mikill, heldur það hversu miklar breytingar hafa orðið í kerf- inu á þessum sex ámm, margar þeirra sennilega í kjölfar Umguay- umferðar GATT-viðræðnanna. Sam- keppnishamlandi reglur sem vom í gildi þá em nú horfnar og við hefur tekið kerfi gjalda og kvóta, sem er í samræmi við niðurstöður Uruguay- viðræðnanna. Beingi’eiðslur hafa tekið við af niðurgreiðslum, sem er í samræmi við þá stefnu sem sam- þykkt var að framfylgja til að koma í veg fyrir að bændur væru hvattir til framleiðslu með styrkjum. I heild má segja að allt landbúnaðai'kerfið sé orðið mun skilvirkara." Meðal þess sem bent var á í skýrslu GATT fyrir sex ámm var að miklir kostir væm við það að taka upp veiðileyfagjald í sjávarútvegi. Valdes segir að þar sem litlar breyt- ingar hafi orðið á gmndvallaratrið- um fiskveiðistjómunarkerfisins og í úthlutun fiskveiðiheimilda síðan megi búast við að niðurstaðan verði sú sama. Leggja líklega til veiðileyfagjald „Ég tel að íslenska fiskveiði- stjórnunarkerfið sé gott. Ljóst er að það hefur stuðlað að því að fiski- stofnar verði sjálfbærir. En núver- andi kerfi styðst við ófullkominn eignarrétt. Ég býst við því að flestir íslendingar þekki betur en við vandann sem fylgir þessu, en hann snýr bæði að spurningum um rétt- læti og hagkvæmni. Hvatinn til fjár- festinga í greininni er ekki byggður á eðlilegum gmndvelli. Einnig má benda á það að veiðileyfagjald myndi auka tekjur ríkisins, og við núverandi aðstæður væri gott að fá aukinn afgang á fjárlögum." Valdes segir að þegar þessi sjón- armið hafi komið fram fyrir sex ár- um hafi sjávarútvegsfyrirtæki á Is- landi verið algerlega ósammála mati GATT, og hann segir að ekki sé við öðm að búast nú.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.