Morgunblaðið - 15.09.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.09.1999, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Frumvarp um ættleiðingar lagt fyrir Alþingi í haust Réttur ættleiddra bama aukinn RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum í gærmorgun heimild til að leggja fram frumvarp til nýrra ættleiðingarlaga, en að sögn Sól- veigar Pétursdóttur dómsmálaráð- herra er að finna mörg nýmæli og réttarbætur í frumvarpinu, t.d. geta karl og kona í óvígðri sambúð ætt- leitt bam, ef þau hafa búið saman a.m.k. í fimm ár. I frumvarpinu er réttur ættleiddra bama einnig auk- inn til muna. Sólveig sagði að- í frumvarpinu væri að finna skýr ákvæði um með- ferð og úrlausn ættleiðingarmála. Börn fái aðgang að upplýsingum um ættleiðinguna I frumvarpinu er kveðið á um skyldu kjörforeldra til að skýra kjörbami sínu, jafnskjótt og það hefur þroska tii, frá því að það sé ættleitt. Bamið á að fá að vita þetta eigi síðar en það verður sex ára gamalt. Að sögn Sólveigar er sam- bærilegt ákvæði að finna í norskum lögum og byggist það á því að það varði miklu fyrir velferð kjörbarns að það alist upp með vitneskju um að það sé kjörbarn og að það séu kjörforeldrar sem skýri baminu frá því. Samkvæmt frumvarpinu hefur kjörbam, sem hefur náð 18 ára aldri, rétt á því að fá aðgang að öll- um upplýsingum um ættleiðinguna. Þegar viðkomandi hefur náð þess- um aldri hefur hann því rétt á að vita hverjir kynforeldrar eða fyrri kjörforeldrar era. Dómsmálaráðherra leggur áherslu á að komið sé til móts við kröfur um aukið réttaröryggi. Að mögulegt sé að leita umsagnar ætt- leiðingarnefndar, sem dómsmála- ráðherra skipar, til viðbótar við um- sögn bamavemdamefndar, áður en tekin er ákvörðun um umsókn um leyfi til ættleiðingar eða umsókn um forsamþykki. Ættleiðingarfélög Iöggilt Að sögn Sólveigar verða heimild- ir til niðurfellingar ættleiðingar ekki lengur fyrir hendi. Skapa á stöðugleika um tengsl kjörforeldra og kjörbama þannig að staða þeirri verði hliðstæð stöðu kynforeldra og bama þeirra en þetta er í samræmi við lagaþróun á hinum Norðurlönd- unum. Eins og kom fram í Morgunblað- inu í gær munu ný lög skapa skil- yrði fyrir svokallaðan Haag-samn- ing um vemd bama og samvinnu um ættleiðingu milli landa. Sérá- kvæði verður um ættleiðingar bama frá öðram löndum, en ekki er fjallað um þær í gildandi lögum. Þá verða ættleiðingar, sem fara fram í heimalandi bams, viðurkenndar hér á landi eftir athugun dómsmála- ráðuneytisins á gögnum málsins. Ráðuneytið áritar á hið erlenda ætt- leiðingarskjal um réttaráhrif ætt- leiðingarinnar hér á landi að öllum skilyrðum fullnægðum. í framvarp- inu era einnig ákvæði um löggild- ingu ættleiðingarfélaga, en þau mega ein hafa milligöngu um ætt- leiðingar bama frá öðram löndum. Þingforseti í heimsókn á Italíu HALLDÓR Blöndal, forseti Alþingis, verður í opinberri heimsókn á Italíu dagana 15.-16. september í boði Luci- anos Violantes, forseta neðri deildar ítalska þingsins. Auk Violantes mun Halldór Blöndal m.a. hitta að máli for- seta Italíu, forseta efri deild- ar ítalska þingsins og aðstoð- aratanríkisráðherra Italíu. Kviknaði í við rafsuðu JEPPABIFREIÐ skemmdist veru- lega þegar eldur kviknaði í henni á verkstæði Toyota í.Kópavogi á þriðja tímanum í gær. Eldurinn kviknaði er verið var að rafsjóða í bflnum sem verið var að breyta. St- arfsmenn verkstæðisins voru snarir í snúningum og höfðu slökkt eldinn þegar slökkviliðið kom á vettvang og engan þeirra sakaði. Mikill reykur myndaðist við brunann og tók það slökkviliðið tæpa þrjá stundarfjórðunga að reykræsa verkstæðið. Tvær bif- reiðir aðrar voru þar inni en ekki var talið að þær hefðu skemmst. Hugmyndir um að gera íslenska stóriðju umhverfísvæna með því að framleiða eldsneyti Er íslenskt eldsneyti framtíðin? ✓ Nýr ofn Islenska járnblendifélagsins á Grundartanga gæti átt þátt í því að fram- leiða eldsneyti sem kæmi í staðinn fyrir 65% af því bensíni sem flutt er til landsins. Birna Anna Björnsdóttir sat málþing um íslenskt vistvænt eldsneyti á vegum Iðn- tæknistofnunar og hlýddi þar á hugmýndir um að gera stóriðju umhverfisvæna með því að framleiða íslenskt eldsneyti. Hægt að framleiða metanól á íslandi Það hefur verið nefnt sem æskilegur kostur að nota vetni sem eldsneyti í staðinn fyrir olíu og bensín. Sá hængur er á að erfitt er að flytja og dreifa hreinu vetni í gas- formi. En hægt er að binda vetnið kolsýra og búa til metanól sem er mun auðveldara í meðföram og er fljót- mögulegt er að gera Bragi andi líkt og bensín. ísland sjálfbært hvað Ámason Metanól er þó ekki eldsneytisnotkun varð- mengunarlaust elds- ar. neyti líkt og hreint vetni, sem skil- ar eingöngu vatni af sér við NOKKUR umræða hefur verið hér á landi um að æskilegt sé að hefja notkun á vist- vænna eldsneyti en ol- íu og bensíni og að Is- land gæti jafnvel orðið brautryðjandi og öðr- um löndum til fyrir- myndar í þeim efnum. A málþingi um íslenskt vistvænt eldsneyti var fjallað um leiðir til að framleiða eldsneyti á Islandi. Þar kom með- al annars fram að Það var þéttsetinn bekkurinn á málþingi um íslenskt vistvænt eldsneyti. Iðntæknistofnun hélt málþingið í samvinnu við Altener og Opet. Al- tener er sjóður á vegum Evrópu- sambandsins sem styrkir verkefni til kynningar á nýtingu vistvænna orkugjafa og Opet er skrifstofa kostuð af Evrópusambandinu sem kemur á framfæri tækninýjungum sem tengjast vistvænum orkugjöf- um. brennslu, en þó er loftmengun frá vélum knúnum metanóli 45% minni en frá vélum knúnum bensíni. Á málþinginu var fjallað um ýmsar leiðir til að framleiða met- anól á Islandi. Bragi Árnason, pró- fessor í efnafræði, sem unnið hefur brautryðjendastarf á þessu sviði, greindi frá hugmyndum sínum um hvernig mætti gera bfla- og fiski- skipaflota landsins metanólknúna. Til að framleiða metanól þarf að hvarfa vetni við koltvíoxíð- og nefndi hann að koltvíoxíðsútblástur frá stóriðju væri æskilegur kolefn- isgjafi í slíkt efnahvarf. Hann benti á að nýting útblásturs stóriðjunnar til metanólframleiðslu hefði einnig í för með sér minni loftmengun, ef þá nokkra, frá verksmiðjunum. Þó að bílar knúnir metanóli skili koltvíoxíðinu út í andrúmsloftið væra þeir ekki að brenna bensíni eða olíu á meðan. I heildina litið myndi þetta því minnka magn mengaðra útblástursefna til muna. Ef metanól kæmi algjörlega í stað- inn fyrir bensín og olíu sem elds- neyti á bíla- og fiskiskipaflota landsins myndi útblástur meng- andi efna hér minnka um 55%. Kæmi í staðinn fyrir 65% af innfluttu bensíni Þorsteinn Hannesson, gæða- og þróunarstjóri hjá íslenska járn- blendifélaginu, sagði frá því hvern- ig nýr lokaður ofn sem verið er að taka í notkun í verksmiðjunni á Grandartanga geti safnað því gasi sem myndast við framleiðslu á kís- iljárni. Hægt sé að hvarfa vetni við koleinoxíðið í gasinu og búa þannig til metanól. Af þessu yrði tvíþættur ávinningur, kísiljárn yrði framleitt án losunar mengandi lofttegunda og umhverfisvænna eldsneyti yrði aukaafurð við framleiðslu járnsins. Ef metanól yrði framleitt úr út- blæstrinum úr þessum eina ofni og það notað sem eldsneyti, gæti það komið í staðinn fyrir 65% af því bensíni sem flutt er til landsins. Bragi segir að með þessu sé ís- lenska jámblendifélagið að sýna framkvæði og taka mikilvægt skref í þá átt að gera stóriðju umhverfis- væna. Það sé í fararbroddi að þessu leyti í heiminum. Guðmundur Gunnarsson frá Iðn- tæknistofnun kynnti hugmyndir um hvernig nýta mætti það koltví- oxíð sem kemur frá jarðhitavirkj- unum til metanólframleiðslu. Hann taldi þó ekki hagkvæmt að hefja slíka framleiðslu við núverandi að- stæður því metanólið sem yrði framleitt þannig yrði ekki sam- keppnishæft við metanól sem framleitt er erlendis. Vetnisframleiðsla krefst raforku Þó ber að hafa í huga að áður en hægt er að framleiða metanól á þennan hátt þarf að búa til vetni og er það gert með rafgreiningu vatns sem krefst raforku. Sé stóram vetnisverksmiðjum komið upp þarf mikla raforku til að framleiða vetn- ið. Raforka kostar sitt og kom fram í pallborðsumræðum að kostnaður- inn er það sem hindrar það að hægt sé að framleiða metanól á hagkvæman hátt hér á landi. Til að framleiða nægilegt vetni til að framleiða metanól úr út- blæstri nýja ofnsins á Grundar- tanga þarf 60 megavött af raf- magni. En til að framleiða nægi- legt vetni til að búa tfl metanól úr útblæstri allrar stóriðju á íslandi þyrfti 410 megavött af rafmagni eða sem nemur um tveimur Búr- fellsvirkjunum. Það magn af met- anóli gæti þó séð öllum bfla og fiskiskipaflota landsins fyrir elds- neyti. Etanól úr lúpínum og metangas úr sorpi Einnig komu fram aðrar hug- myndir um vistvænt eldsneyti á málþinginu. Ásgeir Leifsson, verk- efnisstjóri Islenska lífmassafélags- ins, greindi frá því hvernig hægt væri að vinna etanól úr lúpínum, en etanól megi nota sem eldsneyti. Hann benti á að ýmis önnur verð- mæt efni mynduðust við vinnslu lúpínunnar og að möguleg nýting þeirra gæti leitt til þess að vinnsla etanóls úr lúpínum yrði hagkvæm. Önnur uppspretta eldsneytis sem var til umræðu er metangas sem myndast í sorpi. Ögmundur Einarsson hjá Sorpu lýsti því hvernig metangas myndast í líf- rænu sorpi og benti á að gasið er algjörlega sjálfbær orkulind. f dag er metangasi safnað úr lífræna sorpinu og brennt til að það mengi ekki andrúmsloftið. Hann sagði brennslu á gasinu vera sóun á orku og að mun betra væri að reyna að nýta orkuna. Nú hefði Sorpa fest kaup á hreinsitæki sem hreinsaði gasið þannig að hægt væri að nota það sem elds- neyti. Einnig væra væntanlegir til þeirra bflar sem gengju fyrir metangasi. Hann segist vona að aðrir fylgi í kjölfarið á fordæmi þeirra og komi sér upp bflum sem gangi fyrir metangasi, því fyrst þessi orka sé fyrir hendi sé sjálfsagt að nýta hana. Hann sagði að stjórnvöld ættu að ganga á undan í þessu máli, með því að kaupa slíka bfla, til dæmis til sorpflutninga og í al- menningssamgöngur, og sýna þannig í verki að þeir beri hag um- hverfísins fyrir brjósti í stað þess að halda einungis ræður um það á sunnudögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.