Morgunblaðið - 15.09.1999, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.09.1999, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1999 21 VIÐSKIPTI Fulltrúar úr eistnesku atvinnulífí hitta fulltrúa Verslunarráðs íslands Vilja efla við- skiptatengsl landanna Morgunblaðið/Asdís „Það hentar okkur að mörgn leyti vel að eiga viðskipti í Eistlandi," segir Vilhjálniur Egilsson, franikvæmdastjóri íslenska verslunarráðsins sem sést hér t.h. ásamt eistneskum kollega sínum, Toomas Luman, við undirritun samstarfssamnings um aukin viðskiptatengsl landanna í gær. VERSLUNARRÁÐ íslands og Eistlands undirrituðu í gær sam- starfssamning sín á milli sem miðar að því að auka og efla viðskipta- tengsl landanna. Af sama tilefni var haldinn eistneskur viðskiptadagur í húsi verslunarinnar þar sem flutt voru nokkur erindi um þróun- og ástand efnahagsmála í Eistlandi. Lennart Meri, forseti Eistlands, sem kom til landsins ásamt við- skiptasendinefnd á mánudag, flutti stutt ávarp við upphaf ráðstefnunn- ar. Hann sagði mikla undirbúnings- vinnu liggja að baki heimsókn eist- nesku sendinefndarinnar hingað til lands og að miklar vonir væru bundnar við aukið samstarf í fram- tíðinni. Toomas Luman, formaður eist- neska verslunarráðsins, sagði miklar endurbætur og uppbygg- ingu hafa átt sér stað á eistnesku viðskiptalífi á liðnum árum. Hann benti á að verðbólga, sem var mik- ið vandamál í upphafi áratugarins, hefði hjaðnað mikið og sé nú á bil- inu 4-5%. Þá hefur þjóðarfram- leiðsla aukist verulega og mikil gróska er nú í ýmiss konar há- tækniiðnaði, s.s. fjarskiptamálum. Luman nefndi sem dæmi að á síð- asta ári voru 17 farsímar á hverja 100 fbúa í landinu, en 16 í Þýska- landi, 19 í Frakklandi og 38 á ís- landi. Tekjuskattur í landinu er sá sami fyrir einstaklinga og fyrir- tæki eða 26%. Virðisaukaskattur er 18% auk þess sem vinnuveit- endur greiða 33% skatt til hins op- inbera. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri íslenska verslunar- ráðsins, segir heimsókn Eistlend- inganna ánægjulega og áhuga- verða. Hann segir Eistland að mörgu leyti áhugaverðan markað fyrir íslensk fyrirtæki og bendir á að þeir sem átt hafi viðskipti við þarlenda aðila láti vel af þeirri reynslu. „Það hentar okkur að mörgu leyti vel að eiga viðskipti í Eistlandi m.a. í ljósi þess að bæði markaðssvæðin eru lítil. Að auki er þarna nokkur sjávarútvegur. Greinin hefur reyndar átt í erfið- leikum þar eystra í kjölfar krepp- unnar í Rússlandi. Þeir hafa því verið að reyna að bæta sinn hag og sýna mikinn áhuga á að fá íslenska aðila inn í greinina," sagði Vilhjálm- ur Egilsson. Nýr tölvuhu^búnaður frá kanadísku hugbúnaðarfyrirtæki Sjónvarpið látið bíða Toronto. Morgunblaðið. NYR hugbúnaður gerir sjónvarps- áhorfendum, sem horfa á sjón- varpsútsendingu í einkatölvum, kleift að stöðva sýningu sjónvarps- efnisins meðan viðkomandi bregð- ur sér frá að sinna öðrum erindum, eins og til dæmis að svara í símann. Það er MGI Software Corp. í Toronto í Kanada sem hefúr þróað hugbúnaðinn. Shelly Sofer, fram- kvæmdastjóri almannatengsla MGI, segir að hugbúnaðurinn verði innifalinn þegar keypt verði ný tölva frá Compaq-tölvufyrirtækinu með hinum nýja Pentium III ör- gjörva frá Intel, sem verði til sölu í Norður-Ameríku fyrir næstkom- andi jól. Hugbúnaðurinn, sem ekki verð- ur boðinn á almennum markaði fyrst um sinn vegna þeirra krafna sem hannn gerir til tölvu og ör- gjörva, ber nafnið REAL DIVA. MGI fyrirtækið framleiðir einnig PhotoSuite III hugbúnað sem ætl- aður er til að vinna með ljósmynd- ir, og VideoWave hugbúnað sem notaður er til að klippa tölvukvik- myndir og búa til eigin sjónvarps- efni. Breytir tölvunni í upptökutæki Hugbúnaðurinn breytir tölvunni í raun í upptökutæki þar sem tölv- an getur „tekið upp“ sjónvarpsefni og vistað það á harða disknum, og segir Shelley Sofer að ein klukku- stund krefjist um þriggja gígabæta (3.000 megabæta) minnispláss á disknum, en plássþörf muni verða minni eftir því sem örgjörvinn verði hraðvirkari. „Hugsum okkur notanda sem vill sjá sjónvarpsþátt sem stendur yfir frá klukkan níu til ellefu, en hann kemur ekki heim til sín fyrr en hálftíma eftir að þátturinn hefst. Hann getur stillt tölvuna á að hefja upptöku klukkan níu. Þegar hann kemur heim til sín hálftíma síðar getur hann byrjað að horfa á byi-j- unina meðan tölvan heldur áfram að taka upp þáttinn," segir Sofer. Eins segir Sofer að hægt verði að horfa á þátt sem tekinn hefur verið upp áður, og taka annan þátt upp á sama tíma, auk þess sem unnt verði að stækka ákveðin svæði á myndfletinum allt að átt- falt. Þetta sé til dæmis kostur þeg- ar horft er aftur á óvenjuleg atvik í íþróttaleikjum. Aðspurður telur Sofer þó ekki að stafræn upptaka eigi eftir að ganga af segulmögnuðum myndbands- spólum dauðum. „Við hlustum enn- þá á vínilhljómplötur. Þetta mun því koma sem viðbót." Samruni banka á Norðurlöndum FS-banken gerir tilboð ÍFIH SÆNSKI Föreningssparbanken (FS-banken) hefur gert tilboð í FIH fjárfestingarbankann í Danmörku, Finansieringsinstituttet for industri og hándverk, sem sér helmingi allra fyrirtækja í Danmörku fyrir lang- tímalánum. Tilboð FS-bankans er nýjasta útspilið í tilboðsstríði sem staðið hefur milli norrænna banka um FIH og enn sér ekki fyrir end- ann á, að því er segir á vefsíðu Dag- ens Industri. Um þessar mundir á sér stað um- fangsmikill samruni fjármálastofn- ana á Norðurlöndum og er skammt að minnast þess er Den Danske Bank hafði betm- í tilboðsstríði við Svenska Handelsbanken um norska Fokus Bank á síðasta ári. Átökin um FIH hafa staðið um nokkra hríð og er danska fjárfestingarfélagið Kapi- tal Holding, þar sem danski BG- banken á hlut, einn þeirra aðila sem lagt hafa fram tilboð í bankann. I ágúst bauð Kapital holding 222 krónur danskar fyrir hvern hlut í FIH, sem jafngildir 5,7 milljörðum danskra króna fyrir allan bankann. Upphæðin samsvarar um 58 millj- örðum íslenskra króna. Búíst við fleiri tilboðum Forráðamenn FIH voru ekki ánægðir með tilboð Kapital Holding og leituðu eftir nýjum tilboðum. Á mánudag lagði FS-banken fram til- boð sem hljóðar upp á 255 krónur danskar fyrir hvem hlut. Tilboðið jafngildir því að FS-banken greiddi jafnvirði rúmlega 66 milljarða ís- lenskra króna fyrir öll hlutabréf í FIH. FS-banken gerir þó aðeins ráð fyrir að kaupa 60% í FIH en leggur tilboðið fram í samráði við hluthafa- hóp sem á um 40% hlut í bankanum. Gert er ráð fyrir að fleiri tilboð í FIH verði lögð fram á næstunni og þykir Ijóst að verðið eigi enn eftir að hækka. Aðeins fáeinum klukku- stundum eftir að tilkynnt var um til- boð FS-banken hafði gengi hluta- bréfa í FIH hækkað töluvert í dönsku kauphöllinni, Kabenhavns Fondbors, og fór verðið á hlutinn í um 260 danskar krónur á mánudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.