Morgunblaðið - 15.09.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.09.1999, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR KIDE-skúlptúr komið fyrir í Elliðaárdal Jákvætt ljós frá Finnlandi Frá Helsinki er hingað kominn skúlptúr einn mikill, sem settur hefur verið niður í Elliðaárdal. KIDE er skúlptúrinn kallaður og er einn níundi hluti af stóru listaverki sem sameinast í Helsinki á gamlárskvöld. Margrét Sveinbjörnsdóttir hitti einn þriggja upphafsmanna verksins, fínnska arkitektinn Kari Leppánen, á bökkum Elliðaánna í rigningunni í gær og fékk að heyra sitthvað um KIDE. Morgunblaðið/Kristinn Kari Leppanen aðstoðar krana- mann við að taka gler-, hljóð- og ljósskúlptúrinn KIDE úr gámnum sem hann var fluttur í með skipi hingað til lands, með viðkomu í Bergen þar sem ann- ar KIDE var settur á land. KIDE kominn á sinn stað á bökkum Elliðaánna, steinsnar frá gamla Rafveituhúsinu, en Reykjavík menningarborg og Orkuveita Reykja- víkur standa í sameiningu að komu KIDE hingað til lands. Á UNDANFÖRNUM dögum og vikum hefur verið unnið að því að koma átta jafnstórum glerskúlptúr- um fyrir í Bergen, Brussel, Kraká, Prag, Avignon, Santiago de Compostela og Bologna - og nú síð- ast í Reykjavík. Nú er bara eftir að koma þeim síðasta á sinn stað í mið- borg Helsinki, en allar eiga þessar níu borgir það sameiginlegt að verða menningarborgir Evrópu árið 2000. Skúlptúramir verða afhjúpaðir því sem næst samtímis í borgunum níu að kvöldi miðvikudagsins 22. septem- ber og í Elliðaárdalnum verður það borgarstjórinn í Reykjavík, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, sem afhjúp- ar KIDE. Pann dag eru nákvæmlega 100 dagar þar til menningarborgar- árið 2000 rennur upp og þá munu 100 börn syngja í Elliðaárdal. Það eru rúm þrjú ár síðan farið var að vinna að KIDE en hugmynd- in hafði þó verið í gerjun lengur, að sögn Kari Leppánen. KIDE er sköpunarverk þriggja manna, hans sjálfs, hollenska arkitektsins Peter Ch. Butter, sem hefur búið í Finn- landi í fjögur ár, og slóvenska sjón- ræna hönnuðarins Dusan Jovanovic, sem hefur verið í Finnlandi síðustu fimmtán árin eða svo. „Við eigum það allir sameiginlegt að eiga finnskar eiginkonur,“ segir Leppánen brosandi og bætir við að tilviljanir hafi ráðið því að leiðir þeirra þriggja hafi legið saman. Að verkinu öllu koma hátt í fimmtíu manns auk hönnuðanna; rafvirkjar, ljósamenn, símamenn, bygginga- tæknifræðingar og flutningamenn, svo einhverjir séu nefndir. Því þó að KIDE sé til að sjá frekar einfaldur kassi úr gleri liggur heilmikil tækni- og hugmyndavinna að baki honum. KIDE er finnska orðið yfir kristal en „kassinn“ er gerður úr þremur lögum af sérstaklega hertu öryggis- gleri. Lagið í miðjunni hefur verið brotið í agnársmáa kristalla, sem endurkasta birtunni sem fellur á þá og breytist í sífellu. Þegar skyggja tekur á kvöldin er kassinn upplýstur með ljóskösturum sem eru í botni hans og hægt er að hafa áhrif á birt- una með því að snerta yfirborðið. Einnig má heyra hljóð úr KIDE og má því segja að hann sé allt í senn; gler-, hljóð- og ljósskúlptúr. Þó að KIDE-skúlptúramir séu allir eins að lögun hafa þeir ólíka liti og hljóð eftir því hvar þeir eru stað- settir. I norrænu menningarborgun- um þremur eru þeir í bláum litum, í hinum miðevrópsku eru litirnir og ljósin ögn hlýrri, græn, gul og appel- sínugul, og þegar sunnar dregur fara litimir út í rautt og fjólublátt. Með undrun í augum Skúlptúrarnir munu standa hver í sinni menningarborginni í um tvo mánuði og draga í sig lit, hljóð og andrúm hverrar borgar áður en þeir verða aftur fiuttir til Helsinki. Þar verður þeim svo stillt upp hlið við hlið, svo úr verður einn risavaxinn KIDE, átján metrar að lengd. Fyrst um sinn heldur hver eining sínum eigin lit, svo úr verður heilt litróf en á gamlárskvöld renna litimir saman í einn hvítan geisla. Hinn stóri, sam- einaði KIDE verður opnaður og fólk getur gengið með góðar óskir í gegnum geislandi ljósgöngin - um leið og það gengur inn í árið 2000. Ekki er nóg með að íbúar hverrar borgar geti virt fyrir sér KIDE í sinni borg, heldur munu þeir h'ka geta fylgst með KIDE í hinum borgunum átta, þá tvo mánuði sem þeir verða þar. Komið hefur verið upp sérstökum klefa með sjón- varpsskjá framan við hvem KIDE sem gerir mönnum kleift að sjá KIDE og nánasta umhverfi hans í hverri borg. Kari Leppánen hefur verið á ferð og flugi milli menningarborganna að undanfömu að koma hverjum KIDE fyrir sig á réttan stað. Hann segist hafa notið þess að fylgjast með við- brögðum almennings. „Fólk verður undrandi, maður sér það í augunum á því. Núna er allt í tilbúnum pökk- um, maturinn sem við borðum og allt, en þetta er eitthvað sem fær fólk til að staldra við og hugsa, undrast. Þetta skapar andstæðvu og víkkar skilninginn. KIDE er já- kvætt ljós sem við sendum frá Finn- landi - hvað væri líf án ljóss?“ segir hann. fH*rgttnIrtafrifc BÓKASALA í ágúst R6ð Tltill/ Hðfundur/ Ulgefandi 1 Uppvöxtur iitla trés / Forrest Carter / Mál og menning 2 Amazing iceland - Ýmis tungumál / Sigurgeir Sigurjónsson / Forlagið 3 Where nature Shines-Ýmis tungumál / Texti Ari Trausti Guðmundsson. Myndir Sigurgeir Sigurjónsson / Forlagið 4 íslandsklukkan / Halldór Kiljan Laxness / Vaka-Helgatell 5 Ensk-íslensk / íslensk-ensk orðabók / Ritstj. Sævar Hilbertsson / Orðabókaútgáfan 6 Land / Páll Stefánsson / lceland review 7 Frönsk-íslensk / íslensk-frönsk orðabók / Þór Stefánsson / Orðabókaútgáfan 8 Dönsk-íslensk / íslensk-dönsk orðabók / Ritstj. Sigurlín sveinbjamardóttir og Svanhildur Edda Þórðardóttir / Orðabókaútgáfan 9 Sjálfstætt fólk / Halldór Kiljan Laxness / Vaka-Helgafell 10 íslenska vegahandbókin / Steindór Steindórsson frá Hlöðum / íslenska bókaútgáfan Einstakir flokkar: ÍSLENSK OG ÞÝDD SKÁLDVERK 1 Uppvöxtur litla trés / Forrest Carter / Mál og menning 2 íslandsklukkan / Halldór Kiljan Laxness / Vaka-Helgafell 3 Sjálfstætt fólk / Halldór Kiljan Laxness / Vaka-Helgafell 4 Svanurinn / Guðbergur Bergsson / Forlagið 5 Falsarinn / Björn Th. Bjömsson / Mál og menning 6 Parísarhjól / Sigurður Pálsson / Forlagið 7 Andsælis á auðnuhjólinu / Helgi Ingólfsson / Mál og menning 8 SalkaValka/ Halldór Kiljan Laxness / Vaka-Helgafell 9 Engin spor / Viktor Arnar Ingólfsson / Mál og menning 10 Tímaþjófurinn / Steinunn Sigurðardóttir/ Mál og menning ÍSLENSK OG ÞÝDD LJÖÐ 1 úr landsuðri og fleiri kvæði / Jón Helgason / Mál og menning 2 Nýja söngbókin - 2 / Unnið af „Söngfuglanefndinni” / Klettaútgáfan 3 Perlur Úr Ijóðum íslenskra kvenna / Silja Aðalsteinsdóttir valdi Ijóðin / Hörpuútgáfan 4 Gullregn Úr ástarljóðum íslenskra kvenna / Gylfi Gröndal tók saman efni / Forlagið 5 Kvæði og kviðlinga-úrval / Hjálmar Jónsson frá Bólu / Bókafélagið ÍSLENSKAR OG ÞÝDDAR BARNA- OG UNGLINGABÆKUR 1 Manndómur / Andrés Indriðason / Mál og menning 2 Veröld Soffíu / Jostein Gaarder / Mál og menning 3 Stafakarlamir / Bergljót Arnalds / Virago 4 Bangsímon hittir Kaninku / Walt Disney / Vaka-Helgafell 5-6 íslensku dýrin / Halldór Pétursson / Setberg 5-6 Snúður og Snælda / Pierre Probst / Setberg 7 Kíara og KÓVÚ verða vinir / Walt Disney / Vaka-Helgafell 8 FLÍkk kemur til bjargar / Walt Disney / Vaka-Helgafell 9 Stúfur / Harald 0glund / Björk 10 Stubbur/BengtNielsen/Björk ALMENNT EFNI OG HANDBÆKUR 1 Amazing Iceland-Ýmis tungumál / Sigurgeir Siguijónsson / Forlagið 2 Where nature Shines-Ýmis tungumál / Texti Ari Trausti Guðmundsson. Myndir Sigurgeir Sigurjónsson / Fortagið 3 Ensk-íslensk / íslensk-ensk orðabók / Ritstj. Sævar Hilbertsson / Orðabókaútgáfan 4 Land / Páll Stefánsson / lceland Review 5 Frönsk-íslensk / íslensk-frönsk orðabók / Þór Stefánsson / Orðabókaútgáfan 6 Dönsk-íslensk / íslensk-dönsk orðabók / Ritstj. Sigurlín Sveinbjarnardóttir og Svanhildur Edda Þórðardóttir / Orðabókaútgáfan 7 íslenska vegahandbókin / Steindór Steindórsson frá Hlöðum / Islenska bókaútgáfan 8-9 Dönsk-íslensk skólaorðabók / Hrefna Amalds / Mál og menning 8-9 Panorama-ísland / Páll Stefánsson / lceland Review 10 Islenska steinabókin / Kristján Sæmundsson / Mál og menning Bókabúðir sem tóku þátt í könnuninni Höfuðborgarsvæðið: Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi Bókabúð Máls og menningar, Síðumúla Eymundsson, Kringlunni Penninn-Eymundsson, Austurstræti Penninn, Hallarmúla Penninn, Kringlunni Penninn, Hafnarfirði Utan höfuðborgarsvæðisins: Bókabúð Keflavíkur, Keflavík Bókval, Akureyri, KÁ, Selfossi Samantekt Félagsvísindastofnunar á sölu bóka í ágúst 1999 Unnið fyrir Morgunblaðið, Félag (slenskra bókaútgefenda og Félag bóka- og ritfangaverslana. Ekki eru taldar með Þær bækur sem seldar hafa verið á mörkuðum ýmiss konar á þessu tímabiii. né kennslubækur. Fyrirlestrar um kaþólskuna BÆKUR Kirkjusaga KAÞÓLSKA KIRKJAN FRÁ 14. ÖLD TIL OKKAR DAGA eflir Jóhannes Gijsen, í þýðingu Þorkcls Ernis Ólasonar. Utgefandi: Kaþólska kirkjan. 138 blaðsíður. KAÞÓLSKA kirkjan gefur jafnt og þétt út bækur um ýmis málefni tengd trú og lífi kirkjunnar. Bókin sem hér er til umfjöllunar er að stofni til fyrir- lestrar sem haldnir voru í Landakoti veturinn 1997-1998. Þar er þróun margra helstu kenninga kaþólsku kirkjunnar á tímabilinu, sem bókin nær yfir, rakin og grein gerð fyrir glímu kirkjunnar við tíðaranda og yf- irvöld hverju sinni. Bókin skiptist í sjö kafla, fimm um ákveðin tímabil í kirkjusögunni og tvo annars vegar um kirkjuþingið í Trent og hins vegar um síðara Vatíkanþingið og áhrif þess. Höfundur hefur mikla þekkingu á kirkjusögu, vestrænni heimspeki og hugmyndasögu. Hann nær að draga upp í skýrum dráttum helstu strauma sem leikið hafa um kirkjuna og mikil- vægustu málefni sem tekist hefyr verið á um innan hennar og í sam- skiptum hennar við yfinröld og hugs- uði Evrópuþjóða. Bókin er upp- lýsandi fyrir alla sem hafa áhuga á kirkjusögu og þfóun kenninga kirkj- unnar. Löng heimildaskrá í bókarlok eykur gildi hennar, þó að heimildir séu flestar á þýsku. Ef benda má á eitthvað sem betur hefði mátt fara ber helst að nefna að þýðing bókar- innar úr þýsku er því miður stirð og hið erlenda tungumál skín víða í gegnum málfarið. Það er sorglegt fyrir höfundinn þegar hugtök eins og „sola scriptura" og „sola fides“ eru vitlaust þýdd (bls. 31 og 32). En efni bókarinnar er gott. KAÞÓLSKA KIRKJANÁ ÍSLANDI Á MÓTUM ÁRÞÚSUNDA Fyrirlestrar haldnir í Viðey 20. sept- ember 1997. Höfundar: Aidan Nichols O.P., Gunnar F. Guðmunds- son og Hjaiti Þorkelsson. Útgefandi: Kaþólska kirkjan á íslandi. 72 bls. Þessi bók hefur að geyma þrjá fyr- irlestra sem haldnir voru í Viðey á ráðstefnu á vegum kaþólsku leik- mannafélaganna í Reykjavík og Hafnarfirði fyrir meðlimi kaþólsku kirkjunnar á Islandi. Fyrsti fyrirlesturinn er eftir Aidan Nichols O.P., prófessor í guðfræði í Cambridge á Englandi, og ber yfir- skriftina Hugleiðing um kristna trú á mörkum árþúsunda. Hann er hug- leiðing um það hvernig kaþólskir menn geti búið sig undir komandi aldamót samkvæmt beiðni páfa um að menn noti árin 1997-1999 til að búa sig undir að brátt séu 2.000 ár liðin frá fæðingu Jesú Krists. Annar fyrirlesturinn, Trúboð og starfshættir kaþólsku kirkjunnar á 20. öld, eftir Gunnar F. Guðmunds- son, er gott sögulegt ágrip af því hvernig kaþólska kirkjan náði fót- festu hér á landi að nýju í lok síðustu aldar og byrjun þessarar eftir að hafa liðið að mestu undir lok við sið- breytinguna. Gerð er grein fyrir helstu starfsaðferðum kirkjunnar og forsendum þeirra. Þriðji og síðasti fyrirlesturinn, Kaþólska kirkjan á íslandi, horft til næstu aldar er greinargerð samin á grundvelli samræðna kaþólska bisk- upsins í Reykjavík og presta hans og fjallar um það hvemig kaþólskir menn geti tekist á við komandi öld á grundvelli hefðar kirkjunnar og boð- skapar hennar. Þar er dregin upp eins konar framtíðarsýn í átta liðum. í niðurlagi fyrirlestrarins segir: ,Á komandi öld verður sú krafa gerð til kaþólsku kirkjunnar að hún eflist frekar og kynni sig betur en áður. Það verður hún að gera í fullri tryggð við heilaga erfikenningu sína, með opnum huga gagnvart nútímafólki, svo að hún geti lagt sitt af mörkum til að styrkja kristilegt líf þjóðarinnar" (bls. 71). Báðar bækurnar sem hér hefur verið fjallað um eru gott fram- lag til aukinnar þekkingar og skiln- ings á kenningu og lífi kaþólsku kirkjunnar. Þær gagnast einkum kaþólskum mönnum. Kjartan Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.