Morgunblaðið - 15.09.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.09.1999, Blaðsíða 38
I8 MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Adolf Davíðsson fæddist í Brúna- gerði í' Fnjóskadal 26. ágúst 1908. Hann lést á dvalar- heimilinu Hlið á Akureyri 1. septem- ber síðastliðinn. Eftirlifandi kona Adolfs er Kristín Pétursdóttir frá Kvíum í Grunnavík- urhreppi, f. 9. sept- ember 1914. Adolf og Krístín bjuggu alla tíð á Akureyri og lengst í Hlíðar- götu 10. Börn Adolfs og Krist- ínar eru: 1) Guðmundur Arnar, f. 18.3. 1936, búsettur á Akur- eyri. 2) Númi Sveinbjörn, f. 12.5.1938, búsettur á Akureyri. Hann á fjögur börn og fjögur barnabörn. 3) Helga, f. 15.8. 1948, búsett í Lúxemborg. Hún á tvö börn og eitt barnabarn. títför Adolfs fór fram frá Akureyrarkirkju hinn 7. sept- ember. Tengdafaðir minn og vinur kvaddi þennan heim að morgni 1. september sl. Ég kom fyrst á Hlíð- argötuna fyrir 30 árum þegar ég hafði kynnst Helgu og var mér strax vel tekið. Ekki er mér þó grunlaust um að hann hafi tekið þennan fugl með varúð til að byrja með þar sem um einkadótturina var að ræða. Adolf var ákaflega traustur maður og það sem hann sagði stóð eins og stafur á bók. Hann var fróður maður sérstak- »-iega um gamla tíma. Oft sátum við saman að kvöldi inn í stofu og röbbuðum, þá fræddi hann mig um lífsbaráttuna t.d. á árunum 1925 til 1945, þetta voru fræðslustundir fyrir mig sem ég fékk beint í æð frá manni sem lifði og starfaði á þessum tíma en las það ekki af þurrum bókum. Hér er aðeins lítið dæmi um það sem við spjöll- uðum um, það má segja að efnið spann- aði hvað sem var, ferðalög, íslensk stjómmál eða heims- málin. Við vorum þó ekki alltaf sammála en það var í góðu lagi af beggja hálfu og risti ekki djúpt þótt kannski hækkaði róm- ur um stund í þessum umræðum. Ekki má gleyma öllum sendingun- um til okkar í Lúxemborg í gegn- um árin, það voru bækur og fræðsluefni til okkar allra og þó sérstaklega til barnanna meðan þau voru yngri. Dagur kom reglu- lega til okkar Helgu svo hægt væri að fylgjast með fréttum að norðan og fyrir jólin kom ævinlega sér- stök jólasending með hangikjöti, magál og fleiru matarkyns. Allt var sent tímanlega því Adolf vildi að þetta væri komið vel fyrir jól enda var hann mikið jólabarn sjálf- ur. Meðan Adolf var vel ferðafær komu hann og Kristín nokkrum sinnum í heimsókn til okkar Helgu og barnanna, þá tók hann ávallt mikið af myndum. Allt var skráð nákvæmlega niður, staður, stund og atvikið sem þau upplifðu. Þetta var síðan skoðað af og til eftir heimkomuna og þau lifðu þá ferða- lagið upp aftur. Adolf var ákaflega starfssamur maður og sat sjaldn- ast auðum höndum, það var ekki hans stíll. Eitt af mörgu sem hann tók sér fyrir hendur á efri árum var prjónaskapur aðallega á sokk- um og vettlingum. Mér fannst þetta nokkuð merkilegt vegna þess hve hendur hans voru frekar grófar og vinnulúnar, en þetta fórst honum ákaflega vel og nutu margir góðs af, ættingjar og vinir. A síðustu árum hrakaði heilsu hans og m.a. gáfu fæturnir sig þetta þótti honum afar erfitt enda maðurinn sjálfstæður að eðlisfari og vildi vera sjálfum sér nógur alla tíð. Um leið og ég bið góðan Guð að taka vel á móti tengdaföður mínum bið ég hann að styrkja Kristínu, börn þeirra, ættmenni og vini í þessum missi. Hermann Friðriksson. Elsku afi minn. Nú sendi ég þér smá línur. Ég vona að þér líði vel. Ég hugsa oft til þín um samverustundirnar sem við áttum saman sérstaklega þegar ég kom í heimsókn til ykkar ömmu. Þú áttir alltaf „Mix“ í kjallaranum og margar ferðir laumuðumst við í búrið þegar amma sá ekki til og fengum okkur eitthvað gott. Takk fyrir öO skiptin sem þú spilaðir við mig og allt sem þú kenndir mér. Takk fyrir öll sendibréfin, það er þér að þakka að ég er svona dugleg að skrifa bréf í dag. Takk fyrir alla sokkana, vettlingana, húfur og trefla sem veita mér ávallt skjól á köldum vetrardögum. Takk fyrir bækumar, blöðin, frímerkin og myndirnar frá fagra Fróni. Takk fyrir allt jafnt í gleði og sorg. Það var fallegt veður daginn sem ég kom til Islands til að kveðja þig í hinsta sinn, kvöldið var stjörnu- bjart og norðurljósin dönsuðu á himninum í margbreytilegum lit- um, þakka þér fyrir að hafa kennt mér að njóta fegurðar náttúrunn- ar. Elsku afi, ég mun sakna þín, það var ómetanlegt að fá að ganga með þér um stund. Ég bið Guð að styrkja ömmu en ég veit að hún á margar góðar minningar um þig. Þín afastelpa, Lilja Björk. ADOLF DAVÍÐSSON + Margrét Ellerts- dóttir Schram fæddist 1. ágúst 1904. Hún lést 27. ágúst siðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey. Maddý föðursystir mín varð næstum jafn gömul öldinni sem senn er liðin. Hún var af þeirri kynslóð sem . tengdi tvo ólíka heima íslensks veruleika, hið þúsund ára gamla bændasamfélag og tæknivæddan nútímann. Og þó á milli okkar væri aðeins ein kynslóð, «^var sem 1000 ár skildu okkur að hvað varðaði viðhorf okkar til lífs- ins. Maddý var fimm árum eldri en faðir minn Karl, sem var fæddur árið 1899. Þar sem Maddý varð há- öldruð en faðir minn lést langt fyr- ir aldur fram, varð hún tengiliður minn við fortíðina og í gegnum hana skynjaði ég reynslu íyrri tíma. Hún sagði mér frá pabba sem þegar sem lítill drengur talaði um að ef hann yrði 102 ára myndi hann lifa á þremur öldum. Og líka frá afa vsni sigldi til Spánar til að fá vél í Tieglskútuna sína og hvað amma var oft rauð um augun þegar hún beið mánuðum saman eftir að afi sneri aftur. Hún talaði um Árna langafa sem var fræðaþulur af Snæfellsnesi og keypti alltaf bæk- ur ef honum áskotnuðust peningar r>g þess vegna þoldi amma aldrei *ækur. En Maddý sagði mér ekki mikið af sjálfri sér. Hún hafði upplifað mikla sorg þegar hún missti tvö nýfædd böm og síðan stjúp- son, aðeins sjö ára gamlan. Slík reynsla mótar fólk varanlega og hún var dul og fá- orð um tilfinningar sínar. En orð fela í sér reynslu og blæbrigði, sérstaklega þó þagn- irnar á milli orðanna. Maddý var alla tíð auðsærð og stolt. En henni auðnaðist móðurhlutverkið þegar Margrét kom 10 mánaða gömul á Sólvalla- götuna og fór ekkert aftur. Með henni fékk líf Maddýjar og Árna nýjan tilgang og þau elskuðu hana öllu ofar, á sinn hátt. Allir glöddust og það var sannarlega tilefni til að gleðjast með Maddý og Áma. Foreldrar mínir yfirgáfu brátt samfélagið í Vesturbænum og íluttu austur fyrir læk, alla leið inn í Voga sem á fimmta áratugnum var úthverfi í hröðum vexti og þar náðum við í skottið á gamla sveita- búskapnum. Fjölskyldan í Vestur- bænum leit svo á að við hefðum yf- irgefið hið siðmenntaða samfélag en kom samt í heimsókn um helgar og keypti um leið egg í sveitinni. Gamlar minningar okkar Ágúst- ar bróður míns tengjast margar heimsóknum fjölskyldunnar í hið nýja, frjálsa og dálítið villta samfé- lag í Vogunum. Ég sé fyrir mér Maddý og Ama koma akandi í gljá- fægðum Fordinum, R 918. í þann tíð var auðvitað alltaf sól og gott veður. Árni með bílstjóraderhúf- una og Maddý í ensku tvíddragt- inni með túrban og prjónadótið undir hendinni. En við höfðum mestan áhuga á farþeganum í aft- ursætinu sem oft fékk að gista, krullhærðu og freknóttu fræn- kunni Margréti, úr hinu pena vest- urbæjarsamfélagi en sem samt var til í allt. Með árunum varð Maddý eins konar „mater familias" og fallega herbergið hennar á Grund var eins og ættfræðistofa, vart sá í veggina fyrir fjölskyldumyndum og póstkortum sem allir kepptust við að senda henni frá útlöndum. Hún var með allt á hreinu, alveg fram á síðasta ár; nöfn nýju barn- anna í fjölskyldunni, nýju kærast- anna og kærastnanna og jafnvel skilnaðina, þegar þeir urðu að veruleika. Maddý var umvafin umhyggju Margrétar og bama hennar alveg fram á síðustu stund. Öll búa í göngufæri við Grund, nema Hildigunnur og Gísli með langömmubörnin fjögur, langt burtu í útlöndum en langömmu- stelpan hans Árna bjargaði miklu. Með Bríeti og Völu fann „amma Bara“ aftur stelpuna í sér og þær grínuðust og spiluðu endalaust, oft langt fram á kvöld. Strákarnir af Stýrimannastíg 8, sem eru farnir á undan, Kiddi, Gunni og Kalli, taka eflaust vel á móti Maddý systur og kannski verður tekið í spil eins og forðum. Þegar Maddý var lögð til hinstu hvílu í gamla kirkjugarðinum í Suðurgötu, við hlið Árna sem hafði beðið eftir henni í 28 ár, braust sól- in loks fram úr myrku skýjaþykkn- inu. Vesturbæjarsólin, hefði ein- hver einhvern tíma sagt. Farðu í friði, kæra, stolta frænka mín. Ég þakka þér sam- fylgdina og leiðsögnina um fortíð- ina. Hrafnhildur Schram. MARGRET ELLERTSDÓTTIR SCHRAM SVAVA ÁGÚSTSDÓTTIR + Svava Ágústs- dóttir fæddist á Bjólu í Djúpár- hreppi 6. mars 1933. Hún lést á Landspitalanum 30. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigs- kirkju 7. september. Með nokkrum fá- tæklegum orðum lang- ar mig til að minnast fyrrum samstarfskonu minnar, hennar Svövu. Ég kynntist henni fyrst þegar ég vann einn vetur í Lyfjabúðinni Iðunni árið 1972. Tók ég fljótt eftir hve þægileg hún var í allri framkomu og hve vel hún vann allt sem hún gerði. Hún var traustur starfsmaður og sinnti af alúð öllu því sem viðkom skrif- stofuvinnu í apóteki. Svövu var mjög annt um útlit sitt og var eftir því tekið hve vel snyrt og fallega greitt hár hennar var alla daga. Þegar ég kom síðan aftur til starfa í Lyfjabúðinni Iðunni eftir 16 ára fjarveru, var sem ekkert hefði breyst. Svava var enn á sín- um stað, og tók hún á móti mér með sínu ljúfa og fallega brosi. Eftir að Svava veiktist kom hún stundum við hjá okkur í apótekinu og er við spurðum frétta af heilsu- fari hennar, sagði hún alltaf allt gott. Bjartsýni einkenndi hana, það var ekki henni líkt að kvarta. Er ég hitti hana nokkrum vikum fyrir andlát hennar var hún farin að kröftum, en vonaðist samt til að geta farið að stíga í fæturna fljót- lega. Svona var hún Svava. Minn- ingin um góða konu mun lifa með okkur, og vil ég senda fjölskyldu hennar innilegar samúðarkveðjur. Hanna Lilja. Við andlát góðs vinar er eins og eitthvað bresti innra með manni og í gegnum hugann þjóta myndir og minningar samverustunda liðinna ára. Þannig varð okk- ur innanbijósts þegar við fréttum um andlát vinkonu okkar Svövu Ágústsdóttur. Við vorum svo lánsöm að kynnast Svövu og Hrafnkeli fyrir allmörgum árum og bundumst við og fjölskyldur okkar strax sterkum vinar- böndum sem voru traust og óhindruð og við mátum því meir, sem leið á ævina. Með þessum fátæk- legu línum viljum við þakka allar ljúfar stundir sem við áttum saman á heimilum okkar, uppi í sumarbú- stað og á ferðalögum innanlands og erlendis. I þessum ferðum var ávallt glaumur og gleði og mikið skrafað og hlegið. Alltaf var ein- hver sjarmi yfir þessum stundum, einkum ef Svava og Hrafnkell voru í forsvari. Slíkt var þeim svo eðli- legt og einfalt að við sóttumst eftir að láta þau ráða för. Ávallt leið okkur vel saman og stundir þessar voru okkur mikils virði og eru perl- ur í minningu liðinna ára. Þrátt fyrir erfíð veikindi þetta ár var aldrei kvartað, alltaf fundinn ljósi punkturinn í meðferðinni og vonað að úr rættist. Svava var já- kvæð og lagði alltaf gott til allra mála. Ráðgert var að eiga saman ljúfar stundir í sumarbústaðnum sem þau voru búin að koma sér upp og hlakkaði Svava til að eyða þar góðum stundum með fjölskyld- unni. Því miður er oft erfitt að ráða för og endalokin alltaf jafn óvænt og sársaukafull, þótt allir viti að fyrr eða síðar sé þetta ferð okkar allra. Hrafnkell, Óskar, Ágúst og fjöl- skyldur. Megi góður Guð styrkja ykkur öll í þessari miklu sorg. Svava, kæra vinkona, þökk fyrir yndislegar samverustundir, hvíl þú í friði og blessuð sé minning þín. Ingibjörg og Richard. RAGNA GÍSLADÓTTIR + Ragna Gísla- dóttir fæddist í Reykjavik 9. febrú- ar 1912. Hún andað- ist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 3. sept- ember síðastliðinn. títför Rögnu var gerð frá Fossvogs- kirkju mánudaginn 13. september. Það haustar að og nú hefur hún kvatt, okkar góða vinkona, Ragna Gísladóttir. Ein af glæsilegustu konum Reykjavíkur, sem stöðugt geislaði af góðmennsku og gleði. Vinkona mín varð hún vegna þess, að hún var besta vinkona tengdamóður minnar. Þau hjónin Bjami Guð- mundsson og systir Rögnu, Ósk Gísladóttir, urðu órjúfanlega tengd lífi tengdaforeldra minna og óhjá- kvæmilega okkar hjóna um leið. Engin hátíð var haldin án þeirra. Ragna, Bjami og Ósk vora jafnan nefnd í sömu andrá. Systurnar bjuggu nánast alla ævi í nánd við hvor aðra. Heimili þeirra voru annáluð fyrir gestrisni, glæsi- leika og myndarskap, hvort sem var fagur blómagarður eða glæsileg húsakynni. Ögleymanlegur er tíminn, þegar við vor- um að gera þriggja hæða rjómaterturnar saman, mikið hlegið. Sumarið leið án þess, að við hittumst. Varla leið sá dagur, að ég hugsaði ekki til þeirra. Daginn, sem hún kvaddi, var ég á leið til þeirra hjóna. Það er betra, að ég held, að minnast hennar Rögnu eins og hún var þegar við fóram í smá bæjar- ferð. Báðar að versla einhvern smá óþarfa, hlæja saman, fá okkur smá hressingu og hafa gaman af öllu. Við hjónin kveðjum Rögnu með söknuði. Bjarna og allri fjölskyld- unni vottum við innilega samúð. Guð geymi þig ætíð, Ragna mín! Edda Sigrún og Helgi Sigurðsson. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningargi-einum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dá- inn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinun- um sjálfum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.