Morgunblaðið - 15.09.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.09.1999, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SVAVA KRISTJÁNSDÓTTIR + Svava Kristjáns- dóttir var fædd að Kirkjubóli í Korpudal í Onund- arfirði 31. júlí 1920. Hún andaðist á Landspftalanum fimmtudaginn 2. september síðastlið- inn. Foreldrar Svövu voru Kristján Björn Guðleifsson f. 21.05. 1886 að Bakka í Brekkudal, Dýra- firði, d. 26.02. 1932 bóndi að Kirkjubóli í Korpudal, Brekku á Álftanesi og að Efra-Seli í Hrunamanna- hreppi og Ólína Guðrún Ólafs- dóttir húsmóðir, f. 08.07. 1885 að Ketilseyri, Ðýrafirði, d. 06.01. 1971. Systkin Svövu eru: Sveinbjörn Óskar, f. 29.04. 1913, Ingibjörg Guðrún, f. 12.11. 1914, d. 06.04. 1980, Guðleifur Magnús, f. 28.01. 1916, d. 14.03. 1939, Rannveig, f. 20.02. 1918, Haraldur Gunnar, f. 01.06. 1919, d. 01.03. 1984, Ólafur Lúther, f. 28.11. 1928. Einnig ólu þau upp Svein- borgu Jónsdóttur Waage, f. 10.11. 1907. Svava giftist 07.01. 1950 Auðunni Þor- steinssyni húsgagnasmíðameist- ara, f. 01.11. 1917 á Blönduósi, d. 31.03. 1997 í Reykjavik. Foreldar hans voru Þorsteinn Bjarnason kaupmaður, Blönduósi, og kona hans, Margrét Kristjánsdóttir. Svava og Auðunn eignuðust tvö börn: 1) Kristján, f. 21.07. 1949, kvæntan Önnu Fríðu Bernódus- dóttur. Börn þeirra eru: Auð- unn, f. 30.05. 1973, sambýlis- kona Kristín Þórðardóttir, Svava, f. 22.03. 1975, Ragnheið- ur, f. 07.09. 1979, sambýlismað- ur Bjarni Haukur Jónsson, Þór- unn, f. 06.12. 1983. 2) Margréti, f. 20.06. 1952, gifta Konráði Þórissyni. Börn þeirra eru: Fífa, f. 18.12. 1974 sambýlis- maður Pétur Þór Sigurðsson, sonur þeirra er Hlynur Þór, f. 08.11. 1996, Hrönn, f. 22.08. 1980, Svavar, f. 14.09. 1988. Eftir hefðbundna skólagöngu gekk Svava í Reykholtsskóla. Hún var kvenklæðskerameist- ari að mennt og rak um skeið saumastofu ásamt Ingibjörgu systur sinni. Svava tók að sér ýmis verkefni í sinni iðn og vann við sauma meðan þrek entist. Utför Svövu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þegar ég minnist tengdamóður minnar, Svövu Kristjánsdóttur, þá er það létt lund hennar, sem er mér hvað eftirminnilegust. Oft sagði hún: „Viltu ekki smákaffisopa tengdi?“ Og meðan kaffíð var drukkið þurfti .^ekki mikið til að kalla fram háværan dillandi hláturinn. Eins var það upp- lifun að horfa með Svövu á gaman- mynd og það hefði verið ódýr leið íyrir leikhúsin að halda uppi stemmningu í salnum ef þau hefðu boðið henni á gamanleikrit sín. Hún Svava hafði fleiri góða eigin- leika, sem vert er að minnast. Hún var mjög gestrisin og töfraði oft fram eftirminnilega gott bakkelsi. Hún var saumakona að mennt og af artarsemi gerði hún oft við föt gesta sinna meðan þeir gæddu sér á kaff- ^mu og meðlætinu. Hún saumaði oft á bamabörnin og fylgdist ótrúlega vel með tískusveiflum, allt fram á seinasta dag. Enda leituðu barna- börnin frekar til hennar með álita- mál í klæðaburði en til okkar for- ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, simi 565 5892 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Olsen, útfararstjóri Sverrir Einarsson, útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ eldranna. Það var líka auðvelt að leita til Svövu með að passa barna- börnin, einkum á námsárum okkar. Þegar barnið var sótt var oft búið að dytta að litlu fötunum, eða jafnvel að nýsaumuð flík fylgdi með í kaup- bæti. Þau heiðurshjónin Auðunn Þorsteinsson húsgagnasmiður og Svava Kristjánsdóttir saumakona voru vel menntuð á mælikvarða síns tíma. Það er ekki síst fyrir dyggan stuðning þeirra að bæði börnin þeirra eru háskólamenntuð. Þau hjónin áttu gott bókasafn, höfðu un- un af tónlist og fýlgdust alla tíð vel með málefnum líðandi stundar. Það voru því oft líflegar og skemmtileg- ar umræður á heimilinu um aðskilj- anlegustu málefni. Eg tel mig hepp- inn að hafa kynnst þeim hjónum og er þakklátur fyrir þann aldarfjórð- ung, sem ég átti með þeim. Þau hjónin voru mjög samrýnd og eftir að Auðunn lést, á páskum 1997, átti Svava erfitt með að iaga sig að breyttum aðstæðum. Heilaslag skömmu síðar gerði út um mögu- leika hennar til að búa ein og síðustu tvö árin bjó hún til skiptis hjá börn- um sínum. Nú til dags er það ekkert sjálfgefíð að barnabörn flytji saman í herbergi til að amman geti fengið þeirra herbergi að láni. Þið getið verið stolt af því. Án hvatningar barna og barnabarna hefði Svava ekki endurheimt þann léttleika og áhuga, sem einkenndi síðustu mán- uðina í lífi hennar. Konráð Þórisson. Elsku amma mín. Eg á eftir að sakna þess að koma í heimsókn til þín í Lönguhlíðina og fá eitthvað gott að borða og fara svo að ÚTFARARSTOFA OSWALDS sfMi 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN AD.M sm/in iii • iiii ui:yk|avik I.IKKISTUVINNÚSTOI'A EYVINDAR ÁRNASONAR 1899 LEGSTEINAR t Marmari íslensk framleiðsla Granít Vönduð vinna, gott verð Biágryti Sendum myndalista Gabbró MOSAIK Líparft Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími 5871960, fax 5871986 leika mér að dótinu hjá þér. Á meðan saumaðir þú eitthvað fallegt. Eg á líka eftir að sakna þess þegar þú áttir heima hjá okkur og þú tókst á móti mér þegar ég kom heim úr skólanum og gafst mér að borða og svo fór ég að læra eða spila við þig. En núna ertu komin til afa. Svavar. Mig langar til að minnast ömmu minnar í nokkrum orðum og nefna aðeins örfáar af þeim yndislegu minn- ingum sem ég á um hana. Hún saum- aði ófáar lúffur handa okkur barna- bömunum og allt upp í samkvæmis- kjóla þegar við eltumst. Alltaf var hún tilbúin að aðstoða mig þegar ég var að stíga mín fyrstu spor í sauma- skapnum og vélin hennar stóð alltaf til boða þegar ég var orðin leið á hægaganginum í öðrum saumavélum. Alitaf var eitthvað gott á boðstól- um þegar ég kom til hennar og afa í Lönguhlíðina og var hún dugleg við að reyna að koma matnum ofan í mig, þó það væri með misjöfnum ár- angri. Þegar ég bjó í Lönguhlíðinni þá hringdi hún á hverju kvöldi til að athuga hvort ég hefði ekki fengið mér eitthvað að borða ef hún hafði ekki komið fyrr um daginn og eldað eitthvað fyrir mig. Að lokum er ég þakklát fyrir síð- ustu minninguna um hana, þegar ég keyrði hana heim og hún var alveg steinhissa á því að ég gæti keyrt, svona nýkomin með bílprófíð. Sofðu rótt, elsku amma. Hrönn. Nú er víst komið að kveðjustund elsku amma mín. Ég er þakklát fyrir alla umhyggjuna og endalausa ástúð sem þú sýndir mér og okkur öllum englunum þínum. Þú kenndir mér svo margt um lífið og bjartsýni þín og dillandi hlátur á eftir að fylgja mér alltaf. Svava amma mín var ákaflega glaðlynd og lífleg og ákaflega fær saumakona. Hún var lærð í kápu- saumi og töfraði fram hverja flíkina á fætur annarri handa okkur barna- börnunum, og við vorum fram eftir öllum aldri með lúffur sem hún saumaði, alltaf í stfl við úlpurnar. Ég dvaldi löngum stundum hjá henni og afa á „bestó“ og heimsóknunum þangað fækkaði ekki mikið með aldr- inum því það var alltaf yndislegt að koma þangað og rabba aðeins um líf- ið og tilveruna og fá að læra þar í friði og ró við borðstofuborðið. Oft- ast læddist amma svo að borðinu og skildi eftir súkkulaðibita eða appel- sínu til að narta í. Amma var ótrúlega þolinmóð við okkur barnabörnin og ég man enn eftir hlátursrokunni sem hún rak upp þegar hún komst að því að ég var búin að klippa málbandið hennar niður í búta eftir litum. Hún var fylg- in sér og hafði ofurtrú á skyrinu, sem er hollasti matur í heimi að hennar áliti, og sætti sig ekki við neina lækna uns þeir voru búnir að samsinna henni og við barnabörnin fengum ófáa skyrdiskana hjá henni. Amma var mjög trúuð og kenndi mér allt um guð og englana. Hún var einstaklega gjafmild og sást það einna best í því að þegar hún fór að búa til púða handa okkur barnabörn- unum og barnabarnabarni (sem fékk Karíus og Baktus-púða sem hann dýrkar) þá gat hún ekki beðið með að gefa okkur þá þangað til við átt- um afmæli og gleymdi alveg að búa til púða handa sér. Svava amma var sterk og dugleg kona og gerði allt vel, hún hafði yndi af að synda og við syntum ófáar ferðir saman í litlu sundlauginni í Blesugrófínni. Hún hafði líka gaman af mannmergð og skemmti sér manna best á ættar- mótum og stórafmælum þar sem hún talaði manna hæst og hló mest og dansaði fram á rauða nótt. Elsku amma, ég þakka guði fyrir að hafa fengið að hafa þig hjá okkur, en nú er víst kominn tími til þess að Auðunn afí fái að njóta þess að hafa þig hjá sér aftur. Við munum sakna þín mjög mikið. Guð blessi þig amma mín. Fífa. Margs er að minnast margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem) Haustið er komið og þá kveðjum við blóm og gróanda sumarsins með trega en jafnframt þökkum við fyrir gjafir þess. Haustið er að mörgu leyti tími trega og kveðju. Þessi samlíking kemur upp í hugann þegar ég lít yfir farinn veg og kveð hana Svövu móð- ursystur mína. Svava var sannkallað sumarbarn sem færði okkur öllum birtu og yl með glettni sinni, hlýju og gjafmildi. Það streymir um mig hlýja í hvert skipti sem ég hugsa til liðinna daga með Svövu frænku. Já, hún Svava frænka var bara svo mikil frænka að í mínum huga var hún frænkan með stóra F-inu. Fyrstu minningar mínar um Svövu eru frá þeim tíma er hún og Auðunn leigðu íbúð á Borgarholtsbrautinni og þá var Kiddi á 1. ári. Það var eiginlega þrennt sem hvatti mig þá pínulitla til að Ieggja land undir fót úr Vallai'- gerðinu vestur á Borgarholtsbraut, en þetta var nú drjúg vegalengd fyrir litla fætur. Þessi þrjú atriði voru auð- vitað Svava sjálf með heillandi hlát- urinn sinn og hlýja faðminn, litla barnið í kassanum með snuðið og síð- ast en ekki síst Auðunn og sá merkis- gripur bíllinn hans, en í þá daga var ekki algengt að fólk ætti bfl. Að sjálf- sögðu sá Svava tii þess að ég fengi bflfar heim eftir langferðina til henn- ar því það var nú ekki hægt að láta barn rúmlega tveggja ára labba þessa leið fram og til baka. Það var líka sama hlýjan sem streymdi á móti okkur systrum þegar við komum á Ásveginn, en þar bjuggu þau í nokk- ur ár. Ég minnist þess að mér fannst hún Alda systir hafa dottið í lukku- pottinn þegar hún fékk að vera hjá Svövu og Auðuni um tíma en ég var hjá ömmu í Skipasundinu, því þá var verið að byggja yfir kjallarann í Vall- argerðinu. Að vísu sagði ég þetta aldrei upphátt því það að vera hjá henni ömmu voru líka forréttindi og svo var stutt að fara upp á Ásveg. Þær voru líka ógleymanlegar ferðirn- ar með nesti út fyrir bæinn, t.d. á Þingvöll eða Heiðmörk, með Svövu, Auðuni, Kidda og Möggu og alveg var það merkilegt hve nestið hennar Svövu var alltaf gott, það var eitt- hvað sérstakt „Svövubragð“ af þessu öllu. Svo þegar ég var sest á skóla- bekk í Kvennaskólanum var gott að eiga Svövu og fjölskyldu að á Berg- staðastrætinu og mikið skelfíng var gott að geta rekið inn nefíð á frostköldum dögum og fengið heitt kakó eftir skóla eða á milli tíma. Það var alltaf glatt á hjalla í litla eldhús- inu á Bergstaðastrætinu og einhvern veginn alltaf pláss fyrir alla, sama hve margir litu inn. Eiginlega fannst mér eldhúsið alls ekki lítið það voru bara fáir fermetrar. Alltaf voru allir velkomnir og það var bara sjálfsagt að draga vinkonur mínar með til Svövu. Tengsl þeirra systra mömmu og Svövu voru sterk og oft fannst mér við vera meira systkin ég og Kiddi en frændsystkin. Þessi tilfínn- ing átti líka við um Möggu, hún var bara aðeins yngri og það var aldrei sama fyrirferðin á henni og okkur Kidda, en Magga var í mínum huga litla systir. Oft fékk ég að heyra það hjá vinkonum mínum, bæði skóla- systrum úr Kvennó og gömlu ævivin- konunum úr Kópavogi, hvað hún Svava væri nú skemmtileg og hve heppin ég væri að eiga svona frænku í miðbæ Reykjavíkur og alltaf kemur þessi glampi í augu þeirra sem fengu að kynnast því að koma á Bergstaða- strætið. Oft hef ég hugsað til þess eftir að ég varð fullorðin og komin með eigið heimili að þessi mikli gestagangur hljóti nú stundum að hafa verið erfíður og stundum þreyt- andi. Það hlýtur að minnsta kosti að hafa verið töluverður hávaði þegar Kiddi var með sína vini heima eftir skóla í MR og svo kom ég með eina til þrjár vinkonur í eftirdragi og allir settust við eldhúsborðið og hámuðu í sig kakó og kex eða nýbakaða köku. Það hljóta að hafa verið töluverð út- gjöld að fóðra alla þessa unglinga auk allra annarra sem aðeins komu við hjá þeim. í reynd var heimili Svövu félagsmiðstöð þar sem kyn- slóðabil var ekki til. Gamla máltækið um að þar sem hjartarúm væri nóg væri alltaf nóg rúm fyrir gesti og gangandi varð ljóslifandi á heimili Svövu og Auðuns. Nú er komið að kveðjustund - haustið er komið og fjölæru jurtirnar fella blöðin og blómin en rótin lifir og að vori koma ný blöð og ný blóm. Þannig lifir líka minningin um hana Svövu frænku. Frá hennar kærleiks- og gleðirót munu spretta minningar sem eiga eftir að lifa með okkur sem eftir stöndum hér í dag. Ég veit að þessar minningar eiga eftir að veita okkur gleði og vekja léttan hlátur seinna þótt okkur finnist að nú hafí dregið fyrir sólu. Elsku Svava mín, ég vil þakka þér fyrir allt sem þú varst mér og allt sem þú kenndir mér - hvernig þér tókst alltaf að sjá björtu hliðarnar á lífinu og hvernig þér tókst alltaf að sjá spaugilegu hliðarnar á sjálfri þér, jafnvel þegar hlutirnir gengu þér í mót. Ég skil það nú hve það þarf mikinn kjark til þess að taka svona á lífinu, bæði gleði þess og sorgum, og láta aldrei deigan síga heldur taka öllu sem að höndum ber með brosi á vör. Þannig varst þú Svava mín og þannig geymum við mynd þína í hug okkar og hjarta. Elsku Kiddi, Magga og fjölskyldur, ég veit að sorg ykkar er mikil og ég bið góðan Guð að styrkja ykkur og styðja. Mig langar að kveðja þig, elsku Svava mín, með sálmi Valdimars Briem. Far þú í friði. Friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Ólína M. Sveinsdóttir. Mig langar til að minnast elsku ömmu minnar í nokkrum orðum. Amma var alltaf svo blíð og góð og ótrúlega þolinmóð og gerði alltaf gott úr hlutunum ef við höfðum gert eitthvað af okkur. Hún var mjög glaðlynd og alltaf stutt í hláturinn. Amma var mjög lagin í höndunum og snillingur í að sauma. Þær eru ófáar flíkurnar sem hún hefur saumað á okkur barnabörnin í gegnum tíðina. Eftir að afi veiktist hugsaði amma um hann heima allt þar til hann dó fyrir tveimur og hálfu ári. Stuttu síð- ar veiktist hún sjálf og náði sér aldrei almennilega á strik eftir það. Hún var mikið hjá okkur síðustu tvö árin. Á þessu ári fór amma á Dal- braut tvo daga í viku og það hjálpaði henni mjög mikið, hún kynntist nýju fólki og fór að mála á dúka og púða. Það skipti miklu máli fyrir hana að gera eitthvað handa okkur öllum. Seinni partinn í sumar fór amma á Heilsuhælið í Hveragerði og leið mjög vel. Það var mjög gaman að koma til hennar á afmælisdaginn í júlí sl., hún leit svo vel út. Við Ragn- heiður gengum með henni niður í Eden og fengum okkur ís og spjöll- uðum saman, þar hittum við svo Möggu, Konna, Hrönn og Svavar. Þetta var góður dagur. Það var að- eins liðin vika frá því að amma kom úr Hveragerði þegar hún veiktist. Viku síðar var hún svo dáin. Það er svo skrítið að fá ekki að sjá hana aft-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.