Morgunblaðið - 15.09.1999, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 15.09.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1999 47 v. í DAG Árnað heilla (T A ÁRA afmæli. í dag, miðvikudaginn 15. september, t) V/ verður fimmtugur Halldór G. Briem, liótelstjóri hjá Hilton-hótelhringnum, aðallega í Asfu og nú á Borneo. Eiginkona hans, Liða Bebis Briem varð 45 ára þann 7. sept- ember sl. Þau hjón eru í dag stödd á Hilton-hótelinu í Aþenu. Ljósm. KEE, Ljósmyndastofa. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 27. mars sl. í Dóm- kirkjunni af sr. Sigurði Arn- arsyni Kolbrún Karlsdóttir og Helgi Sigurgeirsson. Heimili þeirra er á Fagur- hólsmýri. BRIDS Umsjðn Guðmundur Páll Arnarson BRIDSFÉLÖGIN eru nú óðum að taka til starfa eftir sumarhlé, en svonefndum Sumarbrids lauk á laugar- daginn samkvæmt hefð með stuttri sveitakeppni. Þar kom þetta spil upp: Suður gefur; enginn á hættu. Almennt voru spiluð þrjú Norður * G87 ¥ ÁKD107 * DG108 * 3 Austur * 6532 Vestur ♦ K104 *52 ♦ ÁK63 *D542 ¥ G863 ♦ 72 + K76 Suður AÁD9 ¥ 94 ♦ 954 * ÁG1098 grönd í NS, en með mis- jöfnum árangri. Spilið er margslungið, bæði í sókn og vörn, en við skulum skoða spilamennskuna þar sem Sigurjón Tryggvason og Erlendur Jónsson voru í NS. Erlendur varð sagn- hafi í suður eftir þessar sagnir: Vestur Noröur Austur Suður - - - 1 lauf ltíguU 1 hjarta Pass lgrand Pass 3 grönd Allirpass Vestur kom út með hjarta, sem hjálpar sagn- hafa ekki neitt. Eftir langa umhugsun tók Erlendur á hjartaás og spilaði tíguldrottningu. Hún átti siaginn. Þá kom spaðagosi yfir á kóng vesturs. Nú fékk vörnin sitt fyrsta tækifæri. Ef vestur tekur ÁK í tígli og spilar hjarta verður engin leið fyrir sagnhafa að fá nema átta slagi. Hann fær vissulega tígulslag gefins, en blindur er ónýtur, og ef laufi er spilað á gosann þeg- ar búið er að taka rauðu siagina, kemst vestur út á spaða. En vestur vildi ekki gefa sagnhafa tígulslaginn og spilaði hjarta. Erlendur drap, tók annan hjartahá- mann, slagina tvo á ÁD í spaða og spilaði svo tígli í þessari stöðu: Norður * — ¥ 107 ♦ G108 * 3 Vestur * — ¥_ ♦ ÁK + D542 Austur * 6 ¥ G ♦ 7 * K76 Suður + — ¥ — ♦ 95 * ÁG109 Vestur hafði hent smáum tígli í þriðja hjartað. Eftir að hafa tekið tvo slagi á tígul, skipti vestur í smátt lauf. Austur stakk upp kóng, sem var drepinn og laufi spilað. Vestur fékk á laufdrottningu, en varð að gefa tvo síðustu slagina. Austur gat hnekkt spilinu með því að spara kónginn. Vestur gat líka gert betur með því að geyma tígul- hundinn sinn og spila lauf- drottningu í stöðunni að of- an. Ef sagnhafi dúkkar, verður blindum spilað inn á tígul og austur fær slag á hjartagosa. Þetta er eitt þeirra spila þar sem mögu- leikamir eru nánast óþrjót- andi og ómögulegt að sjá fyrirfram hver þróunin verður. Jónas Hallgrimsson (1807/1845) Ljóöið ísland eins og þaö birtist í Fjölni LJOOABROT ISLAND. fsland! farsælda-frón og hagsælda hrímhvíta móðir! Hvar er þín fornaldar frægð, frelsið og manndáðin bezt? Allt er í heíminum hverfult, og stund þíns fegursta frama lýsir, sem leíptur um nótt, lángtframmá horfinni öld. Landið var fagurt og frítt, og fannhvítir jöklanna tindar, himininn heíður og blár, hafið var skínandi bjart. Þá komu feðurnir frægu og frjálsræðis hetumar góðu, austanum hildýpis haf, híngað í sælunnar reít. Reístu sér bygðir og bú í blómguðu dalanna skauti; ukust að íþrótt og frægð, undu so glaðir við sitt. Hátt á eidhrauni upp, þarsem ennþá Öxará rennur ofaní Almannagjá, alþíngið feðranna stóð. Þar stóð hann Þorgeír á þíngi er við trúnni var tekið af h'ði. Þar komu Gissur og Geír, Gunnar og Héðinn og Njáll. Þá riðu hetjur um héröð, og skrautbúin skip fyrir landi flutu með fríðasta lið, færandi varnínginn heím. Það er so bágt að stand’ í stað, og mönnunum munar annaðhvurt apturábak ellegar nokkuð á leíð. Hvað er þá orðið okkai-t starf í sexhundruð sumur? Höfum við gengið til góðs götuna frammettir veg? Landið er fagurt og frítt, og fannhvítir jöklanna tindar, himininn heíður og blár, hafið er skínandi bjart. Enn á eldhrauni upp, þarsem ennþá Öxará rennur ofaní Almannagjá, alþíng er horfið á braut. Nú er hún Snorrabúð stekkur, og língið á lögbergi helga blánar af berjum hvurt ár, börnum og hröfnum að leík. Ó þér únglínga fjöld og íslanz fullorðnu synir! Sona er feðranna frægð fallin í gleýmsku og dá! STJÖRNUSPA eftii’ Franccs llrake MEYJAN Afmælisbarn dagsins: Þú ert sáttfús og leitast við að halda jafnvægi á öll- um sviðum. Fjölskyhhm situr í fyrirrúmi hjá þér. Hrútur (21. mars -19. apríl) Þú þarft að komast í smáfrí til að endumýja sjálfan þig til sálar og líkama. Fáðu góð- an vin til að slást í fór með þér. Naut (20. apríl - 20. maí) Ekki eru allir á eitt sáttir um að gera breytingar núna. Vertu því þolinmóður og leggðu málið til hliðar þar til sameiginleg niðurstaða ligg- ur fyrir. Tvíburar . (21. maí - 20. júní) AA Þér hættir til að vera of fast- ur fyrir og það leggur stein í götu þína. Vertu óhræddur við að kanna nýjar leiðir og taka einhverja áhættu. Krdbbi (21. júní - 22. júlí) {'?Ífe Þú þarft að skoða vandlega hvaða tæki kemur þér að bestu gagni til að auka fram- leiðsluna. Sú fjárfesting mun fljótt skila arði. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú gætir lent í óþægilegri aðstöðu er þú leitast við að aðstoða vin í vanda. Gættu því allrar varúðar svo þú verðir ekki fyrir tjóni. Meyja (23. ágúst - 22. september) vbíL Það ríkir nú friðsæld í kring- um þig svo þú ættir að hafa tíma til að leggja drög að nýjum áætlunum fyrir fram- tíðina. Vog xrx (23. sept. - 22. október) Þú þarft að vera hófsamur í fjárútlátum og standast hverskonar freistingar til þess að geta síðar fjármagn- að það sem skiptir meira máli. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Þótt þér takist ekki að breyta skoðunum annarra er alveg öruggt að málflutning- ur þinn fellur í góðan jarð- veg. Vertu opinn fyrir nýjum tækifærum. Bogmaður m ^ (22. nóv. - 21. desember) XSf Láttu ekki eigin vangaveltur draga athygli þína um of frá verkefnum dagsins. Leggðu þitt af mörkum til að bæta umhverfi þitt. Steingeit (22. des. -19. janúar) Þú hefur mikinn sjálfsaga og gerir stundum of miklar kröfur til sjálfs þín. Leyfðu þér líka að slaka á og sletta úr klaufunum. Vatnsberi (20. janúar -18. febrúar) CÍKft Þú ert svo uppfullur af hug- myndum að þú átt erfitt með að finna þeim farveg. Þú kemur engu í verk nema ef þú tekur eitt mál fyrir í einu. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Nú verður ekki lengur undan því vikist að sinna því fólki sem þú hefur vanrækt að undanfömu. Hafðu léttleik- ann í fyrirrúmi. Stjörmispána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. BRIDS llmsjon Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavfk Fimmtudaginn 2. september sl. spiluðu 20 pör Mitchell-tvímenning í Ásgarði, Glæsibæ. Úrslit urðu: Árangur N-S Ólafur Ingvarsson - Viggó Nordquist 274 Halldór Magnússon - Þórður Bjömsson 256 Sjgurleifur Guðjónss. - Oliver Kristóferss. 245 Árangur A-V Þorsteinn Laufdal - Magnús Halldórss. 279 þwivz,oi* LÍM ÁRVÍK ÁRMÚLA 1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295 Stígur Herlufsen - Sæmundur Björnss. 240 Haukur Guðmundss. - Öm Sigfússon 236 Miðlungur er 216. Mánudaginn 6. september sl. spiluðu 20 pör Mitchell-tvímenn- ing í Ásgarði, Glæsibæ. Úrslit urðu: Árángur N-S Siguróli Jóhannss. - Magnús Ingólfss. 242 Jón Andréss. - Guðm. Á Guðm. 241 Ingunn Bemburg - Elín Jónsd. 224 Árangur A-V Þorsteinn Laufdal - Magnús Halldórss. 258 Eggert Ó. Kristinss. - Þorsteinn Sveinss. 226 Haukur Guðmundss. - Örn Sigfúss. 222 Miðlungur er 216. Granvillé Málmlakk Ryðvamarlausn ÁRVÍK ÁRMÚLA 1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295 sy senamg Stuttir og síðar kjólar j Hverfisgötu 50 <> Sími 551 5222 ; Gniílt - 1880-1930^1 ISorðslofuborð, sþenþar, þommóður, ljósaþrónur og speglar. Opið á Smiðsþöfða 13 frá þl. 17-19 ■ 3ag, miðviþuðaginn h 13. september, og fimmludaginn 16. soptember |1 Sími 898 1004 ÞÝSKUNÁMSKEIÐ í GOETHE-ZENTRUM Vönduð þýskunámskeið sem leiða til hinna stöðluðu prnfa Gnethe- stofnunar er njóta viðurkenningar um heim allan. Aðeins við bjóðum hérlendis upp á próf sem jafngildir inntökuprófi í þýsku við þýska háskóla. Allir kennarar hjá okkur hafa þýsku að móðurmáli. (Jpplýsingar í síma 551 6061 frá kl. 15.00 alla daga nema sunnudaga. Þýskunámskeið fyrir byrjendur (Z1) 4.10.1999-17.1.2000, mánudaga kl. 18.00 -19.30 Fyrirfólk með lítinn eða engan grunn í þýsku. Sprachkurs: Vorbereitung zur Priifung Zertifikat Deutsch (Z 2) 4.10.1999- 17.1.2000, Montag, 20.00 - 21.30 Uhr Fur Teilnehmer mit mittleren bis guten Vorkenntnissen (isl. Abitur), schlieBt mit der international anerkannten Prutung „Zertifikat Deutsch" ab. Sprachkurs: Vorbereitung zur Mittelstufenpriifung Deutsch (Z 3) 5.10.1999- 18.1.2000, Dienstag, 19.30 - 21.00 Uhr Fiir Teilnehmer mit guten bis sehr guten Vorkenntnissen, schlieBt mit der international anerkannten „Zentralen Mittelstufenprufung" ab. Sprachkurs: Vorbereitung zur Oberstufenpriifung Deutsch (Z 4) 6.10.1999- 19.1.2000, Mittwoch, 19.30 - 21.00 Uhr Fur Teilnehmer mit sehr guten Vorkenntnissen, schlieilt mit der international anerkannten „Zentralen Oberstufenprufung" ab, ersetzt die „Deutsche Sprachprúfung fúr den Hochschulzugang”. Önnur þýskunámskeið (úrval, spyrjist fyrir um frekari námskeið): Sprachkurs fiir Fortgeschrittene (Grammatik und Konversationstraining) 6.10.1999- 19.1.2000, Mittwoch, 18.00 - 19.30 Uhr Fúr Teilnehmer ab mittleren Deutschkenntnissen. Sprachkurs: Deutsch im Tourismus 5.10.1999- 18.1.2000, Dienstag, 20.00 - 21.30 Uhr Fúr Teilnehmer aus dem Berufsfeld „Tourismus" mit Grundkenntnissen. Þýskunámskeið fyrir börn (8-13 ára) 2.10.1999- 15.1.2000, laugardaga kl. 15.30 -16.30 Fyrir börn með lítinn eða engan grunn í þýsku. Landeskundekurs: Die 5 neuen Bundeslánder 14.9. -26.10.1999, Dienstag, 18.00 - 19.30 Uhr Fúr Teilnehmer mit mittleren Deutschkenntnissen. * f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.