Morgunblaðið - 15.09.1999, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 15.09.1999, Qupperneq 22
22 MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ímÆmEBM Sprengju- gabb í Danmörku BANDARÍSKA sendiráðið í Kaupmannahöfn var rýmt í gær eftir að starfsmenn tóku eftir hlut, sem grunur lék á að væri sprengja, í bílastæðakjailara undir húsinu. Sprengjusérfræð- ingar danska hersins voru kall- aðir til og lögreglan tilkynnti stuttu síðar að um „gervi- sprengju“ hefði verið að ræða. Réttað yfír Pinochet á Spáni ABEL Matutes, utanríkisráð- herra Spánar, tilkynnti í gær að ríkisstjórn Spánar hefði form- lega hafnað ósk Chilestjórnar um að réttað yrði í máli Augu- stos Pinochets, fyrrverandi ein- ræðisherra í Chile, utan Spán- ar. Réttarhöld um hvort fram- selja eigi Pinochet til Spánar hefjast í Bretlandi 27. septem- ber nk. Prodi vill taka af skarið ROMANO Prodi, sem tekur brátt við starfí forseta fram- kvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, sagði í gær að ESB ætti að taka af skarið um það hvenær fleiri löndum yrði veitt aðild að sambandinu. Utanríkis- ráðherrar ESB-ríkja hafa talið of snemmt að fjalla um umsókn- ir tíu fyrrum kommúnistaríkja í Mið- og Austur-Evrópu, auk Kýpur og Möltu, sem sótt hafa formlega um inngöngu. Raísa í lífshættu RAÍSA Gorbatsjova, eiginkona Mikhafls Gorbatsjovs, fyrrver- andi Sovétleiðtoga, er í lífs- hættu, að því er læknar hennar skýrðu frá í gær. Raísa dvelur á sjúkrahúsi í Múnster í Þýska- landi, þar sem hún hefur geng- ist undir meðferð vegna hvít- blæðis. Að sögn lækna hefur beinmergsflutningi, sem áform- að er að hún gangist undir, enn verið frestað. Norður-Irland Alræmdum öfgamanni sleppt Belfast. Reuters. JOHNNY Adair, einum af al- ræmdustu leiðtogum öfgahópa sambandssinna á Norður-Irlandi, var sleppt úr fangeisi í gær þótt hann hafí ekki afplánað nema fímm ár af sextán ára fangelsis- dómi. Lausn hans er hins vegar í samræmi við ákvæði friðarsam- komulagsins á N-frlandi, sem gerir ráð fyrir að allir fangar, sem afplána dóma fyrir ódæðis- verk á vegum öfgahópa kaþ- ólikka og mótmælenda, verði lausir úr haldi fyrir maflok á næsta ári. Lausn Adairs, sem kaliaður er „óði hundur“, vakti sterk við- brögð er fréttist um hana í gær en Adair er 34 ára gamall og var leiðtogi „Frelsissveita Ulster“ (UFF) í ShankiII-hverfínu í Vest- ur-Belfast. Hann er talinn hafa drýgt ýmis hræðileg ódæðisverk ERLENT Reuters Þessi mynd frá bandarísku haf- og loftfræðistofnuninni var tekin í fyrradag og sýnir fellibylinn Floyd þar sem hann er að koma yfir Bahamaeyjar. Langt fyrir austan og sunnan hann er annar fellibylur, sem fengið hefur nafnið Gert. Hurricane fíoyd .W 'í' Mikill viðbúnaður á Florida vegna Floyds Meira en milljón manna skipað að forða sér burt frá ströndinni Nassau, Kanaveralhöfða. Reuters. FELLIBYLURINN Floyd, sem er með þeim öfl- ugustu fyrr og síðar, fór yfir Bahamaeyjar í gær og stefndi síðan upp að ströndum Florida í Bandaríkjunum. Hugsanlegt þótti, að hann færi yfír Kanaveralhöfða þar sem unnið var að því í gær að koma fjórum geimferjum fyrir í ramm- gerðum skýlum en enginn tími vannst til að fjar- lægja fjórar eldflaugar, sem biðu þar í skotstöðu. Um miðjan dag í gær var vindstyrkurinn í Floyd 240 km á klst. en það er meira en nóg til að valda miklum skaða á íbúðarhúsnæði, rífa upp tré og koma af stað flóðum. Sú var líka raunin á Ba- hamaeyjum í gær en ekki voru fréttir um neitt manntjón. Jeb Bush, ríkisstjóri í Florida, lýsti í gær yfir neyðarástandi í ríkinu og setti þjóðvarðliðið í við- bragðsstöðu. Var rúmlega einni milljón manna skipað að yfirgefa eyjar og þorp við ströndina og einnig húsvagna. Við ströndina eru mörg þorp- anna ekki nema þrjá metra fyrir ofan sjávarmál en fellibylurinn getur hækkað sjávarborðið um allt að sjö metra. „Þessi stormur er sannkallað skrímsli, stórt, grimmt og skelfilegt,“ sagði Bush í gær. Floyd er ákafalega víðáttumikill og næstum jafn öflugur og Andrew, sem olli 40 manna 1992 og eignatjóni, sem metið var á rúmlega 1.800 milljarða ísl. kr. Floyd stefndi í gær í vestnorðvestur og spáð var, að hann myndi færast meira í norðrið í átt að Ge- orgíu og S- og N-Karólínu. Var mikið um að vera á Kanaveralhöfða þar sem unnið var að því að koma fjórum geimfeijum í hús en hver þeirra kostar nærri 150 milljarða ísl. kr. Hins vegar vannst ekki tími til forða fjórum eldflaugum, sem bíða í skot- stöðu, en þær eru metnar á 46 milljarða kr. Johnny Adair Reuters á ferli sinum og nafn hans vekur jafnan sterk viðbrögð hjá kaþ- ólikkum á N-Irlandi, enda voru flest fórnarlamba hans og félaga hans kaþólsk. Óvissa ríkir um framhald frið- arumleitana á N-írlandi því við- ræður um hvernig megi bjarga friðarsamkomulaginu, sem Bandaríkjamaðurinn George Mitchell stýrir, hafa farið vægast sagt illa af stað. Islendingar í Moskvu segja fólk óttast frekari sprengjutilræði Ibúar borgarinnar mjög varir um sig LOFT er lævi blandið í Moskvu eftir að þriðja sprengjutilræðið á þremur vikum varð a.m.k. eitt hundrað pg átján manns að bana í fyrradag. Is- lendingar sem búa í borginni segja marga óttast fleiri slík ódæðisverk en þau hafa þó sjálf ekki gripið til sérstakra varúðarráðstafana. Hildur Friðleifsdóttir, sem býr í Moskvu, sagði í samtali við Morgun- blaðið að mikil spenna væri i loftinu. „Hér eru menn mjög hræddir. Mér skilst t.d. að búðir séu hálf tómar, Svíar sem ég þekki fóru í stórmarkað hér nærri, sem við verslum gjarnan í, og þar var ekki nokkur sála,“ sagði Hildur en maðui' hennar, Þorbjörn Jónsson, er sendiráðsritari í Moskvu. „Auðvitað eru menn hugsandi, og velta fyrir því hvort þeirra bygging gæti orðið næsta skotmark," sagði Páll Gíslason, framkvæmdastjóri dótturfyrirtækis SH í Moskvu. „Ég var t.d. að spjalla við konu í gær sem var að velta því fyrir sér hvort hún ætti að láta dóttur sína vera áfram í sumarhúsi einhvers staðar í útjaðri borgarinnar hjá ömmu sinni, eða hvort hún ætti að taka hana heim.“ „Menn virðast ekki vera mikið að óþörfu útivið," sagði Hildur. Hún kvaðst óttast að fleiri ógnarverk fylgdu í kjölfarið enda væri óábyrgt að taka hótanir þar að lútandi ekki al- varlega. Páll lagði hins vegar áherslu á að erfitt væri að greina breytingar á hegðun fólks í kjölfar þessara ódæðis- verka, lífið gengi sinn vanagang. „En það ber þó meira á löggæslu- mönnum og þeir kannski gera meira af því að krefja menn um skilríki, og þá einkum menn sem líta út eins og þeir komi frá Kákasussvæðinu," sagði Páll. „En fyrir okkur sem út- lendinga er nákvæmlega engin breyting," bætti hann við. Býr ekki langt frá vettvangi sprengjunnar Rússnesk stjórnvöld hafa kennt uppreisnarmönnum í Dagestan og Tsjetsjeníu um ódæðisverkin og Páll sagði engan vafa leika í hugum þeirra, sem hann hefði talað við, að þeir stæðu á bak við þessa herferð. Hildur sagði þó engan í raun vita hvað væri á seyði. „Sumir hafa t.d. viljað blanda kosningunum, sem halda á í desember, inn í þetta.“ Páll býr ekki nema rétt kflómetra frá vettvangi sprengjunnar, sem sprakk i fyrradag, en hann kvaðst ekki hafa orðið var við sprenginguna, enda byggi hann við mikla umferðar- götu og margfalt gler væri í rúðum í húsinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.