Morgunblaðið - 15.09.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.09.1999, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens SUMAk SKOLI! Grettir Hundalíf Ferdinand Hann steinsökk.. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Stjómandinn Egili Friðleifsson, ásamt fararstjórunum Jóhönnu og Sigríði. Kínaferð Kórs Oldutúnsskóla Frá Agli Friðleifssyni: ÞAÐ var þann 19. ágúst sl. að Kór Öldutúnsskóla lagði af stað til Kína. Tilgangur ferðarinnar var að taka þátt í stóru alþjóðlegu kóramóti sem samtökin Intemational Society for Children|s Choral & Perform- ing Arts stóðu fyrir í samvinnu við The Chinese People|s Association for Friendship with Foreign Countries. Flogið var héðan til Frankfurt og eftir nokkura stunda bið áfram með Lufthansa til Peking. Það var árla morguns er við komum þangað eftir langt flug og í flugstöð- inni biðu okkar vingjamlegir Kín- verjar sem fylgdu okkur á þægilegt hótel í vestur hluta borgarinnar. Þama vom 15 kórar mættir hvaðanæva að úr heiminum, reynd- ar úr 5 heimsálfum, til að stilla sam- an raddir sínar með 874 söngvuram, sem flestir vora á aldrinum 11-17 ára. Suma þekkti ég áður, m.a. minn góða gamla vin Erkki Pohjola frá Finnlandi sem kom til Islands á sínum tíma og urðu með okkur fagnaðarfundir. Breytingar Kór Öldutúnsskóla hefur áður verið í Kína. Það var árið 1982 og breytingarnar á Peking era ótrúleg- ar. Aður var umferðin sáralítil. Það voru helst flutningabílar og yfírfull- ir strætisvagnar sem sáust á götun- um auk ótölulegs fjölda hjólandi og gangandi fólks. Nú er yfírbragðið með allt öðram blæ. Umferðin er yf- irþyrmandi eins og í hverri annarri stórborg, þar sem m.a. má sjá furðu marga dýra glæsivagna. En þessu fylgir líka hávaði, umferðarhnútar og mengun. Nú má einnig fínna í Peking t.d. McDonald | s, Pizza Hut, Coca cola og Carlsberg. Gamla góða Peking er óðum að fá vestrænt yfir- bragð. Sjálfsagt telja þetta flestir framfarir eða hvað? Fólkið virðist nú hafa meira milli handanna en áð- ur og klæðnaður þess hefur breyst mjög mikið. En Kínverjar era hins vegar jafn gestrisnir, vingjamlegir og háttvísir og áður. Mótið En nú tók alvaran við. Strax morguninn eftir var haldið til æf- inga og opnunartónleikamir undir- búnir. Allir erlendu þátttakendurn- ir, sem vora um 600 talsins, bjuggu á sama hóteli. Og til að koma öllum þessum fjölda á áfangastað var þeim komið fyrir í 21 rútu sem óku í halarófu með blikkandi lögreglubíl í fararbroddi á forgangshraða um stræti borgarinnar. Gilti þá einu hvort götuvitar sýndu græn eða rauð ljós og varð önnur umferð að bíða á meðan! Mótið fór fram í nýrri glæsilegri tónleikahöll sem risin er í hjarta borgarinnar við hliðina á Forboðnu borginni, aðeins steinsnar frá Torgi hins himneska friðar. Kóramir höfðu æft nokkur sameiginleg lög hver í sínu heimalandi og það var hrífandi að heyra þegar öll þessi velsyngjandi böm og unglingar hófu upp raust sína og sungu „Let there be peace on earth“! Á opnun- artónleikunum komu stúlkurnar okkar fram á þjóðbúningum og hlaut kórinn afar hlýlegar móttök- ur. Kóramir á þessu móti vora hver öðram betri. Ekld hvað síst hreifst ég af kínverska kómum sem ber þann langa titil „Children | s and Young Women|s Choras of the National Symphony Orchestra", en þau fluttu m.a. „Býfluguna" eftir Rimsky-Korsakov með slíkum ágætum að fáir gætu leikið það eft- ir. Annars var dagskráin í aðalatrið- um þannig að fyrir hádegi var farið í skoðunarferðir, síðdegis voru æf- ingar og svo tónleikar um kvöldið. Dagskráin var strembin og það var varla að börnin fengju nægan svefn. Maturinn var bæði mikill og góður að mínu mati, en misjafnlega gekk kórfélögum að venjast prjónunum og kínverskum mat. Við skoðuðum Kínamúrinn mikla, Forboðnu borg- ina, Sumarhöllina, Himnahofíð og Torg hins himneska friðar, allt stór- merkir og ógleymanlegir staðir. Tónleikamir gengu allir glimrandi vel þrátt fyrir þreytu. Allir lögðu sig fram til hins ýtrasta. Þetta á ekki hvað síst við er við fluttum „Aglepta" eftir Arne Mellas. Við- brögð áheyrenda vora svo stórkost- leg að ég man varla eftir öðru eins. Á stundum sem þessum gleymist allt baslið og vesenið við endalausar æfingar og langan og strangan und- irbúning. Baoding Eitt af verkefnum okkai- í Kína var að heimsækja vinabæ Hafnai-- Allt efni sem birtist f Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.