Morgunblaðið - 15.09.1999, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐYIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1999 39^
tlng'veldur Guð-
ríður Kjartans-
dóttir fæddist í
Þórisholti í Mýrdal
2. ágúst 1929. Hún
lést á heimili sinu 9.
september síðastlið-
inn. Faðir hennar
var Kjartan Einars-
son, f. 27.8. 1883, d.
28.7. 1970, bóndi í
Þórisholti. Móðir
hennar er Þorgerð-
ur Einarsdóttir, f.
28.3. 1901. Systkini
hennar: Borghildur,
f. 23.9. 1922; Einar
Sigurður, f. 3.3. 1925, d. 18.12.
1970; Einar, f. 3.12. 1930; Sigur-
geir, f. 7.3. 1938; Kristinn
Matthías, f. 28.11. 1942, og
Kjartan, f. 1.11. 1944.
_ Ingveldur giftist Sigurði
Ágústi Hafsteini Jónssyni, f. 24.
maí 1929. Börn þeirra: 1) Þórdís
Gerður, f. 18.2. 1949, maki
Björn Snorrason. F.v. eiginmað-
Elsku mamma mín. Þegar ég
minnist þín stendur mér margt fyr-
ir hugskotssjónum. Sterkur per-
sónuleiki þinn var sambland af
glettni og hógværð. Engu að síður
varst þú ákveðin og fórst þínar eig-
in leiðir í rólegheitum. Fróðleiks-
fysn þín var óþrjótandi og fórum við
ófáar ferðimar í bókabílinn, sem þú
reyndar varst búin að lesa oftar en
einu sinni. Gott vald hafðir þú á ís-
lensku máli og ósjaldan lastu yfir
texta og limrusmíð mína. Náin
tengslin við náttúruna var auðséð
og festir þú aldrei rætur í Reykja-
vík enda malbikið á köflum hrjúft.
Hrossin þín, tíkin okkar hún Trítla,
litlu mýslurnar og fuglamir í
Skammadalnum vora þínar ær og
kýr að ógleymdri gróðurræktinni.
Ljúft er að minnast samvera-
stundanna þegar sungið var í ferða-
lögum og þegar þú sagðir okkur frá
gleðilegum uppvaxtaráram þínum í
Mýrdalnum. Af alkunnri snilld
sagðir þú álfa og huldufólkssögur, á
meðan ekið var undir Eyjafjöllun-
um, á leiðinni í sveitina. Já, það er
dýrmætt að hafa fengið að dvelja á
heimaslóðum þínum á sumrin.
Elsku ljósið mitt. Samband okkar
var á margan hátt einstakt. Líkt og
tryggir vinir sem þreyttu ekki hvor
annan á tómlegu hjali heldur á
gagnkvæman hátt létu verkin tala
þegar eitthvað bjátaði á. Atburða-
rás síðastliðinna tveggja ára var æði
hröð og á stundum strembin. Við
voram búnar að finna ykkur pabba
nýtt húsnæði sem þú valdir sjálf og
varst hamingjusöm með. Heilsu-
brestur pabba var orðinn þér oíviða
svo að heilsa þín brast um tíma. Við
Aron voram svo heppin að fá húsa-
skjól hjá ykkur um tíma á meðan
Heimir undirbjó flutning okkar til
Noregs. Það var þó eitthvað óskilj-
anlegt sem olli því að þrátt fyrir
mikinn undirbúning ákváðum við að
fresta för okkar um eitt til tvö ár. I
staðinn nýttum við báðar tímann
vel. Gættum hagsmuna ykkar
beggja og fengum séð að langtíma-
vistun fyrir pabba var óhjákvæmi-
leg. Það vora vissulega blendnar tii-
finningar hjá þér í garð pabba á
þessu tímabili en þú varst búin að
standa þína plikt. Þú dreifst þig í
þína fyrstu flugferð til nöfnu þinnar
í henni Ameríku enda töldum við að
þinn tími væri kominn.
Um páskaleytið kom svo kallið.
Að venju fylgdist ég með þér úr
fjarska. Þú varst eitthvað svo
lumbruleg eins og þú komst svo oft
að orði. I þetta sinn kom ekki allt
heim og saman. Það mátti heldur
ekki tæpara standa. í hönd fór erf-
iður tími. Um tíma skramskælt
sambland af gleði og sorg. Barn í
vændum hjá mér og við þér blast
krefjandi verkefni. I fyrstu voram
við sammála um að það kallaði á
breyttan lífsmáta. Það voru ekki all-
ur: Kristinn S. Páls-
son, f. 17.4. 1949, d.
21.10. 1987. Börn
þeirra: Páll og Ing-
veldur. Barnabarn:
Christian Michael
Isak. 2) Sigrún, f.
30.11. 1951, eigin-
maður Jónatan
Ólafsson. Börn: Sig-
urður, Andrés og
Jónatan. 3) Jón, f.
5.12. 1961, maki
Margrét Thorsteins-
son. Barn: Haukur.
4) Kjarlan, f. 1.6.
1966, eiginkona
Guðrún Gyða Ólafsdóttir. Börn:
Daníel Páll, Saga Ýr og Ylfa
Rán. 5) Vilborg Þórunn, f. 15.12.
1968, eiginmaður Heimir Ein-
arsson. Börn: Aron og Sigurrós.
Ingveldur Guðríður var
Iengst af húsmóðir í Reykjavík.
Utför Ingveldar fer fram frá
Bústaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
ir á sama máli. Þú kenndir mér að
vera hreinskilin og sjálfri mér sam-
kvæm. Það var styrkur minn þegar
þrek mitt loks þvarr en við skildum
vel hvor aðra og fyrirgáfum fljótt.
í heiminn fæddist svo litli ljós-
geislinn okkar hún Sigurrós sem
glæddi vonir okkar. Ötul vakti hún
yfir þér síðustu dagana til síðasta
nóns.
Elsku mamma mín, ég samgleðst
þér því að þín er beðið og það verða
fagnaðarfundir. Æðralausri þrauta-
göngu þinni er lokið. í huga mínum
og hjarta verður þú áfram fyrir-
mynd mín í starfi og leik. Minningin
lifir um trygga, tignarlega og í alla
staði vel gefna móður.
Heimir, Aron, Sigurrós og Sara
senda þér hlýhug og þakkir.
Guð geymi þig.
Hræddist ég, fákur, bleika brá,
er beislislaus forðum gekkstu hjá.
Hljóður spurði ég hófspor þín:
Hvenær skyldi hann vitja mín?
Loks þegar hlíð fær hrím á kinn
hneggjar þú á mig, fákur minn.
Stíg ég á bak og brott ég held,
beint inn í sólarlagsins eld.
(Olafur Jóhann Sigurðsson.)
Þín
Vilborg.
Með eftirfarandi ljóðlínum kveð
ég tengdamóður mína Ingu og bið
góðan guð að varðveita hana.
- Ef inni er þröngt, tak hnakk þinn og hest
og hleyptu á burt undir loftsins þök.
Hýstu aldrei þinn harm. Það er best.
Að heiman, út, ef þú berst í vök.
Það finnst ekki mein, sem ei breytist og bæt-
ist,
ei böl, sem ei þaggast, ei lund, sem ei kætist
við fjörgammsins stoltu og sterku tök.
Lát hann stökkva, svo draumar þíns hjarta
rætist.
(Einar Ben.)
Blessuð sé minning góðrar konu.
Gyða Ólafsdóttir.
Elsku amma, margar minningar
era um þig í huga okkar ömmu-
drengjanna. Það eru ljúfar minning-
ar sem ylja manni um hjartarætum-
ar þegar maður hugsar til baka um
Ömmu í Síðuseli. Við viljum í
nokkram línum rifja upp einhverjar
af þessum minningum og þeim
augnablikum sem standa upp úr.
Ungir að áram komum við bræð-
ur til ykkar afa í hesthúsin, þar sem
reynt vai’ í upphafi að gera okkur að
frambærilegum knöpum og okkur
kennt sitthvað í meðferð hrossa.
Ekki tókst að innlima okkur í hesta-
mennskuna því það vora aðrar
íþróttir s.s. tuðraspark, eins og þú
kaust að kalla það, sem náðu athygli
okkar. Hvað sem því líður og við
teljumst nú til týndu hestamann-
anna þá var það alltaf jafn gaman að
koma upp í hesthús og gefa hestun-
um og fá svo að skella sér aðeins á
bak. Það er óhætt að segja að þú
hafir verið bam náttúrannar þegar
litið er til þeirra áhugamála sem þú
hafðir. Það nægði aldeilis ekki slíkri
atorkukonu og þér að standa í hesta-
mennsku einni saman heldur
stóðstu einnig í stórræðum í sam-
bandi við kartöflurækt. Skammidal-
urinn var einn af þeim sælustöðum
sem við komum ósjaldan í og tókum
þátt í kartöfluræktinni með einum
eða öðram hætti. Þar lærðum við
þau kartöfluhugtök sem við búum
enn þá yfir, s.s. ber og mömmur.
Einnig er margs að minnast úr
Síðuselinu, þar sem þess var ætíð
gætt að maður lærði að tala rétt mál
og borða hollan mat. Þú hikaðir ekki
við að leiðrétta mann ef maður slys-
aðist til að segja t.d. mér hlakkar til.
Enda komst maður fljótt upp á lagið
með að tala fallega og góða íslensku
ásamt því að borða soðna ýsu, kart-
öflur og rúgbrauð með „sméri“. Það
var líka alltaf gott að vita að þrátt
fyrir það góða aðhald sem maður
hlaut varðandi íslenskuna þá hafðir
þú húmor fyrir þessu öllu. Einn af
þínum uppáhalds útvarpsþáttum,
Bibba á Brávallagötunni, snerist jú
um málþvæluna í henni Bibbu enda
hlóstu þig oftar en ekki máttlausa á
meðan á þættinum stóð. Þú áttir
alltaf auðvelt með að ná til okkar
bræðranna, annaðhvort með glensi
og gríni eða einhverju öðra. T.a.m.
urðum við sjaldan jafn hræddir og
þegar þú sagðir okkur draugasögur
svona rétt fyrir svefninn. Ásamt því
að fá að heyra draugasögur rétt fyr-
ir svefninn var ýmislegt sem við
bræðumir komumst upp á lagið með
í Síðuselinu. Eitt af því var að næla
sér í brauðbita sem ætlaðir vora
hestunum. Þá reyndum við að ná bíl-
skúrslyklinum svo lítið bæri á og
lauma okkur svo út í bflskúr þar sem
brauðpokarnir voru geymdir. Þar
sátum við svo, týndu hestamennim-
ir, dágóða stund og gæddum okkur
á mjúku hestabrauðinu, því ekki
tímdum við að sjá á eftir öllu þessu
brauði ofan í sísvangan klárinn.
Ætli þessari stuttu minningar-
grein um þig, Amma í Síðuseli, sé
ekki best lokið með orðum yngsta
bróðurins sem sagði svo innilega
þegar hann frétti tíðindin: „Nú er
amma orðin engill og komin til
langafa."
Sigurður, Andrés og Jónatan.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
í»að eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Þegar andldt ber að höndum
Útfararstofan annast meginhluta allra útfara
á höfuSborgarsvæðinu. Þar starfa nú 15 manns
við útfararþjónustu og kistuframleiðslu.
Alútleg þjónusta sem byggirá Inngri reynslu
Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf.
Vesturhlíð 2-Fossvogi-Sími 551 1266
INGVELDUR
GUÐRÍÐUR
KJARTANSDÓTTIR
t
Móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma
langamma,
GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR,
dvalarheimilinu Kjarnalundi,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtu-
daginn 9. september.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn
17. september kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Snorri Sigfússon,
Sigurður Sigfússon,
Ólöf Sigfúsdóttir,
Ólafur Jakobsson,
Þórir Jakobsson,
Friðrik Sigfússon,
Sigfús Sigfússon,
Þorgrímur Sigfússon,
Ólöf Sigurðardóttir.
+
Sonur minn, faðir okkar og bróðir,
JÓN ÁRNI GUÐMUNDSSON
vélfræðingur,
Nönnugötu 7,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 17. september kl. 15.00.
Anna Andrésdóttir,
Áki, Fjóla Lind, Aiexander Þór, Charlotte Emilie,
Þorbergur Guðmundsson,
Gunnar Guðmundsson,
Magnús Guðmundsson.
t
Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi ög móður-
bróðir,
GUNNAR MAGNÚSSON
frá Sæbakka,
lést á dvalarheimilinu Dalbæ, Dalvik, fimmtu-
daginn 9. september.
Jarðsungið verður frá Dalvíkurkirkju föstudag-
inn 17. september kl. 13.30.
Sigríður Gunnarsdóttir, Tómas Leifsson,
Ragnheiður Tinna Tómasdóttir,
Salóme Tómasdóttir,
Gunnar Elís Tómasson,
Hildur Hansen, Þóranna Hansen.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÓLAFÍA KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR,
Hrafnistu, Reyjavík,
áður Skúlagötu 68,
er andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 6. septem-
ber sl., verður jarðsungin frá Fossvogskapellu
fimmtudaginn 16. september kl. 10.30.
Bára Ágústsdóttir, Sigurður R. Ólafsson,
Magnús Ingvar Ágústsson, Hjördís Hafsteinsdóttir,
Stefanía Ágústsdóttir,
Anna Alfreðsdóttir,
Ingigerður Magnhild Sveinsdóttir,
Ágústa Kristín Guðmundsdóttir, Snorri Viðar Kristinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur
samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför
elskulegrar móður okkar, tengdamóður og
ömmu,
KATRÍNAR JÓNU LÍKAFRÓNSDÓTTUR.
Sigurður Hlíðdal Haraldsson, Helena Heiðbrá Svavarsdóttir,
Ægir Haraldsson,
Katrín Hildur Sigurðardóttir,
Tinna Sigurðardóttir,
Alda Björk Sigurðardóttir.