Morgunblaðið - 15.09.1999, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.09.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1999 23 ERLENT Töluvert miklar sviptingar í sveitarstjórnarkosningum í Noregi sem fram fóru á mánudag Mikið fylgistap hjá V erkamannaflokknum Sósíalíski þjóðarflokkurinn og Hægriflokkurinn eru sigur- vegarar kosninganna en staða stjórnarinnar veiktist VERKAMANNAFLOKKURINN í Noregi tapaði allmiklu fylgi í sveitarstjórnarkosningunum í fyrradag og hefur ekki fengið verri útkomu síðan 1924. Er óvinsældum Thorbjprns Jaglands, leiðtoga flokksins, kennt um að sumu leyti og er búist við heitum umræðum í flokknum um stöðu hans. Sósíalíski vinstriflokkurinn bætti einna mest við sig í kosningunum og útkoma Hægriflokksins var einnig mjög góð. Mikið áfall fyrir Thorbjorn Jagiand Verkamannaflokkurinn fékk nú 28,2% atkvæða, sem er 3,1 pró- sentustigum minna en í sveitar- stjómarkosningunum fyrii' fjóram árum og 6,3 stigum minna en í þingkosningunum 1997. Eru úrslit- in mikið áfall fyrir flokkinn og ekki síst Thorbjorn Jagland, leiðtoga hans. I fyrrakvöld kvaðst hann taka fulla ábyrgð á niðurstöðunni en gerði það jafnframt lýðum Ijóst, að hann hygðist ekki segja af sér. Sagði hann, að stöðugar deilur inn- an flokksins um persónu sína hefðu stórskaðað flokkinn. Miðstjórn Verkamannaflokksins ætlaði að koma saman í gær til að ræða kosningaúrslitin og var búist við, að þá myndu leiðtogamálin koma til umræðu. Góð útkoma Hægriflokksins Hægriflokkurinn er nú annar stærsti flokkur í Noregi á lands- vísu og fékk 21,3% atkvæða, bætti við sig 1,4 prósentustigum og 7,2 ef miðað er við þingkosningarnar fyr- ir tveimur árum. Þriðji stærstur er Framfaraflokkurinn, sem fékk nú 13,4% atkvæða eða 1,4 prósentu- stigum meira en í sveitarstjórnar- kosningunum 1995. Hann tapar hins vegar 1,9 stigum frá þingkosn- ingunum 1997. Kristilegi þjóðarflokkurinn, flokkur Kjell Magne Bondeviks forsætisráðherra, fékk 10,1, bætti við sig 1,6 prósentustigum en tap- aði samt 3,6 prósentustigum frá þingkosningunum. Útkoma Mið- flokksins, sem einnig stendur að stjórninni, var sýnu verst. Fékk hann nú 8,5%, sem er 3,2 pró- sentustigum minna en 1995 en að vísu 0,7 stiga aukning frá 1997. Þriðji stjómarflokkurinn, Venstre, tapaði nú 0,5 prósentustigum, fékk 4,2% eða svipað fylgi og í þing- kosningunum 1997. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna er nú 22,8% en var 25% eftir kosning- arnar 1995. Niðurstaða kosninganna er í stuttu máli sú, að hún er nokkurt áfall fyrir ríkisstjórnarflokkana og þá einkanlega fyrir höfuðandstæð- ing þeirra, Verkamannaflokkinn. Sigurvegararnir eru Sósíalíski vinstriflokkurinn og Hægriflokkur- inn en þótt Framfaraflokkurinn hafi bætt nokkru við sig þá er samt um að ræða töluvert fylgistap ef miðað er við síðustu þingkosning- ar. Fádæma léleg kjörsókn Léleg kjörsókn í þessum kosn- ingum hefur vakið athygli en hún var ekki nema um 60%. I Osló hef- ur kjörsókn yfirleitt verið meiri en í öðrum borgum en nú var hún inn- an við 50% í sumum hverfum og allt niður í 43%. Var hún minnst þar sem innflytjendur eru margir. Skýringarnar, sem gefnar eru á þessari litlu þátttöku, eru meðal annars þær, að kjósendur sjái lít- inn mun á flokkunum auk þess sem þeir kjósi síður en áður út frá stétt sinni og stöðu. Við þessar aðstæður era það leiðtogamir sjálfir, sem geta skipt sköpum, vinsældir þeirra eða óvin- sældir. Jagland nýtur að vísu mik- ils stuðnings meðal ráðamanna í Verkamannaflokknum og verka- lýðsleiðtoga en hann þykir stirð- mæltur og ekki standa sig vel í sjónvarpskappræðum. Helsti keppinautur hans, Jens Stolten- berg, þykir honum miklu fremri að þessu leyti en hann á hins vegar ekki sama bakland í verkalýðs- hreyfingunni. Mistök Jaglands? Sumir talsmenn Verkamanna- flokksins sögðu í gær, að það hefðu verið mikil mistök hjá Jagland að berjast með kjafti og klóm gegn einu helsta stefnumáli Bondevik- stjórnarinnar, sem er, að ríkið greiði foreldram um 30.000 ísl. kr. á mánuði fyrir að gæta barna sinna heima í stað þess að setja þau á leikskóla. Hvöttu þeir Jagland til að láta af andstöðu sinni og semja við stjórnina um fjárlög næsta árs. Breska pressan býsnast yfír njósnamálum London. Reuters. HÁVÆRAR kröfur heyrast nú í Bretlandi um að stokkað verði upp innan bresku leyniþjónustunnar í kjölfai' þess að í ljós kom að yftr- menn leyniþjónustunnar höfðu um áratuga skeið haldið upplýsingum um konu, sem byrjaði að njósna fyr- ir Sovétmenn á fimmta áratugnum, leyndum fyrir stjómvöldum. Bresk dagblöð bragðust í gær ókvæða við þeim tíðindum að yfir- menn leyniþjónustunnar hefðu hag- að sér líkt og stofnunin væri „ríki í ríkinu“, sem og þeim skilaboðum „Rauða amman“ óhrædd við fangelsisvist London. Reuters. MELITA Norwood, sem nefnd hefur verið „rauða amman“ vegna njósna hennar á vegum Sovétmanna sagði í gær að hún myndi nota tímann í fangelsi til að kynna sér verk Karls Marx, færi svo að hún yrði þrátt fyrir allt dæmd fyrir föðurlandssvik. Jafnframt taldi hún líklegt að hún myndi reyna að gera sam- fanga sína að kommúnistum. Olíklegt er að vísu að Norwood verði dæmd í fangelsi úr þessu, enda langt um liðið siðan hún framdi glæpi sína, og hún orðin gömul og veikburða en hún tók þó tilhugsuninni með jafnaðar- geði í gær. „Ég gæti notað tím- ann til að sannfæra aðra kven- fanga um réttmæti skoðana minna. Ég myndi ganga úr skugga um að þær séu í verka- lýðsfélögum og hvort þær hafi íhugað að gerast virkar í barátt- unni,“ sagði Norwood. „Og veistu hvað? Ég hef aldrei lesið heildarsafn verka Karls Marx! Minni mitt er ekki jafn gott og það var - ég yrði senni- lega að lesa blaðsíðurnar aftur og aftur, en ég hefði vísast næg- an tíma til að klára bækurnar." sem berast frá stjómvöldum að ólíklegt sé að njósnarinn Melissa Norwood - sem nú er 87 ára gömul amma - verði einu sinni yfirheyrð, hvað þá sótt til saka vegna föður- landssvika sinna. Yfirmenn bresku leyniþjónust- unnar, MI5, viðurkenndu á mánu- dagskvöld að þeir ráðfærðu sig ekki við ráðherra um þá ákvörðun sína fyrir sjö árum að sækja Norwood ekki til saka, jafnvel þótt þeir hefðu fengið staðfest að hún hafði njósnað fyrir Sovétmenn. Mál Norwood er hins vegar ekki hið eina, sem komist hefur upp, því um helgina var jafnframt ljóstrað upp um athafnir Johns Symonds, fyriverandi lögreglumanns í London, sem njósnaði um árabil fyr- ir rússnesku leyniþjónustuna, KGB. Breska pressan hefur velt sér upp úr málum þessum, sem hún kallar verstu njósnahneyksli í Bret- landi um áratugaskeið, og hefur hvatt Jack Straw innanríkisráð- herra til að tryggja að leyniþjónust- an þurfi að standa skil á gerðum sínum gagnvart breskum stjóm- völdum. Straw fyrir sitt leyti hefur sagt að honum hafi ekki verið greint frá til- vist Norwood fyrr en í desember 1998 en hún mun hafa byrjað að njósna fyrir Sovétmenn árið 1945. Virðist sem yfirmenn leyniþjónust- unnar hafi margoft tekið pólitískar ákvarðanir um að fletta ekki ofan af Norwood - á þeim forsendum að þeir vildu ekki skaða önnur meint njósnamál sem í rannsókn vora - án þess að bera málið nokkurn tíma undir réttkjöma yfirmenn sína. GÓLFEFNABÚÐIN Mikið Úrval fallegra flísa Borgartán 33 • RVK Laufásgata 9 • AK "’4á Ah|°ajjatára j íl,ú 9 Utókó 461Í300,- 2t tó fl^T? xiotaÖir reiðöTi. Notaáu Príkortið - njóttu lífsins í Portúgfal Vik uferá til Portúgal 29- september - 6. októLer. Tvöíalt verðgilcli punkta: 10.000 frípunktar jafngilda 15.000,- króna inntorgun jafngilda 22.500,- króna innborgun jafngilda 30.000,- k róna innborgun jafngilda 37.500,- króna innborgun 15.000 frípunkt ar 20.000 frípunktar 25.000 frípunktar o.s.frv. Dæmi: 1 veir íerðast samau og gista í stúdíói á Alagoamar og nota 25.000 frípunkta sem innborgun: Eftirstöávar aðeins kr. 27.550,- á mann. Hafðu samkand viá Úrval -Útsýn og pantaðu feráina strax fm sætaframkoá er takmarkaá. Hringdu til Fríkortsins í síma 563 9090 eáa komdu viá í \4gmúla 3 og |mnnig nálgast }ní 1 iusnarávísun sem notuá er innkorgun. f ■>" Lágmúla 4: stmi 585 4000, grænt númerTðOÖ 63ÖÖ, Hafnarfiröi: sfmi 565 2366, Keflavík: siml 421 1353 Selfoss: sfmi 482 1666, Akureyri: sími 462 5000 - og hjá umboðsmönnum um land allt. www.urvalutsyn.is frÍRort.i www
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.