Morgunblaðið - 15.09.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.09.1999, Blaðsíða 34
,34 MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Uppkaup neta er áleitin hugmynd r ÞAÐ eru tuttugu ár frá síðasta hlaupi úr Hagavatni. Þá var Hvítárlaxinn í hám- arki. Leirinn eyðilagði öll uppvaxtarskilyrði á því svæði sem jökul- vatnið fór um. Tíu ár- um síðar var hann horfinn og hefur neta- ^ veiðin legið á laxinum " síðan. í pottinum heit- ir laxinn Ölfusárlaxv Netaveiði í Ar- nessýslu er þrískipt. Efst í Hvítá, ofan við vatnaskil Stóru-Laxár og Hvítár, veiða örfáir menn í soðið. Þar er endastöð hjá heima- laxi og fátt um það að segja. I Hvítá neðan vatnaskila veiða menn fyrir markað, þó lítið hver, utan að einn er sagður veiða meira ár hvert heldur en veiðist í Stóru-Laxá á stöng. Sá skákar í skjóli þeirrar furðulegu leyndar sem hvflir yfir netaveiðum á þessu svæði. I Ölfusá er útgerð og þar sækja menn á ^flóðið á vélbátum og leggja utan við allar reglugerðir. Ef horft er af brúnni við Oseyrames sjást stangaveiðimenn inn alla fjöru, en úti fyrir liggja net. Slík tvöfeldni samrýmist ekki reglum veiðifélags heimamanna né laxveiðilögum. Staðsetning netanna, sem eru fest við kafeyrar og lögð í gönguálinn eins og öll önnur net í ósnum, fær heldur ekki staðist þar sem net skal vera fast við land eða fyrir- stöðu er frá landi liggur. Að auki eru net lögð á fjöru og látið falla yf- ir og fiskurinn veiddur á aðfallinu. Litur árinnar í sumar sýnir vel það sem allir vissu, að þessi lax er veiddur í sjó. Allir vita hvað það þýðir samkvæmt laxveiðilögum, þarna er framinn stórglæpur gagn- vart öðrum er ofar búa. A árbakkanum austan megin stendur aðgerðarskúr með tilheyr- andi aðstöðu. Sá veiðimaður sækir á mitt flóðið kokhraustur og veifar laxi ef yfir er flogið. Efst við ósinn býr formaður veiðifélagsins, maður er þjóðin hefur notað til margra starfa, en ef þau eru unnin af sama dómgreindarleysi og formennska félagsins, má margt endurskoða. Arum saman hefur hann verið gagnrýnd- ur fyrir þessar veiðar, en svarað illu einu. Til að undirstrika afstöðu sína gekk hann lengra en fyrr í sumar og lagði net í miðja áná, utan þeirra þriðjung- smarka er í gildi eru, vitanlega sambands- laust við land. I ánni sjálfri eru net land- föst. Heilbrigðismála- menn á Suðurlandi eltast við hænsni, en hópast síðan saman á Selfossi og halda í sér til klukkan 10.00 af tillit- semi við stangaveiðimenn, en neta- veiðimönnum stendur á sama þótt frárennsli frá sláturhúsi, mjólkur- búi, sjúkrahúsi, sundlaugum og 5.000 manna byggð kæfi laxinn. A Selfossi er ekkert sem heitir frág- angur frárennslislagna. Ótal stútar liggja í ána og á milli þeirra liggja netin. Sveitarstjórinn hrósar staðnum stöðugt fyrir snyrti- mennsku, hefur líklega aldrei gengið eftir árbakkanum. Sorp- haugar Suðurlands eru á árbakk- anum litlu neðar, en þar er frá- rennslið slíkt eitur að þynna verður vatnssýni þaðan tíu sinnum til að skalar byrji að virka og í þessu frá- rennsli eru jú líka net sem veiða fyrir markað og er engu líkara heldur en kaupmenn í Nóatúni ótt- ist meira erlendar umgangspestir heldur en eitur okkar sjálfra, enda mætir þar sami maður og hrósar snyrtimennsku Selfyssinga. Sá ber víst einnig ábyrgð á Hollustuvernd Sunnlendinga. Félagsmál veiðifélaga á svæðinu hafa verið óvirk í 30 ár, formenn hafa verið áberandi einlitir og stjórnarmenn aðrir talsvert í takt við það. Stjórnarmenn eru flestir svæðakosnir, en félagsmenn vita þó aldrei hvort einhver gengur úr stjóm. Aðspurðir sögðu ákveðnir stjórnarmenn það ekki skipta máli, þeir veldu með sér menn. Störf Hreggviður Hermannsson Eftirfarandi viðskiptanúmer voru vinningsaðilar íTalló nr. 6 5762 5942 6092 6238 6396 6533 6679 6800 6942 7052 5780 5945 6093 6239 6397 6535 6683 6806 6953 /074 5/85 5946 6096 6254 6402 653/ 668/ 6813 bybö /U/t> 5786 5948 6097 6261 6403 6549 6691 6815 6960 7079 5787 5951 6112 6265 6405 6551 6695 6820 6961 /080 5790 5953 6113 6268 6422 6557 6700 6822 6962 7096 5795 5956 6115 6273 6423 6559 6701 6829 6963 7101 5796 5962 6116 6278 6428 6560 6702 6830 6964 7108 5800 5968 6120 6283 6431 6564 6/03 6831 öyöö /112 5801 5973 6123 6284 6434 6565 6704 6835 6971 7131 5802 5983 6124 6285 643/ 6568 6/05 6849 69/2 /13/ 5805 5984 6125 6293 6441 6572 6708 6850 6976 7146 5806 5995 6127 6307 6442 6573 6715 6851 6977 7149 5816 6001 6130 6308 6444 6574 6716 6853 6978 7151 5822 6002 6132 6309 6451 6575 6725 6856 6980 7160 5825 6018 6137 6311 6454 6580 6726 6861 6982 7162 5830 6019 6141 6313 645/ 6581 6/29 6865 6996 /1ÖÖ 5633 6022 6146 6314 6461 6585 6732 6866 7000 7174 5835 6023 6152 6319 6464 6588 6737 686/ /001 /1/9 5836 6028 6155 6329 6465 6589 6739 6876 7002 7180 5837 6031 6157 6335 6469 6595 6740 6884 7006 7181 ,5838 6032 6160 6339 6471 6604 6/41 6887 /012 /182 5855 6036 6161 6344 6472 6608 6742 6890 7013 7183 5858 6037 6162 6346 6475 6612 6743 6891 7014 7184 5859 6038 6177 6349 6476 6613 6745 6894 7015 7187 5861 6039 6181 6350 64// 6614 6/50 6895 /U19 /löö 5863 6042 6194 6351 6478 6616 6751 6896 7020 7195 5874 6045 6196 6353 6480 6618 6/54 6900 /024 /2U4 58/9 6046 6201 6367 6481 6626 6762 6904 7033 7206 5880 6049 6207 6370 6488 6632 6763 6910 7035 5889 6050 6211 6371 6491 6633 6768 6913 7037 5904 6054 6212 6376 6492 6634 6769 6914 704? 5911 6061 6213 6379 6494 6635 6771 6915 7043 5912 6065 6220 6384 6502 6637 6772 6932 7046 5914 60/1 6224 6388 6516 6638 6/88 6935 /U4/ 5931 6074 6225 6390 6521 6646 6792 6936 704R 5938 6079 6228 6391 6524 6659 6798 6937 7049 5939 6091 6232 6393 6530 6678 6799 6939 7051 stjórnar eru eftir þessu. Stjórnar- menn við Sog og Hagaós sögðu undirrituðum frá því fyrir ein- hverjum árum, að formaðurinn hefði aðstoðað þá í einkamálaþrasi með lagakunnáttu sinni, enda mega þeir ekki heyra netaveiði nefnda og eru þó báðir í stanga- veiðisölu. Er slíkt stórmóðgun við viðskiptavini að standa ekki af fyllstu hreinskilni með sér og sín- um. Stóru-Laxárdeildin hefur nokkra sérstöðu hvað þetta varðar. Hreppamenn standa saman og láta ekki netamenn kljúfa samstöðuna með pólitík eða annarri hagsmuna- aðstöðu. Stjórnarmenn Hreppa- manna eru samkvæmir sjálfum sér og virðast skilja að veiðifélag er eitt og önnur félagsmál annað. Fiskur í sjó er veiddur sam- kvæmt sveigjanlegum reglum. Svæðum er lokað af ýmsum ástæð- um ef þurfa þykir. Sá lax sem skil- ar sér inn í jökulhlaupið veltist þar Laxveiði Ef horft er af brúnni við 7 Oseyrarnes, segir Hreggviður Hermanns- son, sjást stangaveiði- menn inn alla fjöru en úti fyrir liggja net. um villtur og veiðist því betur en ella í ósnum, en skilar sér ekki í uppárnar. Var þó stofninn í lág- marki fyrir. Það er því ásetningur allra er að þessum málum koma, stangaveiðiréttareigenda og stangaveiðimanna, að netafriðun frá Stóru-Laxá til sjávar verði al- gjör þar til stofninn hefur rétt við. Þó svo að veiðarnar heyri undir landbúnaðarráðherra er eflaust á erfitt með öll afskipti, hljóta nátt- úruhamfarir á borð við þessar að heyra undir náttúruverndaraðila í öllum embættum. Uppkaup neta er áleitin hugmynd margra, en slíkt kemur vart til greina því helming- ur félagsmanna ætti rétt á greiðslu og engir peningar til. Amessýsla er aðhlátursefni allra er að veiðimál- um koma. Tiltekt heima fyrir er okkar næsta verkefni og uppkaup veiðiþjófa ekki á dagskrá. Höfundur er veiðiréttareigandi við Hvítá. Reykjavíkur- flugvöllur, flug- völlur allra landsmanna! MÉR finnst hún á nokkuð sérkennilegu róli umræðan um Reykjavíkurflugvöll, einkum þegar farið er að ræða flugvöllinn í samhenginu „Reykja- vík sem sveitarfélag" eða það að Reykvík- ingar eigi að fara að kjósa um lífdaga vall- arins. I fyrsta lagi er Reykjavík ekki eins og hvert annað sveitarfé- lag heldur höfuðborg okkar allra og ber sem slík ákveðnar skyldur gagnvart landinu öllu. I öðru lagi er þetta mál þannig vaxið að ef á að kjósa um það eiga allir landsmenn að fá að tjá sig og taka þátt. Mikilvægi greiðra samgangna Það er almennt viðurkennt að helsti drifkraftur nútímans séu greiðar og góðar samgöngur, hvort sem er með fjarskiptum eða ferða- lögum á landi, legi eða í lofti. Ekki síst teljum við sem búum í dreifbýlu landi mikilvægt að upphefja fjar- lægðir svo við getum öll verið þátt- takendur í nútímasamfélagi sem býður þegnum sínum upp á góð líf- skjör, m.a. fyrir tilstilli greiðra samgangna. Það hefur þess vegna verið almenn samstaða um það í þjóðfélaginu að stórar fjárhæðir rynnu ár hvert til samgöngumála og algengara en hitt að mönnum þyki ekki nóg að gert. Allir þekkja líka umræðuna um þá möguleika sem skapast vegna nýrrar fjarsk- iptatækni og mikilvægi þess að hin- ar nýju hraðbrautir verði öllum landsmönnum aðgengilegar. Aherslan er á greiða og fjölbreytta samgöngumöguleika; frá Islandi til umheimsins; frá landsbyggðinni til höfuðborgarinnar. Og þá dettur mönnum í hug að nú sé lag að leggja Reykjavíkurflugvöll niður. Svanfríður Jónasdóttir Ný sending af buxria- og pilsdrögtum ; Margir litir Buoarion Reykjavíkurvegi 64, Hfj. Sími 565 1147 Opið laugardaga kl. 10-14 Ekki bara mál Reykvíkinga Reykjavik er höfuð- borg Islands. Við lít- um svo á að hún sé þannig sameign okkar allra, rétt eins og við lítum á hálendið sem sameign og viljum því geta haft áhrif á þróun þess og nýtingu. I höf- uðborginni okkar er miðstöð stjórnsýsl- unnar, mennta- og menningarlífs og við- skipta. Samþjöppun þessara þátta í höfuð- borginni hefur af ýms- um ástæðum orðið meiri hérlendis en annars staðar þar sem fleiri stórar borgir skipta með sér verkum og áherslum. Greiðar samgöngur við Reykjavík eru því lykillinn að þátttöku og að- gengi landsmanna. Það er þess vegna ekki bara mál Reykvíkinga hvort miðstöð samgangna í landinu er í höfuðborginni eða ekki. Samgöngur Greiðar samgöngur við Reykjavík, segir Svanfríður Jónasdóttir, eru því lykillinn að þátt- töku og aðgengi lands- manna. Ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir því hversu miklar breytingar það mun hafa í för með sér að allt annað flug en farþega- flug flytjist burtu. Út frá öryggis- og mengunarsjónarmiðum eru það góð skilaboð. Reykjavíkurflugvöll- ur með það hlutverk fyrst og fremst að þjóna innanlandsflugi er bráðnauðsynlegur samfélagi okkar. Þróun þess og möguleikar fólksins í landinu er undir því komið að við höfum öll skilning á mikilvægi sam- gangna í nútímasamfélagi og hvert hlutverk höfuðborgar á að vera. Völlurinn verður þá fyrst og fremst samgöngumiðstöð höfuðborgar í stóru dreifbýlu landi, höfuðborgar sem skilur það hlutverk sitt að þjóna beri öllu landinu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar i sNorðurlandi eystra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.