Morgunblaðið - 15.09.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.09.1999, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1999 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Hríseyingar ósáttir við ákvörðun Snæfells um að flytja pökkunarstöð til Dalvíkur £ £,i£f| sk«| líf" ■ W ~ Morgunblaðið/Kristján Stjórn Snæfells hefur ákveðið að flytja pökkunarstöð sína frá Hrísey til Dalvíkur. A myndinni eru þeir Bragi Þór Magnússon og Ingi Sveinbjörns- son, starfsmenn Snæfells í Hrísey, að pakka fiskbitum í poka. Utg-erðarsag-a KEA í Hrísey sögð sorgleg „ÁSTANDIÐ er ískyggilegt," sagði Ragnar Víkingsson, trillusjómaður í Hrísey, um þá ákvörðun stjómar Snæfells að flytja pökkun fyrir frystar afurðir úr eyjunni yflr í físk- vinnslu félagsins á Dalvík. Flestir eyjarskeggjar sem rætt var við í Hrísey í gærdag voru á sama máli, en menn sögðu þó að ekki þýddi annað en horfa til framtíðar með bjartsýni og von um að önnur at- vinnutækifæri fyndust. Við flutning á pökkunarstöðinni frá Hrísey til Dalvíkur flytjast þrettán störf úr eyjunni. Á almennum borgarafundi íbúa Hríseyjar í fyrrakvöld var lýst yfír vonbrigðum með þá ákvörðun Snæ- fells að flytja pökkunarstöðina til Dalvíkur. Með því sé verið að kippa stoðunum undan atvinnulífí eyjunn- ar. „Eins og stjórn KEA veit er þama um lokahnykk á löngu ferli að ræða, þar sem Hrísey hefur orðið undir í staðarvali fyrir sjávarútveg KEA og við það allur kvóti sem við teljum að KEA hafi öðlast úti í Hrísey horfið af staðnum." Þá lýsti fundurinn fullri ábyrgð á hendur KEA um að svo skuli vera ástatt í fiskvinnslumálum í Hrísey og skor- ar á stjóm KEA sem aðaleiganda Snæfells hf. að mæta á fund með Hríseyingum. Höfum horft á eftir kvótanum yfir sundið Ragnar Víkingsson hefur unnið hjá Snæfelli yfír veturinn en róið á trillu sinni á sumrin. „Sú var tíðin að hér unnu 60-70 manns í frysti- húsinu og mikið var um aðkomu- fólk, en nú er varla vinna fyrir heimafólk þannig að þetta hefur smám saman verið á niðurleið. Það er kvótinn sem veldur þessu, hrepp- urinn átti á sínum tíma hlut í Snæ- felli EA en nú höfum við þurft að horfa eftir kvóta þess yfír sundið til Dalvíkur," sagði Ragnar. Hann nefndi að frá því Jóhann Þór Halldórsson hefði látið af störfum sem frystihússtjóri hefði stefnan veríð niður á við. „Hann var sá besti sem við höfum haft, bar hag eyjunn- ar fyrir brjósti og barðist gegn ýms- um hugmyndum sem uppi voru og hefðu skaðað okkur,“ sagði Ragnar. Hann sagði að í mörgum tilfellum ynnu bæði hjónin hjá fyrirtækinu og kæmi það sér sérlega illa. „Þeir eru skárst settir sem eiga einhvem trillukvóta, ef vel fiskast að sumrinu getur maður lifað á því stóran hluta ársins,“ sagði Ragnar. Eignirnar nánast verðlausar Stefán Bjömsson, for- stöðumaður Einangmnar- stöðvarinnar í Hrísey, sagði að fólk væri óttaslegið, en flestir væra þannig settir að þeir gætu ekkert gert. Eignimar væra nánast verðlausar og þó menn vildu flytja sig um set þar sem meiri atvinnu væri að hafa gætu þeir sig ekki hreyft. „Góð steinhús hér í Hrísey era að fara á 10-20% af verðgildi sínu,“ sagði hann. Stefán sagði að Snæfell hefði gott starfsfólk í Hrísey en það virtist einskis metið. „Eg get ekki séð fyrir mér að fólk héðan hafí tök á að sækja vinnu til Dalvíkur yrði hún í boði og ég held að Dalvíkingar myndu aldrei láta sér til hugar koma að vinna hér úti í eyju.“ Meira hugsað um peningana en fólkið Ole Rosborg Hansmar, hafnar- vörður frá Danmörku, sem hefur átt heima í Hrísey í tvö og hálft ár sagð- ist telja að um væri að ræða þróun sem ekki væri hægt að stöðva. „Það er lítið hægt að gera og síðustu Inginiar Ragnarsson Helga Þorbjarnardóttir Steinar Kjartansson misseri hefur maður horft upp á svipaða hluti í öðram smærri sveit- arfélögum víða um land, bæði fyrir austan og vestan og reyndar líka hér fyrir norðan," sagði Ole. „Það hefur eitthvað verið reynt að fá hingað danska sælgætisverksmiðju, en ég hef ekki mikla trú á að slíkt fyrirtæki muni ganga hér í byggðar- laginu. Mitt mat er það að farsælast sé að snúa sér að ferðamálunum, hingað kemur mikið af ferðafólki yf- ir sumarmánuðina en þeir eiga það flestir sameiginlegt að stoppa mjög stutt og skilja lítið eftir af pening- um. Það þarf að gera eitthvað til að fá fólk til að vera lengur,“ sagði Ole. Hann sagðist vera í annarri stöðu en margir aðrir, hann ætti ekki eign á staðnum og fyrirsjáanlegt að hann myndi flytja burtu eftir ákveðinn tíma. „Það virðist vera basl um allt land, stjórnendur fyrmtækjanna hugsa núna meira um peningana en fólkið, þannig að það má búast við öllu.“ Þetta er þakklætið „Fólk er orðlaust og afskaplega dapurt," sagði Áslaug Olafsdóttir, starfsmaður hjá Snæfelli. „Fólk veit ekkert hvað það á að gera, framtíð- in er óljós en auðvitað vona allir að úr rætist." Áslaug hefur unnið í frystihúsinu og nú í pökkuninni síðustu 36 ár. „Mér fínnst þetta ljótt af þeim KEA-mönnum að gera okkur þetta, við eigum þetta alls ekki skilið. Eg man að sú var tíðin að það lá við að maður væri rekinn ef neitað var að vinna öll kvöld til tíu. Margir hafa unnið ómælt á þessum vinnustað og þetta er þakklætið," sagði Áslaug. „Þetta frystihús var gullmoli og hér hófst þróun á vinnslu og sölu á fisk- bitum til Marks og Spenser sem er fyrirtækinu mikilvæg. Eg veit ekki hver áhugi almennings hér er á samstarfi við KEA og Snæfell um eitthvað annað hér í eyjunni, mér finnst margir vera búnir að fá nóg.“ Verkefni smám saman verið klipin af okkur Ingimar Ragnarsson, verkstjóri hjá Snæfelli, sagði að nokkurt óör- yggi hefði verið yfír rekstrinum síð- ustu 2-3 ár og smám saman verið að saxa á verkefni. Ekki væri ýkja langt síðan unnin hefðu verið um 100 tonn af fiski í húsinu á viku og heilmikið af fólki að störfúm. „Verkefnin hafa smám saman verið klipin af okkur og flutt burtu, ég finn á fólki hér að það er reitt út í kaupfélagið og fínnst illa verið farið með sig,“ sagði hann. Ingimar sagði að mikil þróunar- vinna hefði verið unnin í Hrísey, starfsfólkið byggi yfir mikilli þekk- ingu og færni og vinnuaflið væri stöðugt, margir hefðu um og yfír 25 ára starfsreynslu. „Tónninn í fólk- inu er sá að það hefur engan áhuga á að taka þátt í frekari atvinnuupp- byggingu með KEA og Snæfelli. Traustið er algjörlega hranið, enda er útgerðarsaga þeirra hér í eyjunni síðasta áratug ansi sorgleg," sagði Ingimar. Hann nefndi að þegar mest var hefði kvóti Hríseyinga verið um 1.700 tonn en fyrir hann fengist dágóð upphæð nú. Kvótinn væra nú á Dalvík og frá því farið var að stýra hráefni þaðan og yfir til Hríseyjar hefði því hrakað mikið. „Vissulega er staðan slæm, en ég hef fulla trú á að úr rætist. Sumir fagna því að þessi staða sé komin upp og telja að það muni verða okkur Hríseyingum til góðs að slíta tengslin við kaupfélagið,“ sagði Ingimar. Afleiðing af kvótakerfinu „Eg er dofin og mér finnst marg- ir hér vera það líka,“ sagði Helga Þorbjarnardóttir, starfsmaður Snæ- fells. „Það er eins og allir séu úti á þekju, menn hafa ekki alveg melt þessar fregnir þó þeir geri sér fulla grein fyrir alvöru málsins." Helga sagði að þeir sem ættu eignir í eyjunni væra verst settir, þetta ástand hefði mest áhrif á þá. „Fólk sér fram á að sitja uppi með verðlausar eignir ef allt fer á versta veg. Það er ekki einsdæmi að illa gangi í litlum byggðarlögum á Is- landi og það er því að miklu leyti af- leiðing af kvótakerfinu sem við bú- um við. Smærri fyrirtæki sameinast þeim stæri'i, hluthafarnir heimta arð og stjórnendum virðist sama um hvað verður um fólkið, gróðasjónar- miðið er alls ráðandi," sagði Helga. Hún sagði menn kvíða því þegar að því kæmi að pökkunarstöðinni yrði lokað og líkur væra á að at- vinnuleysi tæki við. Sem stæði væri fólk dofið og skorti áræði, en hún vildi þó vera bjartsýn á að Hrísey- ingar stæðu saman um að finna önn- ur atvinnutækifæri. „Ég hef trú á því að þetta verði okkur á endanum til góðs, við sem ætlum að búa hérna áfram verðum að standa saman og finna okkur eitthvað annað að gera.“ Skilin eftir kvótalaus og allslaus Steinar Kjartansson hefur stai'f- að hjá Snæfelli samfleytt frá 1980 og annað slagið þar á undan frá ár- inu 1964 þegar hann fluttist til Hrís- eyjar. Maiíanna Samúelsdóttir, eig- inkona hans, starfar líka hjá fyrir- tækinu og hefur gei't álíka lengi og hann. „Þetta er alveg skelfilegt, þetta kippir algjörlega undan okkur grunninum. Ég heyri það á mörgum að þeim finnst þetta vera svik við okkur, við eram skilin hér eftir kvótalaus og allslaus, búið að flytja allt yfir til Dalvíkur," sagði Steinar. Hann taldi að um endanlega ákvörðun væri að ræða hjá Snæfelli að loka pökkunarstöðinni, því yrði ekki breytt. „Þannig að við verðum að bretta upp ermarnar og finna okkur eitthvað annað að gera, við megum ekki láta hugfallast."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.