Morgunblaðið - 15.09.1999, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.09.1999, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ BILAR MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1999 17 Pajero Pinin er útspil Mitsubishi í jepplingum. Fjöldi fmmsýninga á bílasýningTi í Frankfurt Morgunblaðið/Árni Sæberg. Skoda kynnti Fabia, fernra dyra fólksbíl. Blöndunartæki Gamaldags blöndunartæki framleidd bæði fyrir eldhús og baðherbergi. Blöndunartæki fyrir handlaugar eru framleidd með háum og lágum stút. Yfirborðsáferðin erýmist króm, gull eða króm/gull. TCnGlehl. Smiðjuvegi 11 - 200 Kópavogur Sími: 564 1088 • Fax: 564 1089 Fást í byggingavöruverslunum um land allt r ^ 7% Qfslóttur Porsche 911 Turbo, Peugeot 607 og gerð- arlegur Renault Scénie með fjórhjóladrifí, voru meðal óvenju margra bíla sem fengu heimsfrumkynningu á alþjóðlegu bílasýn- ingunni í Frankfurt sem stendur yfír dag- ana 16.-26. september. Guðjón Guðmunds- ---------?----------------------------- son og Arni Sæberg eru á sýningunni. Opel frumsýndi nýjan Opel Omega. Peugeot 607 er stór bíll hlaðinn tækni. HÁTT í 900.000 gestir sóttu sýn- inguna 1997 en hún er haldin ann- að hvert ár í Frankfurt. Þýskir framleiðendur eru, eins og vænta mátti, með mest undir á sýning- unni og frumsýna þeir óvenju marga nýja bfla. Frakkar mæta þó einnig beittir til leiks og sýna marga nýstárlega framleiðslubfla og næstum annars heims framtíð- arhugmyndir. A blaðamannafundi þar sem nýr Porsche 911 Turbo var kynntur kom fram í máli Wedelins Wiedek- ings, forstjóra fyrirtækisins, að í bflnum væru hemladiskar úr ker- amiki sem væri 40% léttara og mun hitaþolnara en stál. Wiedeking seg- ir þá duga í 300.000 kflómetra akst- ur. Porsche er fyrsti bflaframleið- andi heims til þess að setja á mark- að bfl með slíkum hemlum, og þeir verða staðalbúnaður í öllum bílum fyrirtækisins á næstu árum. Bfllinn er með 420 hestafla vél, nær 305 km hraða og er 4,2 sek. úr kyrrstöðu í 100 km hraða. Einnig kynnti Porsche nýjan Boxster S sem er með 3,21 vél, 6 strokka vél sem skil- ar 252 hestöflum og er 5,9 sek. í 100 km hraða. Hingað kominn kostar þessi tveggja sæta sportbfll tæpar 6 millj. króna. Islensk náttúra og Alfa Romeo Andspænis Porsehe-svæðinu hafði Alfa Romeo komið sér fyrir. A risaskjá var sýnd auglýsing um Alfa Romeo 156 Selesteed sem var tekin upp í íslenskri náttúru síðast- liðið vor og þar brá jafnframt fyrir rammíslenskum svip Egils Ólafs- sonar leikara. Með 607 vill Peugeot leysa af hólmi 605 sem seldist aldrei vel og hefur Peugeot því mátt bíta í það súra epli að vera ekki samkeppnis- fær á markaði sem gefur mikið í aðra hönd. Bfllinn keppir m.a. við Opel Omega sem fékk sína eld- skírn í nýjum búningi á sýninginni. Á meðan Omega er í raun lítið breytt er 607 nýr bfll, rennilegur en um leið íhaldssamur ef miðað er við hugmyndabfl helsta keppinaut- arins í Frakklandi, sem sýndi Renault Avantime, sem sitt tillegg í flokk stærri bfla. 607, sem er 4,87 m á lengd, verð- ur boðinn með 2,2 1, 4 strokka belsínvél, 160 hestafla, V6 bensín- vél 210 hestafla og einbunudísilvél, 136 hestafla. Hann er boðinn með fimm gíra handskiptingu eða fjög- urra þrepa sjálfskiptingu með handskiptivali. Bfll hlaðinn tæknibúnaði Bíllinn er hlaðinn tæknibúnaði. ESP, rafeindastýrð stöðugleika- stýring er staðalbúnaður eins og fjórir líknarbelgir og nú eru flestir bílar í þessum flokki, og jafnvel minni, komnir með útispegla sem falla að hliðum bflsins þegar þrýst er á hnapp, sem auðveldar að leggja honum í þröng stæði og dregur úr vindgnauði á miklum hraða. Búnaður er í bílnum sem fylgist stöðugt með loftþrýstingi í hjólum og gerir bflstjóra aðvart ef springur og vatnsskynjari er í framrúðu sem gangsetur rúðu- þurrkur þegar þörf er á því. Renault sýndi í fyrst skipti fjór- hjóladrifínn Scénicfjölnotabíl og segir hann vera fyrsta fjórhjóla- drifna fjölnotabílinn frá Evrópu sem fyllir jafnframt flokk jepp- linga. Þetta er fyrsti fjórhjóladrifni bíll Renault í sex ár og ætlar fyrir- tækið sér stóra sneið af þessum blómlega markaði með Scénic RX4, eins og hann kallast. Sala fjórhjóladrifinna bfla hefur aukist um 5% að jafnaði í Evrópu á hverju ári sl. fimm ár og 25% á milli ár- anna 1997 og 1998. Renault segir að bfllinn verði í beinni samkeppni við jepplinga eins og Toyota RÁV4, Honda CR-V, og Freelander. Skyldleikinn við Scénic leynir sér ekki í dráttum RX4 en hann er hærri frá vegi, 60 mm, og sterk- byggðari á að líta á 16 tommu felg- um. Hann er með sítengdu aldrifi og verður fáanlegur með 2ja lítra, 140 hestafla bensínvél og nýrri 1,91 einbunu dísilvél, 109 hestafla. 3,7 m langur jepplingurinn frá Mitsubishi sem kallast Pajero Pin- in er hannaður af ítölsku hönnun- arstöðinni Pininfarina og er annar kostur inn í ört stækkandi hóp fjór- hjóladrifinna jepplinga. Mitsubishi leggur áherslu á það í kynningu sinni að hér sé á ferðinni ekta jeppi sem jafnfrant sé þægilegur • til snatts og snúninga í borginni vegna smæðar sinnar. Ólíkt mörg- um smájeppum er hann með hátt og lágt drif og er hægt að skipta úr framdrifi í fjórhjóladrif á allt að 100 km hraða. Veghæðin er 20 cm, kældir diskahemlar eru að framan og bfllinn er fáanlegur með 5 gíra handskiptingu og 4 þrepa sjálf- skiptingu. Vélin er hin þekkta GDI vél Mitsubishi, sem var fyrstur framleiðenda að koma með vél af þessu tagi, með beinni strokkinn- sprautun, á markað, en þær eru sagðar vera mun sparneytnari og um leið umhverfisvænni en vélar með hefðbundinni innsprautun án þess að tapa í nokkru afli. Fabia á að höfða til nýs hóps kaupenda Athyglisvert er að fylgjast með framgangi Skoda-verksmiðjanna í Tékklandi eftir að Volkswagen eignaðist meirihluta í fyrirtækinu. Octavia vakti mikla athygli þegar hún kom á markað fyrir um þrem- ur árum og nú var röðin komin að íyrsta fjórhjóladrifsbflnum Skoda Óktavia langbak. Engu minni at- hygli vakti Fabia sem er í svipum stærðarflokki og VW Polo en held- ur minni en Golf. Þetta er hinn þekkilegasti bfll, laglega teiknaður og greinilegt er að VW hefur annað og meira í hyggju með kaupum sín- um á Skoda en að bjóða einvörð- ungu upp á ódýra og tiltölulega einfalda bfla. Framleiðslu verður haldið áfram á Felicia-bflunum en Fabia á að höfða til nýs kaupendahóps með öðrum orðum á auglýsingamáli bflaframleiðenda: Fjölskyldna sem leita að nútímalegum, tæknivædd- um bfl með aðlaðandi útliti og kröfu harðra ungra kaupenda sem leggja áherslu á ánægjulegan akst- ur. Bfllinn verður í tveimur út- færslum þ.e. Comfort og Elegance og innan hálfs árs einnig í Classic- útfærslu. Fjórar vélar verða í boði; 1,0 1, 1,4 1 og 2,0 1 bensínvélar, og 1,91 forþjöppudísilvél. Gísb Vagn Jónsson, markaðs- stjóri hjá Heklu, segir að Fabia verði á „Skodaverði", dýrari en Felicia en ódýrari en Octavia. í 7 mánuði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.