Morgunblaðið - 15.09.1999, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 15.09.1999, Qupperneq 32
MORGUNBLAÐIÐ 32 MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1999 Lítt blönd- uð dagskrá / „I íslenska sjónvarpinu sé blönduð dagskrá, blönduð afýmiskonar innlendu efni ásamtfjórðungi af erlendu efni“ Nýlegar upp- lýsingar Hag- stofu Islands um skiptingu á efni sjónvarps eftir annars vegar efnisþáttum og hins vegar uppruna vekja óneit- anlega nokkra athygli. Par kem- ur fram að Ríkissjónvarpið hef- ur gríðarlegt forskot á einkareknu stöðvamar með rúman fjórðung efnis síns af ís- lenskum toga. Því hefur stund- um heyrst fleygt að hægt væri að sætta sig við helmingaskipti í samsetningu dagskrár; helm- ingurinn innlendur, helmingur- inn erlendur. Hvort það er raun- verulegt viðmið eða ekki þá er það staðreynd að slíkum hæðum hefur íslensk sjónvarpsstöð aldrei náð; metár ríkissjónvar- psins samkvæmt upplýsingum Hagstofunn- VIÐHORF Eftir Hávar Sigurjónsson ar var árið 1974 þegar hlutfall inn- lends efnis komst í rúm 40 prósent. Vafa- laust á það sér einhverja sér- tæka skýringu, kannski var það hrein tOviljun. Það er reyndar dálítið önugt að beina spjótunum að Ríkis- sjónvarpinu þegar það hefur þrátt íyrir allt staðið sig best all- ra sjónvarpsstöðvanna. Hér er kannski rangt lagt upp með röksemdafærsluna þar sem óv- íst er hvort það hafi nokkurn tíma verið markmið einkareknu stöðvanna að framleiða sitt eigið efni. Það verður a.m.k. ekki séð af dagskrá þeirra. Þó má gera því skóna að í upphafi hafi Stöð 2 verið ætlað stærra hlutverk á því sviði en orðið hefur. Fyrstu stjómendur þeirrar stöðvar höfðu hugsjónir um eigin dag- skrárgerð, jafnvel listræna framleiðslu, sem reyndar aldrei varð neitt úr. Þó má sjá að á fyrstu tíu árum stöðvarinnar (1987-1997) stóð hlutur innlends efnis í 14 -15 prósentum fram til 1995 en fór niður í 8 prósent 1997. Svo alls réttlætis sé gætt má vera að hlutfallið hafa lagast eitthvað á þessu ári eða í fyrra. Undir liðinn innlent efni fellur samkvæmt hefðbundinni aðferð allt efni sem framleitt er af sjónvarpsstöðvunum eða sjálf- stæðum aðilum utan húss. Þann- ig teljast fréttir og íþróttir í heild til innlends efnis þó alltaf sé nokkur hluti þessara efnisliða upprunninn erlendis. Skapandi efni sem útheimtir handritsgerð og vandaðan undirbúning er hverfandi í dagskránni og þá er reyndar aðeins verið að vísa til dagskrár Ríkissjónvarpsins. I haust eru liðin 33,ár frá því útsendingar hófust í íslenska sjónvarpinu. Hvað hefur áunn- ist? Lenging útsendingartím- ans. Fleiri framhaldsþættir. Tvær gamlar bíómyndir á laug- ardagskvöldum í stað einnar áð- ur. Og fyrir tólf árum kom sam- keppnisaðilinn Stöð-2 til sögunnar, ekki til að herja á hinn óplægða akur innlendrar dagskrárgerðar, heldur til að uppskera vel sáinn völl hins al- þjóðlega aíþreyingarsjónvarps. Hlutverk sjónvarpsins hefur vissulega mótast í þá farvegi á undanfömum 15-20 ámm að því sé fyrst og fremst ætlað afþrey- ingarhlutverkið. Sumir hafa vilj- að ganga svo langt að segja frá- leitt að ætlast til þess af sjónvarpinu að það gegni menn- ingarhlutverki. Vandinn er kannski fólginn í orðinu sjálfu og býður upp á þrengri túlkun þess en til er ætlast. Menningar- hlutverk íslenskra sjónvar- psstöðva er ekki fólgið í beinum útsendingum af sinfóníutónleik- um. Menningarhlutverkið felst í því að framleiða eigið efni, af- þreyingarefni ekki síður en ann- að. Samkeppni sjónvarpsstöðv- anna hefur því miður ekki beinst að því að skáka hvor annarri með innlendu efni heldur hefur slagurinn snúist um lengdan út- sendingartíma umfram annað. Til að fylla upp í þennan lengda tíma hefur allt verið tínt til, aðal- lega þó erlent undirmálsefni sem uppfyllir það eina skilyrði, að því er virðist, að vera ódýrt í innkaupi. Krafan um aukið inn- lent efni hefur ekki fengið sinn eðlilega forgang, heldur fylgir alltaf í kjölfarið þegar búið er að skuldbinda sig til að standa við hinn langa daglega útsendingar- tíma. Til að umræðan um inn- lenda dagskrá verði raunhæf þarf að nálgast hana frá annarri hlið; að stytta hinn daglega út- sendingartíma og beina kröftun- um þess í stað að framleiðslu innlends efnis. Það er sorgleg staðreynd að á þeim 33 árum sem um ræðir hef- ur kunnáttu í gerð sjónvarpsefn- is lítið fleygt fram. Sjónvarpið hefur t.a.m. algjörlega sniðgeng- ið hlutverk sitt við að þróa og móta kunnáttu í handritsgerð. Þetta er vissulega gömul og þreytt tugga að tönnlast á en staðreynd er, að sú kynslóð sem hóf starfrækslu sjónvarps á ísl- andi og hefur starfað við það síð- an er ekki að skila neinni kunn- áttu áfram til þeirra kynslóðar sem nú er taka við. (Tæknikun- nátta undanskilin en hér er hún ekki til umfjöllunar). Hvað inn- lent sjónvarpsefni varðar og sköpun þess stöndum við enn nánast á sama reit og í upphafi; enn er verið að koma sér upp nothæfum vinnuaðferðum og skipuleggja framleiðsluferli, í stað þess að slíkt sé löngu fallið í sjálfsagðar skorður og athygl- inni beint að innihaldi og út- færslu þess efnis sem vinna á úr. Þó setja megi á langa raunar- ollu um hversu illa tímanum hef- ur verið varið fram til þessa og að vissulega ætti staða innlendr- ar dagskrárgerðar að vera betri en hún sannarlega er, þá hefur takmarkaðan tilgang að fást um það sem liðið er. Tækifærið er ekki runnið okkur úr greipum, enn er hægt að breyta stefnunni og hefja innlenda dagskrárgerð tílvegs með þeim hætti að sómi sé að. Geta sagt að í íslenska sjónvarpinu sé blönduð dagskrá, blönduð af ýmis konar innlendu efni ásamt fjórðungi af eriendu efni, stundum minna, aldrei meira. Aðspurð munum við segja að okkur þyki þetta sjálf- sagt, því við sjáum annars ekki tilganginn með því að halda úti íslensku sjónvarpi með æmum tilkostnaði ef allt upp undir 75 af hundraði dagskrárinnar eru lagðir undir erlent efni, sem hægt er að nálgast á gervihnatt- astöðvum, innlendum áskriftar- stöðvum eða leigja sér á myndb- andi í næstu sjoppu. UMRÆÐAN Falsanir iðnaðarráðherra um rafmagnseftirlit FYRIR fáeinum dögum boðaði Finnur Ingólfsson iðnaðarráð- herra til fundar með fi-éttamönnum til að kynna niðurstöður nefndar sem fjallað hefur um rafmagnsör- yggismál í landinu. Nefndinni hafði verið falið að kanna afleið- ingar þeirra breytinga sem orðið hafa í kjölfar þess að rafmagnseftir- litið var einkavætt. Skýrslan ber áróð- urskenndan titil en þar er vísað í „árangur" ... af breyttu skipulagi, þótt þar sé að fínna sitthvað sem orkar tvímælis eins og nánar verður vikið að. Þegar knúið var á um skipan þessarar nefndar, en undirritaður átti þar nokkurn hlut að máli, höfðu borist miklar kvartanir um að raf- magnsöryggi væri víða í voða stefnt eftir að horfið var frá því að skoða hveija einustu nýja veitu í landinu, íbúð eða atvinnuhúsnæði og tekið upp íyrirkomulag þar sem einvörð- ungu er framkvæmd úrtaksskoðun, að lágmarki aðeins tíunda hver veita skoðuð af þeim sem tilkynnt er um en treyst á að rafverktakar hlíti í einu og öllu stöðlum og vinnuregl- um sem Löggildingarstofa setur þeim. Kvartanir og varnaðarorð um að þetta kerfi gengi ekki upp komu bæði frá rafverktökum, starfsmönn- um rafveitna og notendum. Ég minnist þess að formaður Bænda- samtakanna sagði mér að hann hefði af því þungar áhyggjur hve lít- ið eftirlit væri með nýjum raf- magnslögnum til sveita. Víða væri fúskað með rafmagn og segði það sig sjálft að eld- og slysahætta fylgdi slíkum vinnubrögðum. Úr- takskannanir dygðu ekki við slíkar aðstæður. Ódýrara að skoða lítið en að skoða mikið Það segir sig sjálft að þegar að- eins lítið hlutfall nýrra bygginga sætir skoðun í stað þess að skoða þær allar þá næst kostnaður niður. Erfiðara er að skilja að öryggið auk- ist þegar úr eftirliti er dregið eins og iðnaðarráðherra og samverka- menn hans hafa haldið fram. Á þessa mótsögn hafa fjölmargir ábyrgir aðilar á þessu sviði bent. Þá hafa landsbyggðarmenn margir sýnt fram á að breytt fyrirkomulag hafi auk- ið miðstýringu frá Reykjavík; þar hafa aðsetur skoðunarstof- urnar tvær sem nú sinna allri raflagna- skoðun í landinu. Hið miðstýrða vald sé í litl- um tengslum við veru- leikann í byggðum landsins. Vegna gagnrýni af þessum toga var um- rædd nefnd sett á laggimar iyrir réttu ári. Að sjálfsögðu var hlutverk hennar að kanna alla málavöxtu rækilega. Það hefur hún hins vegar ekki gert eins og fram kemur í þungum áfellisdómi eins nefndar- manna, Bergs Jónssonar rafmagns- Rafmagnseftirlit En hvernig skyldi Finn- ur Ingólfsson iðnaðar- ráðherra, spyr Ögmundur Jónasson, fara með þá álitsgerð sem hér hefur verið vitnað til? verkfræðings, íyrrverandi forstjóra Rafmagnseftirlits ríkisins. Áfellisdómur sérfræðings í áliti Bergs segir meðal annars: „Því miður getur undirritaður ekki tekið undir fullyrðingu - að ástand raforkumála sé gott og tryggi vel öryggi raforkunotenda. Til að setja fram slíka fullyrðingu hefði þurft miklu ítarlegri rannsókn." Þá kveðst Bergur Jónsson harma að nefndin skuli ekki hafa viljað kanna þá gagnrýni sem fram kom á lands- byggðinni betur en raun ber vitni og bendir hann á að gagnrýnisraddir á nýja skipan rafmagnsöryggismála hafi einkum borist frá stöðum utan höfuðborgarsvæðisins. „Verkefni hópsins var að kanna þær raddir víðar en gert var.“ I álitsgerð sinni kemur Bergur Jónsson víða við. Hann telur það hafa verið óráðlegt að leggja niður raffangaprófun og störf eftirlitsmanna rafveitna hafi ekki verið rétt að leggja niður. í því sambandi vísar hann til samskipta sinna við rafverktaka sem margir telji að samstarf við efth'litsmenn hafi verið þeim til góðs, „auk þess sem heimamenn eiga miklu auðveld- ara með að fylgjast með framkvæmd- um á svæðum sínum og þar með því, að rafverktakar tilkynni verk, áður en þau hefjast og eftir að þeim lýk- ur.“ Þá bendir Bergur á að upplýs- ingar um samanburð á útgjöldum hafi verið fyrst og fremst frá tveimur aðilum. „Víðtækari upplýsingar hefðu hugsanlega gefið aðra mynd.“ Ágreiningur um heildarniðurstöðu Hvað varðar ýmsar helstu niður- stöður vinnuhópsins, sem vann um- rædda skýrslu, er að sönnu einhugur með öllum þremur nefndarmönnum og tekur Bergur Jónsson það ræki- lega fram í greinargerð sinni. I niður- lagi álitsgerðar hans segir orðrétt: „Enda þótt undirritaður geti ekki samþykkt meginniðurstöðu í skýrslu vinnuhópsins, er þar engu að síður að finna ýmsa þætti, sem undirritaður hefur lagt áherslu á í stai’fi nefndar- innar. Fyrir undirrituðum vakir það eitt að „mynda traustan og góðan grunn fyrir framtíðarskipan“ raf- magnsöryggismála, svo að vitnað sé í inngangskafla skýrslunnar. Vanda þarf til verka til að finna þann grunn.“ Eins og sjá má telur Bergur Jóns- son að svo hafi ekki verið gert. En hvernig skyldi Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra fara með þá álits- gerð sem hér hefur verið vitnað til? í fréttatilkynningu sem hann sendi frá sér segir orðrétt: „Niðurstaða vinnu- hópsins er sú að núverandi ástand raftnagnsöryggismála og raftnagn- seftirlit sé gott og að ný aðferðafræði og hugmyndafræði með notkun úr- taksskoðana, innri öryggisstjórnun- ar, faggiltra skoðunarstofa o.fl. myndi traustan og góðan grunn fyrir framtíðarskipan þessara mála. Berg- ur Jónsson, verkfræðingur og fyrr- verandi forstöðumaður Rafmagn- seftirlits ríkisins, skilaði séráliti en tekur þó undir meginniðurstöður vinnuhópsins.“ Eins og hér hefur verið rakið er þetta ekki sannleikanum samkvæmt. Þetta er beinlínis rangt, fölsun, og ekki sæmandi iðnaðarráðherra Is- lands. Höfundur er alþingismaður og formaður BSRB. Ögmundur Jónasson Orgelveisla við aldarlok NORRÆNIR orgel- dagar verða haldnir í Reykjavík dagana 16.- 19. september nk. þetta er samvinnu- verkefni Listvinafélags Hallgrímskirkju og Félags íslenskra org- anleikara og verður þetta ein samfelld veisla alla dagana. TVö ný orgel verða vígð um þessa helgi, í Langholtskirkju og Neskirkju, bæði byggð í Ameríku af orgelsm- iðnum Noack. Orgel Björgvins Tó- massonar verða einnig kynnt þátttakendum, en fyrsti dag- urinn er helgaður orgelskoðun, og gefst mönnum þá tækifæri til að hitta framangreinda orgelsmiði. Til leiks munu mæta þekktir nor- rænir orgelleikarar og fræðimenn sem halda munu námskeið í orgel- leik og spuna ásamt áhugaverðum fyrirlestrum en þessir gestakennar- ar og fyrirlesarar eru: Per Fridtjov Bonsaksen fra Niðarósi, Anders Bondemann og Hans Ola Ericsson írá Svíþjóð og Kaj Erik Gustafsson frá Helsinki. Allir eru þessir menn þekktir, hver á sínu sviði og munu segja þátttakendum til í verklegri hópkennslu, „Masterclass", í túlkun orgeltónlistar tuttug- ustu aldar, litúrgískum spuna og frjálsum spuna (improvisation). Þá mun verða flutt- ur mjög áhugaverður fyrirlestur um tónlist og helgihald í Niðarós- dómkirkju gegnum al- dirnar, en sem kunn- ugt er tilheyrði íslenska kirkjan erki- biskupsstólnum þar. Sem fyrr segir verða orgeltón- leikar á hverju kvöldi í Hallgrímsk- irlqu og einnig í tengslum við vígslu nýju orgelanna, en í vikunni þar á eftir verða daglega tónleikar á bæði nývígðu orgelin þar sem starfandi organistar munu samfagna starfs- bræðrum sínum með einleikstón- leikum á hljóðfæri þeirra. Kl.16 laugardaginn 18. september heldur Félag íslenskra organleikara aðalfund sinn, þar sem kynnt verða frumdrög að reglum sem kirkjan setur um störf og skyldur organist- Menning Verður þetta ein sam- felld veisla alla dagana, segír Kjartan Sigur- jónsson, um norræna orgeldaga sem haldnir verða í Reykjavík dag- ana 16.-19. september. ans, ásamt mörgu öðru er fyrir fund- inum liggur. Listrænn stjómandi orgeldaganna er Hörður Áskelsson en framkvæmdastjóri er Douglas Brotchie. Þátttaka hefur miðast við starfandi organista og lengra komna orgelnemendur. Það verður vissulega skemmtilegt að sýna gestum það fjölbreytta úr- val orgela sem byggt hefur verið á síðustu áratugum hér um slóðir og hlýða á tónleika þá sem tengjast þessum dögum. Höfundur er organisti Digraneskirkju og fommður Félags íslenskra organleikara. Kjartan Siguijónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.