Morgunblaðið - 15.09.1999, Page 45

Morgunblaðið - 15.09.1999, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1999 45 - BRÉF TIL BLAÐSINS Kórinn í Sumarhöll kcisarans. fjarðar sem heitir Baoding en þang- að er um tveggja tíma akstur frá Peking. Og þangað héldum við þriðjudaginn 24. ágúst. Með okkur í för var sendiherra okkar í Kína, Olafur Egilsson, kona hans Ragna Ragnars og fleiri gestii', en Olafur hafði af ljúfmennsku greitt götu okkar á ýmsan hátt. Kunnum við honum bestu þakkir fyrir. Myndlist- ai-konan Gerður Gunnarsdóttir var einnig viðstödd en hún hafði gert fagurt listaverk sem heitir „Stjórn- andinn“ og verður gjöf Hafnarfjarð- ai- til Baoding. Ég vissi raunar mest lítið um Baoding áður en við komum þangað. En þessi vina“bær“ okkar reyndist vera 11 milljóna manna borg! Bara rétt eins og New York! Ja hérna, var það furða að sumir rækju upp stór augu? Nærvera sendiherrans setti mjög formlegan og virðulegan blæ á heimsóknina. Borgaryfirvöld tóku á móti okkur með miklum virktum. Ólafur hélt snjalla tölu, og sjálfur flutti ég kveðjur og árnaðaróskir frá Hafn- aríii-ði. Við fórum m.a. í skólaheim- sókn þar sem hópurinn vakti mjög mikla athygli því fátt er um ferða- menn í Baoding. Okkur var haldin dýrðleg veisla og leystir út með gjöfum að höfðingjasið. Tókst heim- sókn þessi hið besta og nú er von á kínverskum listamönnum til Hafn- arfjarðar seinna í vetur. Söngnrinn sameinar Og þannig flaug tíminn áfram. Hver dagur bauð upp á annir og ný ævintýri. Og allt í einu var komið að lokatónleikunum sem haldnir voru í hafnarborginni Tianjin sem er í um 150 km fjarlægð frá Peking. Aftur skörtuðu stúlkurnar okkar fallegu þjóðbúningunum sínum, sungu eins og englar og aftir sameinaðist allur þessi mikli skari og söng „Let there be peace on earth“. I lokahófmu voru allir leystir út með gjöfum og svo var bara eftir að kveðjast. I’að var dálítið erfitt. Sumstaðar blikaði tár á hvarmi en eftir sitja minning- ar um ógleymanlega daga og stór- kostlega upplifun. Söngurinn sameinar, söngurinn byggir brýr milli manna og þjóða, söngurinn göfgar og gleður, söngur- inn bætir og kætir. Við tók tíu tíma flug til Frankfurt og svo heim daginn eftir og það var þreyttur en ánægður hópur sem lenti í Keflavík síðdegis laugardag- inn 29. ágúst eftir viðburðaríka æv- intýraferð til Kína. Ég vil að lokum færa fararstjórunum þeim Sigríði og Jóhönnu sérstakar þakkir fyrir frábært starf, sömuleiðis Halldóri Arna, sem filmaði ferðina, svo og öllum þeim mörgu sem studdu okk- ur með margvíslegum hætti. Þegar ein amman spurði dóttur- dóttur sína: „Var ekki gaman í Kína?“. „Jú“ svaraði sú stutta. „Hvað var nú skemmtilegast?". „Sofa“ var svarið. Já sumir voru þreyttir en allir ánægðir. EGILL FRIÐLEIFSSON kórstjórnandi. TÍSKUVERSLUN VIÐ LAUGAVEG Rekstur til sölu. Besti sölutíminn framundan, Upplýsingar í síma 899 5910. Prologic Víðtækar rannsóknir hafa sýnt fram á mjög áhugaverðar niðurstöður fyrir notendur hins einstaka fæðubótarefnis PROLOGIC Kynrtingar /Lyfju é PROLOGIC Lágmúla 15. september frá kl. 14-18 Staðarbergi 16. septemberfrá kl. 14-18 Hamraborg 17. september frá kl. 14-18 <y?nilbQó 50% afsláttur PROLOGIC + Fjölnota %____ blandarí Cb LYFJA Lágmúla 5, S. 533 2300 Staðarbergi 2-4, Hafnaríirðí S. 555 2306 Hamraborg S. 554 0100 AUKTU LÍFSORKU ÞÍNA TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS Styrkir til bifreiðakaupa Tryggingastofnun ríkisins veitir viðtöku umsóknum vegna styrkja, sem veittir eru hreyfihömluðum til bif- reiðakaupa. Nauðsyn bifreiðar vegna hreyfihömlunar skal vera ótvíræð. Umsóknareyðublöð vegna úthlutunar árið 2000 fást hjá þjónustumiðstöð Tryggingastofnunar ríkisins, Tryggva- götu 28, og hjá umboðsmönnum hennar um land allt. Umsóknarfrestur er til 1. október Tryggingastofnun ríkisins. TR0ÐFULL BÚÐ AF NÝJUM SKÓM i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.