Morgunblaðið - 15.09.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.09.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1999 25 LISTIR Breytingar LIST OG HÖNMIJIV Listhús Ríkeyjar MYNDVERK RÍKEY INGIMUNDARDÓTTIR Opið á verslunartíma. Aðgangur ókeypis. ÞRIÐJA dag septembermánaðar vígði Ríkey Ingimundardóttir nýtt sýningarsvæði sem hún hefur inn- réttað í kjallara og kynnti jafn- framt ýmsar breytingar í listhúsi sínu að Hverfisgötu 59. Ríkey er menntuð .sem leirlistakona frá MHI, en henni er margt fleira til lista lagt, gerir skúlptúra sem hún gjarnan litar, málar og teiknar ásamt því að renna skálar og annað sem að leirlist lýtur. Hún er þekkt fyrir sjálfsbjargarviðleitni, atorku og framtakssemi, hefur haldið fjölda sýninga úti um hvippinn og hvappinn, aðallega á höfuðborgar- svæðinu. Vinnan virðist vera ástríða Ríkeyjar, og hún leitar víða fanga en framtakssemin hefur aldrei beinst í ákveðinn og skýrt markaðan farveg innan listarinnar, hvorki framsæknum núlistum né fortíðarþrá. Frekar að hún sé með báða fæturna á jörðinni, skirskoti óspart til nánasta umhverfís og við- burða dagsins, en um leið sækir hún myndefni til fortíðar og þá gjaman í sagnabrunninn. En Ríkey hefur það fram yfir svo marga, að vera gædd opinskáu og glettnu geðslagi sem lengstum var bann- vara í núlistum, hefur þó breyst hin síðari ár. Jafnvel á þann veg að grunnfærð skemmtun, sandkassa- leikir og hávaði hefur haldið innreið sína inn í virðuleg listasöfn, að ógleymdum viðbjóði og sora. Hvemig sem litið er á athafnir Ríkeyjar, kemur hún til dyra eins og hún er klædd, sem einnig er fá- gætur eiginleiki á tímum yfirborðs og sýndarmennsku, og skal meðtek- in samkvæmt því. Hún hefur hæfi- leika til margra átta, en sjálf frá- Nýjar plötur • HILMAR Jensson - Kerfill er með djassgítarleikaranum Hilmari Jenssyni. Þetta er þriðja platan sem kemur út með Hilmari í þessari seríu hjá Smekk- leysu. Hinir tveir, Kjár, sem hann gerði með Skúla Sverris- syni, og Traust, sem hann gerði með Kjartani Valdimarssyni. I þetta sinn nýtur hann aðstoðar Oskars Guðjónsson- ar, Eyþórs Gunnarssonar, Matthias- ar Hemstocks, Bryndísar Höllu Gylfadóttur og Andrew D’angelo. Utgefandi er Smekkleysa en Jap- is sér um dreifínguna. Hljóðritun fór fram í hljóðveri FÍH-dagana 19. og 20. janúar en hljóðblöndun fór fram í Stúdíó September 17. og 18. ágúst. Upptökumaður var ívar Ragnarsson. Umslag og ljósmynd- un: Goddur. Verð: 1.999 kr. sögnin virðist oftar en ekki hafa meira vægi en formkenndin og hnit- miðuð heildin. Hugtakið kitsch kemur fljótlega upp í hugann þegar myndir Ríkeyj- ar eru skoðaðar, það er vandþýtt á íslenzku, getur í senn útlagst sem klasturslegt hnoð og fágætlega vel gerðir hlutir glingurs. Má þó skil- greina sem tilbúna hvunndagslist með í senn upphöfnu sem hégóm- legu yfirbragði. Náði útbreiðslu í Englandi á Viktoríutímabilinu, sem list múgsins og hefur þróast á ýmsa vegu og ratað inn í virðuleg lista- söfn sbr. verk ameríska stórstirnis- ins Jeff Koons, en annars er upp- runinn óljós. En Koons er vel að merkja New York-búi í fjölþjóðfé- lagi en Ríkey Reykvíkingur frá Siglufirði í fámennisþjóðfélagi. Til eru ýmsar, bæði súrar og sætar út- gáfur af kitseh, fylgir tímabundnum sveiflum og verklagið telst öðru fremur afurð og fylgifiskur iðnaðar- þjóðfélagsins. Og þótt einhverjum kunni að virðast það hæpið, má með breyttum listsögulegum forsendum skilgreina hinn yndisþokkafulla æskustíl (Art Nouveau/ Jugendstil) sem afsprengi kitsch, og það varð að gildri núlist á þeim forsendum, að um afkvæmi poplistarinnar væri að ræða, eins konar hversdagsraun- sæi líkt og Campbell-súpudósin. Og vel að merkja er fegurð ekki eigin- leiki hlutanna sjálfra, felst einungis í huga þess sem virðir hlutinn fyrir sér líkt og David Hume orðaði það (Beauty is no quality in things themselves: it exist merely in the mind wich contemplates them). Þetta er næsta auðvelt að sanna með því að líta einungis nokkra ára- tugi til baka, hvað þá aldarinnar allrar sem og nítjándu aldar, því enginn getur neitað því að fegurðar- hugtakið hafi tekið drjúgum breyt- ingum, á köflum stökkbreytingum, á þessum tímaskeiðum einkum á nýrri tímum. Þegar menn eru svo að tala um vondan eða óþroskaðan smekk, skal ekki litið fram hjá því, að hinn svonefndi þroskaði smekkur byggist á viðteknum gildum hvers IMECALUX tálhillur Gott hillukerfi tryggir hámarks nýtingu á plássi hvort sem er í bílskúr eða vörugeymslu. Bjóðum allskonar lager- og hillukeifi sem henta þínum þörfum. Mjög gott verð! Lyftitæki og trillur færðu einnig hjá okkur. Lagerlausnir eru okkar sérgrein - gæði fýrir gott verð UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN Sbraumvr eftf SUNDABORG I • SlMI 568-3300 tímaskeiðs og því eðlilega nokkuð, jafnvel í meira lagi, fljótandi hugtak. Auðvitað er mögulegt að dýpka til- finningar manna fyrir um- hverfinu og fyrirbærum al- heimsins, þjálfa augað eins og heyrnina, læra að lesa umhverfi sitt líkt og að þroska tónnæmina, en þar fyrir er fegurðin engin áþreifanleg og óhagganleg stærð. Og eins og hinn nafnkunni ameríski listrýn- ir Harold Rosenberg orðaði það: „Gegn kitsch eru engin mótrök til, engar andstæð- ar hugmyndir, aðeins raun- veruleiki. Til þess að binda enda á það er nauðsynlegt að breyta landslaginu, á sama hátt og menn verða að breyta landslaginu í hitabeltinu til að eyða mýflugunum sem valda malaríu. Kitsch er list sem lýtur ákveðnum lögmálum, og það á tímum er listamenn efast stórlega um réttmæti allrar reglu- festu innan listarinnar." Útfrá þessum hugleiðingum má vera ljóst, að gildar listsögulegar forsendur liggja að baki allra skap- andi athafna, þar á meðal kitsch, sem birtist okkur í fjölþættri mynd hvar sem maðurinn kemur og fer, í skranbúðum sem stórverslunum, kirkjugörðum sem skrúðlundum, Disneylöndum sem íbúðum nýríkra. Hins vegar eru uppi ýmsar rang- hugmyndir um eðli þess og því má ekki rugla við gróna alþýðulist. Og þótt kitsch komi upp í hugann þeg- ar verk Ríkeyjar eru skoðuð býr hún augljóslega yfir víðfeðmai-i hæfileikum en margir þeir sem kunna sína hömruðu forskrift, Dimmalinmi og svanurinn. flagga lánsfjöðrum að utan og við- urkenndari eru. Sumt er býsna vel gert, ekki síst einstakir hlutar myndverka þótt heildinni kunni að vera ábótavant, kannski helst fyrir skort á markvissri grunnþjálfun með línu, frumform og liti, nævisti er listakonan engan veginn. Mannlegi þátturinn er afar ríkur í verkum Ríkeyjar Ingimundardótt- ur, og mörg þeirra eru áberandi ástþrungin í útfærslu, en geta naumast móðgað neinn. Það er eðli þess háttar sköpunarferlis að hrista síður upp í dýpri kenndum hvorki efnislegum né andlegum, vekur frekar undrun og notalegan fiðring. I listhúsinu eru verk af ýmsum toga hlið við hlið, gerir nokkurt kraðak og mætti að ósekju koma til meiri skilvirkni. Kjallarinn er góð viðbót, leiðir hugann ekki svo lítið að list- húsum í París, og þar hefur lista- Hendur fyrir líf. konan komið fyrir eldri sem nýrri myndverkum, sem gefur gestum gleggri yfirsýn yfir list hennar en áður gerðist. Bragi Ásgeirsson STOFNFUNDUR SAMTAKA ATVINNULÍFSINS verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík, Guliteigi, í dag miðvikudag 15. september og hefst kl. 15.00. Dagskrá: Kl. 15.00 Setning stofnfundar. Kjör fundarstjóra og fundarritara. Nýskipan hagsmunasamtaka atvinnurekenda Kl. 15.05 Olafur B. Olafsson, formaður VSÍ. Stofnsamningur Samtaka atvinnulífsins Kl. 15.20 Formenn VSÍ, VMS og aðildarfélaga SA undirrita stofnsamning. Ný þjónustusamtök atvinnulifsins. Kl. 15.30 Kynning: Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA. Fuíltrúaráð og stjórn SA Kl. I 5.45 fulltrúaráð og stjórn kynnt. Merki SA Kl. 16.00 Verðlaunaafhending. Samleið þjóðar og atvinnulífs Kl. 16.10 Finnur Geirsson, formaður SA. Móttaka Kl. 17.00. Fundurinn er opinn fulltruum aðildarfyrirt.ekja Samtaka atvinnulifsins. Verkbókhald ^ KERFISÞRÓUN HF. I Fákafeni 11 * Sími 568 8055 M www.islandia.is/kerfisthroun Súrefnisvörur Karin Herzog Silhouette
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.