Morgunblaðið - 15.09.1999, Side 46
46 MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
KIRKJUSTARF
Safnaðarstarf
Hinir hinstu tím-
ar? - Námskeið í
Hafnarfjarðar-
kirkju
NU ERU framundan aldamót og
árþúsundamót. Margir hafa spáð
því að árið 2000 marki einhver ógn-
vænleg skil í alheiminum og að
framundan séu einhvers konar
ragnarök
heimsins eða
umbylting til
nýrra. Opinber-
unarbók Jó-
hannesar í Bibl-
íunni fjallar um
hina hinstu tíma
á óræðan hátt
og til eru þeir
sem hafa viljað
lesa skilaboð
um samtímann
út frá henni. En
hvað segir Op-
inberunarbókin
í raun og veru
um hinstu tíma?
Og hvemig
snertir það okk-
ur? Er árið
2000 eitthvað
sem við þurfum
að óttast? Eða
er boðskapur
opinberunar-
bókar Jóhann-
esar um eitt-
hvað allt annað?
Um þessar
vangaveltur
fjallar þetta
námskeið.
Hefst það
þriðjudaginn 28.
september kl.
20. Leiðbeinandi er sr. Þórhallur
Heimisson. Skráning fer fram í
Hafnarfjarðarkirkju á viðtalstíma
hans á mánudögum, þriðjudögum
og miðvikudögum.
Tíðagjörðir og
kyrrðarstundir í
Hallgrímskirkju
í VETUR verður náttsöngur í
Hallgrímskirkju hvern miðvikudag
kl. 21. Þetta er síðsta tíð dagsins
samkvæmt elsta skipulagi kirkj-
unnar á bænahaldi, kallaður Comp-
letorium í latínu.
A undan náttsöngnum er opið
hús í safnaðarsal kirkjunnar milli
kl. 20 og 21. Þar verður í vetur boð-
ið upp á samtal um kirkjuleg mál-
efni svo og það sem er að gerast í
þjóðfélaginu hverju sinni.
A fimmtudögum verða áfram
kyrrðarstundir í hádegi með orgel-
leik og íhugun. Eftir stundina er
léttur málsverður. Á þriðjudögum
eru fyrirbænaguðsþjónustur kl.
10.30 árdegis.
Samverur eldri
borgara í Laug-
arneskirkju
NÚ hefjum við gönguna saman að
nýju í gegnum veturinn til móts við
komandi vor. Á samverum eldri
borgara sér alltaf til sólar. Við
mælum okkur mót í safnaðarheim-
ili Laugameskirkju annan hvem
fimmtudag kl. 14 og njótum fjöl-
breyttrar samveru með sálmasöng
og skemmtisögum, fróðleik og
gamni auk veitinganna sem bornar
em fram í lok dagskrárinnar. Þjón-
ustuhópur kirkjunnar á veg og
vanda af starfinu ásamt kirkjuverði
og sóknarpresti og er tilhlökkunar-
efni að hugsa til fimmtudagsins
16.9., en þá verður fyrsta samvera
haustsins. Hittumst heil.
Þjónustuhópurinn.
Dómkirkjan. Hádegisbænir kl.
12.10 í safnaðarheimilinu. Orgel-
leikur á undan. Léttur málsverður
á eftir.
Grensáskirkja. Samverastund
eldri borgara kl. 14-16. Biblíulest-
ur, samverastund, kaffiveitingar.
Hallgrimskirkja. Opið hús fyrir
foreldra ungra barna kl. 10-12.
Náttsöngur kl. 21. Opið hús frá kl.
20-21 í safnaðarsal.
Háteigskirkja. Kvöldbænir og fyr-
irbænir kl. 18.
Laugarneskirkja. Morgunbænir
kl. 6.45. Kirkjuprakkarar kl. 14.30.
Hallgrimskirkja.
Starf fyrir 7-9 ára börn. TTT kl.
16. Starf fyrir 10-12 ára börn.
Fermingartími kl. 19.15. Unglinga-
kvöld kl. 20 á vegum Laugarnes-
kirkju, Þróttheima og Blómavals.
Nýtt og spennandi tilboð fyrir ung-
linga í Laugameshverfi.
Neskirkja. Bænamessa kl. 18.05.
Sr. Örn Bárður Jónsson.
Seltjarnarneskirkja. Kyrrðar-
stund kl. 12. Söngur, altarisganga,
fyrirbænir. Léttur hádegisverður í
safnaðarheimilinu.
Árbæjarkirkja. Félagsstarf aldr-
aðra. Opið hús í dag kl. 13.30-16.
Handavinna og spil. Fyrirbæna-
guðsþjónusta kl. 16. Bænarefnum
er hægt að koma til presta safnað-
arins.
Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl.
12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir-
bænir. Léttur málsverður í safnað-
arheimilinu á eftir.
Fella- og Hólakirkja. Helgistund í
Gerðubergi á fimmtudögum kl.
10.30.
Seljakirkja. Fyrirbænir og íhugun
kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir vel-
komnir. Tekið á móti íyrirbænar-
efnum í kirkjunni og í síma
567 0110.
Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir
eldri borgara kl. 14-16.30. Helgi-
stund, spil og kaffi.
Vídalínskirkja. Foreldramorgunn
kl. 10-12.
Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð
kl. 12. Kyrrðar- og fyrirbænastund
í kirkjunni kl. 12.10. Samverastund
í Kirkjulundi kl. 12.25. Djákna-
súpa, salat og brauð á vægu verði.
Allir aldurshópar. Alfa? Hvað er
það? Komum saman í Kirkjulundi
kl. 20 og fræðumst um málefnið.
Kletturinn, kristið samfélag.
Bænastund kl. 20. Allir velkomnir.
Þorlákskirkja. Mömmumorgnar á
miðvikudögum kl. 10. Sóknarprest-
ur.
Hólaneskirkja, Skagaströnd.
Mömmumorgunn í Fellsborg kl.
10.
í DAG
VELVAKANPI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Eigiim við ekki
að hlú að okkar
iðnaði?
í FÁEIN ár höfum við,
allavega Reykvíkingar, átt
því láni að fagna að geta
keypt okkur lífrænt rækt-
aðar gulrætur, safaríkar
og orkugefandi frá Stefáni
Gunnarssyni á Dyrhólum.
(Veit ég að fleiri hafa
ræktað lífrænt grænmeti,
en þessar voru mjög sér-
stakar.) Þarna á Dyrhól-
um bjuggu ung hjón með
unga dóttur sína. Fólk
sem lifði í jafnvægi við
náttúruna, sem kynnti sér
hulduverur og engla
landsins, bað til Guðs og
virtist í sátt við landið sitt.
Þar voru fljúgandi nátt-
úruverur og yndi á mörg-
um sviðum. Þau byggðu
stóra skemmu fyrir af-
rakstur vinnu sinnar og
mörg hundruð metra
gróðurskýli fyrir gróður-
inn, búin að leggja allt sitt
fé og vinnu í nokkur ár.
(Arðbærar fjárfestingar,
eins og það kallast á fínu
stofnanamáli.)
Ég var svo lánsöm að
kynnast þessu góða fólki.
Á leið minni austur að
Höfn í Hornafirði í mars
síðstliðnum, kom ég til
þeirra og fékk að heyra að
sveitarstjórnin væri búin
að segja þeim upp jarð-
næðinu. Þeir vildu fá jörð-
ina tii að byggja þar þjón-
ustu fyrir erlenda ferða-
menn. Ég trúði ekki mín-
um eigin eyrum, átti að
hrekja þetta fólk í burtu,
fólk, sem vildi nýta jörðina
og rækta. Skiptir meira
máli, að hlú að útlending-
um en okkar landsmönn-
um?
Engar safaríkar gulræt-
ur sáust í sumar frá þeim,
var þetta virkilega satt?
Aftur átti ég leið austur
um, í lok ágúst, og kom
þar við. Allt var tómt og
eyðilegt. Hitti ég þar úti á
túni bónda einn er var að
slá korn, ég kallaði til
hans. „Jú, þetta var víst
rétt, þau hrökkluðust frá
öllu sínu og fluttu norður
til Kópaskers.“ Ég varð
bæði reið og sár, en vil þó
segja; verði ykkur að
góðu, þið sveitarstjórnar-
menn, nú getið þið beðið
eftir svari frá Kötlu
gömlu.“ Það koma örugg-
lega útlendingar þegar
Katla fer að bylta sér. En
ég spyr; eigum við ekki að
hlú að okkar iðnaði (land-
búnaður er iðngrein),
hugsa íyrst um okkar fólk.
Ég spyr ykkur, landar
mínir, þið sem lesið þenn-
an pistil minn, hvað finnst
ykkur?
Erla Stefánsdóttir.
Hvenær kemur inflú-
ensusprautan?
ÉG hef heyrt að inflúensu-
sprautan komi ekki fyrr en
í október en frétti nýlega
að sums staðar væri byijað
að sprauta með henni. Full-
orðið fólk sem er að fara í
uanlandsferðir í október
þyrfti t.d. að fá sprautuna
áður. Nú eru inflúensutil-
felh farin að stinga sér nið-
ur og margt eldra fólk
þyrfti að fá þetta sem fyrst.
Eldri borgari.
Tapað/fundið
Baughringfur týndist
BAUGHRINGUR merkt-
ur „Þín Inga“ týndist.
Finnandi vinsamlega
hringi í síma 554 3265.
Gullkross í óskilum
GULLKROSS með áletr-
un á baki fannst fyrir utan
Kringluna um mánaðamót-
in júlí/ágúst. Upplýsingar í
síma 557 4078.
Karlmannsúr
í óskilum
SL. laugardag fannst karl-
mannsúr í Nauthólsvík, við
kafarahúsið á bílaplaninu.
Upplýsingar í síma
551 1147.
Dýrahald
Kanínuungar
fást gefins
FJÓRIR fallegir kanínu-
ungar, 7 vikna gamlir, fást
gefins. Upplýsingar í síma
564 3827 fyrir hádegi.
Mysa er týnd
MYSA, sem er persnesk
læða, hvarf frá heimili sínu
Skólavörðustíg 17a aðfara-
nótt þriðjudagsins 7. sept-
ember sl. Hún er gul-
bröndótt með bláa ól. Þeir
sem hafa orðið varir við
Mysu vinsamlegast hringið
í síma 551 3407.
Kettlingar fást gefins
KÆRLEIKSRÍKIR og
kassavanir kettlingar fást
gefins. Upplýsingar í síma
552 0834.
Kettlingur týndur
í Hafnarfirði
UPPÁHALDS kettlingur-
inn okkar er týndur. Hann
er kafloðinn, svartur og
hvítur, tveggja mánaða og
er með bláa ól. Hann er
nýfluttur í Kelduhvamm 3
'í Hafnarfirði og ratar ekki
heim. Þeir sem vita um af-
drif hans hafi samband í
síma 555 0692.
SKAK
Umsjón Margeir
Pétursson
STAÐAN kom upp
í viðureign tveggja
enskra stórmeist-
ara á MSO Masters
mótinu í London í
ágúst. Jonathan
Speelman (2.595)
hafði hvitt og átti
leik gegn
Christopher Ward
(2.470). Svarta
drottningin á fáar
undankomuleiðir og
það tókst Speelman
að hagnýta sér.
13. b4! - Dxb4 14.
Bd2 - Db2 15. Bc3
(Nú er svarta drottningin
innikróuð) 15. - Dxal 16.
Bxal - Bxe6 17. dxe6+ -
Kxe6 18. Bxe5 - Kxe5 19.
Rd2 - Be7 20. Dal+ - Kf4
21. Dc3 og svartur gafst
upp.
Hvítur leikur og vinnur.
HOGNI HREKKVISI
Víkverji skrifar...
MIKIÐ fár hefur verið vegna
bakteríugers í kjúklingum og
ýmsir farið mikinn í líflegum um-
ræðum sínum í fjölmiðlum og hér
og þar um lífið í eldhúsum og
kjúklingabúum landsmanna. Enda
er margs konar og fjölbreytt líf á
þessum stöðum og minnst af því
jafnvel sjáanlegt með berum aug-
um. Sjálfsagt viljum við heldur
ekki sjá þessar skepnur.
Ekki skal Víkverji gera lítið úr
nauðsyn þess að hvarvetna sé farið
að settum reglum við alla með-
höndlun matvæla hjá framleiðend-
um. Hreinlæti og öguð vinnubrögð
hljóta að vera aðalsmerki þeirra og
eru það vitanlega hjá þeim. En
hann hefur líka nokkra samúð með
þeim vegna þess að það er nefni-
lega ekki alveg sama hvernig farið
er með viðkvæma matvöru þegar
heim er komið. Er þar margt að
varast í geymslu og matreiðslu.
Hefur reyndar verið rækilega bent
á það hvað varast ber við undir-
búning matreiðslu á fersku kjöti,
ekki síst kjúklingum til dæmis;
nota ekki sömu áhöld á kjöt og
grænmeti án þvotta, þvo sér milli
þess sem hin ólíku matvæli era
meðhöndluð og þar fram eftir göt-
unum. Allt eru þetta atriði sem
menn þekkja og vita innst inni að
þeir verða að viðhafa.
Ef þessar ráðstafanir era við-
hafðar er unnt að draga mjög úr
hættu á sýkingu. Vissulega getur
hreinlæti í eldhúsi ekki bætt upp
sóðaskap í framleiðslu en hugsan-
lega geta ákveðnar forvarnir þar í
sumum tilvikum forðað mönnum
frá óþægindum og jafnvel veikind-
um. Ekki skal Víkverji heldur
draga fjöður yfir þá hættu sem
bakteríusýkingar geta kallað yfir
fólk með alvarlegum veikindum.
En spuming er hvort við, nútíma-
fólkið í velferðarþjóðfélaginu, eram
orðin svo sótthreinsuð að magi
okkar þoli orðið enga óviðkomandi
eða sjaldgæfa bakteríuflóra án
þess að umhverfast. Á misjöfnu
þrífast bömin best, var einhvern
tímann sagt, og það er kannski dá-
lítið langsótt að tengja yfirlýsingu
við umræðuefnið, má kannski hug-
leiða hvort mótstaða okkar við
sumt í lífríkinu er ekki að dvína.
xxx
ENN á ný erum við minnt á
erfiðleika og hungursneyð í
Eþíópíu. Talið er að yfir fimm
milljónir manna horfist þar í augu
við hungurvofuna. Enn er leitað
til fslendinga um aðstoð og vafa-
laust munu þeir bregðast vel við.
Enda við mörg hver aflögufær.
Hér eru meðbræður í neyð og
þótt við séum ekki sammála öllu
sem fram fer í viðkomandi landi
hvað varðar stjórnarfar eða annað
eigum við að reyna að horfa fram-
hjá því og líkna þeim sem þjást.
Er ástæða til að brýna okkur til
að kanna hvort við getum ekki lát-
ið eitthvað af hendi rakna til að-
stoðar í þessu fjarlæga landi sem
þó hefur átt margháttuð sam-
skipti við okkur hér í norðrinu.