Morgunblaðið - 15.09.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.09.1999, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fyrsti dagrir opinberrar heimsóknar Lennarts Meris, forseta Eistlands, til fslands Eistlendingar munu aldrei gleyma því er Islend- ingar réttu hjálparhönd ÍSLENDINGAR urðu þjóða fyrstir til að viðurkenna sjálfstæði Eist- lands, Lcttlands og Litháens og undirrituðu utanríkisráðherrar ríkjanna formlega yfirlýsingu um stjórnmálasamband ríkjanna hinn 26. ágúst 1991 í Höfða, móttöku- húsi Reykjavíkurborgar. Þessa at- burðar var minnst á blaðamanna- fundi Ólafs Ragnars Grímssonar og Lennarts Meris, forseta Eist- lands, á Bessastöðum í gær. Lennart Meri, sem árið 1991 gegndi embætti utanríkisráðherra Eistlands, undirritaði samkomu- lagið fyrir hönd Eistiendinga og á blaðamannafundi foretanna í gær lagði hann á það áherslu í ávarpi sínu að Islendingar mættu aldrei vanmeta hlutverk sitt í málefnum Eistlands og Eystrasaltsríkjanna á sínum tima. Þessi Iitla og stolta þjóð hefði rétt Eistlendingum hjálparhönd og ákveðið að taka upp stjórnmálasamband milli ríkj- anna. „Því munum við aldrei gleyma,“ sagði forsetinn. Sem dæmi um þakklæti Eist- lendinga i garð íslendinga nefndi Meri að í miðborg Tallinn, höfuð- borgar Eistlands, hefði verið torg sem kennt var við Lenín. Ákveðið hefði verið að sýna Islendingum þakklæti í verki með því að nefna torgið Islandstorg. Sýndi þetta kannski meira en margt annað hug Eistlendinga í garð íslend- inga. Ólafur Ragnar Grímsson flutti einnig ávarp og sagðist fagna þeim merka sögulega atburði að Lennart Meri væri fyrsti forseti Eistlands er kæmi til íslands í op- inbera heimsókn. Jafnframt því sem Islendingar fagna komu for- setans sagðist Ólafur Ragnar vera að fagna góðum og gömlum vini landsins. Vini sem tók þátt í þeim sögulega atburði í Höfða þegar stjórnmálasamband íslands og Eystrasaltsríkjanna var undirrit- að. Lagði Ólafur Ragnar áherslu á að sá atburður hefði haft heims- sögulegt gildi og lýsti hann Eist- landsforseta sem hetju er barist hefði fyrir og lagt mikið undir svo að af sjálfstæði þjóðar hans mætti verða. Ræddu um hve mikið veröldin hafí breyst á síðastá áratug í ávarpi Ólafs Ragnars kom fram að forsetamir hefðu rætt á fundi sínum hve mjög veröldin hefði breyst á undanförnum tíu ár- um. Á ámnum áður en Eistland hefði hlotið sjálfstæði sitt hefði ríkt mikil óvissa um framtið lands- ins. I kjölfar þess óvissutíma hefði Meri komið hingað til lands, þá sem utanríkisráðherra sinnar þjóðar, og undirritað formlegl samkomulag um stjórnmálasam- band rikjanna, ásamt starfsbræðr- um sinum frá Lcttlandi og Lit- háen. Atburðurinn hefði ekki að- eins verið merkilegur í sögu þjóð- anna er í hlut áttu heldur einnig minnisvarði um sögu framþróunar lýðræðisins í veröldinni allri. Ólafur Ragnar sagði að það væri því í þessum anda sem Is- lendingar fögnuðu komu Meris. Ekki aðeins sem forseta þjóðar sinnar, heldur einnig sem ein- staklingi, leiðtoga og mannvini sem vegna undangenginna at- burða hefði þurft að þjást í æsku sinni. Manni, sem hefði þurft að fórna ýmsu til að tryggja málstað lýðræðis og sjálfstæðis, sem síðar hefði hlotnast að sjá ávexti erfiðis síns er Eistlendingar skipuðu á ný sinn réttmæta sess meðal lýð- ræðislegra og frjálsra ríkja álf- unnar. Ólafur Ragnar taldi að ísland og Eistland væru lýsandi dæmi um hvernig lýðræðisleg, samfélagsleg og efnahagsleg framþróun gæti átt sér stað með friðsamlegum hætti í Norður-Evrópu. Ef horft væri til hinna örlagaríku atburða í suðurhluta álfunnar, fyrr á þessu ári, væri ljóst hve eftirtektarverð hin friðsama lýðræðislega þróun hefði verið í Eistlandi og hinum Eystrasaltsríkjunum. Það sýni hvemig hin átta ríki Norður- og Eystrasaltslanda geti gengið inn í 21. öldina sem fyrir- myndir lýðræðis og efnahagslegr- ar framþróunar, en ekki síður sem fyrirmyndir friðsamlegra um- skipta. Islendingar muni ávallt vera stoltir af því að hafa rétt Eystra- saltsríkjunum hjálparhönd á ör- lagastundu í sögu þeirra. Morgunblaðið/Ásdís Forsetinn heilsar upp á íslenska æsku við Bessastaði í gærmorgun, en bömin tóku hon- um fagnandi veifandi íslenskum og eistneskum fánum. Hátíðarkvöldverður var haldinn til heiðurs forsetahjónum Eistlands á Bessastöðum í gærkvöld. Svanhildur Dalla, dóttir Ólafs Ragnars Grímssonar, útskýrir matseðilinn fyrir herra Lennart Meri. Við hlið þeirra sitja forsetinn og frú Helle Meri. Setti eistneskt viðskiptaþing Ræðir við forsætisráðherra í dag, heimsækir Háskóla íslands og fer til Akraness og Þingvalla OPINBER heimsókn Lennarts Meris, for- seta Eistlands, og eiginkonu hans, frú Helle Meri, auk fylgdarliðs, hófst í gær með för forsetahjónanna til Bessastaða þar sem ríkis- stjórn Islands og embættismenn tóku á móti þeim. Lúðrasveit Reykjavíkur lék þjóð- söngva landanna við móttökuna og forsetarn- ir skiptust á gjöfum. Eftir móttökuathöfnina áttu þeir Ólafur Ragnar Grímsson og Meri fund í bókhlöð- unni á Bessastöðum en Helle Meri, eiginkona forsetans, hélt í Hafnarborg og heimsótti þar listsýningu Eiríks Smith. Eftir hádegisverð á Bessastöðum héldu forsetamir til Reykjavíkur þar sem Lennart Meri opnaði eistneskt viðskiptamálþing í Húsi verslunarinnar. Þaðan var haldið í heimsókn á Alþingi þar sem Eistlandsforseti ræddi við forsætisnefnd, utanríkismálanefnd Alþingis og fulltrúa þingflokkanna. Því næst héldu forsetamir á Ámastofnun þar sem handritin vom skoðuð. Síðdegis var haldin athöfn í Höfða og að henni lokinni var haldið til Bessastaða þar sem haldinn var hátíðarkvöldverður til heið- urs forsetahjónunum. Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, minntist þess í ræðu sinni við kvöldverðinn þegar þjóðirnar innsigluðu stjómmálasamband sitt fyrir átta árum. Sagði hann að sá atburður hefði ekki aðeins markað kaflaskil í sjálfstæðisbaráttu eist- nesku þjóðarinnar heldur einnig í mótun þeirrar heimsmyndar sem leysti kalda stríðið af hólmi. Hann sagði jafnframt að bræðralagsbönd- in sem Norðurlönd og Eystrasaltsríkin hefðu treyst á undanföraum ámm væra orðin gild- ur þáttur í mótun nýrrar Evrópu og saman hefðu þjóðirnar haft rík áhrif á ákvarðanir um nýja skipan öryggismála og efnahags- legrar samvinnu í álfunni allri. Þá sagðist hann vona að samningar Eistlands og Evr- ópusambandsins myndu skila árangri innan tíðar. í dag mun Lennart Meri eiga fund með Davíð Oddssyni, forsætisráðherra í Ráð- Morgunblaðið/Kristinn Forseti Eistlands, herra Lennart Meri, ræðir við forseta íslands, herra Ólaf Ragnar Grímsson, og forsætisráðherra, Davíð Oddsson, við upphaf hátíðarkvöldverðar á Bessastöðum í gærkvöld. herrabústaðnum, en síðan liggur leiðin til Akraness þar sem íþróttamiðstöðin á Jaðars- bökkum og íþróttahöllin við Vesturgötu verð- ur heimsótt. Þá munu forsetahjónin heim- sækja fiskvinnslustöð Haralds Böðvarssonar hf., Grandaskóla og Byggðasafnið að Görð- um. Síðdegis heldur Lennart Meri opnunarer- indi á málþingi í hátíðarsal Háskóla íslands og ræðir við kennara og nemendur háskól- ans. Þá eru forsetahjónin boðin til kvöldverð- ar á Þingvöllum í boði forsætisráðherra. Forsetahjónin halda af landi brott aðfara- nótt föstudags. *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.