Morgunblaðið - 15.09.1999, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 15.09.1999, Qupperneq 20
20 MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Lfkamsraekt VIÐSKIPTI Forstjórar olíufélag- anna um hækkun olíu- verðs á heimsmarkaði Búist við frekari hækkunum hér OLÍUVERÐ á heimsmarkaði hef- ur farið hækkandi undanfarna daga og hefur að jafnaði ekki verið hærra síðan í ársbyrjun 1997. Við- miðunarverð á olíu í London fór í 23,4 dollara á mánudag og á mörk- uðum í Bandaríkjunum hefur fatið verið að seljast á um og yfir 24 dollara síðustu daga. Verðþróun á heimsmarkaði er talin benda til þess að olíuverð muni hækka hér á landi á næstunni. Geir Magnússon, forstjóri Olíu- félagsins hf., segir að miklar sveifl- ur hafí verið í verði á olíu síðustu mánuði en að ekki sé útséð hvort meðalverð í september verði hærra en í ágúst. „Þetta skiptir máli því verðlagning á olíu ræðst yfirleitt af meðaltalsverði í nýliðnum mánuði á hverjum tíma. Fari svo að meðal- verð hækki milli mánuða nú verður óhjákvæmilegt að leiðrétta olíu- verð hér á landi til hækkunar um næstu mánaðamót," segir Geir. Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs hf., segist gera sér vonir um að ekki þurfi að hækka bensín- verð á næstunni, enda þótt óvissa sé um verðþróun á heimsmarkaði. „Það er fyrirsjáanlegt að verð á gasolíu og svartolíu mun hækka hér vegna hækkana á heimsmark- aði undanfarið, en verð á bensíni hefur ekki hækkað eins mikið. Rétt er þó að hafa í huga að september er ekki nema hálfnaður og þar af leiðandi of snemmt að spá fyrir um hvert meðalverðið í mánuðnum verður,“ segir Kristinn. Stjórn Samtaka verslunar og þjónustu: Einar Sigfússon, Þorsteinn Pálsson, Einar Benediktsson, Tryggvi Jónsson sfjórnarfoimaður og Sigurður A. Sigurðsson. Framhaldsstofnfundur Samtaka verslunar og þjónustu Morgunblaðið/Kristinn að undirbúningi framhaldsstofn- fundarins og tilnefningu 23 manna í fulltrúaráð Samtaka atvinnulífs- ins. Tryggvi Jónsson, stjórnarfor- maður SVÞ, var formaður undir- búningsnefndarinnar. Asamt Tryggva í stjórn SVÞ eru Einar Benediktsson frá Olís, Einar Þor- steinsson frá Islandspósti, Einar Sigfússon frá Sportkringlunni, Benedikt Kristjánsson frá Vöru- vali, Sigurður A. Sigurðsson frá Búri og Þorsteinn Pálsson frá Kaupási. Forstjóri Þjóðhagsstofnunar varar við verðbólgu Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, flutti ávarp á fundinum. I máli hans kom fram að verðbólga sé nú óviðunandi. Þórður telur 3% hagvöxt líklegan á næstu árum en hagvöxtur sem undanfarið hefur mælst 5% ekki raunhæfan til lengdar. „Mikilvægt er að sá stöð- ugleiki sem verið hefur, haldist," sagði Þórður. „Ytri skilyrði hafa verið hagstæð og framleiðni hefur aukist. Verðbólga hefur nú byrjað að grafa um sig og efnahagskerfið er komið að ákveðnum þolmörkum." Tryggvi Jónsson stjómarformað- ur tekur undir orð forstjóra Þjóð- hagsstofnunar. „Það væri mjög slæmt ef við næðum ekki að snúa af verðbólgubrautinni. Ríkið þarf að leika forystuhlutverk í því sam- bandi.“ Tryggvi segir stofnun SVÞ styrkja undirstöðu verslunar. „Hér sameinast verslunin í ein aðildar- samtök og þannig næst hagræðing. Markmið SVÞ er að vinna að sam- eiginlegum hagsmunamálum ís- lenskra fyrirtækja sem stunda rekstur á sviði verslunar og þjón- ustu. Einnig að koma fræðslu til fé- lagsmanna og fylgjast með þróun erlendis þar sem viðskipti á Netinu koma fyrst upp í hugann." Samtök verslunarinnar - Félag íslenski-a stórkaupmanna sendi frá sér frétta- tilkynningu í gær þar sem þau „lýsa furðu sinni á þeim hugmyndaskorti sem fram kemur í nafngift hinna nýju samtaka". Að sögn Hauks Þórs Haukssonar, formanns Samtaka verslunarinnar - FIS, var nafnið „Samtök verslunar og þjónustu“ skráð á vegum Samtaka verslunar- innar - FÍS í febrúar sl. Hann segir nýstofnuð samtök hafa farið í kring- um reglumar með því að setja SVÞ fyrir framan nafnið. „Lögfræðingar okkar eru að skoða málið núna og hvort við förum fram á lögbann hef- ur ekki verið ákveðið." Haukur segir stefnu Samtaka verslunarinnar - FIS að standa sjálfstætt. „Samtök verslunarinnar - FIS eru hrein sam- tök verslunarfyrirtækja. Við geng- um úr VSI fyrir nokkrum árum af þeirri ástæðu að hagsmunir iðnaðar og útvegs hafa vegið þar þyngra en hagsmunir verslunarinnar. SVÞ er hannað íyrir stóríyrirtæki og mun gæta hagsmuna þeirra fyrst og fremst. Að steypa öllum þessum fé- lögum saman er að mínu mati þvert á þróun annars staðar í Evrópu," segir Haukur. Tryggvi Jónsson, stjómarfor- maður SVÞ, segir fyrst og fremst heildsölufyrirtæki innan vébanda Samtaka verslunarinnar - FIS. „I almennri málvitund held ég að verslun sé annað og meira en heild- verslun. Samtök verslunarinnar - FÍS hafa kosið að standa utan við nýstofnuð Samtök verslunar og þjónustu. Við þurfum að sýna fram á að hag smærri fyrirtækja verður borgið innan SVÞ. Eg tel æskileg- ast að samtökin sameinist í framtíð- inni. Ég veit að ég og Haukur Hauksson getum rætt þessi mál og ég vona að af sameiningu samtak- anna verði,“ segir Tryggvi. Nútíma i nnhei mtuaóferði r intrum justitia ) / / I N K A S S O V***'"/ V_______________________^ J TRYGGVI Jónsson, aðstoðarfor- stjóri Baugs hf., var kosinn stjóm- arformaður Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) á framhaldsstofn- fundi félagsins sem haldinn var í gær. Sigurður Jónsson verður framkvæmdastjóri samtakanna, en hann var áður framkvæmdastjóri Kaupmannasamtaka Islands. SVÞ verða önnur stærstu samtök innan Samtaka atvinnulífsins, sem halda stofnfund sinn í dag, með 23% at- kvæðavægi. Stofnfundur Samtaka verslunar og þjónustu var haldinn 27. maí sl. Þar var fimm manna undirbúnings- nefnd kosin en hún hefur starfað íslandspóstur leitar að bréfberum 16 ára og eldri. Bréfberastörf eru hressandi útivist og góð hreyfing. Islandspóstur leggur til vinnufatnað. Um er að ræða htutastörf og heilsdagsstörf. Nánari upptýsingar eru veittarísíma 580 1330. Einnig ertekið við umsóknum í Pósthússtræti 5, 101 Reykjavík. Súrefiúsvörur Karin Herzog Oxygen face Stór hluti af samtök- um atvinnulífsins STUTTFRÉTTIR Sparisjóður Kópavogs Hefur keypt 5% hlut í Smart- kortum • Sparisjóður Kópavogs hefur keypt 5% hlut í Smartkortum ehf., sem sérhæfir sig í greiöslumiðlun- arlausnum tengdum smartkortum fyrir fyrirtæki og stofnanir. Aðrir hluthafar í Smartkortum ehf. eru Landssími íslands hf., Opin Kerfi hf., Skýrr hf., Tölvu- og tækniþjón- ustan, Breki og Jóhann Grétars- son. Að sögn Halldórs Árnasonar sparisjóðsstjóra hafa Smartkort ehf. og Sparisjóður Kópavogs unn- ið saman að því að þróa rafeyris- og vildarkerfi sem tekið verður í notkun á næstu vikum. Sparisjóður Kópavogs og Smartkort ehf. munu í samvinnu við bæjaryfirvöld í Kópa- vogi setja upp smartkortakerfi í ein- stökum skólum þar sem smartkort verða notuð sem skólaskfrteini og matarmiðakerfi fyrir börn og ung- linga. Halldór segir að Smartkort og Sparisjóður Kópavogs séu einnig að vinna að öðrum rafeyris- iausnum sem kynntar verða innan tíðar. Markflokkar ríkisverðbréfa Sjö millj- arða upp- kaup til áramóta • Fjármálaráðherra hefur falið Lánasýslu ríkisins aö greiöa upp ríkisverðbréf fyrir allt aö 7.000 milljónir króna umfram sölu til ára- móta og munu uppkaup ríkisverð- bréfanna fara fram með upp- kaupsútboöum og kaupum á eftir- markaði. í fréttatiIkynningu frá Lánasýslu rfkisins kemur fram að uppkaupin muni taka miö af markaösaðstæö- um hverju sinni, en á þessu tíma- bili mun Lánasýsla ríkisins gefa út í byrjun hvers mánaðar stööu mark- flokka ríkisverðbréfa. Stefnt er aö fækkun markflokka á næstu mán- uöum, en þaö mun ráðast af þeim afgangi sem til ráðstöfunar er á lánsfjárjöfnuði ríkissjóös hverju sinni. Mun endurskipulagningin fara fram með uppkaupum, sölu og skiptum. Mikil við- skipti með bréf í Eimskip • Viðskipti með hlutabréf á Veró- bréfaþingi íslands í gær námu alls 363 milljónum króna og hækkaði úrvalsvísitalan um 0,2%. Mest voru viöskipti með hlutabréf f Eimskip, en viðskipti með þau námu alls tæplega 217 milljónum króna. Gengi bréfa í Eimskip hækkaði um 1,98% og var gengiö í lok dagsins 9,79. Alls voru viðskipti meö bréf f Marel hf. fyrir 19,2 milljónir króna og hækkaði gengi bréfanna um 0,9% f gær. Tæplega 18 milljóna króna viðskipti voru með bréf í Granda og lækkaöi gengi bréfanna um 2,5%.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.