Morgunblaðið - 15.09.1999, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
rr
FRETTIR
—
Könnun mn xunhverfísmat vegna Fljótsdalsvirkiunar
80% vilja að virkjunin
fari í umhverfísmat
Jm, |
_ i jUltiih
'/z&A/oy\ zi/jyJ ??K .
—ísTGMOA/O —
Það kemur sér vel fyrír flokkinn að hafa hreinsitæki til að nudda yfir skítinn.
komu sex laxar á land í
holli hans. „Þetta var að
fjara út og við urðum
ekki varir við eins mikið
líf og þeir sem á undan
okkur voru. Vatnið var
minnkandi og það má
búast við öðru skoti þeg-
ar það hækkar aftur,
eða ef það gerir vitlaust
veður, þá færir laxinn
sig eflaust af Iðunni upp
í Stóru-Laxá. Þessir lax-
ar voru legnir og það
sem meira var, þeir
voru brúnir en ekki grá-
ir eins og þeir verða
þegar þeir hanga í jök-
ulvatninu á Iðunni.
Þessir fiskar hafa ein-
hvers staðar haldið til í
fersku vatni og mann
grunar í Soginu, enda
hefur verið ótrúlega
mikil veiði á Alviðru-
svæðinu í Soginu í sum-
ar og að mér skilst,
einnig á Tannastaða-
Þórhallur Guðjónsson með 13 og 6,5 punda tanga. Líklega hefur
sjóbirtinga úr Geirlandsá. allt verið Sogs-
lax sem þar hefur veiðst
í sumar,“ bætti Jón við.
Vantar nýjan fisk
Menn sém voru við veiðar á Segl-
búðasvaíðinu í Grenlæk um helgina
sáu lítið af nýjum fiski á svæðinu og
sá sem kominn er, og er orðinn leg-
inn, tekur illa. Talsvert sést af birt-
ingi í 4-5 hyljum á svæðinu og veld-
ur því að þeir eru barðir linnulítið
og fiskur hvekkist þar af leiðandi. I
gær voru komnir um 130 urriðar af
svæðinu, helmingurinn smár stað-
bundinn urriði, en restin sjóbirting-
ur á bilinu 2 tO 9 pund. Um 30
bleikjur hafa einnig veiðst, flestar
mjög vænar, 3 til 5 punda.
Svipaða sögu er að segja af öðr-
um sjóbirtingssvæðum umhverfis
Klaustur, skot kom í Vatnamótin á
dögunum, en hefur fjarað aftur út
og hollin nú að fá 10 tU 15 fiska. Ný-
legt holl í Geirlandsá var með 10
fiska, allt leginn fisk. Mjög dauft
hefur verið í Hörgsá neðanverðri og
nánast ördeyða í sömu á ofan brúar.
Veiðimaður einn sem þar var nýver-
ið, fór víða um svæðið og sá einn
fisk.
Góð sjóbirtingsveiði hefur á hinn
bóginn verið í Heiðarvatni í Mýrdal,
sá fískur gengur þangað um Kerl-
ingardalsá og Vatnsá. Nýlega voru
menn með 10 físka, allt að 6 punda.
samtali við Morgunblaðið, en hann
var að veiðum í Stóru-Laxá ásamt
félögum sínum. Jón G. Baldvinsson
og félagar tóku við af hópnum og
&STARLIGHT
Beidray
Stigar frá Starlight og
áltröppur frá Beldray
fást í öllum stærðum
í byggingavöruverslunum
um allt land
----------OREIFINGARAÐIU
I.GUÐMUNDSSONehf.
Sími; 533-1999, Fax: 533-1995
Skot
í Stóru-
Laxá
ÞAÐ er að færast líf í Stóru Laxá í
Hreppum þessa dagana, hópur
sem lauk tveggja daga veiði á
svæðum 1 og 2 á laugardag veiddi
16 laxa og næsti hópur veiddi sex
stykki. Fregnir herma að prýð-
isveiði hafi einnig verið á Iðunni í
síðustu viku.
„Við höfðum heppnina með okk-
ur. Það voru komnir 16 laxar í
veiðibókina þegar við komum, en
við bættum öðru eins við. Það var
fiskur í flestum hyljum og meðal-
þunginn mjög góður, rúm 12 pund.
Tveir stærstu laxamir voru 17
punda,“ sagði Dagur Garðarsson í
Stofnuð Samtök atvinnulífsins í dag
SVÞ stofnuð
í gær
Tryggvi Jónsson
A
DAG verða stofnuð
Samtök atvinnulífs-
ins, þar sem renna
saman ýmis félagasam-
tök, ein af þeim eru SVÞ
- Samtök verslunar og
þjónustu, sem stofnuð
voru í gær. Tryggvi Jóns-
son, aðstoðarforstjóri
Baugs, hefur verið for-
maður undirbúnings-
stjómar SVÞ. Hann var
spurður um tilgang SVÞ,
hinna nýju Samtaka um
verslun og þjónustu.
„Það hefur lengi verið
markmið aðila á vinnu-
markaði að auka hag-
kvæmni og bæta árangur
af starfi hagsmunasam-
taka atvinnurekenda. Til
þess að ná þessu mark-
miði var ákveðið að stofna ný
samtök, Samtök atvinnulífsins,
en aðild að þeim eiga SVÞ - Sam-
tök verslunar og þjónustu,
Landssamband íslenskra útvegs-
manna, Samtök iðnaðarins og
fleiri. Þannig á að nást skýrari
verkaskipting milli starfsgreina-
félaga og heildarsamtakanna og
að lækka rekstrarkostnað þess-
ara aðila. Tilgangur SVÞ er að
einbeita sér að hagsmunamálum
fyrirtækja í verslun og þjónustu,
stuðla að þróun og framförum.
Sem dæmi má nefna þá umræðu
sem átt hefur sér stað undanfarið
um viðskipti á Netinu. En ekki
síst er hlutverk SVÞ að vera í
forsvari gagnvart opinberum að-
ilum og fleirum um hvaðeina sem
lýtur að málefnum verslunar og
þjónustu.
- Hvað eru margir félagsmenn
innan SVÞ?
„Þar eru hátt í fimm hundruð
fyrirtæki og starfsmenn þeirra
fyrirtækja skipta mörgum þús-
undum, en þeir aðilar sem standa
að stofnun SVÞ eru Kaupmanna-
samtök Islands, Apótekarafélag
íslands, Samtök samvinnuversl-
ana auk annarra aðila í verslun,
flutningum og þjónustu, sem áð-
ur störfuðu beint innan vébanda
VSÍ og VMS. Þess má geta að
framkvæmdastjóri hinna nýju
samtaka hefur verið ráðinn.
Hann heitir Sigurður Jónsson og
hefur starfað sem framkvæmda-
stjóri Kaupmannasamtaka ís-
lands undanfarin ár.“
- Hvað með rannsóknir og
upplýsingaöflun SVÞ?
„Til þess að samtök eins og
SVÞ nýtist félögum sínum sem
best, því auðvitað er það tilgang-
ur samtakanna að vera þeim inn-
an handar við núverandi og
framtíðar hagsmunamál, þá
munu samtökin fylgjast náið með
þeirri þróun sem er að eiga sér
stað allt í kringum okkur og
miðla þeim upplýsingum til fé-
lagsmanna, m.a. gegnum heima-
síðu SVÞ.“
-Hvað er framundan hjá hin-
um nýju samtökum
SVÞ?
„Fyrst og fremst
verður það að móta
stefnu um hvemig
SVÞ geti orðið félags-
mönnum sem best að liði, miðað
við þær forsendur sem ég hef áð-
ur rakið. En því er ekki að leyna
að framundan eru kjarasamning-
ar og þó að SVÞ eigi ekki beina
aðild að þeim má búast við að
leggja þurfi mikla vinnu í kjara-
málin á tíma þai’ sem óvissa í
efnahagsmálum er nokkur, verð-
bólga er á uppleið og því nauð-
synlegt að finna leiðir sem tryggt
►Tryggvi Jónsson fæddist 14.
júlí 1955 í Reykjavík. Hann
lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum við Hamrahlíð 1975
og viðskiptafræðiprófi frá Há-
skóla íslands 1981. Hann hlaut
löggildingu sem endurskoðandi
1984. Tryggvi hefur starfað
sem endurskoðandi um árabil
og var einn af eigendum KPMG
Endurskoðunar hf. Hann er nú
aðstoðarforstjóri Baugs hf.
Tryggvi er kvæntur Astu
Ágústsdóttur og eiga þau þrjár
dætur.
geta aukinn kaupmátt en fara
ekki beint út í verðlagið."
- Er ekki erfítt fyrir svo mikla
samkeppnisaðila sem hlut eiga
þarna að máii að vinna saman svo
hagstætt sé fyrir alla aðila?
„Það er rétt að óvíða er sam-
keppni jafn mikil og í smásölu-
verslun, hins vegar eru það ávallt
einhver mál þar sem hagsmunir
fara saman, svo sem fræðslu- og
upplýsingamál, samskipti við op-
inbera aðila, m.a. vegna lagasetn-
ingar og reglugerða, og sam-
skipti við aðra aðila á vinnumark-
aði. Það er á þessum vettvangi
sem samtökin nýtast félags-
mönnum sínum best.“
-Hvað með samstarf við er-
lenda aðila?
„Norðurlöndin hafa náið sam-
starf á þessum vettvangi, auðvit-
að er ísland oft lítið þar og þær
reglugerðir sem Evrópusam-
bandið setur hafa ekki eins mikið
gildi á íslandi og Noregi eins og í
hinum Norðurlöndunum. Þrátt
fyrir það er slíkt samstarf nauð-
synlegt og nú að undanförnu hafa
Norðurlöndin verið að móta sam-
eiginlega stefnu í því hvernig
standa beri að verslun í gegnum
Netið. Einnig hefur þar verið
fjallað um reglur Evrópubanda-
lagsins hvað snertir siðferði í við-
skiptum og svo mætti lengi telja.
Það er ljóst að erlent samstarf
mun frekar aukast en hitt, eink-
um vegna þess hve Netið er orðið
stór liður í verslun og þjónustu. I
Noregi er talað um að
12% verslunar eigi
sér stað gegnum Net-
ið, það er eitthvað
lægra hlutfall hér, en
á þessum vettvangi
falla öll landamæri niður. Norð-
urlöndin hafa því áhuga á að
tryggja öryggi og siðferði í þess-
um viðskiptum á Netinu þannig
að þeir sem eiga viðskipti gegn-
um Netið við fyrirtæki sem stað-
sett eru á Norðurlöndum telji
það traustara en ella. Hér fara
hagsmunir Islendinga saman
með hagsmunum annarra Norð-
urlandaþjóða."
Auka hag-
kvæmni og
bæta árangur!
I
!
\
i
I
'WtHtKKRBR’ ' ~ * 'QHHM