Morgunblaðið - 15.09.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.09.1999, Blaðsíða 29
28 MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ IMtogtuiIilftfeife STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgríraur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HEIMSOKN MERIS HEIMSÓKN forseta Eistlands hingað til lands hefur sérstakt gildi í hugum íslendinga. Tengsl okkar við Eystrasaltsríkin eru gömul og náin. Við studdum Eist- lendinga, Letta og Litháa í sjálfstæðisbaráttu þeirri er hófst er ríkin þrjú voru innlimuð í Sovétríkin árið 1940 í samræmi við leynisáttmála Hitlers og Stalíns. íslending- ar áttu auðvelt með að setja sig í spor smáþjóða er börð- ust fyrir sjálfstæði og gegn erlendum yfírráðum. Það var því engin tilviljun að íslendingar voru fyrstir þjóða til að taka upp stjórnmálasamband við Eistland, Lettland og Litháen í ágústmánuði árið 1991 heldur fengum við þar kærkomið tækifæri til að sýna hug okkar í verki. Eistneski utanríkisráðherrann er ritaði undir samkomulagið um stjórnmálasamband árið 1991, Lenn- art Meri, snýr nú aftur sem forseti landsins í opinberri heimsókn. Við undirritunina sagði Meri meðal annars í ræðu: „Orðin sem við höfum sett á blað, eru stutt, en þetta verður stórt skref fyrir Evrópu og vonandi alla menn, sem búa við lýðræði." A þeim árum sem síðan eru liðin hefur samstarf Is- lands og Eystrasaltsríkjanna eflst og dafnað. Eistlend- ingar sýndu einstakan hlýhug er íslensku forsetahjónin heimsóttu Eistland sumarið 1998 og nýlega var ákveðið að nefna torg það í Tallin, þar sem eistneska utanríkis- ráðuneytið hefur aðsetur, íslandstorg. Samstarf íslands og Eistlands fer ekki síst fram á vettvangi Norðurlandaráðs en þátttaka Eystrasaltsríkj- anna í starfi þess fer stöðugt vaxandi. Við höfum stutt umsókn Eistlendinga um aðild að Atlantshafsbandalag- inu og fögnum því að Eistland sé í hópi þeirra ríkja er Evrópusambandið hefur ákveðið að hefja aðildarviðræð- ur við. Heimsókn Meris gefur okkur tækifæri til að endur- gjalda þann hlýhug sem Eistlendingar hafa sýnt okkur á síðustu árum og treysta enn þau bönd er tengja þjóðirn- ar saman. Morgunblaðið stóð alla tíð gegn innlimun Eystrasalts- ríkja í Sovétríkin og hvarflaði aldrei að blaðinu að láta undan í þeim efnum, hvorki á stalínstímanum né í kalda stríðinu, þegar ýmsum var nóg boðið og lögðu árar í bát. Þá áttu margir samleið með kommúnistunum sem stjórnuðu ferðinni í Kreml. Af fyrrnefndum sökum ekki sízt fagnar blaðið nú sérstaklega þessari heimsókn. GLÆSILEGT FRAMTAK Það glæsilega framtak sem útgerðarfyrirtæki Sigurð- ar Ágústssonar ehf. í Stykkishólmi hefur sýnt við varðveislu gamallar byggingar sem hýsir skrifstofur fyr- irtækisins er til mikillar fyrirmyndar. Menningarlegt og sögulegt mikilvægi þess að viðhalda gömlum húsum hef- ur oftlega verið tíundað en eins og fram kom í umfjöllun í síðustu Lesbók um framkvæmdir við hið 109 ára gamla hús, sem um langan aldur var miðstöð verslunar í Stykk- ishólmi, hefur öllum meginmarkmiðum varðveislunnar verið náð þar; húsið er varðveitt í sem upphaflegustu mynd auk þess sem gamli og nýi tíminn mætast þar af stakri smekkvísi. Upphaflega var húsið, sem er auðkennt af stóru skilti sem á stendur Tang & Riis, pakkhús Gramsverslunar, síðar verslunarhús Tang & Riis, þá verslun Sigurðar Ágústssonar og frá 1979 hefur það gegnt núverandi hlut- verki. Upprunalegu útliti hefur verið haldið að utan- verðu og lóðin við húsið er til fyrirmyndar. Innanstoks eru vissulega öll nútímaáhöld sem snerta skrifstofu- rekstur en einnig er þar geysimikið af gömlum munum, auk þess sem innviðir hússins minna á uppruna þess. Sú virðing sem húsinu hefur verið sýnd gerir það að verk- um að það geymir mikla sögu, á vissan hátt er hægt að líta á hvert hús sem varðveitt hefur verið á svo vandaðan hátt sé menningarsögulegt safn í sjálfu sér. Það er sérstök ástæða til þess að vekja athygli á fram- taki sem þessu, ekki síst vegna þess að það hefur verið drifið áfram af einurð og ræktarsemi einstaklinga. Fleiri dæmi sem þetta má finna víðar um landið og eru þau sannarlega til eftirbreytni. Katla er mest vaktaða eldfjallasvæði landsins Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Fyrirlesarar og fundarstjóri á borgarafundinum í Vík, f.v.: Guðrún Larsen, Helgi Björnsson, Páll Einarsson, Freysteinn Sigmundsson, Helga Þorbergs- dóttir oddviti, Páll Halldórsson, Sigurður Gunnarsson, Magnús Tumi Guðmundsson og Árni Snorrason. Ekki víst að fyrirvari goss verði meiri en áður Nágrannar Kötlu fengu ekki skýr svör um það á fræðslufundi hvenær búast mætti við næsta Kötlugosi. Vísindamenn sögðu að einhvern tímann kæmi stórt gos, hvort sem það yrði í framhaldi af þeirri umbrotahrinu sem nú stendur yfir eða eftir nokkur ár. Fram kemur í frásögn Helga Bjarnasonar af fundinum að Katla gýs snögglega en vísindamennirnir vonast til að fyrirvarinn verði heldur meiri næst þótt þeir geti ekkert um það fyllyrt. FJÖLMENNI var á fræðslu- fundinum sem almanna- vamanefndir Mýrdals- hrepps, Skaftárhrepps og Rangárvallasýslu efndu til í félags- heimilinu Leikskálum í Vík { fyrra- kvöld, talið er að hátt í 200 manns hafí setið fundinn. Boðað var til fundarins til að skýra fyrir fólki eðli Kötlu og hættur í eldgosi og al- mannavarnir í tilefni af þeim um- brotum sem verið hafa í eldstöðinni frá því í júlí. Átta vísindamenn fluttu fyrirlestra um Kötlu og vöktun hennar auk þess sem sýslumaður Vestur-Skaftafellssýslu sagði frá við- búnaði almannavarna. íbúunum gafst síðan kostur á að spyrja vís- indamenn og almannavarnafólk út úr. Stóð fundurinn í tæpa fjóra klukkutíma. Hlaup á Mýrdalssand Páll Einarsson, Helgi Björnsson og Guðrún Larsen frá Raunvísinda- stofnun Háskóla íslands sögðu fund- armönnum frá eldstöðinni Kötlu og afleiðingum gosa. Fram kom hjá Helga að Kötluaskjan er um 110 fer- metrar að flatarmáli og 700 metra djúp frá efstu fjallskollum. Þrjú meginskörð eru í börmum öskjunnar og er skarðið út Kötlujökul lægst og þangað hallar jöklinum. Auk þess fellur vatn af langstærsta hluta öskj- unnar út Kötlujökul. Skipta má öskj- unni í þrennt, af 70 ferkílómetrum fellur vatn út Kötlujökul og á Mýr- dalssand, af 20 ferkílómetrum fellur vatn út Entujökul og af 20 ferkíló- metrum fellur vatn út Sólheimajök- ul. Saga Kötlugosa bendir til hins sama, segir Helgi, að mestar líkur séu á jökulhlaupum niður á Mýrdals- sand. Fram kom hjá Guðrúnu að Katla hefur gosið tíu sinnum síðustu 500 árin og að meðallengd á milli gosa er um 47 ár. Síðast gaus 1918 og er því liðið 81 ár frá síðasta gosi. Telur Guðrún að ekki sé samhengi á milli stærðar gosa og tímans sem þá hefur liðið frá síðasta gosi. Oll hafa gosin byrjað á tímabilinu frá maí til nóv- ember, þar af þrjú í októbermánuði. Kötlugos eru öflug þeytigos með miklu gjóskufalli, eldingum, jökul- hlaupum og jarðskjálftum. Getur orðið algert myrkur í byggð í klukkustundir. Gosin koma snöggt upp úr jöklinum, eða einum til átta klukkustundum frá því jarðskjálftai' fínnast í Vík, og þau standa yfir í mislangan tíma, allt frá tveimur vik- um til meira en 100 daga. Sagði Guð- rún að einu sinni hefðu menn farist í Kötlugosi á þessum tíma, tveir menn hefðu látist í eldingum í 30 kílómetra fjarlægð frá eldstöðinni. Búfénaður hefði stundum farist í eldingum, að- allega hestar. Ekkert bendir til vatnssöfnunar Magnús Tumi Guðmundsson frá Raunvísindastofnun, Freysteinn Sig- mundsson frá Norrænu eldfjallastöð- inni, Árni Snoirason frá Vatnamæl- ingum Orkustofnunar og Páll Hall- dórsson frá Veðurstofu íslands sögðu frá vöktun Kötlu, meðal annars aukn- um rannsóknum með sérstakri fjár- veitingu ríkisstjórnarinnar. Magnús Tumi sagði að flóðið í Jök- ulsá á Sólheimasandi í júlí hefði kom- ið vegna innskots kviku í Kötluöskj- unni, jafnvel upp í jökulbotninn á einum stað. Við það hafí jarðhiti stóraukist og bráðnun út í árnar. Hann sagði að ekkert benti til að vatn væri að safnast fyrir í Kötlu- öskjunni en mikilvægt væri að fylgj- ast vel með jöklinum til sjá hvort það gerðist. Ef jarðhiti færi að vaxa aftur vegna nýs kvikuinnskots gæti það verið fyrirboði eldgoss. Taldi Magn- ús Tumi það ekki líklegt nú en sagði nauðsynlegt að gera ráð fyrir að það gæti gerst. Freysteinn sagði að líta bæri á breytingarnar á jöklinum í haust sem hugsanlegan langtímaforboða eldgoss. Hins vegar væri ekki hægt að segja til um hvenær það kæmi, hvort það yrði næstu mánuði eða ár. Jarðskjálftar eru skammtímaforboði goss. Sagði Freysteinn mikilvægt að líta á aðra fyrirboða og sagði að Nor- ræna eldfjallastöðin hygðist athuga jarðskorpuhreyfingar og gasút- streymi frá eldstöðinni í þeim til- gangi að reyna að átta sig á hugsan- legu eldgosi í tíma. Tók hann fram að hallamælingar sem gerðar voru á Höfðabrekkuheiði fyrr um daginn sýndu litlar breytingar, ekki virtist mikið af nýrri kviku vera að koma upp. Þá sagði Freysteinn frá flúor- mengun í öskunni en hann getur mengað drykkjarvatn. Minnti Frey- steinn fundarmenn á að Kötlugos væri stór atburður sem hefði meiri áhrif í byggð en flest eldgos hér á landi. Á móti kæmi að jökulhlaupið færði mikið af gosefnum út á sand- inn og bætti við landið. Þannig hjálp- aði Katla á sinn hátt við að halda við byggðinni. Mest vaktaða svæði landsins Markmið mælinga Vatnamælinga Orkustofnunar er að sögn Árna Snorrasonar að fylgjast með vatns- búskap jökulsins, að vara við minni hlaupum, að vara við Kötluhlaupi og fylgjast með útbreiðslu og fram- gangi hlaups á sandinum. Notaðir eru síritandi mælar til að fylgjast með vatnsrennsli og efnainnihaldi jökulvatnsins til að reyna að greina hvort bærðsluvatn frá jarðhita í jöklinum safnast fyrir undir honum eða rennur jafnóðum frá. Sagði Árni ólíklegt að breytingar á efnasam- setningu jökulvatnsins sæjust með nægum fyrirvara til þess að unnt yrði að vara við Kötluhlaupi. Frekar yrði hægt að segja fyrir um minni hlaup. Bað hann fundai-menn að láta vita um alla óvenjulega hegðum í jöklinum og ánum undan honum, ekki síst upplýsingar sem menn kynnu að búa yfír um aðdraganda fyrri gosa. Páll Halldórsson sagði að lengi hefðu menn átt von á gosi í Kötlu, án þess að það kæmi, og því væri Mýr- dalsjökull eitt best vaktaða jarð- skjálftasvæði landsins. Sagði hann frá því viðvörunarkerfi sem Veður- stofan hefði komið sér upp. Sagði að kerfið hefði gefíð viðvörun vegna Kötlu í 73 skipti á síðustu tveimur árum, síðast daginn fyrir fundinn. Við þær aðstæður væri kallaður út starfsmaður til að meta upplýsing- arnar. Sagði Páll vitað að öflugir jarðskjálftar, líklega 5 stiga skjálftar eða stærri, væru forboðar gosa. Tím- inn frá því skjálftar finnast og þar til gosið brýst upp væri hins vegar skammur, ein til átta klukkustundir. Sagði Páll að vonast væri til að unnt yrði að lengja þetta tímabil með því að mæla minni skjálfta sem kæmu á undan þeim stóru. Því þyrftu menn að vera fljótir til að meta hvort eitt- hvað væri að fara af stað og bera saman við aðra forboða. Tók Páll fram að litlir jarðskjálftar væru á svæðinu og ef eingöngu væri litið á þann þátt yrði að telja litlar líkur á eldgosi nú. Hins vegar sýndu aðrar vísbendingar að eitthvað gæti gerst á næstu mánuðum eða árum. Ógnvænlegur nágranni Sigurður Gunnarsson, sýslumaður í Vík, sagði frá skipulagi almanna- varna almennt og séráætlun sem til er fyrir Kötlusvæðið. Þá áætlun er verið að uppfæra um þessar mund- ir. Sagði sýslumaður að tvisvar hefði reynt á viðbúnaðarstig áætl- unarinnar á árinu 1992 og einnig í Kötluæfingu árið eftir og í öllum til- vikum hefði allt gengið eftir áætlun. Sagði Sigurður að stjórnendur al- mannavarna teldu sig vel í stakk búna til að mæta afleiðingum Kötlu- goss þannig að líf fólks yrði ekki í hættu. Hvatti hann íbúana til að taka Kötluhættunni af æðruleysi en vera viðbúnir gosi og þeim hættum sem því gætu fylgt. Hins vegar væri ekki víst að nokkuð gerðist fyrr en eftir nokkur ár. í lokaorðum sínum vöktu vísinda- mennirnir athygli íbúanna á því að Katla væri í gjörgæslu og nágrannar hennar mættu eiga von á viðvörun- um þegar vfsbendingar kæmu um óróa, án þess að nokkuð meira gerð- ist. Fólk yrði að búa við það. „Svo kemur að því að lokum að hér verður stórt gos, hvort sem það verður núna eða næst,“ sagði Magnús Tumi Guð- mundsson og tók fram að ekki væri hægt að fullyrða að meiri fyrirvari yrði á næsta gosi en því síðasta. Páll Einarsson bað fundarmenn að gera sér grein fyrir því að gos í Kötlu væri alvarlegur atburður og að hann gæti verið yfírvofandi. Katla væri ógnvænlegur nági'anni. Þrátt fyrir allt hefði þó aldrei orðið verulegt manntjón í gosum þar. Vissulega yrði tjón á eignum en það ætti nútímaþjóðfélagið að ráða við. Hvatti hann fólk til að haga sér í samræmi við þessar aðstæður og afla sér sem mestrar vitneskju um hættuna. „Við sem stundum rann- sóknir erum skammt á veg komnir. Við erum að reyna að hjálpa til að vara við gosi og reyna þannig að draga úr tjóni. En við gerum það ekki einir, allir verða að taka þátt í því,“ sagði Páll. MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1999 29 ' Sérfræðingur um sýklalyfjaónæmi segir að fínna þurfí „undralyf ‘ og nota með gát Ofnotkim sýklalyfja verður ekki aftur tekin Morgunblaðið/Jón Svavarsson Julian Davies, prófessor við Háskólann í Bresku Kólumbíu, og Karl Krist- insson, læknir við Landsspítalann, hafa báðir rannsakað sýklalyfjaónæmi. Onæmi baktería fyrir sýklalyfjum færist stöðugt í aukana og má meðal annars rekja til óhóflegrar lyfjagjafar. Kannanir sýna að lyfseðlar á sýklalyf eru óþarfir í helmingi til- vika, en Julian Davies, sérfræðingur um ónæmi fyrir sýklalyfjum, telur nær lagi að þeir séu óþarfir í 70-80% tilvika. Pensilín fengi ekki að fara á markað í dag OÞRJÓTANDI bjartsýni ríkti í baráttunni við smitsjúk- dóma íyrir um hálfri öld og virtust ný undralyf skjóta upp kollinum á nokkurra vikna fresti. Bjartsýnin vegna hinna nýju sýkla- lyfja var slík að árið 1948 lýsti George C. Marshall, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, því yfír á Fjórðu al- þjóðlegu ráðstefnunni um hitabeltis- sjúkdóma og malaríu að sigur á öllum smitsjúkdómum blasti við. Nú er svo komið að sumir vísindamenn óttast að upp sé að koma sama staða og var fyr- ir daga fúkalyfjanna vegna ónæmis bakteríanna fyrir þeim. Julian Davies, prófessor við háskólann í Bresku Kólumbíu í Kanada, vill ekki ganga svo langt, en hann ítrekar að aðgátar sé þörf eigi ekki illa að fara. Davies flutti í gær tvo fyrirlestra hér og nefndist annar „Fúkalyfjaónæmi - uppruni og þróun“. Davies sagði að ónæmis baktería fyrir sýklalyfjum hefði orðið vart nán- ast um leið og farið var að nota lyfín um miðjan fimmta áratuginn. „í flestum tilfellum var það þannig að þegar sýklalyf var notað gegn sjúk- dómi í mönnum liðu ekki nema um tvö ár þar til ónæm afbrigði komu í ljós,“ sagði hann. „I sumum tilfellum fund- ust afbrigðin jafnvel áður en byrjað var að nota sýklalyfin.“ Davies sagði að slíkt gæti gerst vegna þess að efni, sem virka gegn bakteríum, koma fyrir í náttúrunni. Sumar lífverur hafi verið komnar með náttúrulegt mót- vægi við bakteríum. Hins vegar sé ekki hægt að líkja því saman þegar þessi efni koma fyrir í náttmunni og þegar mað- urinn notar þau. Milljón tonn notuð af sýklalyfjum frá 1950 „Maðurinn notar sýklalyf í miklu meira magni en þau koma fyrir í nátt- úrunni,“ sagði hann. „í náttúrunni ger- um við ráð fyrir því að ónæmi fyrir slíkum efnum verði mjög staðbundið og slíkar bakteríur yrðu ekki stór hluti baktería almennt. En frá 1950 hafa verið notuð nímlega milljón tonn af sýklalyfjum á jörðinni og það er gríðar- lega mikið. Þetta hefur leitt til nýrra afbrigða af ónæmi. Af þessum milljón tonnum hefur helmingurinn sennilega verið notaður fyrir menn og hinn helm- ingurinn fyrir landbúnað og fleira.“ Hann kvaðst ekki vilja ganga svo langt að kenna heimsku mannkyns um þessa miklu notkun sýklalyfja í ljósi þess að frá upphafi hafí verið vit- að að ónæm afbrigði baktería myndu óhjákvæmilega skjóta upp kollinum. Menn hefðu einfaldlega haldið að þetta yrði ekki alvarlegt vandamál. „Ymsir þekktir sérfræðingar um smitsjúkdóma hins vegar segja nú að við séum að hverfa aftur til tímans fyrir sýklalyfin vegna þess að komin eru afbrigði, sem eru ónæm fyrir öll- um fáanlegum sýklalyfjum," sagði hann. „Sjálfur er ég svartsýnn að því leyti að það vantar ný sýklalyf. En á hinn bóginn er það tilefni til bjartsýni að rannsóknir til að þróa sýklalyf hafa verið efldar.“ Hann sagði að seint á áttunda ára- tugnum hefði landlæknir í Bandaríkj- unum lýst yfir því að náðst hefði stjórn á smitsjúkdómum og um það leyti hefðu mörg lyfjafyrirtæki hætt rannsóknum og leit að nýjum sýkla- lyfjum. Nú hefðu flest stærstu lyfja- fyrh’tækin gert sér grein fyrir því að nýrra lyfja væri þörf og því væru þau fai’in að stunda rannsóknir á þessu sviði. Það væri hins vegar sýnu meira mál að koma nýju lyfi á markað nú en fyrir hálfri öld. Vandi lyfjafyrirtækjanna „Tökum til dæmis streptómýsín, sem var uppgötvað 1945 og 1948 var farið að nota það,“ sagði hann. „Það liðu aðeins þrjú ár. Þetta er ekki hægt núna. Ef við fyndum nýtt sýklalyf í dag myndu líða átta til tíu ár lágmark þar til farið yrði að nota lyfið fyrir menn. Ástæðan er sú að það eru svo mörg skilyrði um tilraunir til að víst sé að efnið sé ekki eitrað, hafí ekki hliðarverkanir, hægt sé að gefa það í langan tíma, það sé hægt að nota það með öðrum lyfjum. Það kaldhæðnislega er að uppruna- legu sýklalyfin, sem voru notuð í lok fímmta áratugarins og upphafi þess sjötta, yrðu ekki samþykkt ef setja ætti þau á markað í dag. Ástæðan er sú að þau hafa ýmsar hliðarverkanir. Eitt dæmi er eritrómýsín, sem er mjög mikilvægt sýklalyf. Þeim fylgja miklar aukaverkanir í maga hjá sumu fólki. Það var ekki vitað þegar lyfið var uppgötvað. Nú vita menn þetta og vita fyrir hverju þeir þurfa að vera vakandi. En eins og ástandið er núna fer helmingurinn af kostnaðinum við að þróa lyf í tryggingar vegna þess að komi fram aukaverkanir er hætta á málaferlum.“ Almenningur afvegaleiddur Hann sagði að í raun hefði almenn- ingur verið afvegaleiddur því í árdaga undralyfjanna hefðu hlutirnir gerst mjög hratt og fólk spyrði nú hvers vegna ekki væri hægt að finna lyfin jafn hratt nú. „Svarið er að það er hægt, en vandinn er sá að það þarf að fylgja öllum reglum áður en hægt er að nota lyfin,“ sagði hann. „Síðan eru mörg lyf, sem ekki hefðu staðist kröf- umar, og það á við um mörg fyrstu lyfin. Streptómýsín hefði ekki staðist kröfur, tetrasyklín ekki heldur og ekki einu sinni pensilín hefði verið samþykkt." Hann sagði að þótt í sumum tilfell- um væri komin upp sú staða að lyf hefðu ekkert að segja vegna þess að allar þær bakteríur, sem lyfið ætti að vinna á, væru orðnar ónæmar. Það ætti til dæmis við um vankómýsín á ýmsum sjúkrahúsum í Evrópu, Norð- ur-Ameríku og Ástralíu. En hingað til hefði ekki komið upp sú staða að ekk- ert lyf virkaði. Það væri alltaf eitt lyf, sem dygði. „En finnum við ekki ný sýklalyf og hefjum notkun þein’a á næstu fimm til tíu árum má búast við því að eftir tíu til tuttugu ár stöndum við í sömu sporum og fyrir tíma sýklalvfjanna," sagði hann. „Við erum í vanda ef við hættum að leita. En það eru mörg fyr- irtæki að leita og það er hægt að leita á nýjum stöðum og gera ný próf. Erfðagreining gerla opnar nýjar leiðir og hægt er að búa til ný sýklalyf út frá því. Ekkert hefur komið út úr þessu enn, en möguleikarnir eru miklir. Á meðan þarf að nota sýklalyf með gát til að ástandið versni ekki.“ Hann sagði að einu gilti hvaða undralyf kæmi fram á morgun, sýkl- arnir myndu alltaf finna svar. Bakter- íur væru elstu lífverur jarðarinnar og hefðu verið hér í 3,7 milljarða ára. Á þeim tíma hefðu þeir oft mætt mótlæti og sýklalyf væru þar ekki efst á lista. Sýklalyf verði aðeins notuð til að lækna, ekki fyrirbyggja „Framtíð sýklalyfja er ekki að hægt verði að koma í veg fyrir að örverur verði ónæmar, heldur að hægt sé að tefja að ónæmið komi fram,“ sagði hann. „Eigi það að ganga þarf að nota lyfin varlega, aðeins fyrir menn og ekki til að koma í veg fyrir sjúkdóma heldur til að lækna sjúkdóma. Sýkla- lyf á aðeins að gefa þegar sjúkdómur- inn hefur verið greindur og vitað er að meðferðin mun hafa áhrif. Og það á að hætta að nota sýklalyf í dýrafóður og t< •sprauta þeim á ávaxtatré." Hann sagði að miklir hagsmunir væru í húfi og erfitt yrði að koma þessu í kring. Að baki nýju lyfí gæti verið tvö til þrjú hundruð milljóna króna fjárfesting og lyfjafyrirtæki væri nokkurn tíma að ná því fé til baka. En það yrðu að vera strangari reglur um notkun sýklalyfja. Norðurlönd væru framarlega hvað varðaði notkun sýklalyfja í landbúnaði og fiskeldi. „Ónæmi er nú til fyrir hverju sýkla- lyfi í boði og því verður ekki snúið við, en það er hægt að vinna gegn þessu með því að draga úr lyfjagjöf,“ sagði hann. „Þetta hefur verið gert á sjúkra- húsum og víðar með góðum árangri. Það dregur úr ónæmi þótt það hverfi aldrei alveg og aukist á ný ef lyfjagjöf - er aukin. En þetta sýnir að meira að segja í landi eins og Spáni þar sem hægt er að kaupa sýklalyf án lyfseðils og þau hafa verið notuð óspart er hægt að ná árangri með þvi að draga úr notkun sýklalyfja á sjúkrahúsum. Vandinn er sá að ofnotkun lyfjanna verður ekki tekin aftur.“ Davies sagði að fyndist nýtt undra- lyf yrði að setja strangar reglur um notkun þeirra. Það mætti ekki nota fyrir dýr, ekki til að koma í veg fyrir sjúkdóma, heldur aðeins til að vinna á sjúkdómum. „Kannanir í Bandaríkjunum og á Bretlandi sýna að í helmingi tilvika eru lyfseðlar á sýklalyf óþarfir,“ sagði hann. „Ég held að þeir séu óþarfir í 70 til 80 prósentum tilvika.“ Onæmi fyrir sýklalyfjum lítill vandi á sjúkrahúsum ÓNÆMI fyrir sýklalyfjum er einnig vandamál á íslandi og sagði Karl Kristinsson, sérfræðingur á sýkla- rannsóknadeild Landsspítalans, að hér væri vandinn mestur í sýkingum utan sjúkrahúsa. Allt fram á síðustu ár hefðu vandamál í heiminum verið mest vegna spítalasýkinga hvað varðaði sýklalyfjaónæmi, en þar stæðu íslendingar vel að vígi. Karl sagði að sem dæmi mætti nefna að ónæmur Staphylococcus aureus, sem væri mikið vandamál er- lendis, fyndist ekki hér á landi og sama mætti segja um vankómýsín ónæma enterókokka, sem ekki hefðu heldur náð fótfestu hér á landi. „í heild stöndum við fslendingar vel hvað varðar sýklalyfjaónæmi á sjúkrahúsum," sagði Karl. „Því mið- ur get ég ekki sagt það sama um sýkingar utan sjúkrahúsa." Hann sagði að hröð aukning hefði orðið hér á landi á pensilmónæmum pneumokokkum, sem náð hefði há- marki 1993. Síðan hefði verið unnið að því að draga úr sýklalyfjanotkun hjá börnum. Tíðnin hefði lækkað jafnt og þétt síðan og væri komin niður í um 12%. Bæði hefði verið minnkuð heildarnotkun lyfja hjá börnum og eins hvaða lyf var valið. Hæsta tíðni ónæmra keðjukokka f heimi „Við náðum tökum á þessum vanda, sem var þó og er meiri en á hinum Norðurlöndunum," sagði hann. „Þetta er hins vegar orðið meira mál í Bandaríkjunum vegna þess að ekki var tekið á málunum eins og hér var gert. Síðan gerðist annað. Á síðasta ári fór að koma fram ónæmi hjá bakteríu, sem heit- ir Streptococcus piogenes, keðju- kokkum, sem valda margs konar sýkingum, allt frá hálsbólgu til barnsfararsóttar, fyrir lyfínu eritrómýsíni. Það þýðir yfirleitt einnig ónæmi fyrir skyldum lyfjum. Fyrstu ónæmisstofnarnir fundust á sfðasta ári og í vor var tíðni þessara stofna á sýkladeild Landsspítalans komin yfír 50%. Það er hæsta tíðni, sem fundist hefur í heiminum í langan tfma. Um 1980 komst þetta hærra í Japan en datt niður aftur þar. I Finnlandi varð þetta einnig vandamál fyrir nokkrum árum, þótt ekki næði svona hátt, og þeir náðu að minnka notkun eritrómýsíns og skyldra lyfja og lækka tíðni ónæm- isins.“ Karl sagði að dregið hefði verið úr f gjöf eritrómýsíns og skyldra lyfja eftir að þetta kom fram, en árangur af því væri ekki enn kominn í ljós. Reyndar taldi hann að þótt dregið hefði verið úr sýklalyfjagjöf almennt hefði aukning á notkun ákveðinnar tegundar eritrómýsíns, sem er lengi að hverfa úr líkamanum, aukist og gætu verið tengsl á milli þess og <’ aukins ónæmis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.