Morgunblaðið - 15.09.1999, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 15.09.1999, Qupperneq 4
 4 MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heimsókn Hillary Clinton Sex manna hóp- ur kannaði að- stæður hérlendis STARFSMENN Hvíta hússins í Washington eru þegar byrjaðir að undirbúa komu Hillary Rodham Clinton forsetafrúar Bandaríkjanna til Islands. Hún tekur þátt í ráð- stefnu í Reykjavík um konur og lýð- ræði við árþúsundamót hinn 8. til 10. október nk. Sex manna undirbúningshópur frá skrifstofu forsetafrúarinnar í Hvíta húsinu var staddur hér á landi um síðustu helgi til að líta á aðstæður í Reykjavík og kanna hugsanlega staði sem hún gæti heimsótt meðan á dvöl hennar stendur. Að sögn Lane T. Cubstead upplýsingafulltrúa banda- ríska sendiráðsins á íslandi er von á öðrum slíkum undirbúningshópi til Reykjavíkur eftir viku eða svo. Enn sem komið er liggur ekki Ijóst fyrir hvað forsetafrúin mun dvelja lengi í Reykjavík eða hvað hún muni taka sér fyrir hendur þeg- ar hún er ekki á ráðstefnunni. Lík- legt þykir að undirbúningshópurinn sem hingað kom um síðustu helgi muni leggja fram einhverjar tillögur um dagskrá fyrir skrifstofu forseta- frúarinnar. Margir í fylgdarliði Aðspurður segir Cubstead enn- fremur óljóst hve margir embættis- menn verði með Hillary Clinton í för hér á landi. Það eina sem upplýs- ingafulltrúinn getur sagt á þessari stundu er að í fylgdarliðinu verði „mjög margir". Morgunblaðið/Björn Blöndal Samtök atvinnulífsins stofnuð í dag Hald lagi á fíkniefni LÖGREGLAN í Reykjavík lagði hald á um tíu grömm af hassi og 6-7 grömm af amfetamíni í þremur að- skildum fíkniefnamálum sem upp komu í fyrrinótt. Fimm einstakling- ar voru handteknir, en öllum sleppt að loknum yfirheyrslum á lögreglu- stöð. Þeir hafa allir komið við sögu fíknefnamála áður. Fyrir lágu upplýsingar um að fíkniefnasala færi fram í íbúð í aust- urborginni og fór lögreglan á staðinn þar sem fyrir voru þrír menn um þrí- tugt. Á einum þeirra fannst lítilræði af ætluðu hassi og við leit á hinum fannst um eitt gramm af ætluðu hassi. Við leit í íbúðinni fundust síð- an 4-5 grömm af ætluðu amfetamíni, um 8 grömm af ætluðu hassi auk á þriðja hundrað þúsund króna í pen- ingum. Áhöld eins og skömmtunar- pokar, plasthylki, mjólkursykur og tölvuvogir gáfii lögreglu vísbending- ar um að þar færi fram sala eða dreifíng fíkniefna. Málið sem hér um ræðir er liður í svokölluðu götueftirliti lögreglunnar þar sem unnið er úr upplýsingum sem berast auk upplýsinga sem lög- reglan býr yfir og hefur skilgreint og metið svo að afskipti skuli höfð af viðkomandi einstaklingum. I hinum málunum fannst síðan annars vegar eitt og hálft gramm af ætluðu amfetamíni á manni á Lauga- veginum, sem oft hefur komið við sögu ííkniefnamála hjá lögreglunni og hins vegar eitt gramm af ætluðu hassi, sem fannst við leit á manni, sem hafði læst sig inni á salerni á veitingastað í miðborginni. STOFNFUNDUR Samtaka at- vinnulífsins (SA) verður haldinn í dag á Grand Hotel í Reykjavík. Á fundinum undirrita foi-menn Vinnu- veitendasambandsins og Vinnumála- sambandsins og aðildarfélaga SA stofnsamning hinna nýju samtaka. Jafnframt verður kjörið 100 manna fulltrúaráð og 20 manna stjórn. í lok fundar flytur Finnur Geirsson fram- kvæmdastjóri ræðu, en samkomulag er um að hann verði fyrsti formaður SA. Aðalfundir Vinnuveitendasam- bandsins og Vinnumálasambandsins hafa samþykkt að eiga aðild að hin- um nýju samtökum. Þau mynda sjö aðildarfélög, en þau eru Landssam- band íslenskra rafverktaka (með 2% aðildarfélaga innan SA), Landssam- band íslenskra útvegsmanna (12%), Samtök ferðaþjónustunnar (9%), Enginn „leki“ hjá dýralækni í TILEFNI af frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi, þar sem vitnað var í Sunnlenska fréttablaðið, þess efnis að staðgengill yfirdýralæknis hafl upphaflega „lekið“ frétt um ástand- ið á Ásmundarstöðum í blaðamann Morgunblaðsins, er ástæða til að geta þess, að þessi fullyrðing er röng og er hún hér með leiðrétt. Samtök fiskvinnslustöðva (11%), Samtök iðnaðarins (31%), Samtök fjármálafyrirtækja (8%) og Samtök verslunar og þjónustu (28%). Tvö síðasttöldu samtökin eru ný og voru stofnuð nú í haust. Samkvæmt skipulagi SA eiga öll fyrirtæki, sem aðild eiga að samtök- unum, aðild í gegnum aðildarfélögin. Áfram er þó gert ráð fyrir að fyrir- tækin geti haft bein áhrif á heildar- samtökin. Eitt af markmiðum með stofnun samtakanna er að draga úr kostnaði. Gert er ráð fyrir að árgjald SA verði 0,21% af launakjörum ársins á und- an, en þetta hlutfall hefur verið 0,34% hjá VSÍ. Stefnt er að því að öll EKKI hefur enn fengist niðurstaða varðandi húsnæðismál Samtaka at- vinnulífsins, sem verða formlega stofnuð í dag. Samtökin munu því fyrst um sinn verða til húsa í Garðastræti 41 þar sem Vinnuveit- endasamband Islands (VSI) hefur verið til húsa. I gær var verið að aðildarfélög greiði þetta árgjald, en það þýðir að árgjald sjávarútvegs- fyrirtækja, sem eru aðilar í gegnum LIU, hækkar en þau hafa fram að þessu greitt árgjald af kauptrygg- ingu sjómanna, en ekki af heildar- launum eins og aðrar atvinnugrein- ar. Þessi breyting tekur gildi á nokkrum árum. Samþykktir SA gera ennfremur ráð fyrir þeirri nýbreytni að fyrir- tæki geti gerst aðilar að samtökun- um án þess að fela þeim umboð til að gera kjarasamninga. Fyrirtæki sem óska eftir aðild með þessum hætti munu eiga aðild að SA í gegnum nýja deild sem kölluð er þjónustu- deild. flytja gögn Vinnumálasambands samvinnufélaganna (VMS) inn í höfuðstöðvar VSI í Garðastræti, en Samtök atvinnulífsins munu taka við hlutverki beggja sambandanna. VMS hefur verið til húsa í Ki’ingl- unni 7 í Reykjavík. Langt komið að byggja yfir knatt- spyrnuvöll BYGGING íjölnofa íþróttahúss í Reykjanesbæ er vel á veg komin en gert er ráð fyrir að afhenda það tilbúið til notkunar um miðjan febrúar, að sögn Kristins Baldurssonar, byggingarstjóra hjá Verkfali, sem reisir húsið. Að sögn Kristins var lokið við að reisa stálvirki íþróttahússins sjálfs um síðustu mánaðamót og unnið er að því að loka því. Eftir er þá að reisa stálvirki þjónustubyggingar sem verður 500 fermetrar, en sjálft íþróttahúsið er 7.300 fermetrar. Að sögn Kristins er stálvirkið fengið frá Finnlandi og vegur það alls um 400 tonn. „Við gerum ráð fyrir að vera búnir að grófloka húsinu þegar vika verður Iiðin af október og þá verður hafist handa við frágang innandyra,“ sagði Kristinn. Skóflustunga að húsinu var tekin 31. maí og framkvæmdir hófust daginn eftir. Við þær hafa starfað 20-30 manns, en byggingarverktakinn, Verkafl, er dótturfélag íslenskra aðalverktaka. Umboðsmaður Alþingis gagnrýnir málsmeðferð kærunefndar jafnréttismála VMS í Garðarstrætið rillutestur í og enskum Word 97 TVÆR NÝJAR TÖLVUORÐABÆKUR Á GEISLADISKUM Tölvuorðabókin er mjög hentug námsmönnum, fyrirtækjum og öðrum, t.d. til þýðinga, glósusöfnunar, villulestrar í Word 97 og aðstoðar við beygingu orða. Verð aðeins 5.980 kr. hvor Mál og menning malogmennlng.ls Fór út fyrir verksvið sitt MÁLSMEÐFERÐ kærunefndar jafnréttismála er gagnrýnd í áliti umboðsmanns Alþingis í tilefni af kvörtun Ingva Þorkelssonar yfir úr- skurði nefndarinnar. í áliti sínu telur umboðsmaður m.a. að kærunefnd jafnréttismála hafí við meðferð máls- ins farið út fyrir verksvið sitt eins og það sé markað í lögum. Jafnframt að nefndin hafi ekki uppfyllt þá skyldu sína að rannsaka málið og gæta þess að eigin frumkvæði að málið hafi verið nægjanlega upplýst áður en nefndin tók afstöðu til þess. Hefur umboðsmaður beint þeim tilmælum til kærunefndar jafnréttismála að hún endurskoði niðurstöðu sína, komi fram ósk þess efnis frá Ingva Þorkelssyni. Aðdragandi málsins er sá að vorið 1996 var auglýst tímabundin staða áfangastjóra við Fjölbrautaskóla Garðabæjar vegna afleysinga og var Ingvi Þorkelsson ráðinn í stöðuna. Hinn umsækjandinn, sem er kona, kærði þá ráðningu Ingva til kæru- nefndar jafnréttismála. Nefndin ályktaði að konan væri hæfari í starfið og að menntun hennar, sem að áliti nefndarinnar væri meiri og félli betur að starfslýsingu áfanga- stjóra, réð úrslitum um að hún teld- ist hæfari til að gegna stöðu áfanga- stjóra. Ingvi Þorkelsson lagði í framhaldi af þessum úrskurði fram kvörtun til umboðsmanns Alþingis og taldi að málsmeðferð og niðurstaða kæru- nefndai’ jafnréttismála væri óviðun- andi, og að hann hefði ekki fengið tækifæri til þess að skýra mál sitt eða koma að andmælum. I áliti umboðsmanns Alþingis er tekið undir þessi umkvörtunarefni Ingva og þar segir að kærunefnd jafnréttismála hafi við meðferð máls- ins farið út fyrir verksvið sitt eins og það er markað í lögum nr. 28/1991. „Var nefndinni ekki heimilt að byggja álit sitt á öðrum sjónarmið- um um einstaka hæfnisþætti eða vægi þeirra innbyi’ðis varðandi þá umsækjendur sem hér koma við sögu heldur en byggt var á í ákvörð- un skólameistara Fjölbrautaskólans í Garðabæ um ráðningu í starf áfangastjóra við skólann umrætt sinn, enda var hún byggð á málefna- legum sjónarmiðum.“ Þá segir að ekki hafi verið rétt hjá nefndinni að fullyrða að konan „hefði meiri menntun og starfsreynslu á framhaldsskólastigi en Ingvi með til- liti til þeirra gagna sem lágu fyrir nefndinni". Jafnframt segh’ í áliti umboðs- manns að á nefndinni hvíli skylda til að gæta þess að eigin frumkvæði að mál séu nægilega vel upplýst áður en hún tekur afstöðu til þeirra. „í þeim þætti máls þessa er lýtur að reynslu umsækjenda af verkstjórn, tjáningu og umhyggju fyrir nemendum gætti nefndin ekki nægilega rannsóknar- skyldu sinnar.“ Stefán M. Stefánsson var settur umboðsmaður Alþingis í þessu máli. L

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.