Morgunblaðið - 15.09.1999, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1999
3^
ur. Mér finnst alltaf eins og hún sé á
leiðinni heim.
Elsku amma, ég er þakklát fyrir
allai’ stundirnar sem við áttum sam-
an og allt það sem þú hefur gert fyr-
ir mig. Ég veit að þér líður betur
núna eftir að hafa hitt afa á ný. Guð
blessi þig.
Þín,
Svava.
Elsku amma, ég er svo heppin að
það er stutt síðan þú komst í heim-
sókn til mín í sveitina. Þú varst svo
ánægð nýkomin frá Hveragerði þar
sem þér leið svo vel. Ég á aldrei eftir
að gleyma því hvað þú varst glöð að
sjá okkur Svövu þegar við birtumst í
dyragættinni hjá þér á afmælisdag-
inn þinn fyrr í sumar. Seinna um dag-
inn komu svo Magga, Konni, Svavar
og Hrönn með köku og gos og við sát-
um öll saman fyrir utan Heilsustofn-
unina og gerðum okkur glaðan dag.
Við hlógum og skemmtum okkur
enda var alltaf svo stutt í hláturinn
hjá þér. Þetta var í síðasta skiptið
sem ég fékk að njóta nærveru þinnar
í heilan dag og mikið vai- hann góður.
Það var svo gott að sitja í hlýju
fanginu þínu með rúsínur í bolla og
hlusta á Óla og dýrin. Hún var lesin
oft og mörgum sinnum enda hékk
hún ekki lengur saman. Svo voru það
nú pönnsurnar þínar ógleymanlegu
sem enginn gerði eins góðar og þú.
Ég dáist svo að þér, elsku amma,
hvað þú varst sterk í veikindunum
hans afa. Þú varst alltaf til staðar
fyrir hann, alla daga og allar nætur.
Ég veit að það var erfitt en þú
gekkst í gegnum þetta með honum
og veittir honum styrk. Ég veit að
hann hefði aldrei getað verið heima
allan tímann án þín. Nú eruð þið
saman á ný og ég veit að nú ertu
ánægð og líður vel.
Allai’ góðu minningarnar sem ég á
um bæði þig og afa eru vel geymdar í
hjarta mínu og ég veit að ég á eftir
að hugsa oft til þín. Guð geymi þig,
elsku amma.
Þín
Ragnheiður.
Mig langar í nokkrum orðum að
minnast elskulegrar móðursystur
minnar, Svövu Kristjánsdóttur, sem
lést 2. sept. sl.
Frá þvi ég man fyrst eftir mér hef-
ur Svava frænka alltaf verið nálægt
mér og milli okkar voru sterk bönd.
Það er margs að minnast. Ég man
þegar Svava var með Kidda nýfædd-
an heima hjá okkur í kjallaranum í
Vallargerði, þá fannst mér ég hafa
eignast lítinn bróður. Þegar þau
Svava og Auðunn fluttu á Borgar-
holtsbrautina, þá var stutt að fara í
heimsókn og fórum við systurnar oft
þangað og fengum þá stundum bíl-
ferð heim, því Auðunn átti bíl, sem
var ekki algengt á þeim árum.
Ég minnist einnig sumarsins sem
ég var hjá þeim á Asveginum, meðan
foreldrar mínir voru í byggingafram-
kvæmdum. Það var gott að vera hjá
Svövu, hún var skapgóð og hláturmild
og það var oft glatt á hjalla þegar þær
systurnar og amma komu saman. A
unglingsárum mínum bjuggu Svava
og Auðunn á Bergstaðastrætinu og
þá var ekki hægt að fara í bæinn án
þess að koma við hjá Svövu frænku.
Síðustu ár voru henni erfið. Auð-
unn veiktist og hún annaðist hann
heima þar til hann lést í mars 1997.
Stuttu seinna veiktist hún og náði
sér aldrei til fulls eftir það. Samt
fannst mér hún vera farin að hress-
ast mikið í sumar, þegar hún dvaldi
um tíma á Heilsustofnuninni í
Hveragerði. Þá áttum við hjónin með
henni yndislegan dag þegar við fór-
um saman austur í Hruna, settum
þar blóm á grafreit ömmu og afa,
fórum síðan á æskuslóðir hennar að
Seli og Flúðum. Þetta var góður
dagur, sem ég geymi í minningunni.
Nokkrum dögum fyrir andlát Svövu
talaði ég við hana, þá var hún glöð og
hress. En skjótt skipast veður í lofti,
stuttu seinna fékk hún heilablóðfall
og lést að kvöldi 2. september.
Ég þakka Svövu frænku sam-
fylgdina og allt sem hún var mér og
bið góðan guð að blessa minningu
hennar.
Elsku Kiddi, Magga og fjölskyld-
ur, við hjónin sendum ykkur innileg-
ar samúðarkveðjur.
Alda.
AXEL TAGE
AMMENDRUP
+ Axel Tage Amm-
endrup, blaða-
maður og íjölmiðla-
fræðingur, fæddist í
Reykjavík 1. októ-
ber 1952. Hann and-
aðist á heimili sínu
6. september síðast-
liðinn og fór útför
hans fram frá Foss-
vogskirkju 14. sept-
ember.
Dauðinn er stund-
um líknandi en hann
veldur líka mikilli
sorg. Sú tilfinning hef-
ur verið sterkust hjá okkur síðustu
daga, eftir andlát Axels vinai' okk-
ar. Axel hafði tekist á við illvígan
sjúkdóm um langt skeið, stundum
horfði vel, stundum illa. Andlát
hans kom því ekki á óvart en það
var engu síður mikið áfall.
Þegar ég sagði Guðrúnu litlu,
dóttur okkar, frá því að Axel væri
dáinn sagðist hún alltaf hafa verið
að bíða eftir að hann kæmi að spila
og spurði hvort hann kæmi þá
aldrei aftur? Dauðinn er ungum
börnum óskiljanlegur.
Axel kynntist ég í Laugarnes-
skólanum fyrir meira en 30 árum
og hreifst strax af lífsgleði hans og
glettni. Með okkur Axel og Loga,
sem er æskuvinur Axels, tókst ein-
stæð vinátta sem hefur haldist
fram á þennan dag. Með vináttunni
við Axel kom líka vinátta við fjöl-
skyldu hans sem er engri lík. Okk-
ur Loga var alltaf tekið eins og við
værum hluti af fjölskyldunni og
þegar við kvæntumst og eignuð-
umst eigin fjölskyldur gilti það
sama um þær. Þar bundust bönd
sem aldrei bresta.
Engri fjölskyldu hef ég kynnst
þar sem þau bönd sem binda hana
saman eru jafnsterk. Axel naut
þessa í ríkum mæli, ekki síst eftir
að veikindin fóru að há honum. Þar
átti hann alltaf skjól og huggun,
ekki síst hjá móður sinni, systur og
Ola sem önnuðust hann til hins síð-
asta.
I Esjuferð, tveimur dögum íyrir
andlát Axels, spjölluðum við Logi
margt um Axel, hann var ofarlega í
huga okkar, ekki síst féllu okkur
þungt þær fréttir að honum væri
að hraka. Var það ásetningur okk-
ar beggja að heimsækja hann í vik-
unni en það varð því miður ekki.
Hvað segir maður þegar besti
vinurinn deyr? Orð geta ekki lýst
tilfinningunum, minningarnar
koma hver af annarri, badmintonið,
spilakvöldin, heimsóknimar í Dala-
kofann, afmælin, en ekki síst jóla-
heimsóknirnar í fjölskylduverslun-
ina Drangey til þess að hitta Axel
og fjölskyldu hans. Þetta var síð-
asta verk okkar fyrir jólin og
markaði upphaf þeirra í okkar
huga. Þar ríkti alltaf hlýja og gleði.
Það verður seint metið til fulls
hver áhrif vinátta hefur á lífshlaup
einstaklinga. Ég er viss um að líf
okkar allra hefði orðið öðruvísi
hefði Axels ekki notið við. Axel
veitti okkur öllum mikla gleði og
ánægju og fyrir það verður seint
þakkað. Hugur okkar er með þér,
Axel, þar sem þú hefur nú samein-
ast pabba þínum á ný og þið segið
hvor öðrum glettnissögur og
skemmtið samferðamönnum ykk-
ar, hinum megin.
Fjölskyldu Axels og vinum vott-
um við dýpstu samúð okkar og
biðjum Guð að styrkja þau í sorg
sinni.
Halldór, Jenný,
Guðrún og Valgerður.
Gamalt indverskt máltæki er
eitthvað á þessa leið: „Heilbrigður
maður á sér margar óskir, en sjúk-
ur maður aðeins eina“. Axel Amm-
endrup hefur án efa átt sér þá ósk
heitasta að búa í heilbrigðum lík-
ama, laus við þær þrautir og þján-
ingu, sem varð hlut-
skipti hans lengstan
hluta ævinnar. En nú
er friður fenginn og
þrautagangan á enda.
Axel Ammendrup
kynntist ég árið 1976
þegar ég réði hann
sem blaðamann á Al-
þýðublaðið sáluga. Þá
var í undirbúningi ein
af mörgum tilraunum
til að bjarga lífi þessa
málsvara jafnaðar-
stefnunnar. Til blaðs-
ins réðist þá hópur
dugmikils ungs fólks,
sem síðar lét mikið að sér kveða í
íslenskum fjölmiðlaheimi. Meðal
þeirra var Atli Rúnar Halldórsson,
Einar Sigurðsson, Gunnar Kvaran
og Jóhanna Sigþórsdóttir og Axel.
í þröngu húsrými, við ritvéla-
skort og erfiðar aðstæður tókst
þessum hópi að hleypa nýju lífi í
blaðið. Ritstjórnin var að ýmsu
leyti líkari heimili en vinnustað og
góð vinátta þróaðist. Axel átti
drjúgan þátt í því að auka glað-
værð og einingu hópsins. Hann var
jákvæður og einstaklega góðviljað-
ur maður og um veikindi hans viss-
um við ekki fyrr en þau urðu aug-
ljós í áfalli.
Eftir Alþýðublaðsárin hurfu
menn hver í sína áttina. Af og til
komu félagarnir í augsýn og uppi
voru ýmsar hugmyndir um endur-
fundi. Axel átti stundum við mig
erindi og ég við hann. - Við rædd-
um þá lífsins gagn og nauðsynjar
og árin á blaðinu. Mér fannst hann
aldrei kvarta eða bera á torg veik-
indi eða áföll. Miklu fremur ræddi
hann góðu stundimar og verkefni
framtíðar. -
Þótt gönguleiðir okkar Axels
lægju ekki saman nema stuttan
spöl, skilur hann eftir einkar skýra
mynd af góðum manni og hæfum,
sem örlögin tóku býsna harð-
neskjulegum tökum. Ég minnist
þessa Ijúfa drengs með virðingu og
trega og sendi ættingjum hans
mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Árni Gunnarsson.
„í djúpi vona þinna og langana
felst hin þögla þekking á hinu yfír-
skilvitlega, og eins og fræin, sem
dreymir undir snjónum, dreymir
hjarta þitt vorið“ (úr Spámannin-
um).
Axel er dáinn.
Þegar litla dóttir mín tilkynnti
mér að Axel frændi hennar væri
látinn setti mig hljóða. Ekki vegna
þess að það kæmi mér á óvart.
Heldur að þar var genginn góður
maður, maður sem hafði svo margt
gott til brunns að bera. Maður sem
nú var látinn langt fyrir aldur
fram.
Axel hafði ekki gengið heill til
skógar í mörg ár. Síðustu ár hall-
aði mjög undan fæti og þrek hans
fór smám saman þverrandi. Þrátt
fyrir andstreymi hélt Axel ávallt
sínu létta og skemmtilega geði.
Hann hafði frábært skopskyn og
var fljótur að sjá skemmtilega
fleti á mönnum og málefnum. Mér
er minnisstætt þegar ég hitti Axel
í fyrsta sinn. Það var á Fornebu.
Við höfðum aldrei sést áður, hann
leitaði eftir konu með fríhafn-
arplastpoka frá íslandi, en ég
fylgdist með hvort einhver maður
væri að leita að einhverjum sem
hann þekkti ekki. Þegar ég var
búin að sjá mann ganga fram hjá
mér rannsakandi í þrjú skipti
gekk ég til hans og spurði á ís-
lensku, heitir þú Axel? Frá þeirri
stundu líkaði mér vel við Axel.
Hann var hreinskiptinn og bar
sanna umhyggju fyrir samferða-
mönnum sínum. Hann þurfti að
bera ýmiss konar mótlæti í lífinu,
hann ásakaði ekki og bar ávallt
klæði á vopnin. Ég þakka góðum
dreng samfylgdina. Ég votta móð-
ur hans og fjölskyldu hennar sam-
úð mína. Guð blessi minningu
hans.
Guðrún Sigurjónsdótlir.
Axel T. Ammendrup var einstakt
ljúfmenni í allri framgöngu eins og
hann átti raunar kyn til, glaðvær,
áhugasamur, duglegur og vand-
virkur. Vinsemd hans og ræktar-
semi var með afbrigðum og nota-
legt að vera í návist hans.
Ég hafði kynnst foreldrum Axels
þeim Tage og Maríu Ammendrup á
þeim árum sem við Tage störfuð-
um saman hjá Sjónvarpinu. Leiðir
okkar Axels lágu svo saman á með-
an ég var ritstjóri á Vísi en þar
starfaði hann sem blaðamaður. Svo
góð kynni tókust með okkur þar að
þegar við Elín stofnuðum bókafor-
lagið Vöku 1981 varð Axel fyrsti
starfsmaður okkar.
I litlu bókaforlagi voru verkefn-
in fjölbreytileg og var Axel liðtæk-
ur á öllum sviðum. Hann var nat-
inn og vandvirkur handrita- og
prófarkalesari, lipur þýðandi og
hafði gott vald á íslenskri tungu
og stíl. En hann lét sér ekki nægja
að fást við málfarið heldur kynnti
hann sér einkar vel það efni sem
um var fjallað hverju sinni þannig
að allt væri sem best úr garði
gert. Ég minnist þess til dæmis að
meðal útgáfuefnis sem Axel hafði
umsjón með fyrstu ár forlagsins
voru tveir viðamiklir fræðslubóka-
flokkar um afmörkuð efni, hvor
um sig með einum tuttugu titlum,
annars vegar fjölbreytt safn mat-
reiðslubóka, hins vegar flokkur
bóka um ræktun og umhirðu
pottaplantna. I þessum efnum var
ekki komið að tómum kofunum hjá
Axeli og virtist hann um skeið orð-
inn sérfræðingur á báðum þessum
sviðum þótt ég hafi grun um að
matreiðslan hafi nú fremur átt
hug hans en plönturnar. A þessum
árum þegar örfáir starfsmenn for-
lagsins fengust við flest sem gera
þurfti, skrifuðu bækur, ritstýrðu
bókum, hönnuðu þær og dreifðu
þeim í bókabúðir, tókum við Axel
saman tvö rit með íslenskum
skopsögum og höfðum gaman af
þótt okkur þætti minni húmor í
þessu efni er við glugguðum í það
einum og hálfum áratug síðar. Til
marks um dugnað og elju Axels
get ég nefnt að þegar hefðbundn-
um vinnudegi á samstarfsárum
okkar var lokið settist hann við
þýðingar heima við á skáldverkum
sem forlagið gaf út. Axel Amm-
endrup vann hjá Vöku og síðar
Vöku-Helgafelli í fimm ár. Þá
sneri hann sér aftur að blaða-
mennskunni, starfaði á ritstjórn
DV og fór síðan til framhaldsnáms
við Blaðamannakólann í Osló þar
sem hann stóð sig með afbrigðum
vel. Frá því að hann brautskráðist
frá þeim skóla átti Axel við mikla
vanheilsu að stríða en ekki verður
sú sorgarsaga rakin hér. Æðru-
leysi hans og jafnvægi í veikindun-
um var með ólíkindum og baráttu-
viljinn óbilandi.
Meðan á öllu þessu gekk hóf Ax-
el að vinna fyrir Vöku-Helgafell að
nýju við handritalestur og sam-%
ræmingarverkefni og síðar þýð-
ingu og val á erlendum snjallyrðum
og spakmælum í Stóru tilvitnana-
bókina sem hann var annar höf-
unda að og út kom haustið 1996.
Stöðug þjálfun og endurhæfing
benti til að Axel gæti komist aftur
að fullu á vinnumarkaðinn en ný
og ný áföll drógu úr þeim vonum.
Frá því í lok síðasta árs dvaldist
hann á Landspítalanum og
Reykjalundi til skiptis en fyrir
rúmum mánuði kom hann heim og
lést þar. Þrautagöngu góðs drengsA*
er lokið.
Minningarnar um Axel verða
okkur sem áttum því láni að fagna
að eiga samleið með honum hugg-
un er við kveðjum þennan öðling í
hinsta sinn. Við Elín sendum Mar-
íu móður hans og fjölskyldu henn-
ar innilegar samúðarkveðjur og
biðjum Guð að gefa þeim styrk
þessa dimmu daga.
Ólafur Ragnarsson.
Okkur systkinin langar að minn-
ast Axels frænda með nokkrum
orðum. Þvi miður áttum við ekki
margar stundir með Axel síðustu,.
mánuði, hann lá mikið á spítala og*"*
það var alltaf svo sárt að sjá hann
svona veikan. Það var samt sama
hvað hann var veikur, alltaf tók
hann á móti okkur með brosi og
spurði frétta, og húmorinn var
aldrei langt undan. Þetta einkenndi
hann allt sitt líf, glaðværð, gott
skopskyn og mikil hlýja gagnvart
sínu nánasta fólki.
Við minnumst matarboðanna í
Háaleitisbrautinni fyrir nokkrum
árum þar sem mjög líflegar um-
ræður áttu sér stað. Þar var mikið'*
rökrætt um pólitík og annað en ef
umræðumar voru orðnar of alvar-
legar þá kom Axel með sín
skemmtilegu innlegg sem breyttu
umræðunni þannig að meira að
segja við í yngri kynslóðinni höfð-
um gaman af. Við héldum alltaf
mikið upp á hann og vorum sér-
staklega stolt af frænda þegar
hann gaf okkur gátubók sem hann
hafði samið og hún var notuð í all-
flestum afmælum hjá okkur og vin-
um okkar.
Axel var alltaf mjög þolinmóður
og það var auðvelt að tala við hann,
hann gaf okkur ráðleggingar og
var aldrei spar á hrósið. Hann átti
þetta ekki langt að sækja því pabb*
hans, afi okkar, var einnig gæddur
þessum eiginleikum.
Minningar okkar um Axel tengj-
ast allar því hversu skemmtilegur
og hlýr hann var og hversu ótrú-
lega sterkur hann var í gegnum
veikindin, sama hvað dundi á. Við
munum sakna Axels mikið en þökk-
um honum fyrir þær yndislegu
stundir sem við áttum með honum.
Sigrún, Fríða og Dagur.
Birting afmælis- og
minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kr-
inglunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið grein-
ina inni í bréfmu, ekki sem viðhengi.
Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri
lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk,
A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um
25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast
við eitt til þrjú erindi. Greinai-höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein-
ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfrétt-
ir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tví-
verknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í dag-
legu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word
og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu.