Morgunblaðið - 15.09.1999, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Helgi Kristjánsson
Slökkviliðið í Olafsvík náði að slökkva eldinn sem magnaðist mjög hratt vegna oh'uleka. Engan sakaði en
báturinn skcmmdist mikið.
Fjórar bókanir á
fundi útvarpsráðs
Eldur í báti
SEX TONNA plastbátur, Árni Jóns-
son KE 109, skemmdist mikið þeg-
ar kviknaði í honum í höfninni í
Ólafsvík síðdegis á mánudag. Tveir
menn voru í bátnum þegar eldurinn
gaus upp og sakaði þá ekki.
Feðgarnir Svavar Pétursson og
Pétur Svavarsson voru að setja í
gang þegar eldur gaus upp og
magnaðist mjög enda slettist olía
um vélarrúmið. Feðgarnir komust
naumlega í land og eftir að eldur-
inn hafði verið slökktur kom í ljós
að báturinn var mjög illa farinn.
Að sögn lögreglu kom eldurinn
upp í vélarrúmi hans og er það
ónýtt eins og stýrishúsið og allur
framendinn.
Afsökunar-
beiðni frá Átaki
á Þingeyri
STJÓRN íbúasamtakanna Átaks á
Þingeyri hefur sent frá sér skriflega
afsökunarbeiðni vegna málflutnings
fyrrverandi formanns samtakanna á
almennum borgarafundi sem haldinn
var á Þingeyri sl. sunnudagskvöld.
I bréfínu eru allir þeir sem urðu
fyrir aðkasti í ræðu fyrrverandi for-
manns beðnir afsökunar og segist
stjórnin vonast eftir áframhaldandi
samstarfí við þessa aðila. Samrit af
afsökunarbréfinu var sent til þing-
manna Vestfjarða, bæjarstjóra Isa-
fjarðar, Haralds I. Haraldssonar at-
vinnuráðgjafa og fjölmiðla. I heild
sinni hljóðar bréfíð þannig:
„Stjórn íbúasamtakanna á Þing-
eyri kom saman mánudagskvöldið
13. september.
Stjórnin harmar mjög þær mála-
lyktir sem urðu í lok almenns borg-
arafundar sem samtökin boðuðu til á
Þingeyri deginum áður.
Þar fór fyrrum formaður offari og
talaði ekki í anda samtakanna. Hún
sagði formlega af sér formennsku
áður en hún hóf mál sitt en ræða
hennar og afsögn var gerð án vitund-
ar stjórnar. Sá málflutningur sem
hún viðhafði var stjórnarmönnum
jafnmikið áfall og öðrum sem á
hlýddu.
Stjórn Ibúasamtakanna Átaks bið-
ur alla þá sem urðu fyrir aðkasti af-
sökunar og vonast eftir góðu sam-
starfí eftir sem áður. Það er allra
hagur að standa saman við lausn
þeirra mála sem við er að glíma.“
Undir bréfið ritar Sigmundur F.
Þórðarson formaður fyiár hönd
Ibúasamtakanna Átaks á Þingeyri.
Á FUNDI útvarpsráðs í gær var
tekin fyrir greinargerð fréttastjóra
Sjónvarps um fréttaflutning af um-
deildum áformum um virkjun og ál-
ver á Austurlandi. Skiptar skoðanir
voru um greinargerðina og gaf ráðið
því ekki frá sér formlega ályktun um
málið. Þó var meirihluti nefndar-
manna þeirrar skoðunar að frétta-
stofan hefði ekki brotið reglu um
hlutleysi í fréttaflutningi sínum.
Mörður Árnason og Anna Kristín
Gunnarsdóttir, fulltrúar Samfylking-
ar, og Kristín Halldórsdóttir, fulltrúi
Vinstrihreyfingarinnar - græns
framboðs, bókuðu að greinargerð
fréttastjóra hefði staðfest það álit
þeirra að fréttastofan hefði staðið sig
með prýði við umræddan fréttaflutn-
ing, skýrt frá öllum sjónarmiðum og
gefíð þeim fréttarými við hæfí. Enn-
fremur harmi þau þá aðför að starfs-
heiðri Ómars Ragnarssonar sem for-
ystumenn virkjunar og álverssinna
hafi staðið fyrir að undanförnu.
Gissur Pétursson, fulltrúi Fram-
sóknarflokksins og varaformaður
ráðsins, gegndi hlutverki formanns á
íundinum í fjarveru Gunnlaugs Sæv-
ars Gunnlaugssonar. Gissur lét bóka
að vegna þeirrar gagnrýni á frétta-
stofu Sjónvarpsins sem fram hefði
komið, þurfí að minna yfirmenn Sjón-
varpsins á að tryggja það að reglur
um hlutleysi séu hafðar í heiðri í
fréttaflutningi þess. Þetta sé nauð-
synlegt til að trúverðugleiki fí-étta-
stofunnai’ verði ekki dreginn í efa.
Þórunn Gestsdóttir og Laufey
Jóhannsdóttir, fulltrúar Sjálfstæð-
isflokks, bókuðu að þær væru
sammála formanni að því leyti að
nauðsynlegt væri að gæta hlut-
leysis í fréttaflutningi fréttastof-
unnar. Eftir að hafa kynnt sér
greinargerð fréttastjóra telji þær
að fréttastofan hafi haldið þá
reglu í heiðri. Þær vildu þó ekki
taka persónu einstakra frétta-
manna fyrir og studdu því ekki
bókun Marðar, Önnu Kristínar og
Kristínar. Þórarinn Jón Magnús-
son, einnig fulltrúi Sjálfstæðis-
flokks, lét bóka að hann teldi sig
ekki tilbúinn að fella dóm um
fréttaflutninginn, án þess að
kynna sér hann betur.
Skoðanakannanir
DV og Galiup
Aukið fylgi
við Sjálfstæð-
isflokkinn
í SKOÐANAKÖNNUN DV á
fylgi stjórnmálaflokkanna
kemur fram að Sjálfstæðis-
flokkur eykur fylgi sitt úr
40,7% miðað við síðustu kosn-
ingar í 48,9% ef gengið yrði til
kosninga nú og Framsóknar-
flokkur fengi 18,9% nú í stað
18,4% í síðustu kosningum. I
sömu könnun hrapar fylgi
Samfylkingarinnar úr 26,8%
miðað við kosningar í vor í
17,1% nú.
Nýleg skoðanakönnun
Gallup sýnir einnig aukið fylgi
Sjálfstæðisflokks sem fengi
samkvæmt könnuninni tæp-
lega 49,8% en fylgi Framsókn-
arflokks minnkar í 15,1% en
flokkurinn var með 19,5% í
könnun Gallup, sem gerð var í
júlí.
Könnun DV var gerð í fyrra-
kvöld og var úrtakið 600
manns af öllu landinu. Könnun
Gallups var hins vegar gerð
dagana 25. ágúst til 5. septem-
ber og var úrtakið 1.200 manns
af öllu landinu og svöruðu 72%.
Fylgi Vinstrihreyfingar
græns framboðs, eykst í báð-
um könnunum en samkvæmt
könnun DV fengi flokkurinn
9,8%, var með 9,1% við kosn-
ingarnar í vor og í könnun
Gallups fengi flokkurinn 13%
fylgi miðað við 9,6% í könnun
sem gerð var í júlí sl.
Fylgi Samfylkingarinnar í
könnun Gallups er svipað og í
júlí eða 18,5%. Samkvæmt
könnun DV fengi flokkurinn
17,1% en hann var með 26,8% í
kosningunum í vor. í könnun
Gallups minnkar fylgi Frjáls-
lynda flokksins þriðja mánuð-
inn í röð og er nú 1,9% en sam-
kvæmt könnun DV eykst fylgið
lítillega úr 4,2% í vor í 4,7% nú.
Þeir sem voru óákveðnir eða
neituðu að svara í könnun
Gallups voru 29% og 7% sögð-
ust ekki myndu kjósa eða skila
auðu. I könnun DV voru 29,1%
óákveðnir og 6,5% neituðu að
svara.
Erlendar fréttastofur segja Keikó vansælan
Fréttir sagðar uppspuni
Samanburður á verði matar og drykkjarvöru
og vísitölu neysluverðs árin 1998-1999
106 ---------------------------------------
JÚN. JÚL. ÁG. SEP. 0KT. NÓV. DES. JAN. FEB. MAR. APR. MAÍ JÚN. JÚL. ÁG. SEP
Yfirlýsing frá
forstjóra Baugs
FULLYRT var á fréttaveíjum
frönsku fréttastofunnar AFP og
breska ríkisdtvarpsins BBC í
fyrradag, auk fleiri fréttamiðla,
þar á meðal US Today, að Keikó
sé mjög „óhamingjusamur“ í vist
sinni hérlendis og mistekist halí
með öllu að aðlaga hann að nátt-
úrulegum aðstæðum. Vitnað var í
þessu sambandi í Hall Hallsson
talsmann Free Willy-samtakanna.
Hallur sagði í samtali við
Morgunblaðið að þessar fregnir
væru ekki aðeins alrangar held-
ur uppspuni frá rótum og hafi
fréttaritari AFP-fréttastofunnar
hérlendis, sem m.a. er skrifaður
fyrir henni, aldrei rætt við sig
varðandi þetta mál. Lögfræðing-
ar samtakanna hafi málið til
skoðunar, enda geti það verið
mjög skaðlegt fyrir samtökin og
ímynd þeirra í vitund almenn-
ings.
„Þessi frétt hefur farið eins
og eldur í sinu um alla Evrópu,'
Bandaríkin, Ástralíu og víðar.
Hér er upp komið ótrúlegt mál
og ég harma að slíkt geti átt sér
stað hérlendis. Eg vonast til að
AFP-fréttastofan leiðrétti frétt-
ina en meðan þess er beðið
skoða lögfræðingarnir okkar
málið,“ segir Hallur.
„Dæmi um slæma
fr éttamennsku “
í áðurnefndum fréttum er
haft eftir Halli að aðlögun
Keikós að náttúrulegum aðstæð-
um og sjávarlífi hafi mistekist
með öllu. Hann hafi aldrei reynt
að veiða fisk sjálfur eða leika við
önnur dýr af sömu tegund og
þegar kví háhyrningsins
skemmdist á dögunum vegna
sterkra strauma, hafi hann ekki
sýnt nokkurn áhuga á að synda
á vit frelsisins. I fréttunum er
þess jafnframt getið að á ís-
lensku þýði nafnið Keikó
„Happy Boy“, eða kátur piltur.
„Eg hef aldrei sagt það sem
haft er eftir mér og aldrei talað
við fréttaritara AFP á íslandi.
Þetta er því miður dæmi um
slæma fréttamennsku," segir
Hallur. Hann ræddi við AFP-
fréttastofuna í gærmorgun og
fór fram á leiðréttingu vegna
þessa fréttaflutnings og segir
hann forsvarsmenn fréttastof-
unnar nú vera að athuga tilurð
fréttarínnar.
„Það er afar slæmt þegar eitt-
hvað af þessu tagi gerist og
menn búa til hluti sem aldrei
hafa verið sagðir. Ég ræddi við
fréttaritara AFP í fyrrakvöld og
hann viðurkenndi að hafa ekki
rætt við mig en hélt því fram að
ég hefði sagt þetta í útvarpsvið-
tali sem hann hefði heyrt. Ég
vísa því vitaskuld á bug að hafa
Iátið falla einhver orð í þessa
veru, enda er ekkert íjær sann-
leikanum en að þetta verkefni sé
misheppnað,“ segir Hallur.
„Keikó þrífst eins og best
verður á kosið, líður vel og er
prýðilega á sig kominn líkam-
lega. Hann dvelur stöðugt ieng-
ur undir yfirborði sjávar, fjarri
mannfólkinu. Og þó svo að við
höfum glímt við erfiðleika á
borð við skemmdirnar sem urðu
á kvínni, er allt útlit fyrir að
áætlanir okkar um að sleppa
honum á næsta ári gangi eftir.
Ég harma það einfaldlega að
virt fréttastofa á borð við AFP
viðhafi jafnóvönduð vinnubrögð
og birti frétt sem er ekki aðeins
óvinsamleg í garð verkefnisins
heldir ber og höfundum sínum
ófagurt vitni.“
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá Jóni Ás-
geiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs.
Meðfylgjandi kort sýnir samanburð
sem fyrirtækið sendi frá sér í gær.
„Á þeim átján mánuðum sem
liðnir eru frá því að Baugur hf. var
stofnað hefur matvöruverð hækkað
minna heldur en almennt verðlag
eins og fram kemur á meðfylgjandi
línuriti. Því hefur verið haldið fram
að vegna stækkunar fyrirtækja á
matvörumarkaði hafi samkeppni
minnkað og vöruverð hækkað um-
fram verðlagsvísitölu. Tölurnar tala
allt öðru máli: Samkeppni harðnaði
mjög á matvörumarkaði, með til-
komu Baugs hf. Vegna magnaf-
slátta í innkaupum og stærðarhag-
kvæmni í rekstri Aðfanga, sem
kaupa inn matvöru fyrir Bónus,
Hagkaup, Nýkaup og 10-11, hefur
tekist að hagræða í rekstri þannig
að 6-7% hækkun á vörum í inn-
kaupum hefur ekki komið fram í
hækkunum á verði til neytenda.
Baugur hefur því með umbótum í
verslunarháttum staðið fast á
bremsunni til þess að hemja þá
verðþenslu sem er í þjóðfélaginu.
Matvörukaupmenn, almenningur
og stjórnvöld þurfa nú að ná saman
um að kveða niður verðbólgudraug-
inn sem kominn er á kreik.“