Morgunblaðið - 15.09.1999, Page 6

Morgunblaðið - 15.09.1999, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fyrsti dagrir opinberrar heimsóknar Lennarts Meris, forseta Eistlands, til fslands Eistlendingar munu aldrei gleyma því er Islend- ingar réttu hjálparhönd ÍSLENDINGAR urðu þjóða fyrstir til að viðurkenna sjálfstæði Eist- lands, Lcttlands og Litháens og undirrituðu utanríkisráðherrar ríkjanna formlega yfirlýsingu um stjórnmálasamband ríkjanna hinn 26. ágúst 1991 í Höfða, móttöku- húsi Reykjavíkurborgar. Þessa at- burðar var minnst á blaðamanna- fundi Ólafs Ragnars Grímssonar og Lennarts Meris, forseta Eist- lands, á Bessastöðum í gær. Lennart Meri, sem árið 1991 gegndi embætti utanríkisráðherra Eistlands, undirritaði samkomu- lagið fyrir hönd Eistiendinga og á blaðamannafundi foretanna í gær lagði hann á það áherslu í ávarpi sínu að Islendingar mættu aldrei vanmeta hlutverk sitt í málefnum Eistlands og Eystrasaltsríkjanna á sínum tima. Þessi Iitla og stolta þjóð hefði rétt Eistlendingum hjálparhönd og ákveðið að taka upp stjórnmálasamband milli ríkj- anna. „Því munum við aldrei gleyma,“ sagði forsetinn. Sem dæmi um þakklæti Eist- lendinga i garð íslendinga nefndi Meri að í miðborg Tallinn, höfuð- borgar Eistlands, hefði verið torg sem kennt var við Lenín. Ákveðið hefði verið að sýna Islendingum þakklæti í verki með því að nefna torgið Islandstorg. Sýndi þetta kannski meira en margt annað hug Eistlendinga í garð íslend- inga. Ólafur Ragnar Grímsson flutti einnig ávarp og sagðist fagna þeim merka sögulega atburði að Lennart Meri væri fyrsti forseti Eistlands er kæmi til íslands í op- inbera heimsókn. Jafnframt því sem Islendingar fagna komu for- setans sagðist Ólafur Ragnar vera að fagna góðum og gömlum vini landsins. Vini sem tók þátt í þeim sögulega atburði í Höfða þegar stjórnmálasamband íslands og Eystrasaltsríkjanna var undirrit- að. Lagði Ólafur Ragnar áherslu á að sá atburður hefði haft heims- sögulegt gildi og lýsti hann Eist- landsforseta sem hetju er barist hefði fyrir og lagt mikið undir svo að af sjálfstæði þjóðar hans mætti verða. Ræddu um hve mikið veröldin hafí breyst á síðastá áratug í ávarpi Ólafs Ragnars kom fram að forsetamir hefðu rætt á fundi sínum hve mjög veröldin hefði breyst á undanförnum tíu ár- um. Á ámnum áður en Eistland hefði hlotið sjálfstæði sitt hefði ríkt mikil óvissa um framtið lands- ins. I kjölfar þess óvissutíma hefði Meri komið hingað til lands, þá sem utanríkisráðherra sinnar þjóðar, og undirritað formlegl samkomulag um stjórnmálasam- band rikjanna, ásamt starfsbræðr- um sinum frá Lcttlandi og Lit- háen. Atburðurinn hefði ekki að- eins verið merkilegur í sögu þjóð- anna er í hlut áttu heldur einnig minnisvarði um sögu framþróunar lýðræðisins í veröldinni allri. Ólafur Ragnar sagði að það væri því í þessum anda sem Is- lendingar fögnuðu komu Meris. Ekki aðeins sem forseta þjóðar sinnar, heldur einnig sem ein- staklingi, leiðtoga og mannvini sem vegna undangenginna at- burða hefði þurft að þjást í æsku sinni. Manni, sem hefði þurft að fórna ýmsu til að tryggja málstað lýðræðis og sjálfstæðis, sem síðar hefði hlotnast að sjá ávexti erfiðis síns er Eistlendingar skipuðu á ný sinn réttmæta sess meðal lýð- ræðislegra og frjálsra ríkja álf- unnar. Ólafur Ragnar taldi að ísland og Eistland væru lýsandi dæmi um hvernig lýðræðisleg, samfélagsleg og efnahagsleg framþróun gæti átt sér stað með friðsamlegum hætti í Norður-Evrópu. Ef horft væri til hinna örlagaríku atburða í suðurhluta álfunnar, fyrr á þessu ári, væri ljóst hve eftirtektarverð hin friðsama lýðræðislega þróun hefði verið í Eistlandi og hinum Eystrasaltsríkjunum. Það sýni hvemig hin átta ríki Norður- og Eystrasaltslanda geti gengið inn í 21. öldina sem fyrir- myndir lýðræðis og efnahagslegr- ar framþróunar, en ekki síður sem fyrirmyndir friðsamlegra um- skipta. Islendingar muni ávallt vera stoltir af því að hafa rétt Eystra- saltsríkjunum hjálparhönd á ör- lagastundu í sögu þeirra. Morgunblaðið/Ásdís Forsetinn heilsar upp á íslenska æsku við Bessastaði í gærmorgun, en bömin tóku hon- um fagnandi veifandi íslenskum og eistneskum fánum. Hátíðarkvöldverður var haldinn til heiðurs forsetahjónum Eistlands á Bessastöðum í gærkvöld. Svanhildur Dalla, dóttir Ólafs Ragnars Grímssonar, útskýrir matseðilinn fyrir herra Lennart Meri. Við hlið þeirra sitja forsetinn og frú Helle Meri. Setti eistneskt viðskiptaþing Ræðir við forsætisráðherra í dag, heimsækir Háskóla íslands og fer til Akraness og Þingvalla OPINBER heimsókn Lennarts Meris, for- seta Eistlands, og eiginkonu hans, frú Helle Meri, auk fylgdarliðs, hófst í gær með för forsetahjónanna til Bessastaða þar sem ríkis- stjórn Islands og embættismenn tóku á móti þeim. Lúðrasveit Reykjavíkur lék þjóð- söngva landanna við móttökuna og forsetarn- ir skiptust á gjöfum. Eftir móttökuathöfnina áttu þeir Ólafur Ragnar Grímsson og Meri fund í bókhlöð- unni á Bessastöðum en Helle Meri, eiginkona forsetans, hélt í Hafnarborg og heimsótti þar listsýningu Eiríks Smith. Eftir hádegisverð á Bessastöðum héldu forsetamir til Reykjavíkur þar sem Lennart Meri opnaði eistneskt viðskiptamálþing í Húsi verslunarinnar. Þaðan var haldið í heimsókn á Alþingi þar sem Eistlandsforseti ræddi við forsætisnefnd, utanríkismálanefnd Alþingis og fulltrúa þingflokkanna. Því næst héldu forsetamir á Ámastofnun þar sem handritin vom skoðuð. Síðdegis var haldin athöfn í Höfða og að henni lokinni var haldið til Bessastaða þar sem haldinn var hátíðarkvöldverður til heið- urs forsetahjónunum. Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, minntist þess í ræðu sinni við kvöldverðinn þegar þjóðirnar innsigluðu stjómmálasamband sitt fyrir átta árum. Sagði hann að sá atburður hefði ekki aðeins markað kaflaskil í sjálfstæðisbaráttu eist- nesku þjóðarinnar heldur einnig í mótun þeirrar heimsmyndar sem leysti kalda stríðið af hólmi. Hann sagði jafnframt að bræðralagsbönd- in sem Norðurlönd og Eystrasaltsríkin hefðu treyst á undanföraum ámm væra orðin gild- ur þáttur í mótun nýrrar Evrópu og saman hefðu þjóðirnar haft rík áhrif á ákvarðanir um nýja skipan öryggismála og efnahags- legrar samvinnu í álfunni allri. Þá sagðist hann vona að samningar Eistlands og Evr- ópusambandsins myndu skila árangri innan tíðar. í dag mun Lennart Meri eiga fund með Davíð Oddssyni, forsætisráðherra í Ráð- Morgunblaðið/Kristinn Forseti Eistlands, herra Lennart Meri, ræðir við forseta íslands, herra Ólaf Ragnar Grímsson, og forsætisráðherra, Davíð Oddsson, við upphaf hátíðarkvöldverðar á Bessastöðum í gærkvöld. herrabústaðnum, en síðan liggur leiðin til Akraness þar sem íþróttamiðstöðin á Jaðars- bökkum og íþróttahöllin við Vesturgötu verð- ur heimsótt. Þá munu forsetahjónin heim- sækja fiskvinnslustöð Haralds Böðvarssonar hf., Grandaskóla og Byggðasafnið að Görð- um. Síðdegis heldur Lennart Meri opnunarer- indi á málþingi í hátíðarsal Háskóla íslands og ræðir við kennara og nemendur háskól- ans. Þá eru forsetahjónin boðin til kvöldverð- ar á Þingvöllum í boði forsætisráðherra. Forsetahjónin halda af landi brott aðfara- nótt föstudags. *

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.