Morgunblaðið - 02.10.1999, Qupperneq 82

Morgunblaðið - 02.10.1999, Qupperneq 82
^2 LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM VEITINGAMAÐURINN Jóhannes Stefánsson hjá Múlakaffi hefur staðið í ströngu undanfarið við undirbúning að veislu sem haldin er í tilefni af stofnun Slysavama- félagsins Landsbjargar, sem varð til við sameiningu Slysavarnafé- lags íslands og Landsbjargar. Bú- ist er við um 2.600 manns í borð- hald sem hefst klukkan 19 en á eftir því verður slegið upp stórdansleik með Björgunarsveit allra landsmanna, Stuðmönnum. „Þetta er stærsta veisla sem við hjá Múlakaffi höfum ráðist í og ég tel jafnframt að þetta sé stærsta matarveisla sem haldin hefur ver- Wtt « ^ ,ð reykja þegat Þ0 haetto' a1 Undir tunguna Stórveisla undirbúin í Höllinni Áskorun ið á fslandi," sagði Jóhannes er blaðamaður kíkti í Laugardals- höllina í gær og kynnti sér gang mála. „Ég er vanur að sjá um stór- ar veislur en enga þó sem hefur verið af þessari stærðargráðu." Guðjón Harðarson verður yfir- kokkur veislunnar og að sögn Jó- hannesar mun hann stjóraa að- gerðum eins og herforingi. „Um fímmtán kokkar munu hjálpast að við að elda matinn og einhverjir tugir aðstoðarfólks munu auk þess verða þeim innan handar,“ sagði Jóhannes. Veislugestir munu fá að gæða sér á heitri sjávarréttafantasíu í forrétt, lambasteik með öllu til- heyrandi í aðalrétt og í eftirétt verður sælkeraterta hússins. „Kokkarnir voru að skjóta á að ljórtán til fimmtán hundruð lömb þurfi til að metta alla þessa munna,“ segir Jóhannes og brosir. „Það verða fleiri tonn af mat sem við afgreiðum í kvöld.“ Allur matur verður eldaður í HöIIinni og í þeim tilgangi hefur verið sett þar upp eldhús. Undir- búningur hefur staðið yfir í nokkra mánuði enda að mörgu að huga og nefndi Jóhannes í því sambandi að útvega hefði þurft mikið magn leir- taus, t.d. um sjö þúsund diska. „Þetta er allt í mjög stóram töl- um,“ segir hann og hlær. Það er púsluspil að halda veislu og mikilvægt að allir sem að henni standa leggist á eitt. „Aðalatriðið sem hafa ber í huga við undirbún- ing veislu sem þessarar er skipu- lagning," segir Jóhannes. „Það er nauðsynlegt að allir sem að koma vinni heimavinnuna sína nokkrum vikum fyrirfram svo að þeir viti nákvæmlega hvert hlutverk þeirra er þegar að veislunni kem- ur.“ Jóhannes segir það töluverða áskorun fyrir hann sem mat- reiðslumann og hans veisluþjón- ustu að takast á við svona viða- mikið verkefni. „Ég tjalda öllu til svo að veislan verði sem best úr garði gerð, það er minn heiður í veði," segir Jóhannes að lokum og tekur til við að ganga úr skugga um að allt sé á réttum stað og til- búið fyrir kvöldið. Morgunblaðið/Halldór Jóhannes (fyrir miðju) ásamt hjálparkokkum við undirbúning stórveislunnar í Laugardalshöllinni í gær. wm&lrttrr Hátíðardagskrá í Laugardalshöll í kvöld Hátíðarstjóri Sigmundur Ernir Rúnarsson. Klukkan 13.20-14.00: Brazzbandið kvintett spilar fyrir gesti. Klukkan 14.00-16.45: Ólafur Proppé formaður og Gunnar Tómasson vara- formaður flytja ávörp við setningu hátíðarfundarins. Ávörp: Forseti íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson. Utanríkisráðherra, Halldór Ásgrímsson. Biskup íslands, séra Karl Sigurbjörnsson. Erlendir gestir. Skemmtiatriði: Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur einsöng. Karlakórinn Fóstbræður flytur tvö lög. Kórinn og Diddú syngja að lokum eitt lag. KK og Magnús Eiríksson blúsa. Gunnar Eyjólfsson leikari les Ijóð. Kaffiveitingar. Sameining: Fulltrúar allra björgunarsveita og slysavamadeilda taka á móti fána samtakanna á táknrænan hátt. Klukkan 16.50: Ólafur Proppé slítur hátíðarfundinum. Samfagnaður í Laugardalshöll Húsið opnað kl. 19.00. Borðhald og hátíðarræða í léttum dúr. Samsöngur. Klukkan 22.00-22.30: Plötusnúðarnir Sérfræð- ingarnir hita upp. Klukkan 22.30: Hljómsveitin Stuðmenn spilar. Klukkan 00.00-0:30 Úlfur Eldjárn skemmtir gestum. Hljómsveitin Stuðmenn spilar. Klukkan 2.00: Samfagnaði lýkur. r 1 ..handunnar ullarmottur á lágu verði í KoIaportinuk Dæmi um verð Pakistanskar bokara mottur frá kr. 19.900 Persneskar hamadan mottur frá kr. 8.900 Kínverskar ullar mottur frá kr. 1.900 KOLAPORTIÐ Opið um helgar kl 11-17 /AOfTdSAlAtv Sími 8978599
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.