Morgunblaðið - 08.10.1999, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Sameiningarviðræður þriggja hreppa í Eyjafirði að hefjast
Reykjafoss í sína síðustu ferð
Arnarneshreppur
með áheyrnarfulltrúa
SVEITARSTJÓRNIR Skriðu-
hrepps og Öxnadalshrepps hafa
þegið boð sveitarstjórnar Glæsi-
bæjarhrepps um sameiningarvið-
ræður hreppanna þriggja og skip-
að fulltrúa í viðræðunefnd. Þá mun
Arnarneshreppur eiga áheyrnar-
fulltrúa á fundum viðræðunefnda
hreppanna en tekur að öðru leyti
ekki þátt í sameiningarviðræðun-
um.
Oddur Gunnarsson oddviti
Glæsibæjarhrepps sagði ráðgert að
viðræðunefndin hittist á sínum
fyrsta fundi í kringum 20. október
nk. Hann sagðist ánægður með að
þessar viðræður væru nú að fara í
gang enda nauðsynlegt að fá úr því
skorið sem fyrst hvort áhugi væri á
sameiningu hreppanna. „Við erum
með þessu að fylgja eftir vilja íbú-
anna í þessum hreppum, sem
reyndar vildu sameiningu hrepp-
anna fjögurra í skoðanakönnun,
þ.e. að Arnarneshreppur yrði
með.“
Oddur sagði að Arnarneshrepp-
ur hefði ekki viljað koma að málinu
á annan hátt að svo stöddu, á með-
an hugmyndir um enn stærri sam-
einingu sveitarfélaga í Eyjafirði
væru enn uppi á borðinu. Bæjaryf-
irvöld á Akureyri hafa haft frum-
kvæði að því að hafnar verði við-
ræður um sameiningu allra sveit-
arfélaga við Eyjafjörð.
Ibúar yrðu um 400 talsins
Nokkur sveitarfélög hafa til-
nefnt fulltrúa sína í starfshóp um
stóra sameiningu, þar á meðal Arn-
arneshreppur. Skriðuhreppur,
Glæsibæjarhreppur og Öxnadals-
hreppur höfnuðu hins vegar Jjátt-
töku í starfshópnum. Ibúar í Öxna-
dal eru aðeins um 50, um 90 í
Skriðuhreppi og 250 í Glæsibæjar-
hreppi. Ef sameining hreppanna
þriggja gengi eftir yrðu íbúar sam-
eiginlegs sveitarfélags því um 400
talsins.
Flytur borinn Jöt-
un til Azor-eyja
REYKJAFOSS, eitt af gámaskip-
um Eimskips, fer í dag, fimmtu-
dag, í sína síðustu ferð fyrir félag-
ið en skipið hefur verið selt til
Malasíu. Reykjafoss var smíðaður í
Sietas Verft í Hamborg árið 1979
og hefur verið í þjónustu Eimskips
frá árinu 1984, eða í 15 ár.
Skipið hefur sinnt ýmsum verk-
efnum fyrir félagið og undanfarið
verið í innanlandssiglingum. Skip-
ið var lestað á Akureyri í gær og í
dag. í þessari síðustu ferð skipsins
á vegum Eimskips mun það flytja
jarðborinn Jötun fyrir Jarðboranir
hf. frá Akureyri til Ponta Delgada
á Azor-eyjum.
Dótturfyrirtæki Jarðborana hf.
Iceland Drilling (UK) Ltd. hefur
fengið það verkefni á sviði háhita-
borunar að bora eftir gufu fyrir
raforkuver á eyjunni Sao Miguel á
Azor-eyjum niður á allt að 1.700
metra dýpi. Þetta er fyrsta stóra
verkefni Islendinga á sviði háhita-
nýtingar erlendis. Áætlað er að
verkið heijist síðar í þessum mán-
uði og að því ljúki í febrúar á
næsta ári. Þá er áætlað að flytja
borinn aftur til Islands.
Tæplega 20 starfsmenn Jarðbor-
ana taka þátt í verkefninu á Azor-
eyjum og munu þeir dvelja þar í
tvo mánuði til að byrja með. Bor-
inn Jötunn er lestaður um borð í
85 hlutum og vegur samtals 510
tonn með fylgibúnaði. Stærsti hlut-
inn er rafstöð, sem er 16,8 metrar
á lengd og vegur rúm 36 tonn. Á
myndinni er verið að hífa rafstöð-
ina um borð í Reykjafoss sem ligg-
ur við Oddeyrarbryggju og þurfti
að nota báða skipskranana við
verkið.
Þrjú tilboð bárust í byggingu skrifstofu-
húss fyrir veitur Akureyrarbæjar
Tilboðin öll yfír
kostnaðaráætlun
ÞRJÚ tilboð bárust í byggingu skrif-
stofuhúss fyrir Hita- og vatnsveitu
Akureyrar og Rafveitu Akureyrar á
Rangárvöllum. SS Byggir ehf. átti
lægsta tilboðið en það hljóðaði upp á
62,6 milljónir króna, sem er tæplega
106% af kostnaðaráætlun.
Katla ehf. bauðst til að vinna verk-
ið fyrir 68,2 milljónir króna, eða
rúmlega 115% af kostnaðaráætlun
og Páll Alfreðsson ehf. bauð 69,4
milljónir króna eða rúmlega 117% af
kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á
59,2 milljónir króna. Ákveðið hefur
verið að ganga til samninga við SS
Byggi um byggingu hússins á grund-
velli tilboðs fyrirtækisins.
Samkvæmt útboði eru verklok í
ágúst á næsta ári en húsið verður
hringlaga á þremur hæðum, samtals
rúmir 620 fermetrar. Uppsteypa
hússins þarf að fara fram í haust og
vetur og má því telja að það sé ein af
ástæðum þess að tilboðin voru öll yf-
ir kostnaðaráætlun, auk þess sem
nokkur þensla er á byggingamark-
aðnum á Akureyri.
Akoplastos í húsnæði
Rafveitunnar
Akoplastos hefur keypt húsnæði
Rafveitu Akureyrar við Þórsstíg og
hefur hluti starfseminnar þegar verið
fluttur að Rangárvöllum. Skrifstofur
Rafveitunnar flytja svo að Rangár-
völlum þegar hin nýja skrifstofu-
bygging verður risin. Einnig verður
núverandi skrifstofuhúsnæði Hita-
og vatnsveitu jafnframt tekið undir
aðra starfsemi veitnanna. Þá er verið
að reisa 925 fermetra viðbyggingu
norðan við núverandi húsnæði HVA,
sem hýsa mun lager og verkstæði
HVA og Rafveitu Akureyrar.
Morgunblaðið/Kristján
Nýr valkostur í sjoflutningum
Danmörk - Island - Danmörk
________a 3ja vikna fresti________________
M.v. Florinda hefur fastar viðkomur í Esbjerg.
Fyrsti lestunardagur 22. okt. 1999.
Almenn vara - frystivara - gámar - búslóðir
Gott verð • Dæmi: Sjófrakt 20 ft.
Aliir með bestu kjör
A ? Gunnar Guðjónsson sf.
\ ____2 ■__Rími 0900 . Fnv F»R!
X—&
cirinomiðlim s,ml 562 9200 *Fax 562 3116
ðlVI|J<IIIIIUIUII Netfang ggshlp@vortex.is
Krabbameinsfélag
Akureyrar og
nágrennis
Lyklaveski
seld um
helgina
LYKLAVESKI til ágóða fyrir
Krabbameinsfélag Akureyrar og
nágrennis verða seld nú um helg-
ina, eða dagana 8. til 10. október.
Selt verður á Akureyri, Dalvík,
Ólafsfirði, Grenivík, í Hrísey,
Grímsey og nágrannasveitum.
Þessi fjáröflun er ein mikilvægasta
fjáröflun félagsins, en að öðru leyti
aflar félagið tekna með sölu minn-
ingarkorta og að sjálfsögðu með fé-
lagsgjöldum.
Félagið veitir mikinn stuðning
Félagið veitir krabbameinssjúk-
um og aðstandendendum þeirra
margvíslegan stuðning í formi við-
tala, námskeiða og fyrirlestra.
Skrifstofa félagsins er opin
mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9
til 13 og þar starfar hjúkrunar-
fræðingur í 30% starfi auk fram-
kvæmdastjóra í 50% starfi. Á skrif-
stofunni eru til ýmsar gagnlegar
bækur og rit sem hægt er að fá að
láni auk þes sem mikið efni er til er
varðar reykingar og tóbaks-
fræðslu.
Listasafnið
á Akureyri
Síðasta sýn-
ingarhelgi
SÍÐASTA sýningarhelgi á
verkum Hlyns Hallssonar og
japanans Makoto Aida verður
á Listasafninu á Akureyi-i um
helgina.
Á sýningunni eru ljósmynd-
ir, málverk og vídeóverk sem
gefa áhorfendum innsýn í ólíka
menningarheima sem byggja á
eða vísa til nýrra og fornra
hefða heimalands listamann-
anna.
Sýningin er styrkt af Sa-
sakawa-sjóðnum en frá og með
þessari sýningu og til ársloka
2000 mun Flugfélag íslands
styrkja sýningar á Listasafn-
inu á Akureyri.
Kirkjustarf
LAUFÁSPRESTAKALL:
Kii-kjuskóli í Svalbarðskirkju á
morgun, laugardaginn 9. októ-
þer, kl. 11. Kyrrðarstund í
Grenivíkurkh-kju í kvöld, föstu-
dagskvöldið 8. október, kl. 21.
Kirlguskóli á laugardag kl.
13.30 og guðsþjónusta verður í
kirkjunni á sunnudag, 10. októ-
ber, kl. 11. Ræðuefni er: Skól-
inn og kristindómsfræðslan.