Morgunblaðið - 08.10.1999, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 08.10.1999, Qupperneq 18
18 FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1999 LANDIÐ VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ „ Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Hanna Carla Jóhannsdóttir, Elvar Orn Jóhannsson og Þorsteinn Þorsteinsson ánægð með hluta af afla sfnum. Líf og fjör á bryggjumóti í Eyjum Vestmannaejrjum - Sjóstanga- veiðifélag Vestmannaejja, SJÓVE, hélt árlegt bryggjumót félagsins fyrir skömmu. Bryggjumótið er dorgveiði- keppni barna og fer fram á bryggjunum en krakkar í Eyjum stunda margir bryggjudorg. Fjöldi barna tók þátt í mótinu og margir foreldrar mættu með börnum sínum, aðstoðuðu þau og gáfu góð ráð við dorgið. Að loknu mótinu var efnt til grillveislu og þar voru afhent margskonar verðlaun fyrir mótið. Sigurvegari mótsins varð Daði Ólafsson sem fékk bæði mestan afla og flesta fiska. Daði fékk 11 fiska sem alls vógu 2,1 kíló, en aflinn samanstóð af sex ufsum, þrem- ur kolum og tveimur marhnút- um. Daði á ekki langt að sækja físknina því pabbi hans, Ólafur Einarsson, er skipstjóri á Faxa RE, og afí hans, Einar Ólafs- son, var í áratugi skipstjóri á Kap VE. Verðlaun voru einnig veitt fyrir stærsta fisk mótsins og þau hlaut Þorsteinn Þor- steinsson en hann veiddi mar- hnút sem vó tæplega 600 grömm. Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámason Það var vinnuhelgi hjá eigendum Innri-Kóngsbakka um síðustu helgi. Að þessu sinni fékk aðeins karlpeningurinn að fara í sveitina. Þeir eru af fullum krafti að endurbyggja gamla íbúðarhúsið og höfðu þó túna til að taka á móti gestum. Á myndinni eru Hrólfur Jónsson, Sæmundur Runólfsson, Ólafur B. Andrésson, Rafn Guðmundsson, Ámi Helgason og Jafet Ólafsson. Það kom fram að aðrir eigendur höfðu löglegar afsakan- ir fyrir fjarveru sinni en þeir eru Hrólfur Olversson, Krisfján Skarphéð- insson, Finnur Ingólfsson og bræðumir Tryggvi og Ásgeir Pálssynir. Ibúar að Innri-Kóngsbakka „Gott er að kom- ast í sveitasæl- una um helgar“ Stykkishólmi - Það nýtur alltaf meiri og meiri vinsælda hjá íbúum höfuð- borgarsvæðisins að eignast afdrep úti á landi til að komast frá skarkala stórborgarinnar og njóta hvíldar og útivistar. Margar jarðir á lands- byggðinni hafa fengið nýtt hlutverk. Ein af þeim jörðum er Innri- Kóngsbakki í Helgafellssveit. Fyrir nokkrum árum tóku níu fjölskyldur úr Reykjavík sig saman og keyptu áðumefnda jörð. Fjölskyldurnar hafa komið sér vel fyrir á jörðinni og eru nú að endurbyggja gamla húsið á Innri-Kóngsbakka og fjósið og hlöðuna sem eru áföst íbúðar- húsinu. Þetta er hlunnindajörð. Á þessu ári fannst mikill jarðhiti á landareigninni og hafa eigendur áhuga á að kanna nánar hvort heitt vatn er þar undir sem hægt er að nýta. Til jarðarinnar teljast nokkr- ar eyjar þar sem stundað er æðar- varp og lundaveiði. Þá eru íbúamir að koma sér upp bústofni sem er fyrir utan kvóta og hafa keypt hesta til að geta farið reiðtúra um nágrennið. Húsvískt leikhús til fyrirmyndar Húsavík - Það er orðinn fastur lið- ur í starfsemi Safnahússins á Húsavík að bjóða öðra hverju upp á erindaflutning fræðimanna um hin ýmsu málefni. Um síðustu helgi flutti dr. Jón Viðar Jónsson leikhúsfræðingur fyrirlestur sem hann nefndi „Sambúð áhuga- og atvinnuleik- húsa í íslensku leikhúsi". Hann rakti í stuttu máli sögu leiklistar- innar á Islandi. Benti á þau straumhvörf sem hefðu almennt orðið í íslenskri leiklist 1950 með tilkomu Þjóðleikhúss. Hann taldi áhugaleikhúsin fara þá leið að velja sér svokölluð kassastykki frekar en óþekkt verk og virðu- leg. Hann sagði að áhugaleikarar á Húsavík ættu ánægjulega sögu og þeir hefðu valið sér báðar leiðirnar og það væri öðrum til fyrirmyndar. Sérstaka áherslu lagði hann á það að áhugaleikhúsin fengju fagmenn til að stjórna sýningum sínum, það bæði veitti leikurunum góða til- sögn og gæfi betri sýningar. Hann taldi að leikhúsaðsókn væri góð, sem sýndi að fólkið kynni að meta leiklistina. Hann lauk máli sínu með því að telja að áhugaleikhús ásamt atvinnuleikhúsunum ætti sína framtíð. Jón Viðar Jónsson flytur erindi sitt. Burðarás hf. kaupir 16% hlut í Haraldi Böðvarssyni hf. fyrir 1,1 milljarð Eignarhlutur Burðaráss í HB orðinn 27% BURÐARÁS hf. hefur keypt 16% hlutabréfa í Haraldi Böðvarssyni hf. að nafnverði 176 milljónir króna á genginu 6,45 og í tilkynningu til Verðbréfaþings Islands kemur fram að kaupverð bréfanna hafi því verið 1.135,2 milljónir króna. Fyrir átti Burðarás hf. um 124,8 milljóna króna hlut í félaginu, eða um 11%, og er því eignarhlutur Burðaráss hf. í Haraldi Böðvarssyni hf. orðinn 27%. I gær námu viðskipti með hluta- bréf í HB tæpum 13 milljónum króna á Verðbréfaþingi íslands og hækkaði gengi þeirra um 13,5%, úr 5,20 í 5,90. Seljandi hlutabréfanna era bræð- urnir Gunnar Þ. Ólafsson, Ólafur B. Ólafsson, Jón Ægir Ólafsson og Ás- geir B. Ólafsson, eigendur Miðness hf., sem sameinaðist Haraldi Böðvarssyni hf. árið 1997. Eftir söl- una eiga þeir saman um 8% hlut í félaginu. I tilkjmningunni til VÞÍ segir að Burðarás hf. hafi á nokkrum áram fjárfest töluvert í sjávarútvegsfyrir- tækjum hér á landi og kaup þessara hlutabréfa í Haraldi Böðvarssyni hf. séu liður í þeirri stefnu Burðaráss hf. að fjárfesta í traustum íslensk- um sjávarútvegsfyrirtækjum og vera virkur þátttakandi í þeiiTÍ þró- un og uppstokkun sem framundan sé á þessu sviði. Á undanförnum misserum og árum hafi orðið mikil uppstokkun í rekstri sjávarútvegs- fyrirtækja hér á landi, fyrirtæki hafi stækkað og muni halda áfram að stækka, sérhæfa sig og auka samstarf á ákveðnum sviðum. Auk- in hagræðing muni verða í greininni sem geri þessa undirstöðuatvinnu- grein þjóðarinnar að enn áhuga- verðari fjárfestingarkosti. Ánægðir með kaupin Sturlaugur Sturlaugsson, aðstoð- arframkvæmdastjóri Haraldar Böðvarssonar hf., sagði í samtali við Morgunblaðið að kaup Burðaráss á auknum hlut í fyrirtækinu væru fagnaðarefni þar sem þau sýndu að fjárfestar hefðu trú á sjávarútvegs- fyrirtækjum. „Það er ekkert nema gott um þetta mál að segja og við erum mjög ánægðir með þessi kaup,“ sagði hann. Morgunblaöiö/Ásdís v'-\- Hluti fasteigna Skinnaiðnaðar hf. á Gleráreyrum sem ljárfestar hafa gert kauptilboð í. Kauptilboði í fasteignir Skinnaiðnaðar hf. tekið með nokkrum fyrirvörum Aætlaður sölu- hagnaður um 150 milljónir NOKKURT tap varð á rekstri Skinnaiðnaðar hf. á síðari hluta rekstrarársins, sem lauk 31. ágúst síðastliðinn, til viðbótar tapi að upphæð 86,1 milljón króna sem varð á fyrri hluta rekstrarársins. í fréttatilkynningu frá Skinnaiðnaði hf. kemur fram að vinna við gerð uppgjörs fyrir nýafstaðið rekstrar- ár standi nú yfir og gert sé ráð fyr- ir að uppgjörið liggi fyrir um miðj- an nóvember næstkomandi. Fjárfestar með Rúmfatalager- inn og KEA í fararbroddi hyggj- ast koma upp nýrri verslunarmið- stöð að Dalsbraut 1 á Akureyri og hafa þeir sett fram tilboð um kaup á hluta af fasteignum Skinnaiðn- aðar hf. á Gleráreyrum, en meðal annars er um að ræða aðalverk- smiðjuhús félagsins. í fréttatil- kynningu Skinnaiðnaðar hf. kem- ur fram að kauptilboð fjárfestanna hafi verið samþykkt en þó með nokkrum fjrirvörum af hálfu beggja aðila sem ganga þurfi frá fyrir 20. október næstkomandi. Þar á meðal sé sá fyrirvari af hálfu Skinnaiðnaðar hf. að fá ann- að húsnæði sem hægt verði að fiytja starfsemina í á fyrstu mán- uðum næsta árs, en þar hafi stjórnendur Skinnaiðnaðar hf. í huga svonefnd Folduhús. Fram kemur að ef af framan- greindri sölu fasteigna félagsins verði innleysi það söluhagnað og lækki skuldir, og það muni koma fram í árshlutauppgjöri vegna fyrri hluta rekstrarársins 1999-2000. Áætlaður söluhagnaður sé um 150 milljónir króna og lækkun lang- tímalána um 55 milljónir króna. Þá kemur fram að kostnaður við flutn- ing í nýtt húsnæði sé um 100 millj- ónir króna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.