Morgunblaðið - 08.10.1999, Side 21

Morgunblaðið - 08.10.1999, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1999 21 VIÐSKIPTI FBA telur forsendur til lækkunar langtímavaxta FJARFESTINGARBANKI at- vinnulífsins teiur að forsendur séu til lækkunar langtímavaxta hér á landi á næstunni. Matið byggist á því að framboð ríkistryggðra skuldabréfa stefnir í að dragast saman á næsta ári og einnig er aðlögunartímabili reglna um laust fé lánastofnana lokið og því hefur þrýstingur til hækkunai- langtímavaxta minnkað. Þetta kem- ur fram í nýútkominni mánaðar- skýrslu FBA fýrir október. Um miðjan september tilkynnti fjármálaráðherra að hann hefði falið Lánasýslu ríkisins að greiða upp rík- isverðbréf fyrir allt að 7.000 miÚjónir króna umfram sölu til ársloka. í skýrslu FBA kemur fram að á fundi sem markaðsaðilar áttu með Lána- sýslunni í kjölfar tilkynningarinnar hafí ekki komið fram hvaða mark- flokkar ríkisverðbréfa yrðu keyptir upp en áherslan yrði sett á styttri enda vaxtaferilsins. Þetta fyrirkomu- lag á uppkaupunum og varfærnar yf- irlýsingar Lánasýslunnar hafi komið í veg lyiir bjögun á vaxtaferlinum líkt og gerst hafí í uppkaupum í lok síð- asta árs og í upphafi þessa. Aðgerðir Lánasýslunnar nú séu vel ígrundaðar og skipulagðar með því augnamiði að lágmarka alla röskun á ríkistryggða skuldabréfamarkaðnum. Fram kemur í skýrslu FBA að greiðslur ríkissjóðs á næsta ári af markflokkum ríkisskuldabréfa nemi tæpum 14 milljörðum króna og því til viðbótar séu nokkrir minni spariskír- teinaflokkar á gjalddaga á árinu fyrir u.þ.b. 3 milljarða króna. Fyrstu at- hafnir Lánasýslunnar hafí miðað að því að ganga á þessar afborganir. Þá segir að ríkissjóði muni reynast auð- velt að greiða niður afborganir næsta árs með því að ganga á þann 24 millj- arða króna iánsfjárafgang sem fjár- lögin gera ráð fyrir að verði af rekstri ríkissjóðs árið 2000.Samkvæmt fjár- lagafrumvarpinu verður tekjuafgang- ur ríkissjóðs á næsta ári 15 milljarðar króna, eða um 2,2% af landsfram- leiðslu. Jákvæðar fjármunahreyfing- ar, sem helgast að mestu levti af sölu hlutabréfa og eignarhluta, leiða til þess að hreinn lánsfjárjöfnuður ríkis- sjóðs er samkvæmt frumvarpinu áætlaður 23,9 milljarðar króna. FBA bendir á að lítið hafi komið fram um það hvemig þessum láns- fjárafgangi verður varið annað en að það komi til greina að gi'eiða niður inniendar og erlendar skuldir, greiða inn í lífeyrissjóði starfsmanna ríkis- ins og/eða styrkja sjóðsstöðu ríkis- sjóðs í Seðlabankanum. Líklegt verði að teljast að lánsfjárafganginum verði ráðstafað með einhvers konar samspili ofannefndra þátta, auk þess að greiða meira inn í lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Hlutföllin muni ráðast af þáttum eins og gengisþróun krónunnar, útistandandi fjárhæð í endurhverfum viðskiptum við Seðla- bankann og verðbólguþróun á næsta ári. FBA gerir nú ráð fyrir að 14 milljörðum króna verði varið til upp- kaupa og niðurgreiðslna á innlendum skuldum ríkissjóðs á næsta ári. Þrýstingur til hækkunar hefur minnkað Samkvæmt fjárlögum næsta árs og mati FBA á því hversu miklu af lánsfjárafganginum verður varið til niðurgreiðslu innlendra skulda verða hreinar fjármögnunarhreyfingar rík- issjóðs og -stofnana jákvæðar upp á 5,9 milljarða króna. Fjárlögin gera ráð fyrir að húsbréfaútgáfan verði ríflega 29 milljarðar króna á næsta ári og að útgáfa húsnæðisbréfa nemi 10 milljörðum króna. Nýir flokkar hús- og húsnæðisbréfa verða opnaðir í upphafi næsta árs. Það er mat FBA að á næstu mánuð- um haldi vextir ríldstryggðra skulda- bréfa áfi’am að lækka. Það mat bygg- ist m.a. á því að samkvæmt ÍJárlögum fyrir árið 2000 stefni í að framboð rík- istryggðra skuldabréfa dragist enn frekar saman og þrýstingur til hækk- unar langtímavaxta hafi minnkað þar sem bindiskyldar innlánsstofnanir hafi nú farið í gegnum aðlögunai’tíma- bil lausafjárreglna. Líkur séu á að bindiskyldum stofnunum verði boðið að fara inn í nýjar reglur um næstu mánaðamót sem séu betur sniðnar til að taka tillit til afleiðusamninga og gæti það breytt eftirspurn eftir slík- um samningum. Þá muni það draga úr almennri eftirspum eftir lánsfé dragi úr hagvexti á næsta ári, líkt og Þjóðhagsstofnun spáir. Landsbankinn - Fjárfesting hf. stofnað Fjárfest í óskráðum félögum • Landsbanki fslands hf. hefur stofn- að sérstakt dótturfélag, Landsbank- ann - Fjárfestingu hf. sem er ætlað að hasla sér völl á sviði viðskipta með hlutabréf eða eignarhluta í lokuð- um félögum, m.a. í tengslum við sam- runa fyrirtækja eða skráningu fyrir- tækja á markað. Stofnhlutafé Lands- bankans- Fjárfestingar er 250 milljón- ir króna. Að sögn Davíðs Björnssonar. fram- kvæmdastjóra Landsbankans - Fjár- festingar, mun félagið fjárfesta í stærri fyrirtækjum sem ekki eru skráð á Verðbréfaþingi íslands en hyggja á skráningu. Eins sé ætlunin að fjárfesta í félögum sem gætu sameinast öðrum og þannig myndað stærri einingar. í fréttatilkynningu frá Landsbankan- um kemur fram að með endurskipu- lagningu í íslensku atvinnulífi sem nú stendur yfir sé Ijóst að þörf sé fýrir stærri og sterkari fyrirtæki í mörgum atvinnugreinum. Fyrirtæki hafi verið Búnaðarbankinn með 5,8% í SÍF • Búnaðarbankl íslands á orðið 5,8% hlut eða rúmar 60,5 milljónir króna að nafnveröi í SÍF. Sé miðað viö loka- gengi SÍF á Verðbréfaþingi íslands í gær, 6,70, þá er markaösvirði hlutar- ins rúmar 405 milljónir króna. Frá því að tilkynnt var um fyrirhug- aða sameiningu SÍF og ÍS héfur Bún- aðarbankinn keypt um 3% í SÍF og átti fyrir tæp 3% í SÍF. Jafnframt hefur Búnaðarbankinn keypt tæp 2% í ÍS. Auk þess er eign- arhlutur Fjárfestingarsjóðs Búnaðar- bankans, ÍS-15, og hlutabréfasjóðs Búnaðarbankans samtals 4,7%. At- kvæðisréttur Búnaðarbanka íslands er því yfir þeim 10% mörkum sem kveöiö er á um í 26. gr. laga nr. 34/1998. í gær námu viðskipti með hlutaþréf að sameinast í stærri einingar, sem oftar en ekki stefna í kjölfariö að skráningu hlutabréfa sinna á Verð- bréfaþingi. Ýtt undir skráningar og sameiningar fyrirtækja Að sögn Davíðs mun Landsbankinn -Fjárfesting hf. verða fýrirtækjum inn- an handar um þessar breytingar og taka þátt í umbreytingu þeirra með tímabundinni hlutafjárþátttöku þar sem það á við. Félagið muni einkum þeina sjónum sínum að stærri fyrir- tækjum, sem geta ýmist óbreytt eða með sameiningu við annað eða önnur fýrirtæki myndaö öfluga rekstrarein- ingu, sem erindi á á almennan hluta- bréfamarkað. Davíð segir að ekki verði ráðnir nýir starfsmenn til Lands- bankans - Fjárfestingar heldur muni félagið starfa í nánum tengslum við fyrirtækjasvið og fýrirtækjaráögjöf bankans að Laugavegi 77. SÍF á Verðbréfaþingi íslands 50 millj- ónum króna og hækkaði gengi þeirra um 2,3%. Um 24 milljóna króna við- skipti voru með bréf ÍS og hækkaði verð þeirra um 3,9%. Össur skráð á VÞÍ • Hlutaþréf Össurar hf. verða skráð á Aöallista Veröbréfaþings íslands mánudaginn 11. október. Skráð hluta- fé er 211.937.460 krónur að nafn- veröi. Össur hf. lauk nýlega 46,6 millj- óna króna hlutafjárútboöi og voru þar af 38 milljónir króna vegna hlutafjár- aukningar. Auðkenni Össurar hf. í viöskipta- kerfi Verðbréfaþings er „HL/OSSUR ". Félagiö verður tekið inn í Heildarvísi- tölu Aðallista og Vísitölu iönaöar og framleiðslu fimmtudaginn 14. október 1999. Össur hf. er 75. félagiö sem skráð er á Veröbréfaþingi og það átt- unda sem skráð er á árinu. 1 í tj J \ AlltaðjQ^afilátturfjf '&Ai U Vegno sfækkunar og breytinga o ouko- og vorohlufQverslun rýmum við fyrir nýjum vörum Upphækkunarsett t ýmsor gerðir Jeppa. Dekk og felgur, notað og nýtt, mikið úrval, stórlækkað verð. Þokuljós og kastorar ó jeppann, hlægilegt verð. Húddhlífar, Ijósohlífar og gluggohlifor ó ýmsa bfla. Boddíupphækku- narsett í jeppa, fróbært verð. Original-hlutir fró GM- Ford-Chrysler ó hreint ótrúlegu verði, fró kr. 100. Brettakanfar og skyggni ó jeppa og húsbfla. Mottusett í ýmso jeppa og fólksbíla ó sprenglverði. Klæðningar ó pallbílaskúffur verð fró kr. 9.900 Vatnskassar í ameriska jeppa og fólksbíla. Stuðarar ó ýmsar gerðir jeppa, m.o. Toyofa, Ford, GM o.fi Aurhlífar ó fólksbfla og jeppa. Mikið lækkoð verð. - . ’ Veltigrindur og grindur framan ó jeppo. Álfelgur fyrir jeppa og fólksbíla, mikið urval og stórlækkað verð Demporar fyrir jeppann eðo kerruna, fró kr 1980 stk. Van-gluggar og ýmsir aðrir hlutir. Afgreiðslutími Lougordogur 9-13 O O O AU KAHLUTIR-VARAHLUTI Rr-SERPANTAN IR Sími 587-0-587 • Vagnhöfðo 23 Netfang benni@benni.is • Veffang www.benni.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.