Morgunblaðið - 08.10.1999, Síða 22

Morgunblaðið - 08.10.1999, Síða 22
22 FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ 0? GÓLFEFNABÚÐIN Mikið úrval fallegra flísa Borgartún 33 • RVK Laufásgata 9 • AK ÚR VERINU Tillögum Vesturbyggðar hafnað Má ekki leigja byggðakvótann STJÓRNARFORMAÐUR Byggða- stofnunar hafnar tillögum bæjar- stjórnar Vesturbyggðar um að sveitarfélagið fái að leigja byggða- kvóta hæstbjóðanda og nýti leigu- gjaldið til eflingar atvinnulífs í Vest- urbyggð. Bæjarstjóri Vesturbyggð- ar segir ómögulegt fyrir sveitar- stjórnir að standa að úthlutun byggðakvótans vegna þeirra fjár- hagslegu hlunninda sem kvótanum fylgi. Margt bendir nú til þess að Byggðastofnun úthluti byggðakvót- anum í Vesturbyggð. Alls sóttu 26 aðilar um þau 205 tonn sem Vesturbyggð var úthlutað af byggðakvótanum. Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkti á fundi sl. miðvikudag að fara þess á leit við stjórn Byggðastofnunar að sveitarfélaginu verði heimilað að leigja byggðakvóta sem úthlutað hafði verið til Vesturbyggðar sam- kvæmt tilteknum skilyrðum. Að fengnu samþykki Byggðastofnunai- hugðist sveitarfélagið stofna At- vinnuþróunarsjóð Vesturbyggðar og skyldi leigugjaldið renna í sjóð- inn. Samkvæmt tillögum bæjar- stjórnarinnar áttu allir bátar í afla- marks- og aflahámarkskerfi sem skráðir eru í Vesturbyggð og hafa veiðileyfi að fá rétt til að leigja kvótann. Þá skilyrti bæjarstjórnin að leigutaki landaði eða hafi landað a.m.k. jafnmiklu magni af eigin kvóta og öðrum leigukvóta á fisk- veiðiárinu og landaði byggðakvót- anum, ásamt skilyrtri tvöföldun, til vinnslu í Vesturbyggð. Ennfremur fólst í tillögum bæjarstjórnarinnar að Byggðastofnun gerði samning við fiskvinnslustöðvar í Vestur- byggð um móttöku aflans og leitast yrði við að skipta aflanum milli þeirra fiskvinnslustöðva sem starf- andi eru í sveitarfélaginu. Bæjar- stjórnin beindi því til Byggðastofn- unar að tekið yrði tillit til vilja þeirra íbúa Vesturbyggðar sem óskað hafi eftir því að byggðakvót- anum verði skipt milli Bíldudals og Patreksfjarðar í tilteknu hlutfalli. Samkvæmt tillögum bæjar- stjórnar verður hlutverk atvinnu- þróunarsjóðs að efla atvinnulífið í Vesturbyggð með styrkveitingum, lánum og hlutafjárkaupum í fyrir- tækjum á svæðinu og stuðla að ný- sköpun í atvinnulífinu. I greinar- gerð með tillögunni segir að sveit- arstjórnarmenn hafi ekki farið var- hluta af því að úthlutun byggða- kvóta er viðkvæmt mál, enda um að ræða örfá tonn, töluverð fjárhags- leg hlunnindi, sem margir vildu hlotið hafa. Aðkoma bæjarstjórna að slíkri úthlutun sé vart til annars fallin en að veikja innri stoðii- sveit- arfélaga og í einhverjum tilvikum, ala á tortryggni miDi þeirra sem út- hlutun hljóta og hinna sem ekkert fá. Bæjarstjórnin skorar því á stjórn Byggðastofnunar að sam- þykkja tillögurnar í núverandi mynd en lýsir sig þó reiðubúna tii viðræðna við stjórn stofnunarinnar um frekari útfærslu þessara til- lagna. Aflagildi margfaldast ekki Egill Jónsson, formaður stjórnar Byggðastofnunar, segir stjórnina í upphafi hafa komist að þeirri niður- stöðu að kaup og sala á byggða- kvóta kæmu ekki til greina. Hins vegar hafi verið sett fram önnur skýr markmið með útdeilingu byggðakvótans, það er að kvótinn margfaldist í aflagildi í viðkomandi byggðarlögum. Það hafi tekist í þeim tilfellum þar sem kvótanum hefur nú þegar verið úthlutað, á Þingeyri, Hofsósi og Seyðisfirði. Þessi byggðarlög taki til sín mun meiri aflaheimildir en sem byggða- kvótanum nemi. Egill segir þó ljóst að tillögur Vesturbyggðar leiði ekki til margföldunar á aflagildi. „Leigu- verðið færi aldrei yfir venjulegt markaðsverð og því augljóst að þannig myndu markmiðin ekki nást.“ Egill segir Byggðastofnun hafa samþykkt að veita Vesturbyggð að- stoð við greiningu á vandamálum í atvinnulífinu í sveitarfélaginu og byggðakvótinn gæti þannig orðið þáttur í að leysa þennan vanda. „En þeir hafa hins vegar sent sína umsögn til stjórnar Byggðastofn- unar og þannig lokið lögformlegri umfjöllun um málið. Framhaldið ræðst síðan af þeirri vinnu sem Byggðastofnun á eftir að vinna, það er að úthluta kvótanum og greina byggðavandann í Vesturbyggð," segir Egill. Á ekki að vera í höndum sveitarfélagsins Jón Gunnar Stefánsson, bæjar- stjóri í Vesturbyggð, segir ekki ljóst hver næstu skref verða í mál- inu. Hann segir úthlutun byggða- kvótans ekki eiga að vera á höndum sveitarfélagsins, erfitt sé að útdeila svo fáum tonnum til margra og hætt við því að úthlutunin skapi kurr meðal bæjarbúa. Hann segir marga þeirrar skoðunar að eðlileg- ast að Byggðastofnun tæki að sér að finna úthlutunarleið. „Byggða- stofnun ætlaði hvort sem er að hafa síðasta orðið um úthlutunina því það var ekki gert ráð fyrir öðru en að sveitarstjórnin gerði annað en að búa til tillögu um úthlutunina. Við höfum lagt fram okkar tillögu og það er ekki gott að segja til um hver næstu skref verða,“ segir Jón Gunnar. Morgunblaðið/Kristinn Odinkova í Reykjavíkurhöfn í gær. Skipshöfnm fær um 16 milljónir STEFNT er að því að gera upp við áhöfn togarans Odincovu í dag en í fyrrinótt náðist samkomulag í megin atriðum milli áhafnar skipsins og kaupenda þess um fullnaðaruppgjör á öllum launa- kröfum áhafnarinnar vegna starfa þeirra í þágu fyrri útgerðar skips- ins. Vélaverkstæðið Gjörvi ehf. stofnaði hlutafélag um kaup á Od- incovu og að sögn Hróbjarts Jónatanssonar, lögfræðings kaup- enda skipsins og annarra hags- munaaðila, þarf að uppfylla ákveð- in skilyrði áður en gengið verður frá uppgjöri við áhöfnina. Það eigi samt varla að koma í veg fyrir af- greiðslu málsins í dag. Skipshöfnin hefur ekki fengið greidd laun síðan í febrúar sl. en samkvæmt samkomulaginu fær áhöfnin, 19 manns, samtals um 16 milljónir króna. Hróbjartur segir að það sé mjög nálægt kröfu skip- verjanna, en umrædd greiðsla er vegna alls kostnaðar af málinu, þ.e. tekur til höfuðstóls, vaxta, launa- tengdra gjalda og heimfararkostn- aðar. MATVÍS-félagar Fundarboð Matvæla- og veitingasamband Islands boðar til almenns félagsfundar þriðjudaginn 12. október nk. kl. 16.00. Fundurinn verður haldinn í Alfabakka 14a, þriðju hæð. Dagskrá: 1. Fræðslumál greinanna. Framsögumenn eru: Baldur Sæmundsson kennslu- stjóri, Guðlaug Ragnarsdóttir deildarstjóri meistara- náms, Gunnar Kristinsson framkvæmdastjóri Fræðslu- ráðs hótel- og matvælagreina og Sigmar Reynisson skólastjóri Matreiðsluskólans OKKAR. 2. Kynning á nýbyggingu sambandsins með RSI og Lífiðn. 3. Onnur mál. Félagar fjölmennið. Stjórnin. að hrjóta „Stop Snoring“ Hættu að hrjóta tryggir hijóðlátan — flnnurværan sve' 100% nMmndegt HELLUSTEYPA JVJ Vagnhöfða 17 112 Reykjavík Sími: 587 2222 Fax: 587 2223 Gerið verðsamanburð Tölvupústur: sala@hellusteypa.is tiL útlaada auðvelt að muna SÍMINN www.simi.is motorola Ú520 Skjár: 2 Ifnurx 12 stafir SMS smáskilaboð, Símtal á bið. Hóptal ofl. ofl. Stærð: 140x50x27 Þyngd: 170 gr. Rafhlaða: 60 klst. I bið 3 klst. i tali TAL12 er 12 mánaða GSM áskrift greidd með kredit- korti efta Veltukorti. TAlkort kostar 1.999,- og er greitt fyrir það aukalega. Hægt er að velja mismunandi þjónustuleiðir. Til dæmisTlmaTAL 30 sem innifelur 30 mlnútna taltíma, talhólf, númerabirtingu og SMS textaskilaboð. Allt fyriraðeins kr. 990,- á mánuði. Vefur: www.bt.is • BT Skeifunni - S: 550-4444 BT Hafnarfirði - S: 550-4020 • BT Kringlunni - S: 550-4499

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.