Morgunblaðið - 08.10.1999, Síða 32
32 FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
F
UMRÆÐAN
Óábyrg
bankaumræða
A SIÐUSTU vikum
og mánuðum hefur átt
sér stað mikil umræða
um þróun á íslenskum
fjármagnsmarkaði.
Segja má að sala
hlutabréfa í Fjárfest-
ingarbanka atvinnu-
lífsins (FBA) hafí ver-
ið hvatinn að því að
umræðan fór af stað
með offorsi og því mið-
ur ekki byggð á mál-
efnalegum rökum.
Sala ríkisins á hlut í
fjármálastofnun er
vissulega málefni sem
vert er að taka til ítar-
legrar umfjöllunar.
Margrét
Frímannsdóttir
Ekki síst í ljósi þess að fjármála-
markaðurinn hér er ungur og í öri'i
þróun. Skýrar leikreglur eru því
ekki til og allar breytingar, svo ekki
sé talað um sölu á ráðandi hlut í öfl-
ugri fjármálastofnun, geta haft
mikil áhrif á þennan unga mai'kað.
Það hefur sýnt sig að óábyrg og
upphrópunarkennd umræða um
fjármálastofnanir getur skaðað
starfsemi þeirra sem og viðskipti
viðkomandi stofnunar. Það er því
með öllu óskiljanlegt þegar full-
trúar ríkisstjómarinnar virðast
beinlínis leggja sig fram og vera í
fararbroddi óábyrgrar umræðu.
En það hefur gerst æ ofaní æ.
Leikur með
Landsbankann
Ósamstæð
ríkissljórn
Forsætisráðhema lýsti skoðun
sinni í fjölmiðlum og virtist ekki
hafa hvarflað að honum að viðskipt-
aráðherra hefði eitthvað um málið
að segja. Síðan þá höfum við orðið
vitni að því hversu ósamstæð ríkis-
stjórnin er hvað varðar fram-
kvæmd einkavæðingar. Stór þáttur
í þeirri sérkennilegu uppákomu
virðist snúast um það hverjum
verði gert kleift að kaupa, hver má
Hef hafiö sölu
á glæsilegum
samkvæmisfatnaöi,
pilsum, drögtum
og toppum frá
Ronald Joyce
London.
Iia, Garðatorgi,
sími 565 6680
eignast hlut í hverju
og hvað stóran. Þessi
umræða verður varla
til þess að auka traust
eða trúverðugleika
þeirra stofnana sem
um er fjallað hverju
sinni.
Það er ekki og á
ekki að vera hlutverk
stjórnmálamanna að
stýra því hver eignast
hlut í stofnunum sem
teknar era ákvarðanir
um að setja á hluta-
bréfamarkað. Okkar
hlutverk hlýtur að
vera að setja leikregl-
ur sem koma í veg fyr-
ir fákeppni og hringamyndun,
koma í veg fyrir að of mikil valda-
samþjöppun verði á okkar tiltölu-
lega litla og þrönga markaði. Það er
jafnframt hlutverk stjórnmála-
manna að tryggja öflugt eftirlit
með því að þessum leikreglum sé
framfylgt, það á jafnt við um fjár-
magnsmarkaðinn sem aðra at-
vinnustarfsemi.
Fimm framfaramál
Skemmst er að minnast þegar
viðskiptavinir Landsbankans
heyrðu allt í einu að jafnvel stæði til
að selja bankann erlendum aðilum,
sem komu hingað til lands og fengu
aðgang að gögnum bankans. Þess-
ar fyrirætlanir urðu sem betur fer
að engu, og nýr bankastjóri og
starfsfólk fékk vinnufrið til þess að
endurskapa traust á bankanum.
Þá tók ríkisstjómin ákvörðun um
að selja hlut ríkisins í Fjárfesting-
arbanka atvinnulífsins. Sú ákvörð-
un hafði langan aðdraganda. Nógu
langan til þess að hægt hefði verið
að móta skýrar leikreglur um
hvemig að sölunni yrði staðið. En
því var ekki að heilsa. Forsætisráð-
herra, sem farið hefur mikinn
vegna sölu á hlut í bankanum til
hóps sem honum er ekki þóknan-
legur, ákvað nú, að því er virðist
upp á sitt eindæmi, hvaða reglur
ættu að gilda um sölu á ríkishlutan-
um.
BIODROGA
snyrtivörur
i n*
Q-10
húðkremið
CS/
tellci
Fjármálamarkadur
Hlutverk stjórnmála-
manna er ekki að móta
leikreglur, segir Mar-
grét Frímannsdóttir,
sem tryggja einhverjum
útvöldum aðilum
forræði yfír stofnunum
og fyrirtækjum í eigu
ríkisins.
og verslun, sérstaklega matvöru-
verslun.
Heilbrigð
samkeppni
í fyrstu fímm þingmálum Sam-
fylkingarinnar birtast þessi viðhorf
okkar. í fyrsta lagi leggjum við til
breytingar á samkeppnislöggjöf-
inni þar sem hert er ákvæði um
bann á samráði fyrirtækja sem
hamla eðlilegri samkeppni. Settar
era hömlur svo fyrirtæki geti ekki
misnotað markaðsráðandi stöðu.
Framvarpið felur í sér heimild til
handa samkeppnisyfirvöldum til að
ógilda samrana eða yfirtöku fyrir-
tækja sem þegar hefur átt sér stað,
leiði hann til markaðsyfirráða eða
sé til þess fallinn að styrkja þá
stöðu. Þá verði Samkeppnisstofnun
skylt að halda skrá um stjórnunar-
og eignatengsl í íslensku atvinnu-
og viðskiptalífi og uppfæra hana
reglulega.
Slík skrá var unnin 1994 og
kynnt af þáverandi ráðherra, Sig-
hvati Björgvinssyni. Núverandi
stjórnvöld hafa ekki hirt um að
uppfæra hana þrátt fyrir þær gífur-
legu breytingar og eignasamþjöpp-
un sem átt hefur sér stað í íslensku
atvinnulífi síðan 1994. Skrá um
stjómunar- og eignatengsl hlýtur
þó að vera mikilvægt tæki til þess
að halda uppi virku eftirliti og koma
í veg fyrir óeðlilega eignasam-
þjöppun.
Þingflokkur Samfylkingarinnar
hefur farið fram á að hafist verði
handa nú þegar við að endurskoða
og uppfæra skrána frá 1994. Það
verk mun taka einhvern tíma þann-
ig að við leggjum áherslu á að fyrst
fari fram skoðun á eigna- og stjórn-
artengslum í þremur greinum at-
vinnulífsins, þ.e. sjávarútvegi,
verslun og fjármálaþjónustu.
Breytingar og eignatilfærslur inn-
an þessara þriggja atvinnugreina
hafa verið gífurlegar á undanförn-
um árum. Ekki síst í sjávarútvegi
Of mikil samþjöppun og eigna-
tengsl í matvöruverslun geta haft í
för með sér hærra vöruverð til al-
mennings eða óeðlilegt verðsam-
ráð. Markaðurinn er lítill og því við-
kvæmur fyrir þessari þróun. Með
því að styrkja Samkeppnislöggjöf-
ina og fylgjast náið með eigna- og
stjórnartengslum í íslensku at-
vinnulífí næst fram ákveðin trygg-
ing fyrir dreifðri eignaraðild og
heilbrigðri samkeppni sem skilar
árangri fyrir almenning.
Þá hefur Samfylkingin einnig
lagt fram framvarp sem felur í sér
öflugra eftirlit með starfsemi fjár-
málastofnana. Framvarp um starf-
semi fjármálaeftirlitsins felur í sér
að fjármálaeftirlitið verði sjálfstæð
stofnun með heimildir til upplýs-
ingaöflunar og til þess að beita
refsiákvæðum. Annað framvarp frá
Samfylkingunni er frumvarp um
kauphallir og skipulagða tilboðs-
markaði, þar sem um er að ræða
hert ákvæði um tilkynningaskyldu.
Siðareglur
í viðskiptum
Síðasta málið í þessum pakka
okkar er þingsályktun um siðaregl-
ur í íslensku viðskiptalífi, sem varð-
ar þróun á fjármagnsmarkaði og
eðlilega samkeppni á íslenskum at-
vinnumarkaði. Þar er lagt til að við-
skiptaráðherra hlutist til um að all-
ar fjármálastofnanir setji sér
siðareglur og vísað til reglna sem
settar hafa verið í Evrópusamband-
inu.
Það er trú okkar að verði þessi
mál samþykkt á Alþingi séu hér
komnar skýrari leikreglur fyrir ís-
lenskt atvinnu- og viðskiptalíf og að
eftirlit með framkvæmd þeirra
reglna sem í gildi eru verði virkara.
Reglumar verða að vera skýrar og
gegnsæjar. Hlutverk stjórnmála-
manna er að móta slíkar reglur og
sjá til þess að virkt eftirlit sé með
framkvæmd þeirra. Það er besta
leiðin til að koma í veg fyrir fá-
keppni og einokun sem almenning-
ur yrði að gjalda fyrir með hærra
vöraverði og lélegri þjónustu.
Hlutverk stjórnmálamanna er
ekki að móta leikreglur sem
tryggja einhverjum útvöldum aðil-
um forræði yfir stofnunum og íýi'ir-
tækjum í eigu ríkisins. Slíkt er eng-
um stjórnmálamanni sæmandi.
Höfundur er alþingismaður og for-
maður Alþýðubandalagsins.
Listaháskóli
í Hafnarfirði
Jóhann Guðni
Reynisson
NOKKUR umræða hefur verið
undanfarið um framtíð Listahá-
skóla Islands, einkum staðsetningu
hans. Tvö sveitarfélög hafa aðal-
lega verið nefnd í því sambandi;
Reykjavík og Hafn-
arfjörður. Hér skal
ekki fjölyrt um
möguleika Reykja-
víkurborgar til þess
að fóstra Listahá-
skólann heldur bent
á þau tækifæri sem
eru í Hafnarfirði fyr-
ir slíka starfsemi.
Ég lít ekki svo á að
hatrömm samkeppni
ríki um starfsemi og
staðsetningu Lista-
háskólans. Hins veg-
ar er ljóst að staðar-
valið fer ekki fram
án kynningar og um-
ræðu. Mig langar því
að reyna að svara
spurningunni: Hvers vegna Hafn-
arfjörður? þannig að ljóst sé að sú
staðsetning er alls ekki fjarlægur
draumur heldur vel framkvæman-
legur og raunhæfur möguleiki en
einkum er litið til norðurbakka
hafnarinnar varðandi staðarval,
þar sem áður var Bæjarútgerð
Hafnarfjarðar.
Hafnarfjörður hefur fengið á sig
ýmis ímyndarheiti. Hann hefur ver-
ið kallaður víkingabærinn, bærinn í
hrauninu, álfabærinn og ekki síst
menningarbærinn. Hvað sem líður
slíkum nafngiftum er ljóst að í
Hafnarfirði ríkir sú eining og sál
sem prýðir sjálfstætt bæjarfélag
sem er í öllu tilliti sjálfu sér nægt.
Enda hef ég orðið var við, að það
viðhorf ríki almennt meðal lands-
manna að Hafnarfjörður sé á marg-
an hátt sérstakur og aðlaðandi bær.
Hafnarfjörðm- er fallega í sveit
settur, í eins konar hraunskál í
fjarðarbotni. Bærinn hefur þannig
yfirbragð landsbyggðarinnar en
nýtur ennfremur kosta þéttbýlis-
ins.
Enskur skipulagsarkitekt, Richard
Abrams, hefur haft umsjón með
þessari vinnu og hefur hann nú sett
fram mai'gar athyglisverðar hug-
myndir. Þar er gert ráð fyrir
ákveðnum heildarsvip
með samþættingu
menningar-, lista- og
þjónustustarfsemi sem
nái allt frá norðurbakka
hafnarinnar, þar sem nú
er m.a. að finna Hafnar-
fjarðarleikhúsið Her-
móð og Háðvöru og
Kvikmyndasafn Is-
lands, nánast alla leið að
slippnum að meðtalinni
hönnunarsnilldinni við
þjóðkirkjuna, Fjörukr-
ánni og Byggðasafninu.
Einnig megum við
reikna með því, að
minnsta kosti vona, að í
framtíðinni muni
strandlengjan við innri
höfnina nýtast betur en nú er, tU
útivistar og tómstundastarfs.
Holuleysi
og höggdeyfar
Það er liðin tíð að mönnum þyki
það langferð að skjótast milli Hafn-
arfjarðar og Reykjavíkur og í raun
Listnám
hann Guðni Reynisson,
er af mörgum ástæðum
hagkvæmur valkostur
fyrir Listaháskóla.
Líf og list
Menningarstraumar í Hafnar-
firði eiga sér auðvitað langa sögu í
fjölskrúðugu mannlífí um aldir, en
til þess að búa til slíka ímynd á síð-
ari áram hafa meðal annars átt sinn
þátt glæsilegar listahátíðir, menn-
ingarperlan Hafnarborg, glæsilegt
útivistarsvæði með höggmynda-
garði, nýr sérhannaður tónleikasal-
ur í safnaðarheimili Hafnarfjarðar-
kirkju, glæsilegur tónlistarskóli í
rómaðri umgjörð, afar gott byggða-
safn, öflugt atvinnulíf og einstök
útivistarsvæði í ósnortinni náttúru í
göngufæri frá íbúðarbyggðinni.
Hér eru aðeins nokkrir kostir
nefndir en ljóst er að listastúdentar
í Hafnarfirði munu geta starfað í
nánum tengslum við öflugt atvinnu-
líf jafnt sem ósnortna náttúra í
sveitarfélagi þar sem stjómvöld
era og hafa verið óhrædd við að
reyna nýjungar og fara ótroðnar
leiðir. Þá er ótalið bókasafn bæjar-
ins sem verður í miðbænum, rétt
hjá norðurbakka hafnarinnar, í
rúmgóðu húsnæði þar sem nýttir
verða allir helstu kostir upplýs-
inga- og samskiptatækni.
Nú er markvisst unnið að hug-
myndasköpun varðandi skipulag
miðbæjarins sem miðar að því að
kostir svæðisins birtist skýram
dráttum. I miðbænum eru lausar
byggingarlóðir sem þykja afar dýr-
mætar, ekki aðeins á hafnfirskan
mælikvarða heldur þegar litið er á
höfuðborgarsvæðið í heild sinni.
Opið kl. 9-16, lau. kl. 10-12
Bankastræti 3, sími 551 3635.
Póstkröfusendum
.• „tí-
Eru rimlagardínurnnr óhreinar!
Viö hreinsum:
Rimla, strimla, plíseruð og sólargluggatjöld.
Setjum afrafmagnandi bónhúð.
Sækjum og sendum ef óskað er.
NvJa
tækxúhremsunin
Sóiheimar 35 • Sími: 533 3634 • GSM: 897 3634
Hafnarfjörður, segir Jó- Jj
er að þróast samfelld byggð allt frá
Hafnarfirði upp á Kjalarnes - hol-
óttir malarvegir og höggdeyfalaus-
ar sjálfrennireiðar heyra sögunni
til. Svæðið er að verða eitt atvinnu-
svæði - margir Hafnfirðingar vinna
í Reykjavík og Reykvíkingar í
Hafnarfirði. Hafnarfjörður mun
hins vegar halda sérkennum sínum
og verða áfram eftirsóknarverður
staður til ýmiskonar lista- og menn-
ingarstarfsemi.
En við geram ekki aðeins ráð
fyrir því að starfsmenn og nemend-
ur Listaháskóla Islands muni ferð;
ast milli svæða til náms og starfa. A
því svæði, sem hugsanlegt er fyrir
starfsemi háskólans á norðurbakka
hafnarinnar, hlýtur einnig að verða
möguleiki á stúdentagörðum - nýj-
um íbúðum fyrir nemendur á besta
stað í bænum, innan háskólasvæð-
isins. Þannig gæti orðið til einstakt
samfélag stúdenta sem félli afar vel
inn í bæjarmyndina í Hafnarfirði,
enda hafa fjölmargir listamenn tek-
ið sér búsetu í Firðinum og styrkt
þannig menningarlega ímynd og
yfirbragð bæjarins.
Af þessu má sjá að Hafnarfjörð-
ur er af mörgum ástæðum hag-
kvæmur kostur fyrir Listaháskóla
og það sem hér hefur verið nefnt er
auðvitað ekki tæmandi upptalning.
Víst má telja að margir munu berj-
ast um hituna sjái forráðamenn há-
skólans sér ekki hag í þessari stað-
setningu og alveg ljóst að
Hafnfírðingar verða ekki á flæðis-
keri staddir þegar kemur að
nýframkvæmdum í hjarta bæjar-
ins. Það er hins vegar mín skoðun
að Listaháskóli Islands og Hafnar-
fjarðarbær myndu tvímælalaust
hafa gagnkvæman hag og stuðning
af samstarfi um uppbyggingu há-
skólanáms á sviðum menningar og
lista og ég hvet stjórn Listaháskól-
ans, yfírvöld mennta- og menning-
armála í landinu og aðra sem unna
menningu og listum að ígrunda vel
þá kosti sem hér hafa verið reifaðir
og gera Hafnarfjörð að raunhæfum
valkosti fyrir Listaháskóla íslands.
Höfundur upplýsingastjóri hjá Hafn-
arfjarðarbæ.