Morgunblaðið - 08.10.1999, Síða 33

Morgunblaðið - 08.10.1999, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1999 33 UMRÆÐAN ÞEGAR ég fór í við- tal á Rás 2 fyrir síð- ustu stúdentaráðs- kosningar var ég spurður að því hvort eini munurinn á Vöku og Röskvu væri sá að Vaka vildi skólagjöld. Eg var of óreyndur og blautur á bak við eyr- un á þeim tíma til að átta mig á að þar var einfaldlega verið að festa í sessi áragamla lygi sem andstæðing- ar Vöku hafa haldið á lofti í Háskóla Islands. Annar af stjórnendum þáttarins var fyrrver- andi framkvæmdastjóri Stúdentar- áðs og Röskvumaður og því vel kunnugt um stefnu Vöku í málinu en félagið hefur ætíð staðið gegn því að teldn verði upp skólagjöld við Háskóla Islands. Það er ótrúlegt að fréttamennska á ríkisfjölmiðh skuli ekki vera vandaðri en svo að upp- lognum sökum sé skellt fram sem staðreyndum - þótt í spurningar- formi sé. En hvernig svarar maður annars spurningunni: Ertu hættur að berja konuna þína? Enn hamast meirihluti Stúdent- aráðs, sem situr í skjóli minna en fjórðungs stúdenta, við að gefa þessa vitleysu í skyn. Nú er mál að linni. Afstaða Vöku er skýr Margir hafa furðað sig á því af hverju Vaka tekur afstöðu gegn skólagjöldum við Há- skóla Islands. Vaka hefur aldrei farið í fel- ur með að félagið berst gegn hug- myndafræði félags- hyggju og hvers kyns heildarhyggju. Vaka berst fyrir frelsi ein- staklingsins með bjartsýni og starfs- gleði að leiðarljósi. Ymis vopnasystkin okkar, sem einnig beijast gegn heildar- hyggju á öðrum víg- stöðvum, hafa um ára- bil hneykslast á eindreginni afstöðu Vöku gegn skólagjöldum við Há- skóla Islands. Meirihluti Röskvu viðheldur þessari lygi en þegir yfir hinu sem vert er að taka eftir. Það er að Vaka hefur í mörg ár barist gegn skyldu- greiðslum í Stúdentaráð en Röskva, sem annars ber sér á brjóst fyrir að vera gegn skjóla- gjöldum, virðist ekkert sjá að því að ákveðin skólagjöld séu innheimt svo lengi sem SHI fær hluta af þeim. Þetta er svona svipað og að segja að það sé allt í lagi að stela svo lengi sem maður fái sjálfur hlutaafþýfinu. Ég vil í þessari grein leitast við að svara nokkrum spurningum er varða þetta mál. Vonandi munu þeir stúdentar sem þetta lesa eiga auðvelt með að hrekja kosningalyg- ar Röskvu þegar að þeim kemur. Skólagjöld Þetta háttalag félags- hyggjuaflanna í Háskól- anum, segir Þórlindur Kjartansson, er í besta falli tepruháttur en ang- ar þó sterklega af ríkri tilhneigingu til skoðana- kúgunar. Eins vona ég að þeir sem efast um réttmæti andstöðu við skólagjöld við HI sjái hvar rök Vöku liggja. Rök gegn skólagjöldum við HÍ I fyrsta lagi er rétt að taka fram að Vaka er ekki gegn skólagjöldum eingöngu vegna þess að þau eru skólagjöld eða í hugtakinu sjálfu felist einhver illska. Vaka telur að einstaklingum eigi að vera frjálst að veita þjónustu, svo sem eins og kennslu, án þess að þurfa að treysta á blessun ríkisvaldsins og skattpeninga almennings. Margir virtir og góðir skólar um heim allan eru reknir á skólagjöldum. Þessir skólar eru hins vegar í löndum þar sem virk samkeppni ríkir meðal skóla. Eins má nefna að í flestum þessara landa eru einnig reknir skólar af almannafé. Þetta skapar ákveðið jafnvægi á markaðnum og stuðlar að samkeppni. Þess ber auk þess að geta að þar sem skólagjöld eru há þá eru það fyrst og fremst akademískir annmarkar sem hindra fólki aðgang. Sömu sögu er hins vegar ekki að segja á Islandi. Hér ríkir mjög lítil samkeppni í menntun og því engar forsendur til þess að styrkja enn einokunaraðstöðu Háskólans með því að veita honum heimild til þess að innheimta skólagjöld. Það er mjög gegn grundvallarsjónarmið- um Vöku að álykta sem svo að auk- inn fjáraustur skili nauðsynlega betri árangri. Sagt er að peningar séu drifkraftur þess sem gera þarf - en án samkeppni er hins vegar næsta ómögulegt að vita hvað það er sem gera þarf. Auk þess er Há- skóli Islands rekinn af almannafé og því eðlilegt að skattgreiðendur geri þá kröfu að fólki sé ekki mis- munað um aðgang að ríkisreknum skólum á grundvelli efnahags. Skólagjöld við HÍ leysa því engan vanda þótt öll umræða um málið hljóti að vera af hinu góða því það eru allra hagsmunir að tryggja aukin gæði menntunar á Islandi og bætta samkeppnisstöðu Háskóla Islands á alþjóðavettvangi. Er skoðanakúgun lausnin? Núverandi meirihluti í SHÍ og málpípur hans hafa að undanfömu reynt að viðhalda blekkingum um skoðanir Vöku varðandi skólagjöld. Meðal þess sem gripið hefur verið til er að reyna vísvitandi að slá ryki í augu stúdenta með lítt geðfelldum aðferðum. í nýlegum fréttapésa meirihlutans er því haldið fram að fulltrúar Röskvu hafi samþykkt að árétta andstöðu SHÍ við skóla- gjöldum. Blekkingin felst í því að á fundinum þegar þetta var sam- þykkt lagði Katrín Jakobsdóttir, fulltrúi Röskvu í Stúdentaráði, fram furðulega ályktun þar sem varað var við umræðu um skóla- gjöld í ljósi ummæla menntamála- ráðherra á háskólahátíð í byrjun september. Rök Katrínar og félaga hennar voru eitthvað á þá leið að umræða um skólagjöld kynni að vekja óvissu og óöryggi meðal ein- hverra. Þessa tillögu keyrði meiri- hlutinn í gegn. Vaka lagði fram þá tillögu að SHI áréttaði skýrt og skilmerki- lega afstöðu sína gegn skólagjöld- um. Það var samþykkt þótt formað- ur og framkvæmdastjóri' Stúdentaráðs legðust gegn. Þá vildi Vaka óska eftir því að menntamál- aráðherra gerði hug sinn ljósan varðandi skólagjöld við HI. Þetta felldi Röskva í krafti meirihlutans. Mér virðist það undarlegt að hin- ir svokölluðu hagsmunaverðir stúd- enta velji þá leið í baráttu sinni að skora á fólk að hætta umræðu um tiltekið málefni þar sem umræðan geti skapað óöryggi. Þetta háttalag félagshyggjuaflanna í Háskólanum er í besta falli tepruháttur en angar þó sterklega af ríkri tilhneigingu til skoðanakúgunar. Höfundur er formaður Vöku. SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur Uétintv tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 Ertu hættur að berja konuna þína? Þórlindur Kjartansson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.