Morgunblaðið - 08.10.1999, Qupperneq 34
34 FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
pltrgmmWiílíili
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
VERÐ A GRÆNMETI
ENN kemur á daginn að grænmetisverð á íslandi er svo
hátt að líkja má við okur, þegar verðsamanburður er
gerður milli landa. Það er með ólíkindum að verðmismunur
á einni lítilli grænni papriku sé 403% eftir því hvort hún er
keypt í Reykjavík eða Barcelona. Hvers eiga íslenzkir neyt-
endur að gjalda? Hvers vegna eiga neytendur að þola
heimskulegar reglur, sem engum gera gott, allra sízt ís-
lenzkum garðyrkjubændum?
Kerfið á innflutningi grænmetis er í senn fáránlegt og úr-
elt og veldur svo háu verðlagi, að neytandinn dregur úr inn-
kaupum sínum og gerir hann fráhverfan neyzlu þessarar
hollustuvöru. Þetta bitnar ennfremur á íslenzkri grænmet-
isframleiðslu, sem að gæðum stendur jafnfætis erlendri
framleiðslu.
Fyrirkomulag innflutnings er nú þannig, að svo lengi,
sem einhver innlendur framleiðandi á einhverjar birgðir, er
beitt ofurtollum til verndar framleiðslu hans. Einn fram-
leiðandi getur því ráðið verðlagningu á sinni vöru við vissar
aðstæður. Þetta fyrirkomulag getur valdið íslenzkum garð-
yrkjubændum tjóni til lengri tíma litið vegna andúðar neyt-
enda. Þeim er því sízt greiði gerður með þessu úrelta fyrir-
komulagi.
Verðmyndun á grænmeti hérlendis verður aldrei eðlileg,
fyrr en stjórnvöld átta sig á, að það er nauðsynlegt fyrir
neytendur að hafa óheftan aðgang að innfluttu grænmeti
allan ársins hring án þess að lagðir séu á það ofurtollar.
Innlenda framleiðslan verður að fá tækifæri til þess að
spjara sig í eðlilegu samkeppnisumhverfí, rétt eins og aðrar
atvinnugreinar. Eðlilegt verð myndi vafalaust auka heildar-
neyzlu grænmetis. Innlenda framleiðslan mun einnig stand-
ast þá samkeppni gæðanna vegna, svo og vegna nálægðar
við markaðinn, sem veitir ákveðið forskot í samkeppninni.
Islenzk landbúnaðarframleiðsla er yfirleitt svo góð, að
bændur þurfa ekki að óttast erlenda samkeppni. Kominn er
tími til að taka upp nútímalega viðskiptahætti með græn-
meti sem og aðrar framleiðsluvörur landbúnaðarins.
ENDURSKOÐUN
SKATTALAGA
RÍKISSTJÓRNIN hefur í undirbúningi breytingar á
skattalögum að því er fram kemur í fjárlagafrumvarp-
inu. Þrjú atriði eru nefnd, samræming og lækkun eignar-
skatta, neikvæð áhrif jaðarskatta og samspil bótakerfís al-
mannatrygginga, greiðslna úr lífeyrissjóðum, skattkerfís og
sparnaðar í efnahagslífínu. Allt eru þetta mikilvæg málefni,
sem full þörf er á að sníða að breyttri efnahagslegri stöðu
einstaklinga og þjóðfélagshópa. Má þar sérstaklega nefna
fjölgun eldra fólks og áhrif hennar á útgjöld til lífeyris-,
heilbrigðis- og umönnunarmála.
Sannarlega er kominn tími til að endurskoða skattalögin
og það er ánægjulegt, að Geir H. Haarde, fjármálaráð-
herra, hefur þegar skipað sérstaka ráðgjafarnefnd um þró-
un skattalaga. Henni er m.a. ætlað að meta þörfína á aðlög-
un skattareglna að breytingum á þjóðfélagsháttum og nýj-
ungum á sviði atvinnulífs og viðskipta. Ráðgjafarnefndinni
er ætlað að gera tillögur um breytingar og í því sambandi
er nauðsynlegt að hafa í huga, að skattalögin séu einföld og
skýr og áhrif þeirra svo hlutlaus sem kostur er. Það eru
eignarskattar t.d. ekki, því að sumar eignir njóta skattfrels-
is en aðrar eru að fullu skattlagðar. í vissum tilfellum getur
þó verið nauðsynlegt að beita skattalögum til að ná fram
mikilvægum markmiðum, t.d. að auka sparnað landsmanna.
Skattalög eiga heldur ekki að fæla fólk frá vinnu með því,
að stærsti hluti viðbótartekna hverfí í skattahítina eða
svipti fjölskyldurnar opinberum framlögum (jaðarskattar).
I skattakafla fjárlagafrumvarpsins vantar mikilvægt at-
riði, sem ráðgjafarnefndin þarf að taka upp. En það er veik
staða skattgreiðenda gagvart skattyfírvöldum. Fjölmörg
dæmi hafa verið nefnd í opinberri umræðu síðustu missera í
þessum efnum, nú síðast vegna skattlagningar slysa- og ör-
orkubóta aftur í tímann.
Rétt er að minna fjármálaráðherra og ráðgjafa hans á, að
forsætisráðherra hefur lýst því yfír, að nauðsynlegt sé að
styrkja stöðu skattgreiðenda gagnvart skattyfírvöldum
með því skipa þeim sérstakan umboðsmann.
Heimilið Dvöl í Kópavogi fyrir fólk með geðræna sjúkdóma hefui
Heimilið Dvöl í Kópavogi hefur verið starfrækt í ár.
Brýn þörf er fy
heimili af þessu
Markmið Dvalar, sem
er heimili fyrir fólk með
geðræn vandamál, er
að veita fólkinu athvarf.
Gestirnir heimsækja
Dvöl að eigin frumkvæði
og á eigin forsendum.
Um 30 manns hafa
heimsótt Dvöl að meðal-
tali á mánuði.
HEIMILIÐ Dvöl í Kópavogi,
sem er athvarf íyrir fólk sem
á við geðræn vandamál að
stríða, hefur nú verið starf-
rækt í eitt ár. Dvöl var stofnað að fyrir-
mynd heimilisins Vinjar í Reykjavík.
Sigríður Hrönn Bjarnadóttir, hjúkr- Eyjólfur Kolbeins hefur fengist við myndlist í mörg ár. Ilér er hann í myndlis
unarfræðingur og forstöðumaður Dval- Elvu Jóhannsdóttur, sem heldur þar myndlistarnámskeið u
ar, segir að reynsla þessa árs hafi sýnt
að brýn þörf sé fyrir heimili af þessu
tagi í Kópavogi. Um 1.800 gestakomur
voru á árinu og telur Sigríður að um 30
manns að meðaltali haíi heimsótt Dvöl í
hverjum mánuði.
Dvöl er rekið af Kópavogsdeild
Rauða kross íslands, Kópavogsbæ og
Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á
Reykjanesi og vinna þar þrír starfs-
menn auk sjálfboðaliða. Dyr Dvalar
standa opnar virka daga milli klukkan 9
og 16 og eru allir velkomnir þangað.
Sigríður segir að það sé allur gangm- á
því hversu oft gestir Dvalar komi og
hversu lengi þeir dvelji í senn, sumir
komi daglega og verji öllum deginum
þar en aðrir komi stöku sinnum í stuttar
heimsóknir.
Myndiistarsýning framundan
Sigríður Hrönn Bjarnadóttir, hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður Dvalar.
Mai’kmið Dvalar er að veita fólki sem
á við geðræn vandamál að stríða athvarf
og heimsækja gestirnir Dvöl að eigin
frumkvæði og á eigin forsendum. í Dvöl
fer ekki fram meðferð en gestirnir njóta
þar samvista hver við annan og við
starfsfólk og sjálfboðaliða. Starfsmenn,
sjálfboðaliðai- og gestir hjálpast að við
matseld og önnur heimilisstörf og er
andrúmsloftið á Dvöl hlýlegt og heimil-
islegt.
Gestirnir fást við ýmislegt á daginn,
þarna eru meðal annars bækur og blöð,
tölva og sjónvaip. Einnig er sérstakt
myndlistarherbergi þar sem búin eru til
listaverk af ýmsu tagi og fara fram
myndlistarnámskeið þar öðru hvoru.
Nú stendur einmitt yfir átta vikna
myndlistarnámskeið í umsjón Aðalheið-
ar Elvu Jóhannsdóttur, sem sérhæfir
sig í listmeðferð. Á sunnudag, sem er al-
þjóðageðheilbrigðisdagmánn, verðm'
svo opnuð myndlistarsýning í sjálíboða-
miðstöð Rauða kross íslands við'Hverf-
isgötu 105. Þar verða sýnd verk tíu
listamanna, þeirra á meðal gesta á Dvöl.
Gefur daglegu lífi mikið gildi
Eyjólfur Kolbeins hefur málað mynd-
ir í mörg ár og er meðal þátttakenda á
myndlistarnámskeiðinu í Dvöl. Verk
hans eru meðal þeiira sem sýnd verða á
myndlistarsýningunni.
Eyjólfur segist hafa mikla ánægju af
þvi að heimsækja Dvöi og það gefi dag-
legu lífi mikið gildi. „Fólk sem á við geð-
ræn vandamál að stríða hefur oft slitið
tengsl við íjölskyldu sína, því vandamál-
um þein-a fylgja oft erfiðir skapsmunfr
og annað sem erfitt er að takast á við.
Þess vegna er gott fyrir fólk sem er orð-
ið einangrað að eiga heimili eins og Dvöl
að.“
Sigríður segir að óskandi væri að
fleiri sjálíboðaliðar fengjust til stai'fa
því þá væri hægt að hafa opið um helg-
ar, það væri ekki síst þá sem gestimir
þyrftu á því að halda að geta komið.
„Kvöldin og helgarnar eru sá tími
sem fólk í þessari stöðu þarf oft hvað
mest á stuðningi og félagsskap að
halda,“ segir Eyjólfur. „Margt fólk sem
á við geðræn vandamál að stríða snýr
sólarhringnum við, sefur á daginn og
vakfr á kvöldin og nóttunni. Þetta er af-
leiðing af vanda þess og tengist oft þyí
að geta ekki horfst í augu við daglegt líf.
Því þykfr óþægilegt að vera vakandi
þegai' annað fólk er að starfa af fullum
krafti og finnst skárra að vaka á nótt-
unni.“
Sigríður bendfr á að gestirnfr séu líka
oft mjög félagslega einangraðfr. „Þau
hafa oft á tíðum misst tengsl við fjöl-
skyldu og vini. Helgarnar eru sá tími
sem fólk ver með fjölskyldunni og því
geta þær reynst erfiðar. Þess vegna
væri virkilega gott ef hægt væri að
bjóða upp á starf hér um helgar, en eins