Morgunblaðið - 08.10.1999, Síða 35

Morgunblaðið - 08.10.1999, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1999 35 * • verið starfrækt í ár Morgunblaðið/Árni Sæberg rir tagi itarherbergi Dvalar ásamt Aðalheiði im þessar mundir. og er vantar okkur til þess mannskap.“ Þörf á fleiri sjálfboðaliðum Sigríður segir að miklu myndi muna ef fleiri sjálfboðaliðai- kæmu til starfa hjá þeim. „Við enim að reyna að hafa opið einn til tvo laugardaga í mánuði með hjálp sjálfboðaliða en okkur vantai' fleiri sjálf- boðaliða til að geta aukið enn við tím- ann. Þeir sjálfboðaliðar sem starfa hjá okkur koma einu sinni til tvisvar í mán- uði í svona fjóra tíma í senn.“ Sigríður segh' að þau hafi einnig haft í vinnu hjá sér fólk sem staríi við samfé- lagsþjónustu, það er fólk sem hefur fengið refsidóma sem það afplánar með vinnu í þágu samfélagsins. „Þau hafa komið og unnið hér tímabundið og reynst okkur svo vel að þeirra var sárt saknað þegar þau fóru,“ segir Sigi'íður. Tilraunir hafa verið gerðar meðal gesta Dvalai' með að taka að sér ákveð- in verk og vinna þau saman. Þá hafa þeir til dæmis fengið verkefni eins og að merkja og pakka dreifíritum. Sigríður segii' að góð og skemmtileg stemmning hafí myndast í kringum slíka vinnu og vinnan hafi ekki síður gildi þess vegna. Margii' gestanna séu ekki í fastri vinnu og því sé gott fyrir þá að fínna að þeir geti vel unnið þegar þeh' einsetji sér það. I tilefni eins árs afmælis Dvalai' eim allir áhugasamir boðnir velkomnir að koma og skoða heimilið á sunnudaginn, sem er alþjóðageðheilbrigðisdagurinn. Eins eru allh' velkomnir á myndlistar- sýninguna í sjálfboðamiðstöð Rauða ki'oss Islands við Hverfísgötu, þar sem hægt verðm' að sjá listaverk eftir gesti Dvalai'. Sýningin verður opnuð á sunnu- dag klukkan 12 og verður opin 10. til 22. (pktóber fi'á klukkan 10 tii 16. Ekki átaksverkefni heldur eilífðarverkefni Morgunblaðið/Þorkell Sigurgeir A. Jónsson ríkistollstjóri. Ríkistollstjóri og ríkis- lögreglustjóri undirrit- uðu í vor er leið samn- ing um samstarf í bar- áttunni gegn fíkniefn- um. Sigurgeir A. Jóns- son ríkistollstjóri segir að samningurinn leggi m.a. grunn að markviss- ari miðlun upplýsinga um fíkniefnamál milli embættanna tveggja og auki þar með líkur á ár- angri í baráttunni gegn ólöglegum innflutningi á fíkniefnum. SAMNINGURINN var und- irritaður hinn 15. mars síð- astliðinn en Sigurgeir segir að nokkuð langt sé síðan menn fóru að telja æskilegt að koma fastri skipan á samstarf lögreglu og tollgæslu. I sjálfu sér sé ekki nýtt að þessir aðilar hafi með sér samstarf. „Við höfum í gegnum tíðina átt ágætt samstarf við lögregluna um alls konar mál sem snerta tollalaga- brot, bæði að því er lýtur að fíkni- efnum og eins áfengissmygli,“ segir hann. „Eg mundi líta svo á að samn- ingurinn hefði verið jákvætt innlegg í það samstarf sem fyrir var um þessi verkefni en hann er engin for- senda samstarfsins; að sjálfsögðu ber lögreglunni og tollinum að starfa saman að uppljóstrun mála.“ Sigurgeir segir að á undanförnum árum hafí nágrannaþjóðh’nar verið að vinna í að gera samstarf lögreglu og tollgæslu markvissai-a í fíkniefnamál- um. „ÞehTa niðurstaða hefur verið sú að setja meiri festu í samstarfið til þess að gera það markvissara. Við ákváðum eftir viðræður, ég og Har- aldur Johannessen ríkislögreglu- stjóri, að það væri tímabært að við settumst niður og könnuðum afstöðu manna til þess hvort ekki væri rétt að setja þetta í formlegan búning. Um svipað leyti hafði verið sett á laggirnar nefnd af hálfu dómsmála- ráðuneytisins til þess að koma með tillögur um hvernig mætti reyna að sporna við því óæskilega ástandi sem er í sambandi við smygl á fíkniefnum. Samhliða þessu nefndarstarfi sem lauk í mars var lokið gerð þessa samnings okkar og hann var undirrit- aður og kynntur að nokkru marki á fundi sem við héldum um samninginn sl. vor.“ Samræmd miðlun upplýsinga Sigurgeir segir skammt síðan samningurinn var undirritaður og smátt og smátt sé hann að koma til framkvæmda. „Meginmarkmið samn- ingsins eru þau að styrkja og efla samstarf lögregl- unnar og tollgæslunnar og skapa möguleika á betri árangri í baráttunni við ólög- legan innflutning fíkniefna. Við ætl- um að stuðla að aukinni menntun lögi'eglumanna og tollvarða; sam- ræma og stuðla áð markvissri miðl- un upplýsinga; efla samvinnu um þjálfun og notkun fíkniefnaleitar- hunda; skapa ákveðinn farveg fyrir meira samráð fyrir yfirstjórn lög- reglunnar og tollgæslunnar og reyna að samhæfa betur öll okkar vinnu- brögð í markvissri baráttu gegn fíkniefnasmyglurum. Jafnframt vai' meiningin að sameinast að einhverju marki um samnýtingu tækjabúnaðar sem við notum við eftirlitsstörf." En hvernig birtist árangur auk- innar samvinnu í daglegum störfum tollvarða og lögi’eglumanna? „Það má segja að þetta birtist fyrst og fremst gagnvart þeim aðilum sem eru mest í því eftirliti sem snýr að fíkniefnamálum, t.d. tollvörðum á Keflavíkurflugvelli, í Reykjavík og lögreglumönnum í fíkniefnadeild lög- reglunnar í Reykjavík. Þessir aðilar starfa með einum eða öðrum hætti saman að úrlausn- um verkefna. Það kom fram síðast í þessu stóra fíkniefnamáli. Þar hafa tollverðir í Reykjavík og lögreglan unnið mjög náið sarnan," segir Sig- urgeir og nefnir að tollverðir og lög- reglumenn hafi saman gert húsleitir í tengslum við stóra fíkniefnamálið. „Arangurinn birtist í því að menn fara að vinna markvissar að málum, meðal annars með því að skiptast á upplýsingum til þess að mönnum sé nokkuð ljóst hvar vandamálin liggja, hvaða aðila við eigum að glíma við, hvaða flutningsleiðir er um að ræða og hverjir það eru sem eru að flytja varning- inn til landsins. Hið dag- lega starf er fyrst og fremst í höndum viðkom- andi lögregluembætta og tollstjóraembætta. Þessir aðilar reyna þá að skiptast á upplýsingum, til þess að reýna að upplýsa mál eða grípa til aðgerða þegar svo ber und- ir.“ „En þessi samningur er til þess að gera nýundirritaður. Menn eru að vinna að því núna að koma honum að fullu til framkvæmda með því að koma á ákveðnum samráðsnefndum og samstarfshópum sem koma til með að vinna enn frekar saman. Hér hjá Ríkistollstjóra komum við fyrst og fremst að heildarskipulagningu starfanna, sem eins og ég sagði fer fyi'st og fremst fram úti í tollstjóra- og lögreglustjóraembættunum." Samtvinnað hlutverk Fyrir nokkrum árum voru fréttir af samstarfsörðugleikum lögreglu- manna og tollvarða um rannsóknir fíkniefnamála og Sigui'geir segir að e.t.v. hafi samskiptamál komið upp einhvern tímann. „Eg hugsa að skýr- ingin hafi verið sú að menn höfðu ekki komið á skipulagi að því er varðar upplýsingaflæðið milli lög- reglu og tollgæslu. Ég held að eitt mikilvægasta atriðið til þess að gott samstarf geti verið sé að menn skipt- ist á upplýsingum. Sé það ekki gert er alltaf hætta á misklíð milli þeirra sem koma að þessum verkefnum. Eftirlitshlutverk tollgæslunnar og lögreglunnar á þessu sviði er svo samtvinnað að þarna verður að vera mjög gott samstarf. Með þessum samningi erum við að leggja til að tollyfirvöld og lögregluyfii'völd komi skikki á miðlun upplýsinga, ekki ein- göngu sín á milli, heldur einnig upplýsingum sem streyma til okkar erlendis frá. Við erum með sam- starf við erlend tollyfir- völd og lögreglan við er- lend lögi'egluyfirvöld. Þessir aðilar senda okkur upplýsing- ar og það er ekki nægilegt að upplýs- ingar sem koma frá tollyfirvöldum erlendis stöðvist hjá okkur, slíkar upplýsingar þurfa þar sem við á að eiga greiðan aðgang til lögreglunnar þannig að það sé gripið á öllum þátt- um þessara mála.“ Sigurgeir segist þannig telja að samningurinn verði til að styrkja samstarf tollgæslu og lögreglunnar og trúnaðartraust varðandi upp- ljóstrun svona mála. „Við erum líka að skoða miðlun upplýsinga í gegnum gagnagrunn, sem gæti hjálpað okkur mikið að koma upplýsingum á allar okkar útstöðvar, þannig að allir þeir lögreglumenn og tollgæslumennn, sem vinna að þessum málum, hafí að- gang að upplýsingunum. Vissulega þurfa þessar upplýsingar að fara leynt á vissum stigum en engu að síð- ur þurfa menn að hafa aðgang að þeim ef þeir eiga að geta sinnt sínum verkefnum og náð árangri." Aðspurður segir Sigurgeir að e.t.v. megi segja að þessi upplýsingaskipti hafi ekki verið nógu góð fram að þessu en samningnum sé ætlað að bæta úr því. Sigurgeir segir að menn séu smátt og smátt að gera sér betur og betur grein fyrir því að fíkniefnasmygl og fíkniefnaneysla hefur verið að aukast í þjóðfélaginu. „Það hefur verið gripið til úrræða til þess að sporna við þessu smygli en ég held að það hljóti að vera mjög mikilvægt að hafa skýrar leikreglur til að fara eftir varðandi samstarfið. Nú hafa menn reynt að binda niður hvemig eigi að ná há- marksárangri með þeim úmæðum sem tollurinn og löggæslan hafa til þess að upplýsa slík mál eða koma í veg fyrir að fíkniefni berist til lands- ins. Én það er ljóst að lögreglan og tollgæslan munu aldrei geta sigrast á þessu vandamáli, það þurfa aðrir að koma að þessu starfí með okkur. 25 milljóna króna átaksverkefni Ég held að það sé mjög mikilvægt að landsmenn allir geri sér grein fyrir því hversu geigvænleg hætta er varð- andi þennan innflutning og hversu illa fer fyrir mörgu því fólki sem ánetjast þessum efnum. Það er líka mikilvægt að þeir sem eru við æðsta stjórnvöl- inn geri sér grein fyrir því að þessi verkefni eru ekki tímabundin. Éyrir þremur árum fór í gang átaksverk- efni þar sem ríkisstjórnin lagði einar 25 mUljónh' til tollgæslunnar og 35 milljónir til lögreglunnar árlega. Þessum fjármunum hefur verið vel varið til þess að reyna að stemma stigu við fíkniefnasmyglinu. Þetta verkefni var ráðgert í þrjú ár, nú er þeirri fjárveit- ingu sem menn töluðu um að verja tU þessa átaksverkefnis lokið en verkefninu er ekki lokið.“ Er þessar 25 milljónir ekki að finna í fjárlagafrumvarpinu sem nú hefur verið lagt fram? „Ég hef ekki séð fjárlagafrumvarpið og get ekki alveg tjáð mig um þetta en ég vona að við gerð fjárlagafrumvarpsins fyr- ir árið 2000 hafí verið gert ráð fyrir að hæfílegum fjármunum hafi verið varið til þessa málaflokks. Þetta eru ekki nein þriggja ára verkefni, held- „ ur eilífðarverkefni,11 sagði Sigurgeir A. Jónsson ríkistollstjóri. Tollverðir og lögregla vinna náið saman Fleiri aðilar verða að koma til sögunnar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.