Morgunblaðið - 08.10.1999, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 08.10.1999, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1999 41 HESTAR inn. Hreingengir, fullkomlega þægir hestar eru ekki á hverju strái. Svo mikið er víst. Ungir hestar, 5-6 vetra, eru ekki þeir sem þetta fólk þarf. Heldur gaml- ir, skólaðir hestar. Eg hika ekki við að mæla með því að fólk sem hefur orðið hrætt fái sér 12-16 vetra hesta.“ Pukrast með kjarkleysi Sigrún segir að þrátt fyrir að það útheimti mikla þolinmæði að kenna fólki sem misst hefur kjarkinn sé það ákaflega skemmti- legt og gefandi starf. Hún segir að upphaflega hafi aðallega konur leitað sér hjálpar en karlar geri það nú í auknum mæli. „Ég hef reynt að átta mig á hvað gerist í tilfinningalífi þess sem allt í einu missir kjarkinn," segir hún. „Ég hef ekki lent í þessu sjálf en þegar dóttir min missti kjarkinn eftir barnsburð jókst skilningur minn. Þótt ég hafi ekki áttað mig á því strax hversu illa hún hafði farið út úr þessu komst ég að því seinna.“ Sigrún segir að þegar hún byrj- aði með námskeiðin hafi verið puki-ast mikið með þetta vanda- mál. Núna er fólk farið að sjá að það lenda margir í þessu og hægt er að fá hjálp. Hún segist oftast bjóða upp á einkatíma eða að tveir og tveir komi saman. Hún telur að það sé jafnvel enn betra því þeir fá stuðning hvor frá öðrum. Aldrei eru þó fleiri en fjórir í hóp. Tekur tíma að yfirvinna hræðslu „Ég held að ástæðan fyrir því að fólk leiti sér meira hjálpar nú en áður sé meðal annars sú að það fer í auknum mæli í hestaferðir á sumrin. Hver vill ekki fylgja sínum hópi og upplifa allt sem slíkar ferð- ir hafa upp á að bjóða? Það er ekk- ert gaman að koma í áfangastað og allir eru að tala um atburði dagsins en þú stígur út úr bílnum og hefur misst af öllu. Ég reyni að fylgjast með nem- endum mínum áfram og yfirleitt er árangurinn góður. Ég er til dæmis mjög ánægð með að tvær konur sem ég tel að hafi verið hvað hræddast stunda báðar hesta- mennsku núna. Staðreyndin er að það er hægt að yfírvinna þessa of- boðslegu hræðslu sem fólk upplif- ir, en það tekur tíma. Fyrir þá sem standa þeim hrædda næst er best að beita ekki of miklum þrýstingi en reyna að benda á lausnir og veita stuðning. Ekki segja fólki að vera ekki með þessa vitleysu því fólk getur ekkert að þessu gert. Ætli þetta sé ekki svipað og þjást af flughræðslu.“ Símar 557 2000 og 557 7100 Skemmuvegi 36 Bleik gata Kópavoqi -/elinet Fegurðin kemur innan frá Laugavegi 4, sími 551 4473 ESTEE LAUDER KYNNIR / Pure Color naglalakk Hreinir litir. Hreinar línur. Hreint frábært. Nýja naglalakkið, „Pure Color", frá Estée Lauder, stendur undir öllum væntingum þínum. Fæst í 20 freistandi litum, í flösku sem er hreint listaverk. Vertu velkomin og kynntu þér nýju litina. Ráðgjafi frá Estée Lauder verður í versluninni Clöru í dag og á morgun, laugardag. Kringlunni Sími 568 9033. HAGKAUP Meira úrval - betri kaup Tilboðið gildir 8.-10. október. m
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.