Morgunblaðið - 08.10.1999, Side 43

Morgunblaðið - 08.10.1999, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 8. OKTOBER 1999 431-' MINNINGAR m Eftir að Bergmál fluttist með or- lofsvikurnar að Sólheimum í Gríms- nesi, hefur komið til okkar, - síðasta kvöld dvaiarinnar, - heiðursfólkið sem skipar „Vinabandið" í Gerðu- bergi og sungið og leikið fyrir dansi. Allir, jafnvel þeir sem bundnir eru við hjólastóla, dansa af hjartans lyst. A þessum kvöldum lét Asa sitt ekki eftir liggja, enda jafnvíg að dansa bæði sem dama og herra, og það var sungið og hlegið dátt. Ása okkar var líka svo trygg vin- um sínum að hún lagði oft mikið á sig til að geta verið með okkur á samkomum þeim sem Bergmál hef- ur staðið fyi-ir. En nú skiljast leiðir um sinn. Við vissum ekki, Berg- málskonumar, sem heimsóttum hana og hlógum með henni inni á sjúkrastofunni og kvöddum svo að lokum, að þetta væri hinsta faðm- lagið okkar. Svo reyndist þó vera. Þessi kæra vinkona mun lifa í minn- ingunni svo lengi sem við verðum hér og það eru okkar forréttindi að hafa átt hana að vini. Elsklegu systrunum hennar, Guðdísi og Rögnu Maríu, bömum hennar og ástvinum öllum sendum við okkai’ innilegustu samúðar- kveðjur. Guð blessi ykkur öil. Fh. Bergmáls, Kolbrún Karlsdóttir. Hún Ása er farin, horfin burt úr þessum heimi. Eftir sitjum við með minningarnar um ljúfa konu sem reyndist okkur eins og besta mamma þótt við værum ekkert skyldar henni. Við kynntumst Ásu í gegnum börnin hennar, en við tók- um út vaxtarverki unglingsáranna með þeim og þá var oft glatt á hjalla og margt brallað á nesinu. Alltaf var tekið á móti okkur opnum örm- um þegar við komum þangað, hvort sem var á nóttu eða degi, og þolin- mæði hennar og langlundargeð var með ólíkindum þar sem gassagang- urinn í okkur var annars vegar. Þegar við eltumst og stofnuðum okkar eigin fjölskyldu minnkaði sambandið en rofnaði aldrei. Elsku Ása, þakka þér fyrir alla tryggðina, þolinmæðina og hlýjuna. í rökkurró hún sefur með rós að hjartastað. Sjá, haustið andað hefur í hljóði á liljublað! Við bólið blómum þakið er blækyr helgiró. Og lágstillt lóukvakið er liðið burt úr mó. í haustblæ lengi, lengi um lyngmó titrar kvein. Við sólhvörf silfrinstrengi, þar sorgin bærir ein. (Guðm. Guðm.) Elsku Ingólfur, Palla, Ási, Gulli, Baldvin og fjölskyldur. Þegar fram líða stundii- munu fallegar minning- ar koma í stað sársaukans. Við biðj- um guð að styrkja ykkur. Gunnhildur, Jensey og fjölskyldur. Elsku frænka. Að vita þig dána, vina mín, það veldur mér sárum harmi. A leiði þitt sólin sæla skín og signir það ljóssins armi. En þegar ég hugsa heim til þín, þá hrynja mér tár af hvarmi. Hve oft hefur reynslan, sæt og súr, á sorgarstrengina spilað? Og hver getur innt við andláts dúr, að ekkert hafi hér bilað? En hreinu sem kristalli heimi úr var hjartanu þínu skilað. Þín minning sem sólin skæra skín, það skal okkar söknuð lina. Já, þökk fyrir æskuárin þín og alla dagana hina, ég legg þessi visnuðu laufblöð mín á leiði þitt, elsku vina. (Herdís og Olína Andrésdætur.) 4 Elsku Ása mín, hafðu þökk fyrir allt og Guð geymi þig um alla eilífð. Eg vil votta öllum aðstandendum mína dýpstu samúð. Ingveldur Gunnarsdóttir. OLAFUR GISSURARSON + Ólafur Gissur- arson fæddist í Byggðarhorni í Flóa í Árnessýslu 17. júní 1912. Hann lést á Borgarspítal- anum í Reykjavík 29. september síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Gissur Gunnarsson, f. 6. nóvember 1872 í Byggðarhorni, d. 11. aprfl 1941, og Ingibjörg Sigurðar- dóttir, f. 30. maí 1876 í Langholti í Hraungerðishreppi, d. 10. ágúst 1959. Systkini Ólafs eru: Margrét, f. 26. júlí 1897, látin; Gunnar, f. 26. júní 1898, látinn; Sigurður, f. 6. desember 1899, látinn; Jón, f. 18. aprfl 1901, lát- inn; Óskar, f. 10. maí 1903, lát- inn; Margrét, f. 4. júlí 1904, lát- in; Ágúst, f. 22. ágúst 1905, lát- inn; Vigdís, f. 2. maí 1907, látin; Stefanía, f. 9. febrúar 1909, lát- in; Þórný, f. 8. febrúar 1910; Helga, f. 28. maí 1911, látin; Bjarnheiður, f. 29. nóvember 1913; Kjartan, f. 30. nóvember 1914, látinn; Geir, f. 30. maí 1916, og Sigurður, f. 21. nóv- ember 1918, látinn. Árið 1944 kvæntist Ólafur Jónu Oddnýju Guðmundsdótt- ur, f. 12. febrúar 1915, frá Bæ í Hrútafirði og lifir hún mann sinn. Hún er dóttir Guðmund- ar G. Bárðarsonar jarðfræðings frá Bæ og Helgu Finns- dóttur frá Kjörs- eyri. Ólafur og Jóna eignuðust tvö börn: Guðmund, hagfræðing, Iektor við Háskóla íslands, f. 9.10. 1947, og Jó- hönnu Guðrúnu Ólafsdóttur, ljós- myndara hjá Árnastofnun, f. 13.1. 1949. Börn Guðmundar eru: Ólafur, f. 10.1. 1965, Hall- ur 12.7. 1970, og Haraldur 13.10. 1973, en Hallur á Hildi Þóru, f. 7.8. 1998. Jóhanna á Helgu Gerði, f. 23.4. 1975, og Höllu Oddnýju, f. 30.9. 1987. Ólafur hóf snemma almenna verkamannavinnu og sjó- mennsku. Eftir að hann festi ráð sitt vann hann lengst af verkamannavinnu í Mjólkur- samsölunni í Reykjavík, utan hálft ár, sem hann gegndi stöðu fangavarðar í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Útför Ólafs fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Þegai’ mér barst fregnin af and- láti Olafs Gissurarsonar kviknuðu minningar frá þeim tíma er ég ungur lögfræðingur réðst til starfa fyrir Verkamannafélagið Dags- brún. Það var nýmæli í starfi fé- lagsins að ráða til sín háskóla- menntaðan mann og því kannski á blindan að róa með hvernig til tækist. Það var í tíð Eðvarðs Sig- urðssonar og Guðmundar J. að ég fékk þetta tækifæri til að kynnast brautryðjendum verkalýðshreyf- ingarinnar og því bakiandi sem fé- lagið átti allt frá baráttuárum þriðja, fjórða og fimmta áratugar- ins. Ólafur Gissurarson var einn þessara manna í baklandinu. Hann var fæddur í Byggðarhorni í Flóa 17. júní 1912. Þá stóð svo á að ver- ið var að reisa nýtt íbúðarhús svo sveinninn ungi var lajgður í jötu eftir fæðinguna. Olafur hóf snemma launavinnu, bæði til sjós og lands. Hann kvæntist eftirlif- andi konu sinni Jónu Guðmunds- dóttur árið 1944 og starfaði lengst af síðan hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík. Ólafur lét af störfum árið 1982, þá sjötugur. Vinnustað- ur Ólafs, Mjólkursamsalan, var einn af þessum lykilvinnustöðum Dagsbrúnarmanna í kjarabarátt- unni, ásamt Reykjavíkurhöfn, Tog- araafgreiðslunni, Áburðarverk- smiðjunni og olíufélögunum. Baklandið var öflug sveit manna sem stóðu vörð um hagsmuni fé- lagsins og mynduðu trúnaðarráð með tengsl út í þá vinnustaði sem mestu máli skiptu ef og þegar verkfallsvopninu var beitt í hörð- um átökum um það sem okkur í dag finnst sjálfsagðir hlutir. En hverjir voru þessir menn? Eftir á að hyggja voru þetta greindir, samviskusamir, heiðarlegir bar- áttumenn og eldhugar með sterka félagslega samkennd sem vildu lyfta þjóð sinni til mennta og vel- megunar. Sjálfir voru þeir ekki skólagengnir, oftast sakir fátæktar og örbirgðar í æsku eða að skóla- lærdómur var ekki á dagskrá í því þjóðfélagslega umhverfi sem þeir voru sprottnir úr. Engu að síður voru þetta menntaðir menn á sína vísu, áttu sér hugsjónir, voru vel lesnir og fóru með kveðskap og ljóð. Ólafur Gissurarson var maður Einars Benediktssonar. Ólafur drakk í sig Einar þegar í æsku og vildi sem minnst af öðrum skáldum vita eftir það. Einar mótaði hugs- un og lýsti fram á veginn upp úr örbirgð og vesæld liðinna alda þegar hann eggjar þjóð sína tii dáða í Islandsljóði sínu: Þú fólk með eymd í arf! Snautt og þyrst við gnóttir lífsins linda. Litla þjóð, sem geldur stórra synda. Reistu í verki Viljans merki, - Vilji er allt sem þarf. í kreppu þriðja áratugarins hrifu þessi eggjunarorð Ólaf Gissurarson og hann gekk til liðs við Einar í bar- áttunni ævinlega síðan: Sjá hin ungborna tið vekur storma og stríð, Leggur stórhuga dóminn á feðranna verk, - Heimtar kotungum rétt, - og hin kúgaða stétt hristir klafann og sér hún er voldug og sterk. Það þarf því ekki að undra að ungur maður austan úr Flóa skuli ganga til liðs við Verkamannafélag- ið Dagsbrún í Reykjavík: „Allt skal frjálst, allt skal jafnt, réttan skerf sinn og skammt á hvert skaparans bam, allt frá vöggu að gröf.“ Það var um það leyti sem Ólafur var að hætta störfum fyrir aldurs sakir að hann kom oft í heimsóknir niður á Dagsbrúnarskrifstofu, ekki bara til ræða verkalýðs-, kjara- og velferðarmálin og það að vera kom- inn á lífeyri, heldur var Ólafi líka mjög svo umhugað um böm sín og vildi stundum ræða við mig um þeirra hag og líf. Samt var Ölaíúr dulur maður og flíkaði ekki tilfinn- ingum en gamansemi var honum töm. Hann var hógvær og látlaus og barst ekki á en lét sig þeim mun meir varða hag annarra og velferð. Við sem nú horfum fram til nýrrar aldar á einum mestu velmegunartímum sögunnar gerum okkur oft ekki grein fyrir þeirri fómíýsi, elju og baráttu sem menn eins og Ólafur Gissurar- son háðu drifnir eldmóði skáldskap- arins, trú og vilja til að umbreyta þjóðfélaginu og hag fólksins. Við stöndum í þakkarskuld við þessa menri, þeir lögðu drög að menntun- inni, skópu velferðarkerfið og reistu homstein að þeirri auðsæld sem þjóðin býr við í dag. Ég fékk tæld- færi til að kynnast og starfa með þessum brautryðjendum. Viðhorf þeirra og ósérhlífni eru mér dýrmæt reynsla. Fyrir það vil ég þakka um leið og ég votta aðstandendum sam- úð mína. Blessuð sé minnig Ólafs Gissurarsonar. Skúli Thoroddsen. aldrei hugsað svo langt að þurfa að segja við sjálfan mig að hann afi minn væri dáinn. Þegar langafa- bamið Hildur Þóra dóttir okkar hjónaleysanna var skírð þá ljómaði afi og lék við hvem sinn fingur. Ailir töluðu einmitt um það hve þessi strákslegi öldungur væri hress. Eng- um hefði dottið í hug að ári síðar væri hann ekki lengur meðal okkar. Við afi áttum margar skemmtileg- ar stundir saman, og eru mér þó þær eftirminnilegastar stundnnar í Eskihlíðinni þegar hann kom ör- þreyttur heim úr vinnu og eitthvert okkai’ bamabarna hans bað hann að koma að leika. Oftast var afi mera en tilbúinn til þess. Spaugileg tilsvör og margt annað sem hann sagði var ég ekkert viss um að væri kerskni í þá daga en skil mætavel í dag. Afi hafði alltaf eitthvað fyrir stafni. Eftir að hann lét af störfum í mjólkurstöðinni fór hann daglega út að ganga á meðan honum entist fótaburður til og gekk þá iðulega milli vina og systkina til að heim- sækja þau. Stundum gekk hann bai-a niður í miðbæ og aftur upp í Bólstaðarhlíð tii að gera eitthvað. Hann hafði líka gaman af að horfa á fótbolta og þar lágu leiðir okkar stöku sinnum saman síðustu árin. Við gátum setið og bölvað hvor í kapp við hinn yfir þeim ósköpum sem fram fóru á græna skikanum í sjónvarpinu. Þær stundir vom hins vegar allt of fáar. Hér á árum áður þegar ég bjó nánast í næsta húsi við afa og ömmu var ég daglegur gestur hjá þeim og stundum fékk ég að gista. Þá var svo gaman að fá að horfa á sjón- varpið fram að dagskrárlokum og lesa síðan Andrésai- andar-blöð áð- ur en farið var að sofa. En stundum var ekki horft á sjónvarpið eða blað- að í teiknimyndablöðum... þá gat afi spjallað við mann þar til augun lok- uðust. Oft sagði hann frá afrekum sínum á sjónum .eða sögur frá út- löndum, sögur af ættmennum okkar og svo mætti lengi telja. Undir það síðasta lá afi á Sjúkra- húsi Reykjavíkur og þangað heim- sóttum við Ásdís Huld og Hildur Þóra hann. Afi hafði ekki verið sér- staklega hress en lifnaði allur við þegar hann sá langafastelpuna sína. Við færðum honum líka fréttir af þvi að framtíð ættarinnar væri nokkuð björt þar sem við ættum von á öðru barni og þá brosti hann eins og hann mögulegast gat og mér fannst eins og hann hefði fundið ákveðinn frið við að fá þær fréttir. Mér þótti líka vænt um að hann fengi fréttimar fyrstur. Þegar ég fór að leiða hugann að þvi hvemig ég gæti kvatt afa þá held ég að svolítill grailaraskapur sé við- eigandi. Því valdi ég textabrot eftir Bjartmar Guðlaugsson úr ljóðinu Afi sem Björk Guðmundsdóttir söng eitt sinn. Þó svo að heildartextinn vísi í allt annað en hann afa minn þá finnst mér þetta brot lýsa honum vel. Hann afi stundum segir mér hve hrikalega virtur okkar ættstofn er, útfríkaðir fræðimenn - fyndnir og allt. Á Borginni dansaði hann Vikivaka. Hallur Guðmundsson. Deyrfé deyja frændur deyr sjálfur ið sama En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur (Hávamál) varð væntumþykja þín svo fölskva- laus að ekki setti að manni efa um að hún væri sönn, þú varst stór og fallegur maður jafnt í sjón sem raun. En þú hafðir þínar skoðanir o£'' lést þær í ljósi ef þér þótti þörf á og ef þér þóttu gerðir manns óskyn- samlegar þá fékk maður að heyra það og oftast hafðir þú nokkuð til þíns máls og sjálfur átti maður inni fyrir athugasemdunum. Þú sýndh’ umhyggju þína með því að leiðbeina, með þvi að gefa. Að gefa litlu bai’ni gott í munn eða hossa á hné um leið og þú raulaðir vísukorn, það var þín leið til að segja og sýna ást þína og væntumþylgu. Hann fékk ekki fáa súkkulaðimolana og vísukomin frá þér hann nafni Jt, þinn og gott þótti honum að stinga lítilli hönd í þína stóru og sterku, þá þurfti nú ekki að óttast hættur heimsins. Þú krafðist ekki mikils fyi’ir sjálfan þig, ferð til útlanda öðru hvoru eða bara göngutúr niður í bæ. Og nú er ferðin þín á enda að þessu sinni, ferð þar sem skiptust á skin og skúrir eins og verða vill í líf- inu. Mér og mínum varst þú alla tíð svo einstaklega góður og fyrir það vil ég þakka um leið og ég kveð þig í hinsta sinn og óska þér góðrar ferð- ar á nýjum leiðum. Elsku Jóna og fjölskylda, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Kolbi-ún Vigfúsdóttir. Fyrstu minningar mínar frá Reykjavík eru bundnar heimili Olafs og Jónu, móðursystur minnar í Hlíðunum. Þar lét umferðarniður borgarinnar engu síður vel í eyrum en fuglasöngurinn heima og ógleymdur er sá stuðningur sem þau sýndu unglingsstúlku sem sat sumarlangt við dánarbeð föður síns. Síðar voru það stúlkurnai’ mínar tvær sem Olafur tók á hné sér, strauk um kollinn og laumaði í litla^ lófa góðgæti. Til Jónu og Olafs var ævinlega gott og gaman að koma. Þau tóku gestum sínum fagnandi og oftar en ekki voru þeh’ leystir út með gjöf- um. Olafur kunni öðrum mönnum fremur að bh-ta í verki elsku sína og umhyggju með þeim hætti að auð- velt var að þiggja, „ég átti leið hjá“, „mér áskotnaðist" eða „hún Jóna sendi“. Þannig er Ólafi best lýst. Þau ár sem við bjuggum fjarri heimahögum sáu þessi ágætu hjón um það að við gætum haldið íslensk jól. Veisluföngin voru ekki skorin við nögl frekar en fyrri daginn þó ævinlega væri lítilræðið afsakað. Engin furða að yngsti fjölskyldu- meðlimurinn gerði sér þá mynd af^ Islandi að þar væru menn betri öðr- um mönnum sem þó hefur tekið þeim breytingum að á við Ólaf einan og hana Jónu, sem nú sér á bak fé- laga sínum og samferðamanni. Um ieið og við þökkum Ólafi allt það góða sem hann skilur eftir sig vottum við Jónu okkar dýpstu sam- úð. Lena, Þórunn og Vala. Hann afi minn er dáinn. Ég hafði Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka fyrir þá gæfu að hafa feng- ið að þekkja þig, Ólafur Gissurar- son, í rúm 34 ár. Sumum okkar læt- ur best að fara mikinn í orði en þú varst ekki slíkur maður. Þú varst maður góðra verka fyrst og fremst, að vinna af samviskusemi það sem þér var falið, að hugsa vel um þína. Sagðir ekki endilega svo margt með orðum, en þess meira með gjörðum og viljinn til að hjálpa og gleðja aðra var það sem einkenndi þig. Þú vildir fylgjast með hvernig fólki farnaðist í lífinu og þess vegna spurðir þú svo oft „er eitthvað að frétta af..." Fyrir þér voru allir jafnir og þess vegna Skila- frestur mmmng- argreina EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudags- blaði ef útfor er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðjudagsblað þai’f grein að berast fyrir hádegi á fóstudag. í miðvikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fjTh’ hádegi tveimm’ virk- um dögum fyrir bh’tingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem piáss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.