Morgunblaðið - 08.10.1999, Qupperneq 46
■3*16 FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
+ Birgir Þór
Högnason fœdd-
ist í Reykjavík 18.
febrúar 1974. Hann
lést 3. október síð-
astliðinn. Foreldrar
hans eru Hadda
Halldórsdóttir, f.
10. júní 1947, og
Högni Björn Jóns-
son, f. 4. ágúst 1942.
Systur Birgis eru 1)
Esther Gerður, f.
13. ágúst 1966, gift
Marteini Karlssyni
og eiga þau tvær
dætur, Höddu Rak-
el og Magneu Rut. 2) Þórunn, f.
10. apríl 1971, sambýlismaður
hennar er Brandur Gunnarsson
og eiga þau einn son, Tristan
Þór. Þórunn átti fyrir Aron
Högna.
Birgir starfaði á bifreiða-
verkstæði föður síns til hinsta
dags.
Utför Birgis fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Ég hef augu mín til fjallanna: Hvaðan
kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá
Drottni, skapara himins og jarðar.
(Sál. 121:1-2)
Við vöknum á óvenjulega fögr-
um haustdegi og víðs fjarri er
hugsun um að eitthvað geti komið
fyrir hjá þeim sem okkur þykir
vænt um. En aldrei getum við
verið viss um að okkar nánustu
séu með okkur að kvöldi hvers
dags. Það er eins og allir litir
ýþaustsins hverfi og við neitum að
trúa. „Ó, góði Guð, láttu þetta
ekki vera satt.“ En við verðum að
sætta okkur við orð-
inn hlut. Nú hefur
sorgin barið að dyr-
um hjá elsku systur
minni og fjölskyldu,
hann Biggi er dáinn.
Minningarnar
streyma fram. Ég
man febrúardaginn
sem hann fæddist. Ég
hélt kannski að ég
fengi hann í afmælis-
gjöf, það munaði að-
eins tveimur dögum.
Og hamingjan var svo
mikil hjá foreldrum
hans og systrum að fá
þennan litla bróður og svo sann-
aralega var hann umvafinn ást
þeirra og umhyggju alla tíð. Ég
man alltaf athyglina sem Hadda
systir mín vakti með börnin sín
þrjú: Esther Gerði með svarta
hárið, Þórunni með ljósa hárið og
Birgi með rauða hárið sitt. Ég
man hann með pabba sínum,
endalaust voru þeir að gera eitt-
hvað skemmtilegt saman. Ég man
þegar þeir smíðuðu saman flotta
kassabílinn austur á Hörgslandi
og þeir voru stoltir feðgarnir þeg-
ar hann var prufukeyrður. Saman
unnu þeir á bílaverkstæðinu hjá
Högna frá því Birgir var ungling-
ur enda áhugamál hans að finna
þar. Einstakt samband var alltaf
á milli þeirra feðga. Nú eiga þau
aðeins eftir minningarnar um
hann og öll skemmtilegu tilsvörin
sem hann notaði svo oft. Nú er
elsku Biggi okkar farinn, hann
fékk aðeins 25 ár með okkur.
Elsku Hadda mín, Högni, Esther
Gerður, Þórunn og fjölskyldur.
Megi góður Guð vernda ykkur öll
og styrkja í þessari miklu sorg.
MINNINGAR
Við Berti samhryggjumst ykkur
af öllu hjarta og vonum að minn-
ingin um Bigga ykkar verði alltaf
ljósið í lífi ykkar.
Þið sem hafíð góðvin grátið
góðu vinir! huggast látið:
skoðið lífsins lögmál rétt.-
hæfileikar líf og gengi
lánað er en - hversu lengi?
fram gat enginn samning sett.
Drúpum höfði í hljóðri lotning
hér er reynslan orðin Drottning.
Drottinn fylltu skaðans skarð
kólga böls þótt klofni í stafni
kveð ég vin í Jesú nafni,-
Trúin gefur glæstan arð.
(J.H.)
Erla.
Elskulegur frændi minn, Birgir
Þór Högnason, hefur verið kallað-
ur frá okkur svo allt, allt of fljótt.
Hvers vegna? spyrjum við en fá-
um víst engin svör. Hvernig eig-
um við að skilja þegar ungur mað-
ur sem á alla framtíðina fyrir sér
er tekinn frá okkur í blóma lífs-
ins? Við höfum engin svör, við
getum ekki skilið það.
Ég og Biggi vorum systrabörn
og aðeins ár og einn dagur á milli
okkar, þannig að við urðum bestu
vinir þegar við vorum börn. Okk-
ur fannst alltaf rosalega merki-
legt að svona stutt væri á milli af-
mælisdaganna okkar, ég 17. febr-
úar og hann 18., sem þýddi það að
við vorum jafn gömul í einn dag.
Ég og Biggi brölluðum ýmislegt á
okkar yngri árum og ýmislegt
hefði mæðrum okkar ekki litist á
ef þær hefðu vitað af því. Biggi
var eldri og hugrakkari, en alltaf
tókst honum að mana mig áfram
hvort sem það var að hoppa niður
af húsþökum eða setjast fram á
ystu brún þegar við höfðum
klifrað upp á fjallið á Hörgslandi.
En hann passaði nú líka upp á
mig og hjálpaði mér ef ég gat ekki
leikið listir hans eftir. Margar
góðar minningar eru frá Hörgs-
landi þar sem við gátum leikið
okkur frjáls með dýrin allt í
kringum okkur. Ég get ekki ann-
að en brosað þegar ég minnist
þess þegar við vorum að gera
okkar framtíðaráform þar. Við
ætluðum að búa tvö saman á
Hörgslandi og hafa fullt af dýrum,
sérstaklega hunda og hesta, því
þá þurftum við til að ná í meira
Cocoa-Puffs í kaupfélagið. Lífið
var svo einfalt og gott. Þegar tími
var kominn til að fara heim úr
sveitinni gengum við tárvot á milli
dýranna og kvöddum hvert og
eitt. Skemmtilegt þótti okkur líka
að fá að labba frá Keldulandinu
yfir Fossvogsdalinn yfir til Ömmu
í Kópí og helst að fá að sofa eins
og eina nótt. Amma tók alltaf vel
á móti okkur og átti alltaf eitthvað
gott til að gauka að okkur. Ég veit
að hún bíður og tekur vel á móti
Bigga frænda.
Þó að samband okkar Bigga
hafi minnkað á unglingsárunum
hittumst við alltaf öðru hvoru,
hvort sem það var niðri á verk-
stæði, í fjölskylduboðum eða bara
á förnum vegi og spjölluðum þá
saman um það sem við vorum að
gera og hvað við værum að velta
fyrir okkur um framtíðina. Við
hittumst síðast á Hörgslandi um
verslunarmannahelgina síðustu
og ég er mjög þakklát fyrir að
hafa fengið að spjalla við þig þar.
Sú minning lifir ásamt öðrum í
hjarta mínu, ég bjóst bara aldrei
við að það yrði sú síðasta sem ég
myndi eignast um þig.
Elsku Hadda, Högni, Esther,
Þórunn og fjölskyldur, missir
ykkar er mikill og ég bið Guð að
styrkja ykkur á þessum erfiðu
tímum.
Hvíl í friði elsku frændi.
BIRGIR ÞÓR
HÖGNASON
Þín frænka
Bylgja Hrönn.
Yndislegur frændi okkar er lát-
inn langt fyrir aldur fram. Það eru
fá orð sem er hægt að segja á
svona stundu. Elsku Biggi okkar,
takk fyrir að vera alltaf til staðar
ef eitthvað þurfti að gera við bíl-
ana okkar eða annað þess háttar.
Við vitum að amma í Kópí og afi
taka vel á móti þér og taka þig í
faðm sér. Við verðum að trúa því
að englar himinsins hafi þurft á
fagmanni eins og þér að halda.
Elsku Hadda, Högni, Esther,
Þórunn og fjölskyldur, við biðjum
góðan Guð að styrkja ykkur og
vernda í þessari miklu sorg.
Við andlátsfregn þína,
allt stöðvast í tímans ranni.
Og sorgin mig grípur,
en segja ég vil með sanni,
að ósk mín um bata þinn
tjáð var í bænunum mínum,
en Guð vildi fá þig,
og hafa með englunum sínum.
Við getum ei breytt því
sem frelsarinn hefur að segja.
Um hver fær að lifa,
og hver á svo næstur að deyja.
Þau örlög sem við höfum hlotið,
það verður að skilja.
Svo auðmjúk og hljóð,
við lútum að frelsarans vilja.
Þó sorgin sé sár,
og erfitt er við hana að una.
Við verðum að skilja,
og alltaf við verðum að muna,
að Guð hann er góður,
og veit hvað er best fyrir sína.
Því treysti ég nú
að hann geymi vel sálina þína.
Þótt farin þú sért,
og horfin ert burt þessum heimi.
Ég minningu þína,
þá ávallt i hjarta mér geymi.
Astvini þína, ég bið síðan
JÓHANNES
BENEDIKTSSON
+ Jóhannes Bene-
diktsson fæddist
á Saurum í Dala-
sýslu 6. mars 1950.
Hann lést hinn 18.
september síðastlið-
inn og fór útför
w hans fram í Dalabúð
í Búðardal 1. októ-
ber.
Elsku Jói Ben., nú
vona ég að þér líði bet-
ur en mér, en ég ætla
að rífa mig upp úr
þungbærum hugsun-
um liðinna daga og
minnast þín og samstarfs okkar og
stofnunar fyrirtækisins Tak sf. sem
síðar varð hf. Skrifin ætla ég að
hafa í þeim anda sem einkenndi
samskipti okkar á hinum mörgu
góðu samverustundum. Ég man vel
þegar við fórum snemma árs 1977
ásamt Wagni Guðmundssyni frá
- >Ljárskógum á vörubflnum þínum
suður í Innri-Akraneshrepp og
keyptum þrír saman JCB traktors-
gröfu, settum hana á pallinn og svo
ók Wagn heim í Búðardal, ég tel
rétt að nefna hver ók, vegna þess
að á leiðinni vestur þá rakst grafan
uppundir símalínu sem slitnaði. Ég
held að þetta atvik hafi bara flýtt
fyrir því að síminn var lagður í jörð.
Svo stofnuðum við fyrirtæki sem
mér var falið að skíra, jafnframt
var ég eini starfsmaðurinn og
stjórnaði því fyrsta árið.
Þú sagðir stundum þá sögu af
nafni fyrirtækisins að þegar þú
varst að panta einhverja hluti sem
átti að senda þér í pakka frá
Reykjavík, maðurinn í búðinni
heyrði aldrei vel hvað þú sagðir
þegar þú nefndir nafnið Tak, en til
að leggja áherslu á hvernig það
væri stafað sagðir þú Tómas, Ari,
•*foistján, svo kom pakkinn og á
honum stóð Tómas, Ari, Kristján,
Vesturbraut 20, Búð-
ardal. Ekki voru
margar vikur liðnar af
ævi Taks sf. þegar aft-
ur var farið í inn-
kaupaferð, en í þetta
skiptið út í Ólafsvík að
kaupa steypubfl enda
þekktir þú þá alla
helstu brotajárns-
hauga á norðanverðu
nesinu, eftir að hafa
ekið þar um til margra
ára sem mjólkurbfl-
stjóri. Þetta steypu-
apparat líktist engum
bíl. Það var stór skúffa fyrir aftan
steyputunnuna sem var dreginn
upp braut, með víraspili tO að koma
steypuefninu upp í hana. Oft síðan
hef ég velt því fyrir mér hversu
mikið ónýtt þetta hefur verið, fyrst
við keyptum það ekki. Eftir þetta
fyrsta starfsár fór ég til annarra
starfa en þú og Wagn voruð báðir
hvor með sinn einkarekstur. Niður-
staðan varð sú að þú leystir til þín
hluti okkar Wagns og rakst áfram
þína starfsemi undir nafninu Tak
sf. til 1980 en breytir því þá í hluta-
félag.
Afram liðu árin og starfsemin
jókst hröðum skrefum og 1993 kom
ég inn í hringiðuna þegar tveir möl-
unarflokkar eru í Norðurárdalnum.
Þar með hófst þetta vinnubúða- og
flökkulíf með langa vinnudaga, sem
einkenndu næstu sex árin sem ég
vann fyrir þig og með.
Það er ótal margs að minnast, en
það sem gerði dvölina ógleyman-
lega og góða, þrátt fyrir endalaus
ferðalög og margt baslið var hve þú
lagðir alltaf mikla áherslu á góðan
aðbúnað starfsmanna og svo var
viðmót þitt hreint út sagt yndislegt.
Það var eins og hver og einn af okk-
ur starfsmönnunum gætum fellt
viðmót þitt að okkar þörfum hverju
sinni, enda var starfsandinn alltaf
góður, grínið og alvaran léku sér
saman á hverju sem gekk.
Og ómældir hæfileikar þínir til
að komast af við ólíkar manngerðir
og leiða saman til samstarfs við þig
eða aðra, jafnt keppinauta sem og
bláókunnuga, skilaði oft undraverð-
um árangri, enda naust þú hvar-
vetna virðingar þeirra sem voru svo
lánsamir að umgangast þig, og þeir
hinir sömu urðu ríkari af mannkær-
leika sem einkenndi öll samskipti
þín við lága jafnt sem háa. Ég hafði
gaman af ýmsum fullyrðingum sem
þú hélst á lofti, bæði í gamni og al-
vöru, eins og til dæmis sagðir þú
oft, að tíminn væri ekki til. Sérstak-
lega þótti mér vænt um að rifja
þessi orð upp, þegar útlit var fyrir
að eitthvert ákveðið verk myndi
ekki klárast á réttum tíma, þá
minnti ég þig bara á að tíminn væri
ekki til. Kannski hefur það átt sinn
þátt í því að þú breyttir setningunni
og sagðir „tíminn er ekki til en
klukkan tifar nú samt“. Þú hélst því
líka fram að tilviljanir væru ekki til,
þetta væri allt fyrirfram ákveðið, ef
ekki af æðri máttarvöldum, þá af
okkur sjálfum meðvitað eða ómeð-
vitað. Hvað sem þeim fullyrðingum
líður, þá er ekki tekist á um tímann
í þínum nýju heimkynnum og ekki
ertu þangað kominn fyrir tilviljun.
Þótt ég hafi átt bestu stundir lífs
míns meðan ég starfaði hjá þér, þá
upplifði ég einnig þær erfiðustu og
þær rifjaðir þú upp þegar þú
hringdir í mig og sagðir mér frá þá
nýorðnu slysi á Hálfdáni sem eðli-
lega varð til þess að endurvekja
erfiðu minningarnar þegar Ólafur
heitinn Skagfjörð fórst í svipuðu
slysi í Gilsfirðinum. Mér var hugsað
til þess lengi eftir samtalið hversu
gífurlegan sjálfsaga og sálarstyrk
þyrfti til að geta borið slík áföll, of-
an á það að vera haldinn þeim læ-
vísa sjúkdóm sem svo oft hafði án
sérstakra ytri aðstæðna hrifsað þig
til sín út af leiksviðinu. Lesendum
til glöggvunar er ég hér að tala um
sjúkdóminn þunglyndi, en ekki þá
eiginleika okkar hinna að fara í
góða fýlu sem bitnar á öllum nær-
stöddum og telst vera alveg heil-
brigt. Sjúklegt þunglyndi bitnar á
þeim einum verst sem gengur með
það, og á þeim verstu stundum er
það eina ráðið að loka sig inni,
breiða upp fyrir haus, ansa engu og
engum, draga bara andann vegna
þess að ekki verður hjá því komist,
á meðan beðið er batans, en að öðru
leyti að óska sér þess að hafa aldrei
fæðst í þennan heim, þvílík líðan, en
því sem næst á þennan veg hefur
Jói Ben. líst fyrir mér þeim erfiðu
stundum sem hann hefur þurft að
takast á við, með mislöngu millibili
á umliðnum árum, þó oft hafi komið
langur góður tími á milli. Ég tel það
bara skyldu mína við samfélagið
eftir þessa miklu fórn að fara
nokkrum auðskiljanlegum orðum
um vanda þess fjölda fólks sem á
við sama eða álíka veikindi að
glíma. Ef fólk gæti fengið gifs á þá
bresti sem það gengur með á sálar-
lífinu, þá ættum við auðvelt með að
sjá hvar við gætum komið að liði,
en þannig er það nú bara ekki,
heldur reynir hver og einn að fela
sinn veikleika, jafnvel fyrir sínum
nánustu á meðan stætt er. Þess
vegna þurfum við hin að vera á
verði og hafa það hugfast að í sum-
um tilfellum gengur þessi og sam-
bærilegir sjúkdómar í erfðir. En
þar sem engir tveir einstaklingar
eru eins megum við heldur ekki
reikna slíkan sjúkdóm í neinn. Er
ekki sorglegt tfl þess að vita, að til
sé fólk með svo merkilegan sjúk-
dóm, að það hafi með skriflegri yf-
irlýsingu óskað eftir því að upplýs-
ingar um það verði ekki notaðar í
gagnagrunn á heilbrigðissviði.
Hugsanlega til að vernda sjúkdóm-
inn svo að hann geti erfst óskadd-
aður til afkomendanna. Svo eru til
samtök sem á opinberum vettvangi
hafa hvatt fólk til þess að hafna
þátttöku í áðurnefndum gagna-
grunni. Það er engu líkara en að
þar hafi safnast saman í samtök
einstaklingar sem ekki hafa fengið
skynsemina í arf.
Já, elsku Jói, stundum verður
maður að segja allt það sem maður
hugsar, til að vekja þá sem sofa
fastast. Ef ég hefði ekki vitað að þú
varst búinn að leita þér lækninga í
mörg ár á öllum mögulegum og
ómögulegum stöðum og eftir öllum
hefðbundnum og óhefðbundnum
leiðum, bæði þessa heims og ann-
ars, þá hefði ég setið uppi núna með
fullt af spurningum en engin svör. I
þeirra stað á ég bara þá einu ósk og
hún er sú að þú sért sáttur við
stærstu ákvörðunina sem þú tókst í
þessu lífi.
Ég votta mína dýpstu samúð
Steinunni, móður þinni, Vilborgu,
barnsmóður þinni og besta vini,
börnunum fimm, systrum, mágum
og þeirra börnum, Olafi Sveinssyni,
starfsmönnum fyrr og nú og öllum
hinum sem elskuðu þig.
Söknuðurinn bítur óvenju fast
vegna þess að þú varst, ert og verð-
ur áfram þessi yndislega manngerð
sem laðar fram ljósið. Þar sem
kærleikurinn hefur fastar rætur
lætur Guð rósina spretta.
Kveðja, þinn vinur,
Svavar Garðarsson, Búðardal.
Það er ekki oft á lífsleiðinni að
maður kynnist manni eins og Jóa
Ben. Þegar ég hitti Jóa fyrst vissi
ég að þarna færi góður maður. í
kringum Jóa Ben var alltaf kátt
fólk og mikið hlegið.
Ég vil þakka þér fyrir þetta ár
vinur minn og megi guð geyma þig.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Þinn
Róbert Grúnur Grímsson.