Morgunblaðið - 08.10.1999, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1999 4'
Guð minn að styðja,
og þerra burt tárin,
ég ætíð skal fyrir þeim biðja.
(Bryndís Jónsdóttir)
Guðrún, Sóley Halla, Einar
Kári og fjölskyldur.
Elsku Biggi frændi. Við
frændsystkinin viljum kveðja
frænda okkar með nokkrum orð-
um. Biggi var alltaf svo hlýr og
góður við okkur, og fínnst okkur
svo skrýtið að Guð skuli taka hann
svona fljótt frá okkur, og skiljum
við ekki af hverju. En núna er
Biggi kominn til Guðs, sem hugsar
vel um hann. Við erum svo þakklát
fyrir þann dýrmæta tíma sem við
áttum með honum.
Bless, elsku Biggi okkar. Guð
veri með þér. Hvíl þú í friði.
Leiddu mína litlu hendi
ljúfi Jesú þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti sjáðu
blíði Jesú að mér gáðu.
Aron Högni, Tristan Þór,
Hadda Rakel og Magnea Rut.
Biggi vinur minn er farinn. Ég
vil með örfáum orðum og litlu ljóði
þakka honum samfylgdina á allt of
stuttri ævi hans.
Við þökkum samfylgd á lífsins leið,
þar lýsandi stjörnur skína,
og birtan himneska björt og heið
hún boðar náðina sína.
En alfaðir blessar hvert ævinnar skeið
og að elífu minningu þína.
Elsku Högni, Hadda, Þórunn,
Esther og aðrir aðstandendur.
Megi minningin um góðan dreng
veita ykkur huggun í þessari miklu
sorg.
Bjarney Bjarnadóttir.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins
degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist
eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast
þér.
(Ingibj. Sig.)
Þetta litla ljóð lýsir svo vel því
sem okkur langar til að segja við
þig, Biggi okkar.
Við geymum ljúfar minningar
um þig sem munu með tímanum
hrekja burtu sorgina sem fyllir
huga okkar þessa dimmu daga. Við
biðjum algóðan Guð að vernda og
styrkja mömmu þína, pabba, syst-
ur og aðra ástvini.
Guð geymi þig, elsku frændi.
Elín, Hanna og Rúnar.
Hvernig get ég skrifað minning-
argrein um einn besta vin minn
þegar ég get alls ekki náð því að
hann sé farinn.
Ég ætla ekki að kveðja þig, því
að Biggi minn, þú verður alltaf hjá
mér þegar mig langar til að tala
við þig eða er ég horfi á enska
boltann.
Mjög stórt skarð er höggvið í
vinahópinn, en ég veit að ég tala
fyrir munn okkar allra þegar ég
segi að þú verður alltaf á meðal
okkar, sama hvar við verðum eða
gerum.
Elsku Högni, Hadda, Ester og
Þórunn. Mínar innilegustu samúð-
arkveðjur og þakka ykkur fyrir
hvað ég hef alltaf verið velkominn
á ykkar heimili.
Guðmundur Ásgrímsson.
Mig langar til að kveðja þig
Biggi með örfáum orðum. Ég man
þegar ég kynntist þér fyrir rúm-
lega tveimur árum. Mér fannst þú
strax alveg frábær strákur. Þú
varst alltaf að gera grín að þér og
okkur hinum. Eg gleymi því ekki
þegar þú komst að skoða litla
krílið og fórst strax að gera grín
að Gumma, að þetta gæti hann, en
svona varstu alltaf spaugandi.
Ég bið Guð að hjálpa vinum þín-
um og fjölskyldu í þessari miklu
sorg, þín verður sárt saknað.
Þín vinkona
Þóra Perla.
„Vinir okkar hurfu eins og gras-
ið, sem fölnar á einni frostnótt.
Eins og lauftré, sem felldu blöð sín
í stormum og næðingum haustsins.
í minningunni eru þeir sem sígræn
tré, sem ekki fölna og ekki fella
barr sitt. Þau ilma um sólheita
daga og döggvast í svala næturinn-
ar.“
(Óðurinn til lífsins, Gunnþór Guð-
mundsson)
Elsku Biggi okkar, þín verður
sárt saknað.
Kæra fjölskylda, guð styrki ykk-
ur í þessari miklu sorg.
Þínar vinkonur,
Rúna Dögg, Bergþóra,
Heiða, Björk, Anna, Soffía,
Anna Lísa, Anna Pála og
Arndís.
INGIBJÖRG SOFFÍA
PÁLSDÓTTIR HJALTALÍN
+ Ingibjörg Soffía
Pálsdóttir
Hjaltalín frá
Brokey var fædd á
Böðvarshóluin í
Vestur-Hópi í Vest-
ur-Húnavatnssýslu
20. ágúst 1918. Hún
lést 25. september
síðastliðinn. Hún
var dóttir hjónanna
Páls Guðmundsson-
ar, f. 29. mars 1885,
d. 26. maí 1979, og
konu hans Onnu
Halldórsdóttur, f.
21. október 1886, d.
10. september 1987. Systkini
Ingibjargar: Björn Jónas, f. 2.9.
1917, d. 7.7. 1921; Guðmundur,
f. 8.7. 1919; Sigurbjörg, f. 22.7.
1920; Elínborg Sædís, f. 3.9.
1923; Snæbjörn, f. 12.8. 1924,
Haustið er tími uppskerunnar,
en einnig tími saknaðar eftir liðið
sumar. Fegurð haustsins hefur
líka sína töfra. Þeir sem upplifað
hafa töfra haustsins við Breiða-
fjörð munu aldrei gleyma því og
vera bundnir honum órjúfandi
böndum. Það er ólýsanleg fegurð
að líta sólina setjast í hafflötinn og
eyjarnar bera við gullroðinn him-
in. Þessa fegurð leit Ingibjörg
Pálsdóttir ung að árum og henni
fór eins og fleirum að hún bast
töfrunum og sneri ekki frá fírðin-
um aftur. Hún giftist eldri synin-
um í Brokey, Jóni V. Hjaltalín, og
bjó þar með honum. Þau bjuggu í
sambýli með Vilhjálmi V. Hjalta-
lín, bróður Jóns, og Jóhönnu konu
hans, frænku og vinkonu Ingi-
bjargar. Jón og Ingibjörg eignuð-
ust þrjá syni, þá Vigfús, Pál og
Berg.
A kveðjustundu koma margar
minningar í hugann. Það var alltaf
svo gaman þegar fjölskyldurnar í
Brokey komu i heimsókn til okkar
að Dröngum. Ég sé fyrir mér
tvenn ung hjón með sjö hressa
krakka, öll á líkum aldri, koma
gangandi upp túnið frá sjónum.
Móðir mín og ungu konurnar
Kolfinna Gerður, f.
12.8. 1924; Halla Val-
gerður, f. 2.2. 1929.
Ingibjörg giftist
1941 Jóni B.V. Hjalta-
lín, bónda í Brokey, f.
8. júlí 1895, d. 17. apr-
íl 1994. Þeirra synir
eru: 1) Vigfús, f. 10.
maí 1942, k. Regína
Axelsdóttir, f. 5. júlí
1945, d. 22. mars
1992. Þeirra börn:
Anna Jóna, f. 26.
ágúst 1966, hennar
dætur: Regína Ósk, f.
12. júní 1985, Silvía
Rún, f. 14. mars 1997, Ingibjörg
Dís, f. 2. sept. 1998. Jónberg, f. 8.
jan. 1968, hans synir: Vigfús f. 26.
maí 1997, Valur f. 26. maí 1997.
Vilberg Geir f. 13. sept. 1973,
hans sonur Axel Már f. 11. ágúst
höfðu um margt að ræða og hlátur
þeirra fyllti húsið. Seinna dvaldist
ég í Brokey um tíma við kennslu
og kynntist þá fólkinu þar betur. í
Brokey var búið fyrirmyndarbúi
og mikið menningarheimili. Heim-
ilisbragur stóð á fornum merg
enda hafði verið höfuðból í eynni
öldum saman. Húsið var stórt og
heimilið fallegt og vel búið.
Smekkur og hannyrðir ungu
kvennanna naut sín vel við muni
eldri kynslóða. Allt bar þess vott
að þar fór bókelskt og fróðleiks-
fúst fólk sem ekkert lét framhjá
sér fara þótt ekki væri búið við
þjóðbraut þvera. Nægt lestrarefni
var og keypt bæði innlend og er-
lend tímarit. Þarna blómstruðu
þessar duglegu konur með börnin
sín sjö sem voru hvert öðru
skemmtilegra og ekki voru þessir
hressu krakkar nú alltaf rólegir.
Það var mér talsvert undrunarefni
hvað þeir voru kaldir að sulla í
sjónum við bátana. En hrædd er
ég um að mæður þeirra hafi oft
orðið áhyggjufullar þótt þær væru
alltaf glaðar og hressar í bragði. I
huga mínum er dvölin í Brokey og
kynni mín af fólkinu þar með mín-
um kærustu minningum. Notaleg-
1998. 2) Páll, f. 13. aprfl 1946, k.
Ásta Jónsdóttir, f. 17. maí 1947,
þeirra börn: Jón Ingi f. 7. mars
1968, hans börn: Arna Dögg, f.
13. júní 1991, Alfreð Már, f. 26.
júní 1994, Ásta Kristný, f. 21.
mars 1999. Guðjón, f. 2. mars
1969, hans börn: Rebekka Sóley,
f. 27. mars 1989, Höskuldur
Páll, f. 9. júní 1993. Sigursveinn,
f. 6. ágúst 1970, hans sonur Haf-
þór Sindri, f. 16. október 1993.
Sóley, f. 23. jan. 1977, d. 24. jan-
úar 1977. Egill Örn, f. 2. maí
1978. 3) Bergur, f. 5. aprfl 1951,
k. Ásdís Herry, f. 7. desember
1952, þeirra synir: Símon, f. 10.
júní 1975, Kári, f. 15. ágúst
1979.
Útför Ingibjargar fór fram
frá Stykkishólmskirkju 2. októ-
ber. Jarðsett var í Narfeyri á
Skógarströnd.
ar voru stundirnar sem ég átti
með Kristjönu, móður bræðranna,
en hún bjó hjá þeim á loftinu, þá
orðin háöldruð. Hún var óþreyt-
andi að sýna mér myndir og segja
mér sögur og fróðleik frá fyrri
tímum þegar eyjabúskapurinn
stóð í blóma í Breiðafjarðareyjum.
Hratt flýgur stund og margt
breytist í tímanna rás en minning-
arnar eigum við og geymum með
okkur.
Þegar börnin voru flogin úr
hreiðrinu, fluttu bræðurnir ásamt
konum sínum úr Brokey og sett-
ust að í Stykkishólmi. Ekki er búið
lengur í Brokey en verið þar á
sumrin og eyjarnar nytjaðar. Þeg-
ar við kveðjum okkar kæru Ingi-
björgu geymum við minningu um
hlýja, glaðværa konu með rauð-
leitt liðað hár og heyrum hlátur
hennar óma frá liðnum árum.
Blessuð veri minning hennar.
Sonum Ingibjargar og fjöl-
skyldum þeirra, Jóhönnu frænku
hennar og öðrum ástvinum, send-
um við hjónin og Valborg, móðir
mín, innilegar samúðarkveðjur.
Guð styrki ykkur í sorg ykkar.
Emilía Guðmundsdóttir,
frá Dröngum.
ALDARMINNING
MAGNUS STEFAN
SÍMONARSON
í DAG, 8. október, er
ein öld liðin frá fæð-
ingu Magnúsar Stefáns
Símonarsonar fyrrver-
andi hreppstjóra í
Grímsey.
Magnús fæddist að
Sauðakoti á Ufsa-
strönd 8. október 1899.
Foreldrar hans voru
hjónin Jórunn Magn-
úsdóttir, fædd í Sauða-
koti og Símon Jónsson,
ættaður úr Svarfaðar-
dal. Magnús var elstur
af 10 systkinum, þau
eru Guðrún, Þorsteinn,
Þóroddur, Ingi, Snjólaug, Jón, Jó-
hann, Hilmar og Jónína, sem ein lif-
ir af systkinunum og býr á Akur-
eyri.
Árið 1920 fluttu Jórunn og Símon
til Grímseyjar. Ári seinna flutti
Magnús þangað, hafði þá unnið ým-
is störf til sjós og lands. 20. nóvem-
ber 1922 kvæntist hann Siggerði
Bjarnadóttur, sem fædd var á Hóli í
Þorgeirsfirði, en ílutti 1917 til móð-
ur sinnar, Ingu Jóhannesdóttur og
stjúpföður, Ola Hjálmarssonar, sem
þá bjuggu á Básum en höfðu flutt til
eyjarinnar 1914. Fyrstu búskaparár
Magnúsar og Siggerðar bjuggu þau
í Syðri-Grenivík sem Magnús
byggði 1923 ásamt föður sínum. Ár-
ið 1939-1940 byggðu þau nýbýlið
Sigtún, stórt og mikið steinhús. Þar
bjuggu þau þar til Magnús lést 1.
júní 1969. Siggerður bjó 2 ár í eyj-
unni eftir það, en flutti svo til Akur-
eyrar. Síðustu árin bjó hún á dval-
arheimflinu Hlíð. Hún lést 26. októ-
ber 1993.
Magnús og Siggerður eignuðust 7
börn. Huldu Ingibjörgu, f. 15. sept.
1922, d. 10. ágúst 1937. Sigmund
Óla, f. 4. des. 1923, kvæntur Guð-
rúnu Kristjánsdóttur, þau eignuð-
ust fjögur börn, búa á Ákureyri. Jó-
hannes Höskuld, f. 20. maí 1925,
kvæntur Guðrúnu Sigfúsdóttur,
(látin), þau eignuðust átta böm, búa
í Grímsey. Jón Stefán, f. 6. okt.
1926, kvæntur Rögnu Karlsdóttur,
þau eiga sex börn, búa í Ólafsfirði.
Bjarna, f. 13. des. 1928, d. 17. des.
1928. Bjarna Reykjalín, f. 30. júní
1930, kvæntur Vilborgu Sigurðar-
13iómabú3in
öiarðshom
v/ T-ossvogskirkjUcjatA
St'mÍ ! 554 0500
dóttur, þau eiga fimm
böm, búa í Grímsey.
Jómnni Þóra, f. 21.
júní 1932, gift Einari
Þorgeirssyni, þau eiga
þrjú böm, búa í Gríms-
eyv
Árið 1937 var byggð-
ur viti í eyjunni og varð
Magnús vitavörður til
dauðadags. Árið 1941
var hann skipaður
hreppstjóri og ári áður*—
sýslunefndarmaður.
Þeim störfum gegndi
hann líka til dauða-
dags. Jafnframt þessu
var hann oddviti í 12 ár, formaður
og gjaldkeri sjúkrasamlagsins frá
stofnun þess 1946, umboðsmaður
brunabótafélagsins, svo og annarra
félaga og happdrætta. Ymis störf
vann hann fyrii- söfnuð Miðgarða-
kirkju, var formaður sóknarnefndar
um skeið og síðari árin bæði reikn-
ingshaldari og safnaðarfulltrúi.
Hann stundaði búskap, tók þátt í
fiskverkun og annarri vinnu við fisk
ef á þurfti að halda og meðan sfldar-
söltun var í eyjunni átti hann mik-
inn þátt í þeirri útgerð.
Hann lagði gjörva hönd á margt.
Sat löngum stundum við skriftir og
skýrslugerð á skrifstofu sinni. Mál-
efni Grímseyjar og fólksins þar bar
hann fyrir brjósti og var manna
fróðastur um allt sem því viðkom.
Hann var að mestu sjálfmenntaður
og vel lesinn, víðsýnn og ljúfur í
lund. Þannig minnist ég afa míns,
sem ég og öll hin barnabömin feng-
um alltof stuttan tíma með.
Blessuð sé minning þeirra hjóna
Magnúsar Stefáns Símonarsonar oc^
Siggerðar Bjarnadóttur.
Siggerður H. Bjamadóttir.
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Áralöng reynsla.
Sverrir Olsen,
útfararstjóri
Sverrir Einarsson,
útfararstjóri
Útfararstofa Islands
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
+
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför
ELÍSABETAR ÖLDU KRISTJÁNSDÓTTUR
frá Brekku,
Ingjaldssandi.
Sérstakar þakkir færum við Heimahlynningu
Krabbameinsfélagsins og kvennakór Bolung-
arvíkur.
Oddbjörn Stefánsson,
Árilía Jóhannesdóttir,
íris Ósk Oddbjörnsdóttir, Ólafur Jakobsson,
Harpa Oddbjörnsdóttir,
Árelía Oddbjörnsdóttir,
Jakob og Helgi Ólafssynir.
+
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför
ástkærrar eiginkonu minnar og móður,
KRISTÍNAR SÓLBORGAR ÓLAFSDÓTTUR.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ingi Arnar Pálsson,
Ólafur Ragnar Ingason.