Morgunblaðið - 08.10.1999, Síða 62

Morgunblaðið - 08.10.1999, Síða 62
62 FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ grafísk skáidsnga BT, Skeifunni. Mál ng Menning, Laugavegi og Síðumúla. Penninn, Kringlunni og Austurstræti. Bókabúðin Hlemmi. Eymundson, Kringlunni. FÓLK í FRÉTTUM KVIKMYNDIR/Bíóhöllin og Háskólabíó frumsýna um helgina hryllingsmyndina „The Haunting“ með Liam Neeson og Catherine Zeta-Jones undir leikstjórn Jan De Bont. Lili Taylor skoðar sig um í hinu dularfulla Margir ógnvekjandi atburðir gerast í þessu Liam Neeson og Lili Taylor lenda í hættum í húsi á hæðinni í myndinni The Haunting". draugalega húsi. hrollvekju De Bonts. Ðu3íújt«ðirr VcrjÍiiníf a%‘ NATURAL COSMETtCS Drungaleg vist FYRIR hundrað og þrjátíu árum byggði textflbaróninn Hugh Crain sannkallað stórhýsi íýr- ir eiginkonu sína og bömin sem þau svo aldrei eignuð- ust. I staðinn fylltist það af harmsögum sem í gegnum tíðina hafa breyst í sögur af dauða og draugagangi svo enginn hefur viljað búa í húsinu árum saman. Dr. David Maixow (Liam Neeson) er heillaður af sögu hússins allt til dagsins í dag og hefur fengið þrjár mann- eskjur með sér til þess að dvelja í því við svefnrannsókn- ir eins og hann kallar það. Pau em: Theo (Catherine Zeta-Jones) veraldarvön kona sem kallar ekki allt ömmu sína; Luke (Owen Wilson) sem íyrstan tekur að gmna að dvöl þeirra í húsinu hafi ekkert með svefn að gera og loks Nell (Lili Taylor) sem er viðkvæmust þeirra en húsið virðist hafa sérstakt aðdráttarafl íyrir hana. Áður en langt um líður fara draugar fortíðar að segja til sín með þeim hætti að fjórmenningamir taka að skilja þá viðvömn sem þau fengu að enginn skyldi halda til í húsinu að næturlagi. Hrollvekjan „The Haunting“ er byggð á sögunni „The Haunting of Hfll House“ eftir Shirley Jackson en hún var áður kvikmynduð árið 1963. Leikstjóri þessarar nýju útgáfu er Hollendingurinn Jan De Bont, sem getið í draugahúsi hefur sér gott orð fyrir spennum- yndagerð í Bandaríkjunum en eftir hann liggja m.a. myndimar „Speed“ og „Twister". „Okkur fannst enginn heppflegri til þess að kvikmynda þessa sögu en De Bont,“ er haft eftir öðr- um frarrfleiðanda myndarinnar, Donnu Arkoff Roth (hún er dóttir Samuel Ai-koffs sem réð hryllingsmynda- verksmiðjunni American Intemational Pictures). „Hann kann að halda athygli áhorfenda," bætir hún við. Sjálfur viðurkennir De Bont að hann sé áhugamaður um hryllingsmyndir. „Eg hef alltaf haft gaman af hroll- vekjum eins og Særingarmanninum og „The Omen“,“ er haft. eftir leikstjóranum, „en þær hafa breyst hin síðustu ár. Ólíkt mörgum hryllingsmyndum nútímans er „The Haunting" ekki blóðbaðsmynd heldur byggist hún á persónusköpun og handriti sem er virkilega hrollvekj- andi.“ Og hann heldur áfram: „Ég hef alltaf verið áhugasam- ur um þann ótta sem við beram í bijósti okkar gagnvart hinu óþekkta og ég vildi sýna þennan ótta. Með nútíma- tækni vissi ég að mér væri það fært. Myndin leikur sér sannarlega með skynjun áhorfenda. Við sýnum það sem er satt, það sem er ósatt og það sem gæti vel verið satt þangað til þú veist ekki hverju þú átt að trúa, er þetta raunveruleiki eða er þetta allt saman ímyndun ein?“ Frumsýning v J veir daqar eftir afstórútsölu Vorum að taka inn þúsundir titla á hlægilesum verðum. Hér eru örfá sýnishorn. ■ ♦♦♦ Titlarnir í auglýsingunni eru í takmörkuðu upplagi m v Mætið tímanlega og tryggið ykkur góða tónlist á góðu verði 50-90% afsláttur '*WmM HAGKAUP M Meira úrval - betrikaup opið frá 10 - 20 virka daga • 10 -18 laugardaga »12-18 sunnudaga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.