Morgunblaðið - 23.01.2000, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR23. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
SKALMOLDIN A
KRYDDEYJUM
Indónesískir óeirðalögreglumenn handtaka múslima, sem voru staðnir að því að ræna heimili kristinna manna í
Mataram á eyjunni Lombok
/'ioo- Phnom ® ; 110-
Penh. : oHoChiMinh ‘ v-sn'J'p;
VÍETNAM ,)í(í FILIPPSEYJAR
i Kínnhnf 1 ~f A \
f • 5 Mólúkka-
Manado.;
y ^Halhiahera
140*.
• Morotal / **
.>// Halmahera
Bacan^>/X X » - U _
Tallabu C—-Obt .
Sanana'' “anaote Seram
Buru .
200 km Ambon
[?' PAPÚA-
; MV I A
> 19 , ouiea NýjA_
UiungPardangé.í. Bimdahal J Kö,ulauan S GÍNEA
> BauboU v^Aru vainc«
gppjjPHHI
WmB'V baksvið
Þúsundir manna hafa á
einu ári farist í átökum
óbreyttra borgara á eyj-
um sem tilheyra Indón-
esíu og kallast Krydd-
eyjar, segir Óli Jón
*
Jónsson. Atökin, sem
m.a. eiga sér sögulegar
rætur, eru af mörgum
talin geta haft mikil
áhrif á pólitíska framtíð
ríkisins.
ASTANDIÐ á Kryddeyj-
um minnir um margt á
stríðið í Bosníu á árun-
um 1991-95 og blóðbaðið
í Rúanda árið 1994. í tilviki Rúanda
var um að ræða valdabaráttu milli
tveggja hópa sem höfðu haft mjög
ólíka stöðu í samfélaginu. í Bosníu
má segja að átök hafí blossað upp
milli trúar- og menningarhópa þeg-
ar miðstjórnarvald veiktist og
þvingunarmeðul þess hættu að
virka. Á Kryddeyjum má finna
dæmi um hvort tveggja.
Átökin eru að því leyti til ólík
innanlandsófriði annars staðar í
Indónesíu að þau eru ekki afleiðing
af sjálfstæðisbaráttu íbúanna. I
öðrum hlutum Indónesíu þar sem
hvað mest ólga hefur verið að und-
anförnu, í Aceh-héraði og Irian
Jaya-héraði, eru átök bein afleiðing
af andstöðu við stjórnina f Jakarta.
Öðru máli gegnir um Kryddeyjar.
Átökin á Kryddeyjum eru vegna
fjandskapar milli kristinna og mús-
límskra íbúa eyjanna sem hefur
verið að magnast undanfarin ár.
Eftir að vandræði stjórnvalda í
Jakarta hófu.st í kjölfar efnahags-
örðugleikanna árið 1997 og ’98, hef-
ur spennan náð að brjótast upp á
yfirborðið með skelfilegum afleið-
ingum.
Upphaf átakanna er rakið til at-
viks sem varð 19. janúar á síðasta
ári þegar kristinn ökumaður stræt-
isvagns í höfuðstað eyjanna, Am-
bon, lenti í deilum við tvo mús-
límska unglingspilta sem voru far-
þegar í vagninum. Deilurnar leiddu
til þess að síðar sama dag laust
hópum manna saman í miðborginni
með þeim afleiðingum að markaður
var lagður í rúst og fjöldi manna
beið bana. Síðan hefur skálmöld
ríkt á eyjunum.
Negull og múskat
Átökin eiga sér að hluta til rætur
í sögu eyjanna. Kryddeyjar, öðru
nafni Moluccas eða Maluku, eru
klasi rúmlega 1.000 eyja sem draga
nafn sitt af kryddverslun sem þar
hófst fyrir um 500 árum. Á sext-
ándu og sautjándu öld hófu
evrópskir kaupmenn að sigla til
Austur-Asíu í þeirn tilgangi að
kaupa krydd sem þá var í mjög háu
verði í Evrópu. Kryddverslunin gat
verið gífurlega ábatasöm og var
krydd um tíma verðmætara en gull
og aðrir eðalmálmar. Kryddeyjar
voru á þeim tíma eini staðurinn í
heiminum þar sem hægt var að fá
negul og múskat, hvort tveggja
kryddtegundir sem gott verð
fékkst fyrir í Evrópu.
Evrópsku nýlenduveldin hófu
fljótlega umsvif á eyjunum og síðar
átök um yfirráð yfir þeim. Portú-
galar, Bretar en einkum þó Hol-
lendingar náðu að koma ár sinni vel
fyrir borð á eyjunum. Hinir síð-
astnefndu urðu með tíð tíma ofan á
og eyjarnar þar með hluti af hol-
lenska nýlenduveldinu.
Afleiðing af siglingum Evrópu-
manna varð sú að samfélag á eyj-
unum varð mjög margbrotið.
Kristni festi rætur, bæði rómversk-
kaþólsk og mótmælendatrú, auk
þess sem múslímar voru margir.
Allt þetta blandaðist saman við
sterkar hefðir og siði sem fyrir
voru.
Japanir hernámu eyjarnar í síð-
ari heimsstyrjöld en að henni lok-
inni studdu kristnir íbúar þeirra
Hollendinga gegn sjálfstæðissinn-
um á Jövu. Þegar sjálfstæðissinnar
unnu loks sigur og ríkið Indónesía
var stofnað árið 1949, börðust íbúar
í suðurhluta Kryddeyja fyrir stofn-
un sjálfstæðs ríkis þar, Lýðveldi
Suður-Kryddeyja (RMS). Sú bar-
átta varð þó skammvinn og var
kveðin niður af Indónesíuher ári
síðar. Ein afleiðingin varð sú að
þúsundir manna flýðu eyjarnar og
fengu hæli í Hollandi. Þar eru þeir
allstór minnihlutahópur sem hefur
haldið tengslum við ættjörðina.
Ekki hefur borið á frekari til-
raunum Kryddeyinga til að öðlast
sjálfstæði og koma þær ekki við
sögu í átökunum nú, eins og áður
sagði. Flestir íbúar virðast sáttir
við að heyra undir indónesíska rík-
ið.
Viðkvæmu jafnvægi raskað
Samkvæmt opinberum tölum eru
um 90% íbúa Indónesíu múslímar.
Á Kryddeyjum er aftur á móti um
helmingur íbúanna kristinn.
Kristnir íbúar hafa löngum skipað
áhrifastöður í samfélaginu en sam-
skipti milli trúarhópa hafa farið
eftir sérstökum reglum í kerfi sem
kallast Pela Gandung. Kerfið hefur
gert friðsamlega sambúð hópanna
mögulega en kristnir íbúar halda
því fram að á síðustu árum og mis-
serum hafi stoðunum verið kippt
undan því. Þeir benda á að fjöldi
múslímskra innflytjenda, sem ný-
lega hafa sest að á eyjunum, hafi
raskað viðkvæmu jafnvægi sem áð-
ur ríkti milli hópanna. Forystu-
menn múslíma halda því á hinn
bóginn fram að hinir kristnu óttist
um þau forréttindi sem þeir hafa
haft allt frá tímum hollenskra yfir-
ráða. Þeir geti ekki liðið múslímum
það að komast til áhrifa í samfélag-
inu, njóta menntunar og auðgast í
viðskiptum, á sama hátt og kristnir
hafi áður gert.
Fyrir nokkrum árum varð mús-
lími í fyrsta skipti landstjóri á
Kryddeyjum, þ.e. æðsti fulltrúi
indónesískra stjórnvalda á eyjun-
um. Hann hófst handa við að ráða
múslíma í opinberar stöður og er
það talið hafa aukið mjög á gremju
kristinna sem þegar töldu stöðu
sinni ógnað af nýríkum múslímum
sem einkum búa í norðurhluta
eyjaklasans.
Hvert er
hlutverk hersins?
Flestir eru sammála um að
ástæða þess að einmitt nú skuli
sjóða upp úr sé afsögn Suhartos,
fyrrverandi forseta Indónesíu, og
breyttar áherslur nýrra valdahafa í
Jakarta. Einkum er bent á minnk-
andi áhrif hersins í ríkinu en valda-
kerfi Suhartos studdist mjög við
herinn. Vilja margir rekja innan-
landsófriðinn sem geisað hefur víða
í Indónesíu að undanförnu til þess
að herinn hefur ekki lengur tök á
að halda spennu og óánægju meðal
íbúanna niðri. Aðrir hafa þó viljað
meina að herinn beinlínis standi á
bak við átökin á Kryddeyjum í því
augnamiði að veikja núverandi for-
seta, Abdurrahman Wahid, og
freista þess að endurheimta fyrri
stöðu.
Vígamenn á götum borga og
bæja á Kryddeyjum notuðu í fyrstu
ýmiss konar heimatilbúin vopn,
sveðjur og barefli. Síðar fór að bera
á sjálfvirkum rifflum og öðrum
háþróuðum skotvopnum í bardög-
um fylkinganna. Því hefur verið
haldið fram að þetta sé til marks
um að herinn hafi látið óeirðaseggj-
um vopn í hendur. Bæði múslímar
og kristnir hafa sakað herinn um
að styðja andstæðingana og sjá
þeim fyrir vopnum.
Aðrir hafa sakað herinn um að
gera ekkert til að stöðva blóðbaðið.
Þeir segja að ringulreið og sundr-
ung ríki innan hersins og að yfir-
menn hans viti ekki hvernig bregð-
ast eigi við vandanum. Jafnvel
hefur frést af því að hermenn skjóti
tilviljanakennt á deiluaðila og að til
bardaga hafi komið milli flokka
hermanna.
Margar sögur á kreiki
Blóðbaðið á Kryddeyjum hefur
skerpt þær andstæður sem fyrir
voru í indónesískum stjórnmálum
milli hersins og nýrra valdhafa.
Þegar Wahid varð forseti var eitt
helsta markmið hans að draga úr
áhrifum hersins innan ríkisins. Wa-
hid hefur einkum beint spjótum
sínum að landhernum, stærsta
armi hersins, en hefur sjálfur reitt
sig á stuðning sjóhersins.
Til marks um minnkandi völd
hersins má nefna opinbera nefnd
sem skipuð var til að kanna ásak-
anir um mannréttindabrot hersins
á Austur-Tímor. Mikil reiði er sögð
vera meðal yfirmanna hersins
vegna rannsóknarinnar. Wahid hef-
ur útnefnt stjórnmálamann sem
varnarmálaráðherra í landinu og er
hann fyrsti maðurinn til að gegna
þvi embætti sem ekki er jafnframt
háttsettur innan hersins. Einnig
hefur spenna milli fulltrúa hersins í
ríkisstjórninni, Wirantos hershöfð-
ingja, og forsetans farið vaxandi.
Þeir voru til að mynda mjög ósam-
mála um hvað gera skyldi til að
bregðast við ástandinu á Kryddeyj-
um. Wiranto vildi setja herlög þar
en Wahid var algerlega andvígur
því. Wiranto er ráðherra öryggis-
mála og hefur sá kvittur verið á
kreiki undanfarið að forsetinn hafi í
hyggju að víkja honum úr embætti.
Því hefur Wahid hins vegar neitað.
Á sama tíma og völd hersins fara
þverrandi hafa íslamskir heittrúar-
menn orðið háværari. Ástandið á
Kryddeyjum hefur orðið tilefni
fjöldafunda og mótmæla víða um
Indónesíu, þ.á m. í Jakarta.
Þar hafa múslímar krafist af-
sagnar Megawatis Sukarnoputris,
varaforseta, sem Wahid hefur falið
að kveða niður innanlandsófrið í
ríkinu. Pólitískir keppinautar for-
setans hafa óspart nýtt sér reiði
múslíma en trúarleiðtogar hafa
boðað heilagt stríð gegn kristnum
og krafist þess að íslamskt ríki
verði stofnað í Indónesíu.
Fyir í mánuðinum lét Wahid
senda herskip til Kryddeyja til að
freista þess að stöðva voðaverkin.
Tímaritið Tirne hefur eftir ónefnd-
um heimildarmönnum að átökin á
eyjunum geti verið liður í áætlun
landhersins um að fá bandamenn
Wahids innan flotans til að beina
athygli sinni frá öðrum svæðum í
ríkinu svo að landherinn fái tæki-
færi til að endurheimta þar fyrri
stöðu. Jafnvel hefur heyrst að her-
inn kunni að vera að undirbúa vald-
arán.
Á síðustu dögum hafa átök milli
kristinna og múslíma verið að
breiðast út fyrir Kryddeyjar, t.d. til
ferðamannaeyjunnar Lombok
skammt austur af Jövu. Enginn
veit hvar átök kunna að blossa upp
næst en víða er ástandið talið mjög
óstöðugt. Á sama tíma virðist sem
tekist hafi að stilla til friðar í Am-
bon, a.m.k. tímabundið.