Morgunblaðið - 23.01.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.01.2000, Blaðsíða 27
MÖRGUNBLÁÐIÐ SÚNNÚÖÁGÍJR 23. JÁNÚÁR 2Ó0Ó 2? Refisrétturinn tengist því töluvert öðrum vísindagreinum eins og heimspeki og félagsvísindum og það finnst mér gera hann heillandi. Hann veltir meðal annars fyrir sér spurningum eins og hver er réttur ríksins til að refsa og hvert er markmiðið með refsingunni? Þegar fjallað er um sakhæfi manna koma niðurstöður úr sálfræði og geð- læknisfræði til álita. Annars er það viðfangsefni refsi- réttar að lýsa réttarreglum um refsiverða háttsemi, refsingum og öðrum viðurlögum við afbrotum.“ Rannsóknir grundvöllur kennslunnar Ragnheiður segir að fyrstu kynni sín af kennslu hafi verið þegar hún var á fimmta ári í laganáminu. „Jónatan Þórmundsson, prófessor, sem kenndi mér refsirétt, bað mig og tvo aðra nemendur að kenna refsirétt í eina viku hvert um sig. Þetta var ágætis reynsla.“ Hefur þú aldrei haft áhuga á að starfa sem lögmaður? „Nei, ég hef alltaf haft meiri áhuga á fræðimennsku. Eftir að ég lauk námi starfaði ég hins vegar sem fulltrúi í Sakadómi Reykjavík- ur og síðar í dóms- og kirkjumálar- áðuneytinu og hvort tveggja hefur nýst mér vel í starfi mínu í háskól- anum. Kennslan byggist á rannsóknum það þarf að undirbúa sig íyrir tím- ana með því að kynna sér vel það sem verið er að fjalla um, leita heimilda og setja niðurstöðumar skynsamlega fram. Ég hef líka mjög gaman af því að skiptast á skoðunum um námsefnið við nem- endur mína. Rannsóknir eru í rauninni grunn- urinn að kennarastarfinu,“ heldur hún áfram og segir að á nokkurra ára fresti gefist kennurum við Há- skóla íslands tækifæri til að stunda eingöngu rannsóknir í tiltekinn tíma og í því skyni hafi hún dvalið bæði lengri og skemmri tíma í út- löndum. „Þetta er nauðsynlegt til þess að njóta góðra bókasafna og kynna sér ný viðhorf því við erum í rauninni mjög einangruð. Umhverfísrefsiréttur meðal rannsóknarverkefna Þegar ég var í framhaldsnáminu í Kaupmannahöfn kynntist ég mörgum, norrænum fræðimönnum sem ég hef haldið sambandi við síð- an og hafa reynst mér vel við rann- sóknarstörf mín. En það sem ég er að rannsaka hverju sinni ræðst nokkuð af því sem ég er að kenna það árið,“ segir hún. I rannsóknum sínum hefur Ragnheiður meðal annars fjallað um samfélagsþjónustu sem hún segir að sé skilgreind sem viðurlag- ategund sem felst í því að á hinn brotlega er lögð sú skylda að vinna ákveðinn tímafjölda, launalaust og í frístundum sínum, að verkefnum sem koma þjóðfélaginu að gagni. „Samfélagsþjónusta var lögfest hér árið 1994. Danir voru fyrstir Norð- urlandaþjóða til að taka upp samfé- lagsþjónustu árið 1982 en þá var ég einmitt við nám í Kaupmannahöfn og fylgdist með þróun mála.“ Árið 1993 stundaði Ragnheiður rannsóknir í umhverfisrefsirétti við Berkeley-háskóla í Kaliforníu og við Kriminalistisk Institut í Kaup- mannahöfn. Fimm árum síðar kannaði hún ákvörðun refsinga í nauðgunarmálum. Rannsóknina stundaði hún meðal annars við lagadeild Cambridge-háskóla í Englandi. Námsgreinaval innan lagadeildar aukið Ragnheiður er eina konan í fastri, fullri kennarastöðu við laga- deildina, hún er spurð að því hvort starf hennar eigi eftir að breytast við það að hún er orðin prófessor? „Starfið breytist í rauninni ekk- ert. Ég held áfram að sinna kennslu, rannsóknum og stjórnun eins og ég hef gert undanfarin ár.“ Vissir þú að hverju stefndi með ráðningu þína? „Já, þar eð ég hef starfað lengi við háskólann, en ég hóf starfsferil minn þar sem stundakennari vetur- inn 1984-85, þá vissi ég að þetta væri í vændum auk þess sem nokk- uð er síðan ég fékk hæfnisdóm sem prófessor.“ Oeðlilegt að fram- kvæmdavaldið breyti ákvörðunum dómstóla Eitt af fyrstu rannsóknarverkefn- um Ragnheiðar fjallaði um samfé- Iagsþjónustu. „Áður en ég útskýri hvað felst í samfélagsþjónustunni er rétt að nefna að upp úr 1970 var umræða um viðurlagapólitík orðin mjög mikil á Vesturlöndum," segir Ragnheiður. „Eitt af því sem lögð var áhersla á í þeirri umræðu var að leita leiða til að draga úr notkun óskilorðsbundinnar refsivistar. Ástæða þess er sú að refsivistin hef- ur ýmsa ókosti í för með sér. Inni- lokun hefur mjög neikvæð áhrif á þá sem henni sæta, refsivistin er talin þyngri refsing nú en áður var vegna breyttra þjóðfélagshátta og meiri almennrar velsældar. Sá sem sætir refsivist fer því meira á mis meðan á henni stendur en áður var. Mjög margir fangar sitja inni fyrir auðgunarbrot og þær raddir hafa heyrst að refsivist sé ef til vill of þungbær refsing fyrir mörg slík brot. Þá er refsivistin dýr fyrir þjóðfélagið. Rannsóknir á áhrifum mismunandi viðurlagategunda á menn hafa sýnt að fangelsisrefsing virðist ekki áhrifaríkari en aðrar viðurlagategundir til þess að halda mönnum frá brotum. Með þessa ókosti refsivistar í huga hefur verið reynt að leita leiða til að draga úr notkun hennar. En þá þarf að finna önnur úrræði til að nota í staðinn og eitt þeirra er samfélagsþjónusta. Afbrotamenn vinni þjóð- félaginu til gagns Ragnheiður segir að samfélags- þjónusta felist í því að á hinn brot- lega er lögð sú skylda að vinna ákveðinn tímafjölda, launalaust og í frístundum sinum, að verkefnum sem koma þjóðfélaginu að gagni. „Þetta úrræði hefur verið tekið upp víða um lönd. Af Norðurlandabúum voru Danir fyrstir til að hefja sam- félagsþjónustu haustið 1982. Þá var ég einmitt að hefja nám í Kaup- mannahöfn og um þetta úrræði var mikið fjallað og fylgdist ég því með þróun þessa máls frá upphafi. Hér á landi var samfélagsþjón- usta lögfest í tilraunaskyni árið 1994. Þótti hún gefast vel og var því lögfest sem varanlegt úrræði með lögum frá árinu 1997. Það kemur fram í máli Ragnheiðar að það sem er sérstætt við fyrirkomulag samfé- lagsþjónustu hér á landi er form hennar. „Það er ekki dómari sem dæmir menn til samfélagsþjónustu eins og tíðkast í nágrannalöndum okkar, heldur getur sá sem dæmd- ur er í allt að 6 mánaða óskilorðs- bundið fangelsi sótt um það til Fangelsismálastofnunar ríkisins að fá að fullnusta refsinguna með sam- félagsþjónustu. Fullnægi dómþoli ákveðnum skilyrðum getur Fang- elsismálastofnun ákveðið fullnustu með þessum hætti. Af þessu er ljóst að ákvörðun um samfélagsþjónustu er hér sfjórnvaldsúrræði. Þetta at- riði hef ég gagnrýnt því að ég tel óeðlilegt að framkvæmdavaldið breyti ákvörðunum dómstóla með þessum hætti. Að vísu hefur fram- kvæmdavaldið ýmis afskipti af dómum. Það getur veitt reynslu- lausn og náðun og það ákveður hvar og hvenær afplánun refsivist- ar fer fram. En það er mikill munur á því annars vegar að veita eftirgjöf á hluta refsivistar, eins og gert er með reynslulausn og hins vegar að breyta dómi sem dómari hefur dæmt, í eitthvað allt annað en hann hefur ákveðið. Dómendur fara með dómsvaldið samkvæmt 2. gr. stjórn- arskrárinnar." Samfélagsþjónustan hefur reynst vel Ragnheiður segir að mörkin milli dómsvalds og stjórnsýslu séu oft óljós. „Talið er að löggjafinn geti í vissum tilvikum veitt stjórnvöldum vald til þess að ijalla um tiltekinn réttarágreining, en það er þó ljóst Ragnheiður Braga- dóttir hefur stundað ýmsar rannsóknir í gegnum árin meðal annars á samfélags- þjónustu, umhverfís- refsirétti og kannað ákvörðun refsingar í nauðgunarmálum. að einhver takmörk eru fyrir því hve langt löggjafinn getur gengið í því að veita stjórnvöldum vald til úrskurðar um ágreiningsefni og það er hlutverk dómstóla að ákveða refsingu. Þótt ef til vill megi deila um hvort samfélagsþjónusta sé refsing í þeirri formlegu merkingu sem það hugtak er notað í refsirétt- inum, er hún a.m.k. úrræði sem beitt er vegna afbrota. Um hana hlýtur því að eiga að gilda sama regla og um refsingarnar, að dóm- arar kveða á um hana í dómsformi. Ég tel að þegar samfélagsþjónusta var gerð að varanlegu úrræði hér fyrir tveimur árum hefði átt að taka þetta form hennar til endur- skoðunar. Ég vil þó taka fram að í því felst ekki gagnrýni á störf Fangelsismálastofnunar ríksins sem hefur leyst þessi mál mjög vel af hendi. Loks má nefna að um síð- astliðin áramót tóku gildi ákvæði þar sem gert er ráð iyrir að fulln- usta megi vararefsingu með samfé- lagsþjónustu." Refsiákvæði laga sem varða umhverfísmál ekki nógu virk Annað efni sem Ragnheiður hef- ur fjallað um í rannsóknum sínum eru umhverfisbrot, þ.e. refsiverð brot sem beinast gegn umhverfinu og ákvæði eru um í lögum um nátt- úruvernd, lögum um vamir gegn mengun og loks lögum um skipu- lags - og byggingamál. Segir hún að rannsóknimar hafi verið liður í alþjóðlegu rannsóknarverkefni inn- an umhverfisrefsiréttarins sem unnið var á vegum Max-Planck- Institut fiir auslandisches und int- ernationales Strafrecht í Freiburg í Þýskalandi. Einnig stundaði Ragn- heiður rannsóknir á þessu svið á ár- inu 1993 meðai annars við Berkeley háskóla í Kaliforaiu og við Krim- inalistisk Institut við Kaupmanna- hafnarháskóla. Ragnheiður segir að fáir dómar hafi gengið þar sem reynt hafi á refísiákvæði laga um verndun um- hverfisins, ef undan eru skildir dómar vegna brota á fískveiðilög- gjöfinni. „Þótt þessi mál hafi sjald- an komið til kasta dómstóla og stjórnvalda þýðir það ekki, að menn séu svo löghlýðnir á þessu sviði, að þeir fremji svona fá brot. Þvert á móti vitum við að það hefur við- gengist að menn hundsi lögin og hafi komist upp með það. Það er reyndar ekkert sérstakt fyrir ástandið hér á landi að refsiákvæði sem eiga að vemda umhverfið era ekki virkari en raun ber vitni. Hið sama þekkist víða erlendis, t.d. á Norðurlöndunum. Ýmsar ástæður hafa verið nefndar sem valda þessu. Refisiákvæði í lögum á sviði um- hverfismála eru oft óljós. Ástæður þess era einkum tvær. í fyrsta lagi era refsiákvæðin ekki í heildarlög- um um umhverfísmál heldur era þau dreifð og ósamstæð í mörgum sérlögum sem fjalla um tiltekin svið umhverfismála. Ákvæði lýsa oft illa eða ónákvæmlega þeirri háttsemi sem er refsiverð. Refsingar fyrir umhverfisbrot yfírleitt vægar í öður lagi era það tengsl þessa sviðs við stjórnsýsluréttinn. Þar kemur bæði til að lögin era oft eins konar rammalög og mikið er um að stjórnvöldum sé gert að setja nán- ari reglur um ýmis atriði í lögunum sem skipta þá máli varðandi refsin- æmi verknaðar. Og einnig að leyfi stjórnvalda þarf til að stunda ýmsa starfsemi sem getur verið hættuleg umhverfínu. Refsiákvæði laganna segja því ekki alla söguna. Það þ£irf að taka með i reikningin stjóm- valdsreglur og leyfisveitingar sem byggjast á reglunum. Leyfin geta oft verið tæknilega flókin og fjalla um önnur atriði en lagaleg. Og þar sem þessi grundvöllur er svo óljós, er ekki fúrða að menn séu ekki viss- ir um, hvað má og hvað ekki. Því má ætla að mörg mál komist ekki áfram í refsivörslukerfinu vegna þess hve gráu svæðin era mörg. Þá getur einnig verið erfitt að sanna hvað gerðist, hvert var raunvera- legt tjón eða hve mikil hætta var á tjóni. Auk þess þarf að hafa í huga hættuna á að upp komist um brot. Þar sem svo fá mál hafa komið til dómstóla er ljóst að líkur á að hljóta dóm og refsingu era ekki miklar. Sem skýring á því hefur það verið nefnt að í sfjórnkerfinu era margir aðilar sem fjalla um umhverfismál, eftirlitsaðilar era margir og oft óljóst hvert hlutverk hvers um sig er. Eftirlit með umhverfinu og þá um leið með þvf að ekki séu framin refsiverð brot gegn umhverfinu er því á margra höndum. Stjórnvöld sem fara með umhverfismál hafa jafnframt öðram hlutverkum að gegna en hafa eftirlit með því að ekki séu framin brot gegn umhverf-' inu. Þeim er t.d. ætlað að vinna fyr- irbyggjandi starf t.d. með veitingu leyfa til starfsemi sem getur verið hættuleg. Loks má nefha að refs- ingar fyrir umhverfisbrot era yfír- leitt vægar og vægar refsingar fyr- ir alvarleg brot hafa lítil sem engin áhrif í þá átt að fæla menn frá brot- um. Þrátt fyrir þetta eru málin að þokast í rétta átt þannig var til dæmis nýlega sett ákvæði í almenn hegningarlög um refsingu fyrir mciriháttar umhverfisbrot." Taka ber meira tillit til aldurs þolenda í nauðgunarmálum Ragnheiður hefur einnig fjallað um kynferðisbrot í rannsóknum sínum og gert könnun á ákvörðun refsingar í nauðgunarmálum. Því eins og hún segir þá hafa þær radd- ir heyrst á undanförnum áram að refsingar fyrir kynferðisbrot séu of vægar og ekki í samræmi við rétt- arvitund almennings sem krefjist þyngri refsinga. Ragnhciður kannaði alla dóma Hæstaréttar 1977-1996 þar sem dæmt var fyrir brot gegn 194. gr. hegningarlaganna um nauðgun. Aðspurð sagði hún að könnunin hafi leitt í ljós að nokkuð gott sam- ræmi sé í refsiákvörðunum réttah- ins í þessum málaflokki.„Refsingar era á bilinu eins til tveggja ára fangelsi og er ofbeldið sem haft er í frammi, ráðandi um refsihæð, eðli málsins samkvæmt. Ef beitt er nyög miklu ofbeldi og aðrar veiga- miklar þyngingarástæður era fyrir hendi getur refsingin farið upp í fjögurra ára fangelsi." Þótt Ragnheiður telji refsingar hæfilegar og áhrif einstakra refsi- ákvörðunarástæðna í flestum tilvik- um eðlileg, finnst henni gagnrýnis- vert að ekki skuli meira tillit tekið til ungs aldurs þolenda við ákvörð- un refsingar. „Það segir sig sjálft að ung fórnarlömb hafa lítinn and- legan og líkamlegan styrk til þess að veijast nauðgunum. Tiltölulega lftið ofbeldi eða lítilfjörleg hótun getur því virkað mjög ógnvekjandi gagnvartþessum unglinum. Því ber að taka mikið tillit til ungs aldurs þolenda, þegar metið er hve miklu ofbeldi eða alvarlegmn hótunum er beitt,“ segir hún. Er það eitthvað sérstakt sem þú hefur áhuga á að beita þér fyrir í starfmu? „Það hafa orðið talsverðar breyt- ingar á laganáminu á undanförnum árum í þá átt að gera námið fjöl- breyttara og ég hef áhuga á að taka þátt í að þróa þær áfram. Meðal þess má nefna að nú er boðið upp á fjölda kjörgreina og leitað hefur verið meira til lögfræðinga út í þjóðfélaginu til að sinna þeirri kennslu með okkur. Á sviði refsiréttar er boðið upp á nám í kjörgreinum eins og um- hverfisrefsirétti, fjármuna- og efna- hagsbrotum, alþjóðlegum refsirétti viðurlögum og viðuriagapóltík og loks ofbeldisbrotum frá sjónarhóli kvennaréttar. Það má nefna að það eykst stöðugt að lagastúdentar taki hluta af kjörgreinum sínum erlend- is og dvelji þá í eitt til tvö misseri við háskóla í Evrópu eða Banda- ríkjunum." Ofbeldisbrot frá sjónarhóli kvennaréttar Á námskeiðinu um ofbeldisbrot frá sjónarhóli kvennaréttar sem var boðið upp á í fyrsta skipti í fyrra kenndi ég ásamt Brynhildi Flóvens, lögfræðingi sem er sérf- ræðingur í kvennarétti. Kvenna- réttur er sérstök grein innan lög- fræðinnar sem hefur það hlutverk að kanna hvort og þá hvernig rétt- arreglumar varða kynin með mis- munandi hætti, leggja mat á réttinn út frá sjónarhomi kvenna og fjalla um hvemig unnt er að nota réttar- kefið í víðustu merkingu til að bæta stöðu kvenna í samfélaginu. Nám- skeiðið var framlag lagadeildarinn- ar til kynjafræðinnar sem er þver- faglegt nám í háskólanum. Á námskeiðinu tókum við fyrir nokkra brotaflokka eins og nauðg- un og önnur brot gegn kynfrelsi fólks, kynferðisbrot gegn börnum og heimilisofbeldi. Við skiptum með okkur verkum þannig að ég fjallaði um þessar brotaflokka og viðurlög við þeim, það er refsiréttarlega þætti efnisins, en Brynhildur tók efnið fyrir frá sjónarhóli kvenna- réttarins." I ritstjórn virtra, norrænna lögfræðitímarita Auk starfa sinna við háskólann hefur Ragnheiður verið í ýmsum nefndum og ráðum sem tengjast starfi hennar bæði hér innanlands og utan og hefur sótt ráðstefnur er- lendis sem fræðimaður og fyrirles- ari. Auk þess liggur eftir hana tölu- verður fjöldi greina sem birst hafa í íslenskum og erlendum fræðiritum. Hún er nú í ritstjórn Nordisk Tidsskrift for Kriminalvidenskab sem er gamalt og virt tímarit en þar hefur hún meðal annars kynnt það sem er að gerast á Islandi á lagasviðinu. Hún er einnig í ritsjórn Journal of Scandinavían Studies in Criminology and Crime Prevent- ion. „I tímaritinu er verið að kynna norrænar rannsóknarniðurstöður á sviði afbrotafræði og afbrotavarna fyrir enskumælandi fólki. Það er nauðsynlegt að vera í norrænu samstarfi til að fylgjast vel með,“ segir hún. Ragnheiður og eiginmaður henn- ar, Bjarni Kristjánsson, viðskipta- fræðingur, eru bæði í krefjandi starfi en hann starfar sem fram- kvæmdastjóri Áburðaverksmiðj- unnar hf. Hvemig ætli heimilis- haldið gangi upp? „Við reynum að skipuleggja okk- ur vel. Við hjálpumst öll að hér á heimilinu og sem betur fer vinnum við vel saman. Það gefst þó ekki mikill tími fyrir tómstundir. Þeim lausu stundum sem við Bjarni höf- um verjum við með dætrunum. Við eigum öll sameiginlegt áhugamál sem er tónlistin og síðastliðið sum- ar fórum við til dæmis til Katalóníu á Spáni þar sem eldri dóttir okkar tók þátt í tónlistarnámskeiði. í fríunum höfum við ferðast töluvert utanlands og innan. Ég er mjög sátt við hlutskipti mitt. Ég er að gera það sem ég hef ánægju af. Það er einkennandi fyrir konur hve mörgum hlutverkum þær gegna, einkum meðan börnin eru ung. Þessi margþættu hlutverk bjóða upp á ákveðna ijölbreytni en það getur líka verið erfitt að vera alltaf að skipta um hlutverk. En svona er líf nútímakvenna.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.