Morgunblaðið - 23.01.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.01.2000, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN Á ÞRÖSKULDI NÝRRA TÍMA Ég óska Reykvíking- um og landsmönnum öllum farsældar á nýju ári. Þessum óskum fylgja nokkrir þankar um hlutverk stjórn- valda i nútíð og fram- tíð, um vald og við- fangsefni hins opin- bera og hugmyndir um hvemig skynsamlegt væri að umgangast hvort tveggja með það að markmiði að skapa sæmilega sátt í samfé- lagi okkar. Þessar hug- leiðingar eru settar fram í þeirri von að okkur íslendingum takist að þróa nýjar hugmyndir og beita nýjum vinnubrögðum við að leiða mál farsællega til lykta. ísland- ingar eru lítil þjóð og frammi fyrir þeim tækifærum - og þeirri ögrun - sem fylgir breyttum tímum og nýju árþúsundi, kann að skipta sköpum hvort okkur tekst að stilla saman strengi okkar og nýta sameiginlegan auð með skynsamlegum hætti. Nýir tímar, ný hugsun. Út um allan hinn vestræna heim hafa nýjar hugmyndir um stjórnmál og stjórnun verið að ryðja sér til rúms á undanförnum árum. Víða á . sér stað fjörleg umræða um lýðræðið og þátttöku almennings í ákvörðun- um sem varða samfélagið allt, um réttindi og skyldur almennings, um hlutverk fjölþjóðlegra stofnana, ríkis og sveitarfélaga á tímum hnattvæð- ingar, um félagsleg gildi og markað- svæðingu og svona mætti áfram telja. Að einhveiju marki hefur þessi umræða borist hingað til lands en þó engan veginn í þeim mæli sem ástæða væri til. Hér hefur linnulíti] umræðan um einkavæðingu yfir- skyggt allt annað. Einkavæðingarhugmyndir hafa átt góðu fylgi að fagna hér á landi um nokkurt skeið. Án efa á þröng fjár- hagsstaða hins opinbera nokkum þátt í því en líka óþreyja stjómmála- manna sem m.a. sjá einkafram- kvæmd sem greiðfæra leið framhjá þeim þröngu skorðum sem þeim em settar af fjárhag ríkis og sveitarfé- laga. Með einkaframkvæmd má inn- leysa kosningaloforðin strax en borga fyrir þau síðar. Með öðram orðum - einkavæðingaramræðan stjómast ekki síður af hyggindum sem í hag koma en hugmyndafræði- legum rétttrúnaði. Hjá mörgum hægri mönnum fer þetta tvennt þó saman: þeir telja pólitískum stundarhagsmunum sín- um borgið með einkavæðingunni en trúa því jafnframt að markaðurinn leysi öll verkefni betur en samfélags- þjónustan. Félagshyggjufólk, aftur á móti, aðhyllist þá skoðun að mark- aðsvæðing sé oft góðra gjalda verð, en alls ekki alltaf. Þannig sé ekki óeðlilegt að opinberir aðilar, s.s. sveitarfélög, feli einkaaðilum rekstur sem auðvelt er að skilgreina, mæla og meta til verðs á hlutlægan hátt, s.s.verklegar framkvæmdir, rekstur fasteigna, akstur, þrif og sorphirðu. Þá geti útboð líka verið góð leið til að úthluta verðmætum réttindum. Þegar kemur að flóknari verkefn- um, sem byggja á huglægu mati á árangri og gæðum, ríkum siðferði- . legum granni og faglegum metnaði þeirra sem þjónustuna veita, þá verður erfiðara um vik. Oftar en ekki era upplýsingar um slíkan rekstur af skomum skammti, mælikvarðar lítt þróaðir og því erfitt og jafnvel ómögulegt að gera samanburð og mæla með afgerandi hætti hvemig til hefur tekist í rekstrinum. Þetta • býður m.a. heim hættunni á einka- vinavæðingu í stað einkavæðingar. Þetta á t.d. við um rekstur grannskóla, heilbrigðis- þjónustu og félagslegr- ar þjónustu af ýmsu tagi. Eðlilegra er því að slík þjónusta sé á verk- sviði og á ábyrgð opin- berra aðila og að svig- rúm, frumkvæði og áhrif þeirra sem veita þjónustuna sem og hinna sem njóta hennar sé nýtt til hins ýtrasta. Samskipti þessara aðila byggi á því að báðir hafa réttindi og skyld- ur. I þróun opinberrar þjónustu er mjög mikiivægt að vinna út frá þeirri grandvallarhugsun að réttindi og skyldur fari saman. I árdaga velferð- arsamfélagsins var þetta ríkur þátt- ur í hugmyndum jafnaðarmanna á Vesturlöndum um samhjálp. Á langri vegferð virðist hún hafa glat- ast eða dofnað og til varð hugmynda- fræðin um veitendur og neytendur opinberrar þjónustu. Þessi hug- myndafræði hefur að ýmsu leyti dregið úr framkvæði okkar og ábyrgð - að því leyti hefur gagnrýni hægri manna á velferðarþjónustuna átt við rök að styðjast. Þegar að- hlynningar eða þjónustu er þörf bíða menn þess að einhver starfsmaður á launum hjá hinu opinbera komi og leysi málið. Þegar kreppir að í opin- berri þjónustu koma ævinlega fram hópar sem segja: „Við krefjumst - hvað ætlið þið að gera?“ í stað þess að segja: „Við stöndum andspænis vandamáli - hvemig eigum við að leysa það?“ Ný viðhorf í félagsþjónustu í velferðarþjónustu Vesturlanda takast á tveir hugmyndalegir straumar. Annar vill draga úr um- svifum velferðarkerfisins og flytja verkefni og ábyrgð út á markaðinn og til einstaklinganna. Hinn vill renna styrkari stoðum undir velferð- arkerfið, færa verkefni þess nær vettvangi og gera það lýðræðislegra. Þeir sem aðhyllast þann síðarnefnda vilja skilgreina réttindi og skyldur þeirra sem njóta félagsþjónustu með það fyrir augum að þeir geti notið hennar með reisn. Áðeins þannig gegni félagsþjónustan því hlutverki sínu að „skapa öllum skilyrði til að sýna sig gagnvart öðram eins og þeir vilja vera“ eins og háskólarektor orð- aði það á ráðstefnu félagsmálastjóra og Sambands íslenskra sveitarfélaga í nóvember síðastliðnum. Þetta er sú leið sem borgaryfirvöld aðhyllast og hafa kosið að íýlgja en það ber að undirstrika að forsenda þessarar stefnu er jafnræði og jafnrétti ein- staklinga. Við eigum að horfa á velferðar- kerfið frá jákvæðu sjónarhomi. Ekki sem ölmusu eða líkn, ekki sem sam- hjálp þar sem sumir era gefendur og aðrir þiggjendur heldur sem eðlileg réttindi og nauðsynlegan þátt í rekstri samfélagsins. Hjá Reykjavíkurborg hefur hlut- verk og starf félagsþjónustunnar verið endurskoðað og endurskipu- lagt í veigamiklum atriðum með það að leiðarljósi að saman fari réttindi og skyldur. Rétturinn til fjárhagsað- stoðar hefur verið skilgreindur og reglum um útreikning aðstoðar breytt með það að markmiði að bæta stöðu einstæðra foreldra. Heima- þjónustan hefur verið endurskipu- lögð og nýtist nú fleiri heimilum en áður á sama tíma og heildarkostnað- ur við hana hefur minnkað. Gagnger endurskoðun á rekstri leiguíbúða borgarinnar og stofnun Þessar hugleiðingar eru settar fram í þeirri von, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttír, að okkur Is- lendingum takist að þróa nýjar hugmyndir og beita nýjum vinnu- brögðum við að leiða mál farsællega til lykta. Félagsbústaða hf. er liður í þessari uppstokkun félagslega kerfisins. Markmiðið með stofnun Félagsbú- staða var að hluta til rekstrarlegt hagræði en hitt skipti ekki minna máli, að vinna annars vegar gegn þeirri tilhneigingu leigutaka að líta á sig sem skjólstæðinga Félagsþjón- ustunnar og hins vegar gegn þeirri skoðun margra borgarbúa að fólk í svokölluðum bæjaríbúðum sé á framfæri Félagsþjónustunnar. Sam- band íbúanna við fyrirtækið á ekki að vera samband skjólstæðings við stofnun heldur á það að byggjast á gagnkvæmum réttindum, skyldum og virðingu leigusala og leigutaka. Leigufjárhæðin er sanngjöm og byggist á tiltekinni reiknireglu, leigutakar eiga rétt á húsaleigubót- um samkvæmt þeim reglum sem um þær gilda og ef þeir geta ekki greitt húsaleiguna eiga þeir nákvæmlega sama rétt og aðrir á aðstoð Félags- þjónustunnar. Þeir eiga rétt, en bera líka skyldur. Þeir geta t.d. ekki ákveðið að þeim beri ekki að greiða húsaleigu, að þeir eigi öðram fremur að búa frítt á kostnað samborgara sinna. Ég held að allir hljóti að vera sammála um að þetta séu sanngjarn- ir skilmálar. Sú breyting sem gerð var á rekstri félagslegra leiguíbúða á vegum borg- arinnar hefur skapað skilyrði til að fjölga þessum íbúðum veralega. Á árinu 1998 vora keyptar um 50 íbúð- ir, á síðasta ári vora keyptar tæplega 100 íbúðir og í fjárhagsáætlun ársins 2000 er gert ráð fyrir 70 mkr. hluta- fjárframlagi til Félagsbústaða sem gera fyrirtækinu kleift að kaupa 100 íbúðir til viðbótar á næsta ári. Til samanburðar má geta þess að á ár- unum 1990 til 1997 vora að jafnaði keyptar 17-18 leiguíbúðir á ári. Vegna fjölgunar íbúða styttist nokk- uð biðlistinn hjá Félagsbústöðum milli áranna 1997 og 1998 þrátt fyrir að fjöldi nýrra umsókna um leigu- íbúðir hafi aukist um 30% milli ára. Vegna mikillar eftirspumar eftir leiguhúsnæði í borginni og óhóflegs leiguverðs á almennum markaði er mjög brýnt að auka framboð á fé- lagslegu leiguhúsnæði fyrir tekju- lágt fólk. Það hefur Reykjavíkurborg gert undanfarin tvö ár og áfram verður haldið á þessu. Ég leyfi mér hins vegar að fullyrða að ef ekki hefði komið til stofnunar Félagsbústaða hefði reynst mun erfiðara að efla þennan þátt félagsþjónustunnar í Reykjavík jafn mikið og raun ber vitni. Hvatt til lýðræðislegri vinnu- bragða Á undanförnum áram og áratug- um hefur mikil breyting átt sér stað á hinu opinbera valdi - jafnt pólitísku valdi sem stjórnsýsluvaldi. Fram hafa komið nýjar hugmyndir og vinnubrögð sem eiga það sameigin- legt að hvetja til dreifstýringar í stjórnsýslu, skýrrar verkaskiptingar milli stjórnmálamanna og embættis- manna og víðtækrar samvinnu og samráðs yfirvalda við hagsmunaaðila um stefnumótun og framkvæmdir. Hjá Reykjavíkurborg hefur um- ræða um stjómunarhætti, betri nýt- ingu fjármuna og þjónustuhlutverk borgarinnar verið ofarlega á baugi. Ný vinnubrögð hafa verið innleidd sem grandvallast á dreifstýringu og þeirri hugsun að þeir sem eiga bein samskipti við borgarbúa og veita þjónustu af hálfu borgarinnar séu öðram betur fallnir til þess að sjá hvernig best er að standa að verki. Stofnanir borgarinnar hafa stað- fest það og sannað, hversu rétt sú ákvörðun var að fela þeim í senn meira vald, svigrúm og ábyrgð. Fjölmargar nýjungar hafa komið fram í þjónustu borgarinnar og með- ferð fjármuna. Mikill árangur hefur náðst í áætlunargerð og fjármála- stjóm borgarinnar frá því að rammafjárhagsáætlun var tekin upp árið 1997. Stjómsýsluvald hefur verið flutt úr Ráðhúsinu og til stofnana og íyr- irtækja borgarinnar og þar með hef- ur vald og ábyrgð einstakra for- stöðumanna aukist. Þeir hljóta þó alltaf að starfa í umboði kjörinna fulltrúa fólksins í borginni og mikil- vægt er að hið pólitíska stjómkerfi borgarinnar sé í stakk búið til að fylgjast með því sem fram fer í stjómsýslu borgarinnar. Næsta skrefið er því að treysta stöðu þeirra sem bera pólitíska ábyrgð á stefnu- mótun og eftirliti í málaflokkum. Af því tilefni vil ég geta þess hér að stjórnkerfisnefnd, sem starfar undir forystu forseta borgarstjórnar, vinn- ur að breytingum á stjómkerfinu þar sem gengið er út frá því grandvallar- markmiði að dreifa pólitísku valdi á sama hátt og stjómsýsluvaldi og skýra verkaskiptinguna milli stjóm- málamanna og embættismanna. Skipting valdsins í framkvæmda- rvald, löggjafarvald og dómsvald er meginreglan í vestrænu lýðræði. Sú skipting er ekki til komin af tilviljun og er aðferð til þess að hamla gegn því að of mikið vald safnist á einn stað. Stjómarfar byggist á mörgum gömlum hugmyndum, m.a. óttanum við einræði, við geðþóttaákvarðanir og misbeitingu valds. Skipting valds- ins á rót að rekja til þessa. Á sveitar- stjómarstiginu er meginlínan í verkaskiptingunni sú að stjórnmála- menn móta stefnu sem síðan er framkvæmd af embættismönnum. Vissulega hefur oft velkst fyrir mönnum hvar skilin liggi milli stefnu og framkvæmdar hennar og hafa bæði stjómmálamenn og embættis- menn átt erfitt með að greina þarna á milli. Breytt hlutverk stjórnvalda Vaxandi skilningur er á því að til þess að ná árangri og stuðla að betri sátt í samfélögum nútímans sé nauð- synlegt að hvetja til upplýstrar um- ræðu og efla samráð yfirvalda og umbjóðenda þeirra. Hlutverk stjóm- valda í lýðræðissamfélögum er nú að stóram hluta fólgið í því að leita lausna á ágreiningsefnum og taka ákvarðanir sem fela í sér að vega og meta mörg ólík og oft gagnstæð sjónarmið. Þetta hlutverk stjórn- valda verður æ viðameira og flókn- ara. Þar skiptir miklu sú félagslega og efnahagslega þróun sem átt hefur sér stað á liðnum áratugum. Jafn- framt einkennir það þróun lýðræðis- samfélaga þar sem menntunarstig hækkar og þekking er almenn að vaxandi kröfur era gerðar um það að ákvarðanir séu teknar fyrir opnum tjöldum og á grandvelli samræðu og samkomulags við almenning. Þær hugmyndir sem á undanfömum ár- um hafa verið að ryðja sér til rúms í opinberri stjórnun byggjast á þeirri grandvallarhugsun að efla þ'urfi lýð- ræðið og í stað þess að stjórna fólki sé stjórnað með fólki. Það er út- breidd skoðun að eitt af mikilvæg- ustu verkefnum stjórnmálanna sé að þróa leiðir til þess að virkja almenn- ing og færa hinum almenna kjósenda möguleika til að hafa áhrif í málefn- um sem varða miklu. En lýðræði tekur tíma og krefst aga og þrautseigju af hálfu þeirra sem vilja ástunda það. Því er heldur ekki að leyna að stjómmálamenn, embættismenn og almenningur hafa ekki næga þjálfun í lýðræðislegum vinnubrögðum. Talsvert skortir á traust milli þessara hópa og fólk er því vanast að skipa sér fljótlega í til- tekna herbúð og - eftir atvikum - sækja þaðan að stjórnvöldum eða verjast fyrir þeim. Álmenningur hef- ur horn í síðu stjórnvalda og hefur tilhneigingu til að líta á fulltrúa þeirra sem andstæðinga sína og stjórnvöld, fyrir sitt leyti, era lang- þreytt á því að láta berja á sér og fara í vörn af minnsta tilefni. Menn takast á og era ýmist sigraðir eða sigurvegarar. Átakamenningin ræð- ur ríkjum. Víða í borgarkefinu er umtalsverð viðleitni í þá vera að auka samráð við þá sem þjónustu njóta eða hagsmuna eiga að gæta. Vil ég í því sambandi sérstaklega nefna Fræðsluráð og Fræðslumiðstöð Reykjavíkur sem hefur víðtækt samráð við foreldra og skólafólk um forgangsröðun verk- efna í starfsáætlun, og eins þróunar- áætlun miðborgar sem byggir á þeirri hugmyndafræði að hafa sam- ráð við hagsmunaaðila þegar á framstigi skipulags. Það hefur vissu- lega ekki gengið snurðulaust að inn- leiða þessi vinnubrögð og því fólki sem þar hefur verið í fararbroddi hefur ekki alltaf fundist það hafa er- indi sem erfiði. Jafnvel hefur því fundist á stundum sem eftirtekjan væri rýr - oft ekki annað en ami og andóf. Þá getur lýðræðisástin snúist upp í andhverfu sína. Menn mega þó ekki láta deigan síga. Það tekur langan tíma að breyta áratuga löngum hefðum og viðhorfum en það hefst ef menn gef- ast ekki upp gagnvart viðfangsefn- inu. í samfélögum sem vilja veg lýð- ræðisins sem mestan verða stjórn- völd að auka samráð við almenning og veita borguram greiðari aðgang að undirbúningi mála og ákvarðana- töku. Ég tel að slíkt geti leitt til já- kvæðari umræðu og farsælli lausna og því eigum við að ástunda slík vinnubrögð alls staðar þar sem því verður við komið. Tilflutningur valds og verkefna Opinbert vald hefur á síðustu ár- um verið að flytjast í tvær áttir, ann- ars vegar frá ríki og yfir á hinn al- þjóðlega vettvang, hins vegar frá ríki til lægri stjórnsýslustiga s.s. héraða og sveitarfélaga. Þessi tilflutningur valds og verkefna tengist hinni s.k. alþjóðavæðingu. Menn gera sér æ betur ljóst að fjölmörg fyrirbæri í efnahagsmálum, viðskiptum, stjórn- málum og umhverfismálum stað- næmast ekki við þau landamæri sem dregin hafa verið utan um lönd og þjóðir á umliðnum áram og öldum. Þjóðríkið, sem rammi utan um flest- ar mannlegar athafnir á tilteknu svæði, stenst ekki með sama hætti og áður. Og af því að mannsskepnan er sveigjanleg og aðlagar sig umhverfi sínu um leið og hún skapar það, þá era þjóðir heims að þróa ný skipu- lagsform til að takast á við nýjan veraleika. Þjóðríkin eru sem óðast að skipuleggja sig í skuldbindandi sam- starf þar sem þau framselja nokkuð af fullveldi sínu í þeim tilgangi að geta sameiginlega mótað sína eigin framtíð. Þau hafa ákveðið að vera gerendur en ekki þolendur. Evrópu- sambandið er án efa órækasti vitnis- burðurinn um þessa þróun. Hér á landi birtist þessi þróun m.a.í því að verkefni hafa verið að flytjast frá ríkinu til sveitarfélag- anna í samræmi við þá hugmynd að ákvarðanir eigi að taka eins nærri vettvangi og kostur er. Á hinn bóg- inn hafa sveitarfélögin verið að átta sig æ betur á því að mörg verkefni verða illa leyst innan marka eins til- tekins sveitarfélags, vandamál og verkefni virða ekki landamæri sveit- arfélaga fremur en ríkja. Að auki hefur komið í ljós að mörg sveitar- félög hafa ekki burði ein og sér til að takast á við þau verkefni sem verið er að flytja til þeirra. Þess vegna hafa sveitarfélög bæði verið að auka samstarf sitt t.d. með byggðasam- lögum og eins hafa þau verið að sam- einast til þess að geta veitt betri og hagkvæmari þjónustu. Sveitarfélögin á höfuðborgar- svæðinu hafa þá sérstöðu að þau hafa öll burði til að takast á við þau rekstrarverkefni sem þeim hafa ver- ið falin af ríkinu. Það breytir þó ekki því að vandamálin virða engin landa- Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.