Morgunblaðið - 23.01.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 23.01.2000, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA ÍDAG Jörundur inn kristni á Akranesi Fyrsti ábúandi að Görðum var Jörundur inn kristni Ketilsson. Stefán Friðbjarn- arson minnir á að hinum megin Hval- fjarðar, að Esjubergi, byggði Örlygur Hrappsson fyrstu kirkju landsins sem kunn er af heimildum. FYRSTI ábúandi að Görðum á Akranesi, sem sögur fara af, er Jör- undur Ketilsson inn kristni, sonur Ketils Bresasonar landnámsmanns. í Landnámabók (Hauksbók) segir: „Hann hélt vel kristni til dauðadags og var einsetumaður í elli sinni.“ I bókinni Akraneskirkja 1896-1996 eftir Gunnlaug Haraldsson segir: „Má jafnvel ætla, að Jörundur hafi hlotið prestsvígslu á írlandi áður en hann kom hingað út með skyld- fólki sínu og síðan lifað munklifi í elli sinni í Jörundarholti" (en svo hétu Garðar framan af, en tóku síð- ar nafn af akuryrkju, sem stunduð var á Akranesi á fyrstu öldum byggðar í landinu). Asólfur Alskik Konálsson, syst- ursonur Jörunds, kom frá íralndi til Austfjarða við tólfta mann. Undi hann lítt hag sínum innan um heiðið nábýli eystra og flytzt og að Innra- Hólmi, hið næsta Jörundi frænda sínum. í tilvitnaðri bók um Akra- neskirkju segir um Asólf: „Hann var einnig kristinn maður og það hafa landnámsmennirnir Þormóður og Ketill Bresasynir vafalaust ver- ið, þótt Landnámabók geti þess ekki. Þeir vóru norrænir menn að uppruna, en höfðu búið um ein- hvern tíma á Irlandi og jafnvel alist þar upp. Voru bræðurnir án efa nokkuð við aldur, þegar þeir námu hér land um 880, enda Eðna, dóttir Ketils, þá þegar gift kona á Irl- andi.“ Enn segir Gunnlaugur Haralds- son: ,Aðrir menn sem Landnámabók getur um að hafi komið frá Suður- eyjum og Irlandi og settust að hér um slóðir, vóru vafalítið einnig kristinnar trúar, enda hafði kristin menning blómstrað í heimalöndum þeirra um aldir. Og á Kjalarnesi, handan Hvalfjarðar, höfðu kristnir menn af ættlegg Ketiis flatnefs hreiðrað um sig, m.a. bróðursonur Ketils, Örlygur Hrappsson, sem á Esjuberi lét reisa fyrstu kirkju sem kunn er af heimildum. A nesjunum beggja megin Hvalfjarðar vóru þvi landnám kristinna manna." Garðar urðu snemma höfuðból. Þar sátu bændahöfðingjar og goð- orðsmenn. Meðal þeirra var Þórður Skúlason, afkomandi Egils Skalla- grímssonar á Borg í beinan karl- legg. Hann er fyrsti Garðaprestur, sem heimildir kunna að nefna, goð- orðsmaður með prestsvígslu. Hann hafði staðarforráð á Görðum með vissu 1143 og trúlega nokkru fyrr (fæddur fyrir 1100). Það er gaman að geta þess vegna sögulegs sam- hengis, að hann var tengdasonar Markúsar Skeggjasonar, lögsögu- manns, sem ásamt Gissuri ísleifs- syni Skálholtsbiskupi kom á löggjöf um tíund og hjálp við bágstadda, samanber hugvekju síðasta sunnu- dags. Sterkar líkur standa til þess að kristinn siður hafi fest rætur á „nesjunum beggja megin Hval- fjarðar" þegar á landnámsöld (870- 930). Talið er að Ketill fíflski á Kirkjubæ á Síðu og Örlygur gamli á Esjubergi hafi reist kirkjur á jörðum sínum á þessum tíma. Síð- ar, en þó þegar í frumkristni, risu kirkjur í Görðum (Akranesi) og að Innra-Hólmi. Þær hafa vafalítið verið reistar af hinum írsku og kristnu landnemum, sem vænta má að hafi haldið fast við kristna trú sína i hinu heiðna samfélagi nor- rænna manna uns kristni var lög- tekin árið þúsund, segir í kaflanum „Kirkjur og frumkristni“ í nefndri afmælisbók um Akraneskirkju. Við Byggðasafnið í Görðum á Akranesi, sem hefur margt fagurt og forvitnilegt að geyma, er minnis- varði um kristið landnámsfólk á þessu svæði, gjöf frá írlandi. Landfræðileg mörk hins forna Garðaprestakalls féllu að mestu saman við það sem talið er að hafi verið landnám bræðranna Þormóðs og Ketils Bresasona, þ.e. hið foma Akranes. Ketill lét síðan nokkurn hluta lands síns í hendur Bekans, sem bjó að Bekansstöðum, eða land allt norðan Berjadalsár, þ.e. Skil- mannahrepp. Hann var kristinn maður af keltneskum ættum. Allt er þetta löngu liðin saga. Ár- ið 2000 er gengið i garð. Þúsund ár eru liðin frá því að kristni var lög- tekin að Lögbergi við Öxará á Þingvöllum. Tvö þúsund ár frá því Kristur fæddist í Betlehem. En í ei- lífðinni eru þúsund ár dagur ei meir. Og íslands saga 21. aldar, sem í hönd fer, verður framhald þess, vex af rót þess, sem á undan var komið. Nýr kapítuli í þjóðar- sögu, sem þau semja saman sem öldina lifa, skemmri eða lengri tíma. Kristnisaga, tengd Görðum á Akranesi, spannar nær alla þjóðar- söguna. Goðorðsmaðurinn og presturinn Þórður Skúlason - niðji höfundar Höfuðlausar og tengda- sonur lögsögumannsins sem kom á tíund - er löngu genginn til feðra sinna. En kirkjan hans, kirkja þjóð- arinnar, er enn að verki í öllum byggðum bólum landsins. Klukkur hennar kalla enn til tíða. Stefán frá Hvítadal lýsir kalli þeirra með þessum orðum: Kirkjan ómar öll, - býður hjálp og hlíf, - þessi klukknaköll - boða ljós og líf. © ÚTFARARÞJÓNUSTAN 10 ára 1990 - 2000 Persónuleg þjónusta Aðstoðum við skrif minningarrgreina Sími: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is áSZ Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Sigurður Rúnarsson útfararstjóri Fréttir á Netinu VKIMKAMH Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Myndlyklar og metnaður EG hef verið að velta því fyrir mér á þessari tækniöld hvenig það megi vera, að Stöð 2 bjóði áskrifendum sínum upp á myndlykla þar sem einungis er hægt að horfa á eina stöð í einu (séu fleiri en eitt sjónvarpstæki á heimili) og að ekki sé hægt að horfa á Sýn og taka upp dagskrá Stöðvar 2. Mér sýnist þessi annars ágæta stöð, reyni að fylgjast með nýjungum á öðrum sviðum og finnst að þeir ættu að taka á þessum máli sem fyrst, það hljóta að vera til fullkomnari myndlyklar og hafi stöðin einhvem metnað til handa áskriféndum sín- um, ættu þeir að kippa þessu í liðinn. Annað sem ég hef verið að velta vöngum yfir á Stöð 2 er einokun!! Þeir eru duglegir að tala um einokun á Ríkissjónvarpinu, en mér ftnnst til háborinnar skammar að þegar lands- leikir í knattspymu eða öðr- um íþróttagreinum eru sýndir á Sýn, þannig að fólk neyðist ti! að kaupa áskrift að þeirri stöð langi þá að sjá landsleiki (ég veit að ekki allir landsleikir eru á Sýn). Þá er áskriftin orðin ansi dýr eða ca kr. 5.500 á meðan Ríkissjónvarpið er með áskrift upp á rúmar 2.000 kr. og innifaldir í því eru all- ir merkilegir íþróttavið- burðir. Einnig vil ég taka undir umræðuna um dag- skrána, þar sem allur metn- aður Stöðvar 2 fer í frétta- tíma sína og að keppast við Ríkissjónvarpið á þeim vett- vangi. Nú er það svo að Rík- issjónvapið hefur greinilega lagt meiri metnað í helgar- dagskrá sína, á meðan Stöð 2 sefur værum blundi og er orðið sjaldgæft að maður horfi á þá stöð á föstudag- og laugardagskvöldum. Það væri gaman, ef fleiri myndu tjá sig um þetta mál. Kristín Jónsdóttir. Kauphækkanir og þingmenn ÞINGMENN! Mér verður oft á að hugsa til hvers em þingmenn? Það má kannski snúa þessu við og spyrja, hafa þingmenn gert sér grein fyrir til hvers þeir eru á þingi? Það er kannski nóg að nefna eitt dæmi: Þing- menn höfðu fyrir nokkrum árum skammtað sér skammarlega háar kaup- hækkanir (svipaða og ný- lega). Þetta var í bæði skipt- in gagnrýnt, en fljótlega lyppaðist þetta niður eins og sæmir kúgaðri þjóð, þá var haft eftir þingkonu (það eina eina sem ég man að hafa heyrt frá henni!) Hvað kemur þetta eiginlega al- menningi við, þótt við fáum kauphækkun?! (Hafa þing- menn ekki valið kjarabót?) Vesalings þingkonan gleymdi Jónasi Kristjáns- syni ritstjóra, sem hakkaði hana í sig, en hún er nú samt orðin ráðherra í dag. Svekktur kjósandi. Létt 96,7 góð stöð HELGA hafði samband við Velvakanda og vildi hún lýsa yfir ánægju sinni með útvarpsstöðina Létt 96,7. Segist hún hlusta mikið á þessa stöð á leiðinni í vinn- una og er hún mjög ánægð með lagavalið. Tapað/fundid Blátt geisla- diskahulstur BLÁTT geisladiskahulstur fannst á miðjum Laugavegi fimmtudaginn 20. janúar sl. Hulstrið er fullt af geisla- diskum. Upplýsingar í síma 551-8205. Lítil Bibh'a glataðist LÍTIL svört Biblía með rennilás glataðist fyrir skömmu. Bókin er áletruð Fanny Kristín Tryggva- dóttir með gylltum stöfum. Ef einhver veit hvar bókin er niðurkomin, er sá hinn sami beðinn að hafa sam- band við Fanny Kristínu í síma 555-4595. Gsm súniog taska týndust I bytjun janúar týndist svart veski með GSM-síma, lyklum og kreditkorti, sennilega á Astro. Finnandi vinsamlega hafið samband við írisi í síma 557-7271. Mjög sérstök gullkeðja fannst MJÖG sérstök gullkeðja á úlnlið fannst við Þingholts- stræti fimmtudaginn 20. janúar sl. Upplýsingar í síma 552-9877 eða 552-8897. Svart veski týndist LÍTIÐ, svart veski týndist sl. sunnudagskvöld eða mánudag. Skilvís finnandi hafi samband í síma 561- 2166 eða 862-3554. Dýrahald Kettlinga vantar heimili SEX gula kettlinga vantar góð heimili. Kettlingarnir eru kassavanir. Upplýsing- ar í síma 566-6834. BRIDS Umsjðn Gnðmundur Páll Arnarson LESANDINN spilar þrjú grönd í suður og fær út spaðagosa. AV hafa ekkert sagt: Suður gefur;. allir á hættu. Norður A D974 ¥ KD6 ♦ D843 * 106 Suður ♦ 8 V Á542 ♦ K7 * ÁKG875 Vestur Norður Austur Suður — — — 1 lauf Pass lspaði Pass 21\jörtu Pass 3tfgiar Pass 3grönd Pass Pass Pass Þú dúkkar fyrsta slaginn. Austur kallar og vestur spil- ar næst spaðatíu. Þú leggur á, austur tekur með kóng, spilar ásnum og meiri spaða. Þér til nokkurrar furðu þá hendir vestur tveimur tíglum. Hann hefur því byrjað með G10 tvíspil í spaða. Nú, jæja; þú átt slag- inn á spaðaníu blinds og ...gerir hvað? Spilið er úr áttundu um- ferð undankeppninnar á Bermunda. I leik Brasilíu og Póllands gerði Brasilíu- maðurinn Villas-Boas sig sekan um slæm mistök þeg- ar hann spilaði nú lauftíunni úr borði. Þetta er spila- mennska sem sjaldan ei refsað fyrir, en í þetta sini var gjaldið hátt: Norður * D974 ¥ KD6 * D843 * 106 Austur |||| A ÁK8652 ¥93 llll ♦ ÁG65 + D Suður ♦ 8 ¥ Á542 ♦ K7 * ÁKG875 Austur átti drottninguní blanka og eftir þetta bruð var engin leið að fá nem: átta slagi. Á hinu borðini spilaði Pólverjinn Kwieciei laufsexunni, en ekki tíunni og vann spilið auðveldlega. Hvað gerðir þú? Vestur AG10 ¥ G1087 ♦ 1092 *9432 Víkverji skrifar... Víkverja kom alls ekld á óvart að íslenska landsliðið í handknatt- leik skyldi tapa með átta marka mun gegn Svíum í fyrsta leik Evrópu- mótsins á föstudaginn. Þorbjöm Jensson, þjálfari íslenska liðsins, lét raunar hafa eftir sér hvað eftir annað áður en hann hélt utan að það styttist örugglega í fyrsta sigur- inn á Svíum í langan tíma; það er auð- vitað rétt að eftir því sem töpin verða fleiri hlýtur að styttast í sigur - því einhvem tíma hlýtur ísland að ná að sigra Svíþjóð aftur. En að gera sér vonir um að sigra í Króatíu var al- gjörlega óraunhæft. Lið Svía er ein- faldlega miklum mun betra en hið ís- lenska um þessar mundir. Þess vegna mátti alls ekki, að mati Vík- veija, einblína um of á leikinn við Svía. Auðvitað eiga menn alltaf að reyna að gera sitt besta en tap í fyrsta leik gegn þessu fimasterka og frábærlega vel samæfða liði má ekki verða til þess að slá „strákana okkar“ út af laginu með framhaldið í huga. xxx Fram hefur komið í Morgunblað- inu að undirbúningur íslenska liðsins var ákaflega lítill fyrir þessa keppni. Síðustu átta mánuði fyrir keppnina lék liðið til dæmis aðeins fjóra leiki og það gefur augaleið að samæfing getur ekki verið mikil þeg- ar svo er. Þótt æft sé og æft verða lið að taka þátt í leikjum, alvöruleikjum, til að slípa leikkerfi og ýmsa þá hluti sem þurfa að vera í lagi þegar komið er út í baráttu sem Evrópukeppnina. Kristján Arason, fyrrverandi lands- liðsmaður, benti á það í þættinum ís- land í bítið í vikunni að það er alls ekki sambærilegt að spila landsleiki á undirbúningstímanum eða leiki við einhvers konar úrvalslið, eins og ís- lenska liðið þurfti því miður að gera í tvígang á síðustu dögunum fyrir mót. Víkveiji er sammála því sem Þor- bergur Aðalsteinsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, sagði í Morgunblað- inu á föstudaginn að ekkert benti til þess að íslenska liðið næði langt í keppninni. Jóhann Ingi Gunnarsson, sem einnig er fyrrverandi þjálfari liðsins, sagði á sama stað að litlar væntingar væru gerðar til liðsins og hann teldi að allir yrðu himinlifandi ef það næði árangri sem tryggði sæti á næstu heimsmeistarakeppni. „Ég tel óraunhæft að fara fram á eitthvað meira, til dæmis sæti á Ólympíuleik- um. Ég bendi á að Króatar, sem eru ólympíumeistarar, eru ekki búnir að tryggja sér sæti í þá keppni. Þeir eru á heimavelli og ég tel líklegt að hann fleyti þeim langt. Síðan er spurning hvort þeir þola álagið og spennuna sem keppninni fylgir. Það gæti hjálp- að íslenska liðinu." Víkveiji er á því að íslenska liðið tapi einnig fyrir Rússum í riðl- inum, eigi hins vegar að sigra Portú- gala (en sá leikur fór fram í gær, laugardag) og Dani en leikurinn við Slóvena verði í jámum. Liðið ætti því að geta náð þriðja sæti í riðlinum. Þetta er alls ekki svartsýnisraus í Víkverja heldur raunsæi, að hans mati. Auðvitað hvetur hann strákana í huganum og vonar að þeir standi sig sem allra best en liðið er því miður ekki nægilega sterkt um þessar mundir til að ná einhverjum stór- kostlegum árangri á Evrópumeist- aramótinu. Það er mergurinn máls- ins. XXX Víkverja fannst sorglegt að sjá hvemig komið er fyrir Diego Armando Maradona, argentínska knattspymujöfrinum sem töfraði alla unnendur þeirrar fögm íþróttar upp úr skónum um árabil. Hann er langt leiddur af eiturlyfjaneyslu og ekki var sjón að sjá hann í sjónvarpsviðtali sem spilað var á Stöð 2 í vikunni. Það var tekið þegar hann lenti á Kúbu, þar sem Maradona ætlar að freista þess að segja skilið við eiturlyfja- drauginn fyrir fullt og allt, á þar til gerðu sjúkrahúsi. Vonandi nær þessi frábæri knattspyrnumaður heilsu á ný-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.