Morgunblaðið - 23.01.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.01.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 2000 35 SKOÐUN mæri og mjög mörg verkefni eru betur leyst í skuldbindandi sam- starfi. Nægir þar að nefna bruna- -vamir, veitumál, sorpeyðingu, end- urvinnslu, almenningssamgöngur, þróun hafna, bygging sérhæfðra mannvirkja í íþrótta- og menningar- málum, stórframkvæmdir í umferð- armálum o.fl. Þar við bætist svo að höíuðborgarsvæðið mun eiga í vax- andi samkeppni við útlönd um fólk og fyrirtæki. Höfuðborgarsvæðið er brimbijót- ur landsins alls gagnvart útlöndum. Það er í samkeppni við bæi og borgir vestan hafs og austan og þarf að geta boðið upp á góða búsetu og umhverfi, spennandi atvinnulíf og góða og hag- kvæma þjónustu sem svarar þörfum nútímafólks. Svæðið þarf að hafa sameiginlega ímynd og framtíðarsýn sem er líkleg til að höfða til ungs at- gervisfólks. Þetta unga fólk sér þetta sem eina borg, eitt höfuðborgar- svæði og kærir sig kollótt um það hvort íbúðin og atvinnan er í hverfi sem heitir Hafnarfjörður, Kópavog- ur, Mosfellsbær, Grafarvogur, Breiðholt, Þingholt o.s.frv. Sveitar- félagamörkin eru mannanna verk og skipta engan máli nema sveitar- stjórnarmenn og kannski örfáar inn- fæddar eftirlegukindur. Sjálfsmynd fólks tengist átthögum og nánasta umhverfi en ekki stjórnsýslumörk- um. Samvinna sveitarfélaga á höf- uðborgarsvæðinu Með sameiginlegu skipulagi fyrir allt höfuðborgarsvæðið, sem nú er unnið að, gefst góður kostur á því að hugsa um svæðið sem heild. En ef við eigum að hugsa sem heild verðum við að sameinast um eina framtíðar- sýn - um ímynd höfuðborgarsvæðis- ins. Við verðum að vita í hvemig borg við viljum búa. Við verðum að reyna að átta okkur á því hvernig lík- legt er að þróunin verði og hvernig við getum haft áhrif á hana. Þegar við vitum það getum við hafist handa um að skipuleggja borgarumhverfið á skynsamlegan hátt. Þá getum við mótað sameiginlega stefnu hvað varðar grunngerð samfélagsins, landnotkun og þróun byggðar, sam- göngumál, landslagsskipulag og yfir- bragð byggðar, umhverfismál og samfélagslega þróun. Til þess að þetta megi takast verða sveitarfélögin að fylgja skipulaginu eftir, gangast undir þær skuldbind- ingar sem því fylgja og rækta sam- starf sitt en ekki sundurlyndi. Sam- keppni milli sveitarfélaga er að mörgu leyti ágæt en þegar hún fer út fyrir skynsamleg mörk getur hún komið niður á sveitarfélögunum. Á höfuðborgarsvæðinu hefur hún m.a. leitt til þess að hvert og eitt sveitar- félag lítur á sem eyland, þar sem landnotkun og lóðaframboð er skipu- lagt án tillits til þess sem er að gerast í nágrannasveitarfélögunum og reynt er að tryggja fullt þjónustu- framboð á öllum sviðum. Þetta hefur skapað eyður í skipulagi og komið í veg fyrir hagkvæmustu niðurstöðu fyrir svæðið í heild. Það vantar sam- starf og skipulag þar sem hver og einn leitast við að nýta sínar sterku hliðar, en forðast að glíma við við- fangsefni sem eru betur leyst af öðr- um eða í samstarfi. Ef fólksflutningar frá landsbyggð til höfuðborgarsvæðis halda áfram með sama hætti og undanfarin ár, má gera ráð fyrir að íbúum á höfuð- borgarsvæðinu fjölgi um 56 þúsund á næstu 20 árum. Þessari fjölgun fylg- ir bæði aukin þörf fyiir íbúðasvæði og atvinnusvæði en finna þarf landrými fyrir 22 þúsund nýjar íbúð- ir og u.þ.b. 34 þúsund ný störf, ef þessi spá gengur eftir. Þessi þróun kallar á stóraukið samstarf sveitar- félaganna á höfuðborgarsvæðinu til að tryggja skynsamlega nýtingu lands, fjármuna og tækifæra. Eins og víðar á landinu er ekki er annarra kosta völ á höfuðborgar- svæðinu en að teygja byggðina með- fram ströndinni til norðurs og suð- urs. Slík strandbyggð hefur auðvitað sína kosti en hún hefur líka þann galla að fjarlægðir eru miklar og bæði grunngerð og þjónusta verður dýr og óhagkvæm. Það dregur svo síst úr áhrifunum að byggðin er gisin og fáar íbúðir eru á hvem hektara lands. Slíkar borgir er erfitt að þjón- usta með almenningssamgöngum þar sem vegalengdir einstakra vagna verða of langar og þær verða því gjaman miklar bílaborgir, eins og höfuðborgarsvæðið óneitanlega er. Það er mín skoðun að í nýju svæð- isskipulagi eigum við að leggja áherslu á að varðveita grænt bak- land höfuðborgarsvæðisins og óspilita náttúra þess, stuðla að fal- legum, hreinum og vel starfhæfum íbúðarsvæðum, fullnægja kröfum at- vinnulífsins til hagkvæmrar þróun- ar, hamla gegn hljóð- og loftmengun, auka hlut almenningssamgangna og tryggja fullnægjandi framboð á margvíslegri þjónustu. Eigi þetta að ná fram að ganga er nauðsynlegt að tryggja ákveðinn þéttleika í byggð- inni og vinna að því að byggðin vaxi ekki aðeins út á við heldur líka inn á við. Endurnýja þarf úr sér gengin borgarhverfi, s.s. atvinnusvæði vest- ast í Vesturbænum, í Holtunum, á Ártúnshöfða og hugsanlega víðar við Kleppsvíkina, byggja upp á auðum svæðum, t.d. við Keldur og Gufu- nesradíó og nýta betur lóðir á mikil- vægum stöðum eins og við Kirkju- sand, Borgartún og í Sogamýri. Síðast en ekki síst hljótum við að horfa til flugvallarsvæðisins og meta hvernig það verði best nýtt þegar til framtíðar er litið. Á alla þessi þætti verður litið við endurskoðun Aðal- skipulags Reykjavíkur á þessu ári. Það er til lítils að vinna gott og metnaðarfullt svæðisskipulag ef því er ekki fylgt eftir af sveitarstjómun- um á svæðinu. Áður en vinnunni við svæðisskipulagið er lokið verða sveitarstjórnimar að sammælast um nýtt fyrirkomulag á samstarfi sínu sem felm- í sér einhverja skuldbind- ingu gagnvart skipulaginu. Þær verða að gefa samstarfi sínu póli- tíska vigt og völd en láta það ekki ráðast af pólitískum veðrabrigðum hvort skipulagið og skynsamleg vinnubrögð ná fram að ganga eða ekki. Ég er bjartsýn á að það takist að finna samstarfinu farveg og að þorri sveitarstjómarmanna á svæð- inu skilji að þannig náum við árangri. Ég bind líka miklar vonir við að sam- ráð og samstarf við félagasamtök, íbúa og atvinnulíf á svæðinu aukist og að við beram gæfu til að bijótast út úr þeirri átakahefð sem hamlar uppbyggilegri samræðu milli stjóm- valda og hagsmunaaðila. Það er til- finning mín að tími samræðu af þeim toga sé upp ranninn. Land er ekki óþrjótandi auðlind Við íslendingar búum í stóru landi og okkur hættir til að líta á land - eins og fisk til skamms tíma - sem óþijótandi auðlind. Staðreyndin er hins vegar sú að þó að víðátturnar séu miklar þá er höfuðborgarsvæðið að ýmsu leyti landfræðilega að- þrengt, á annan veginn af hafi og á hinn veginn af fjöllum. Hingað til hafa sveitarfélögin séð nær alfarið um að kaupa land fyrir ný íbúða- og atvinnuhverfi, skipuleggja það og bijóta það undir byggð. Til að standa undir kostnaði við gatna- og hol- ræsaframkvæmdir í nýjum hverfum hafa sveitarfélögin innheimt gatna- gerðargjald en landið sjálft hefur verið lagt af mörkum endurgjalds- laust. Að vísu hafa sveitarfélögin inn- heimt lóðarleigu en hún hefur yfir- leitt verið svo lág að hún vegur létt í fjárhag þeirra. Algeng lóðarleiga af einbýlishúsalóð í Reykjavík er um og innan við 2 þúsund krónur á ári en leigutekjur borgarinnar af öllu borg- arlandinu era núna 193,5 mkr. Til skamms tíma höfðu borgaryfír- völd mjög óljósar hugmyndir um þann kostnað sem er því samfara fyrir borgina að byggja upp ný hverfi og þær tekjur sem hún gæti ætlað sér á móti. Stofnkostnaður borgar- VILTU KOMAST í FQRGANGSHÚP? ... _______ Fasteignasalan Hóll kynnir byltingarkennda nýjung á íslenskum fasteignamarkaði. Nú getur þú gerst netáskrifandi að upplýsingum um nýjar eignir um ieið og þær koma á söluskrá. ( hvert sinn sem ný eign kemur í sölu sendum við þér sjálfvirkan netpóst með upplýsingum um eignina, þér að kostnaðarlausu. Þannig kemst þú í forgangshóp sem auðveldar þér leitina að réttu eigninni. Við bjóðum fólk í fasteignahugleiðingum velkomið í netáskrift á www.holl.is www.holl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.