Morgunblaðið - 23.01.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.01.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 2000 39 BJARNI GÍSLASON + Bjarni Gíslason fæddist á Kálfa- felli í Suðursveit 22. janúar 1911. Hann lést á hjúkrunar- hcimilinu Skjólgarði 17. janúar síðastlið- inn. Foreldrar Bjarna voru þau Sig- urrós Bjarnadóttir og Gísli Friðrik Jónsson. Bjarni fluttist með foreldr- um sfnum að Smyrla- björgum í Suður- sveit átta ára gamall en dvaldi langdvöl- um hjá afa sínum og ömmu á Kálfafelli, þeim Steinunni Jóns- dóttur og Bjarna Runólfssyni. Systkini Bjarna eru: Pálína, f. 1912, hennar maður er Jón Gísla- son, bóndi á Skálafelli, og Sigur- jón, f. 1918, d. 1965. Bjarni kvæntist Þóru Gísla- dóttur frá Uppsölum í Suðurs- veit, f. 17. ágúst 1908, d. 5. júlí 1984. Þau hjón bjuggu í Mörk á Höfn í Hornafirði til 1984. Eftir það bjó Bjarni lengstum á hjúkrun- arheimilinu Skjól- garði. Bjarni og Þóra eignuðust einn son, Braga Friðrik, f. 1939. Kona hans er Aðalheiður Aðal- steinsdóttir, f. 1945, og eiga þau þrjú börn: 1) Ómar Ingi, f. 1967, eiginkona hans er Guðrún Jóna Guðlaugsdótt- ir og eiga þau tvo syni, Orra og Braga. 2) Ingunn Sigurrós, f. 1969, sambýlismaður hennar er Magnús R. Kristjánsson og eiga þau tvo syni, Fannar Frey og Ægi Má. 3) Bjarni Friðrik, f. 1973. Bjarni stundaði frá 15 ára aldri sjómennsku og ýmis störf henni tengd. Bjarni var einn þriggja sem komust lífs af úr Borgeyjar- slysinu 1946. Utför Bjarna fer fram frá Hafnarkirkju 24. janúar og hefst athöfnin klukkan 14. Hinn 17. janúar síðastliðinn and- aðist afi minn, Bjarni Gíslason, á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði á Höfn í Hornafírði, rétt tæplega 89 ára gamall. Afi fæddist hinn 22. janúar 1911 á Kálfafelli í Suðursveit en flutti ungur að Smyrlabjörgum með foreldrum sínum. Hann ólst þó að töluverðu leyti upp hjá afa sínum og ömmu, þeim Bjarna Runólfssyni og Stein- unni Jónsdóttur, sem bæði voru ætt- uð úr vestursýslunni. Afi giftist ömmu, Þóni Gísladóttur, þegar hann var 23 ára eða árið 1934. Hann var bóndi í nokkur ár á Smyrlabjörgum en byggði sér hús ásamt ömmu á Höfn. Húsið skýrðu þau hjón Mörk en það nafn drógu þau af því svæði sem þau komu bæði frá, Merkurbæj- unum í Suðursveit. Afi og amma bjuggu í Mörk alla tíð þar til að amma féll frá árið 1984. Eftir það bjó afi um tíma heima hjá mömmu og pabba en eftir það bjó hann á hjúkr- unarheimilinu Skjólgarði. Hann þreyttist ekki á að segja mér hversu ánægður hann væri með vistina þar. Afi vann við ýmislegt um ævina. Hann vann nokkur sumur við vega- lagningu á Austur- og Suðurlandi og minntist þess tíma með miklum æv- intýraljóma. Hann sagði mér oft sög- ur úr vegavinnunni og tímanum sem hann átti á Seyðisfirði. Hann var bóndi í nokkur ár á Smyrlabjörgum en sagðist hafa verið frekar slakur bóndi og hafa séð sína sæng upp- reidda í því starfi þegar heyforðann þraut snemma vors eitt árið. Afi seldi því jörðina og flutti til Hafnar ásamt ömmu og syni þeirra. Á Höfn stundaði afi sjómennsku og ýmis störf henni tengd þar til starfsævinni lauk. Sjómennskan varð bæði áhugamál og starf sem hentaði honum vel því hann þótti hraustur og duglegur og allra karla jafnoki í vosbúð og slarki. En sjó- mennskan skildi líka eftir ör á sál- inni. Afi var einn þriggja sem björg- uðust þegar Borgeyjan sökk rétt utan við Ósinn árið 1946. Það að horfa upp á skipsfélaga sína og far- þega Borgeyjarinnar hverfa í faðm Ægis á stuttum tíma var mikið áfall enda vildi hann sjaldan ræða þann atburð. Miklu frekar vildi hann svai'a mér til um sannleiksgildi sögunnar um að hann í þoku og nokkurra daga hafvillu á einhverjum báti hafi sagst frekar vilja svelta en borða þorsk. Áhuginn á sjónum hélst alla tíð með afa og allt fram á síðustu daga fylgd- ist hann með því hvað væri að gerast á bryggjunni, hverjir væru á sjó, hvað þeir væru að fiska og hvemig veðurspáin væri næstu daga. Það var gott að heimsækja afa. Hann var ákafur stuðningsmaður þess að við bamabörnin gengjum menntaveginn og færum sem lengst á þeirri braut. í skápnum hans vom líka eftirsóknarverðir hlutir og alltaf var hægt að tala um aflabrögð, stjómmál eða gæsaveiðitúrinn okkar á Lödunni þar sem sá gamli sat aftur í meðan sá litli keyrði og ég skaut. Það vom aðeins fáir hlutir sem við afi áttum eftir að klára. Hann átti eftir að kenna mér að sjóða góðan Merkurlanda og ég átti eftir að kenna honum að bakka bíl og taka af stað í brekku. Þetta geymum við bara til betri tíma enda eru þetta smáhlutir miðað við það sem við náð- um að ljúka við. Nú er afi búin að fá hvíldina eftir langvinn veikindi. Eg veit að þar sem hann er núna þá er hann jafn brattur og hann var í þessu lífi. Ég veit líka að hann var þakklátur þeim sem önnuðust hann síðustu æviárin, sér- staklega starfsfólkinu á Skjólgarði ogmömmu. Ég geymi minningarnar með mér. Vertu sæll afi og þakka þér fyrir svo margt. Ómar Ingi. Ég vil minnast Bjarna frænda míns sem kvaddi þennan heim að- faranótt 17. janúar sl. Hann var fæddur hinn 22. janúar 1911 og hefði því orðið 89 ára í gær. Bjarni var elstur þriggja systkina, næst kom Pálína Guðrún, móðir mín, sem lifir bróður sinn, og yngstur Sig- urjón, sem lést árið 1965. Bjarni fæddist og sleit bamsskónum hér í Suðursveit. Hann fór ungur að vinna utan heimilis og létta undir með heimilinu. Bjami kvæntist Þóru föð- ursystur minni og þau hófu búskap á Smyrlabjörgum. Bjarni vann jafn- framt á Höfn og víðar með heimilinu. 1944 fluttist fjölskyldan á Höfn, þar reistu þau hús er þau nefndu Mörk, en það heiti ber það byggðarhverfi sem þau fluttu frá hér í Suðursveit. Bjarni sagði mér sjálfur að hugur sinn hefði ekki hneigst til búskapar, það var sjórinn sem heillaði hann, og líf hans tengdist honum ævilangt. Ekki fór hann varhluta af ægisveld- inu, hann komst af er Borgey fórst við Hornafjarðarós. Það slys fékk mikið á hann að sögn móður minnar, einnig var hann á bátnum Þristti sem saknað var og leitað í þrjá sólar- hringa út af Austfjörðum. Báturinn var vélarvana enn komst að landi af eigin rammleik. Sjórinn hefur tekið marga af ættingjum hans og vinum, en Bjami æðraðist ekki og bar ekki tilfinningar sínar á torg. Hann var sú manngerð sem lifir með manni í gleði, ævinlega hress og kátur, gat verið stríðinn og hló svo að öllu saman ef tilganginum var náð að hleypa manni aðeins upp. I bamsminningunni var heimilið á Mörk ákaflega fallegt, ég dvaldi þar sem bam þegar ég var send að læra sund á Höfn, mér finnst að alltaf hafi verið renningur af fólki út og inn. Gestrisni var mikil og heimilið var alltaf opið öllum þeim er þangað leit- uðu. Þær væm margar gistinæturn- ar og fæðisdagarnir ef talið væri eins og nú er gert. Minningarnar hrannast upp. Við hjónin nutum velvildar þeirra Bjama og Þóra sem endranær er við dvöldum á heimili þeirra seinnihluta vetrar ’73 og aftur að hausti sama ár. Heilsu Bjarna var þá aðeins farið að hraka, en hann vann þá fulla vinnu í landi og kom heim í matar- og kaffi- tímum. Þóra vann sín störf þannig að maður varð ekki var við, en veiting- arnar komnar á borðið á réttum tíma. Ævinlega hlustaði Bjami á fréttatímana í útvarpinu og hlustaði á talstöðvarsamband bátanna, hvort þeir væra að fiska. I matartímunum kíktu nágrannarnir gjarnan inn. Mér era minnisstæðir þeir Þorbjörn, Sæli, Hlöddi, Litli, Kalli, Kúddi, Eymundur og margir fleiri. Mikið var oft gasprað satt og logið, lands- málin krafin og pólitíkin, gert grín að sjálfum sér og öðram og mikið hlegið. Hún gæti mikið sagt litla stofan á Mörk mætti hún mæla. Bjami átti við vanheilsu að stríða síðustu ár, en alltaf lét hann samt vel af sér og var yfirleitt heldur skárri en i gær, þá fylgdist hann vel með öllu bæði til sjávar og sveita allt til síðasta dags. Ég veit að lífið fór ekki alltaf mjúkum höndum um Bjarna en hann var þrautgóður, og farsælli ævi er nú lokið. Með honum er genginn einn af þeim sem settu svip á öldina, og stuðluðu að vexti og uppbyggingu Hafnar. Bjarni varð þeirra gæfu að- njótandi að búa í nálægð Braga son- ar síns og Aðalheiðar konu hans, hann naut ástríkis þeirra og bama- barnanna, Ómars Inga, Ingu Rósu og Bjama Friðriks. Eg veit að hann var góður faðir og afi og vinur sam- ferðafólks síns. Ég og fjölskylda mín minnumst hans með virðingu og þakklæti þar sem hann var alltaf veitandinn í okk- as samskiptum. Hafi hann þökk fyrir allt. Þóra Viíborg Jónsdóttir. Skilafrestur minningar- greina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þui’ft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. ÞSj'tU' toJléi baf tlú hlíiillSBl Útfararstofan annast meginhluta allra útfara á höfuðborgarsvæðinu. Þar starfa nú 15 manns við útfararþjónustu og kistuframleiðslu. Alútleg þjónusta sem byggir á langri reynslu Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf. ^ Vesturhlíð 2-Fossvogi-Sími 551 1266-www.utfarastofa.com ^ ^GAI t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, AUÐBJÖRG BRYNJÓLFSDÓTTIR, Stekkjarflöt 15, Garðabæ, sem lést mánudaginn 17. janúar, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðviku- daginn 26. janúar kl. 13.30. Gunnar H. Kristinsson, Gunnar I. Birgisson, Vigdís Karlsdóttir, Þórarinn Sigurðsson, María Sif Sveinsdóttir, Kristinn H. Gunnarsson, Elsa Friðfinnsdóttir, Sigrún B. Gunnarsdóttir, Hjörleifur Ingólfsson, Karl Á. Gunnarsson, Guðlaug Bernódusdóttir, Guðrún J. Gunnarsdóttir, Katrín Gunnarsdóttir, Hafsteinn H. Gunnarsson, Auðbjörg B. Bjarnadóttir, Bjarki V. Guðnason, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, dóttir, systir og mágkona, GUÐRÚN ÞORBJÖRG SVANSDÓTTIR, sem lést mánudaginn 17. janúar, verður jarðsungin frá Laugameskirkju þriðjudaginn 25. janúar kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líknar- deild Landspítalans. Daníel Árnason, Árni Svanur Daníelsson, Guðrún Harðardóttir, Davíð Már Daníelsson, Tinna María Emilsdóttir, Álfhildur Kristjánsdóttir, Svanur Kristjánsson, Inga Rósa Sigursteinsdóttir, Þorvarður Elíasson, Kristján Rúnar Svansson, Edda Bachmann, Skarphéðinn Sigursteinsson, Ragnheiður Hinriksdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Hávallagötu 34, Reykjavík, lést á Landakoti þriðjudaginn 18. janúar. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtu- daginn 27. janúar kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en hennar, er bent á líknarstofnanir. Þórður Þorvarðsson, Halla Nikulásdóttir, Guðrún Þorvarðardóttir, Hermann Pálsson, barnabörn og barnabarnabörn. þeim, sem viija minnast + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GESTUR O. LOFTSSON, Hlif I, ísafirði, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Isafirði föstudaginn 21. janúar. Jarðsett verður frá (safjarðarkirkju laugar- daginn 29. janúar kl. 14.00. Jóna Bjarnadóttir, Bjarni L. Gestsson, Ágústa Benediktsdóttir, Sævar Kr. Gestsson, Ragna Arnaldsdóttir, barnabörn og langafabörn. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs sambýlismanns míns, föður okkar, tengda- föður og afa, ÓSKARS GUÐBJÖRNSSONAR frá Máskeldu í Dalasýslu, síðast til heimilis i Spóahólum 2, Reykjavík. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir eru til lækna og starfsfólks Vífilsstaðasþítala. Kristín Ólafsdóttir, Jón Helgi Óskarsson, Sveinbjörg Fjóla Pálmadóttir, Feldís Lilja Óskarsdóttir, Magnús Gunnarsson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.