Morgunblaðið - 23.01.2000, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.01.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 2000 23 er að krakkarnir eru með þessari vinnu að fjármagna frístundir sínar. Þeir vilja eiga fyrir hljómtækjum hvers konar, fötum og þess háttar. Aðrar kannanir hafa sýnt að þeir eru ekki að leggja með sér til rekst- urs heimilisins. En samhliða mikilli vinnu eiga þeir tæpast frístundir sem heitið geta. Það er líka afar at- hyglisvert að unglingar frá tekju- hærri heimilum eru í meirihluta þeirra sem vinna mikið með námi.“ Er einhver skýring á því? „Það kemur ekki fram í okkar könnun, en kenningamar eru fyrir hendi. Unglingamir frá efnameiri heimilunum em vanir meiri vellyst- ingum og gera meiri kröfur til efna- legra gæða heldur en þeir sem koma frá efnaminni heimilum. Ein skýring sem nefnd hefur verið er sú að for- eldrar unglinga frá efnameiri heim- ilunum eru betur tengdir í þjóðfé- laginu. Eiga þar af leiðandi auðveldar með að koma bömum sín- um í störf. Það kann að vera sitthvað til í því. Ein skýring kann enn frem- ur að liggja í grundvallarhugarfari, „mentalíteti", unglingar frá efna- meiri heimilum fá mikla hvatningu til að vinna fyrir sér þar sem þeirra umhverfi byggist á slíku. Ekki svo að skilja að ekki sé unnið þrotlaust og baki brotnu á efnaminni heimil- um, heldur em unglingar af þeim efnameiri aldir upp við að sjá af- rakstur skila sér í aukna neyslu." Merkileg kynjaskipting Guðbjörg heldur áfram og segir að sérkennileg kynjaskipt í hinum ýmsu störfum hér á landi haíi skorið sig nokkuð úr. “Hér á landi fara nánast eingöngu í stúlkur í sum störf og eingöngu drengir í önnur. Þú sérð t.d. ekki stúlkur ýtandi kerrum í stórmörkuðum og ekki stráka að passa böm. Á hinum Norðurlöndunum er mjög algengt að bæði kynin hlaupi í öll störf. Hér á landi kemur í ljós að það em stúlk- umar sem em fleiri á vinnumarkað- inum og þær vinna einnig meira og lengur heldur en drengirnir. Menn spyrja sig hvemig á þessu standi. Það virðist vera úr meiru að moða íyrir stúlkurnar þegar störfin em svona kynbundin og ég veit ekki hvort það er ríkjandi skoðun eða ekki, en ég hitti í vikunni atvinnu- rekanda sem sagði skýringuna vera að hann og aðrir atvinnurekendur vildu aðeins ráða stúfkur í þessum aldurflokki, þær væm miklu sam- viskusamari og traustari starf- skraftar. Svo liggur í augum uppi að bamapíur era fleiri heldur en kerr- ukarlar svo dæmi séu tekin um vinn- uframboðið. Aðrar kannanir hafa sýnt fram á algengara er að drengirnir hafi va- sapeninga heldur en stúlkur og auk þess ríflegri vasapeninga í þeim til- vikum þar sem bæði kyn njóta slíks. Auk þess hafa kannanir sýnt að for- eldrar em fúsari til að greiða dýrar íþróttir fyrir stráka og kaupa handa þeim dýrari búnað. Ef til vill þurfa því stúlkur fremur að vinna fyrir sér þar sem foreldrarnir em sparari við þær. Spurningin vaknar líka hvort stúlkumar séu að fá lægri laun og þurfi því að vinna lengur eða meira til að uppskera það sama.“ Engir samningar Loks nefnir Guðbjörg til atriði sem kalla á nánari skoðun. í ljós kemur í könnuninni, að eigi færri en 82% barna og unglinga á umrædd- um aldri hafa ekki starfssamning af nokkm tagi. „Hvað finnst stéttar- félögunum um þetta? Em þessir unglingar í stéttarfélögum? Hver eru réttindi unglinga sem ganga bara inn af götunni til vinnu? Þau hafa ekkert atvinnuöryggi og era í raun ofurseld vinnuveitendum sín- um. Þetta ástand er verst á Islandi af öllum Norðurlöndunum." Hvernig verður tekið á þessu? „Vinnueftirlit ríkisins hefur haft frumkvæði að gerð þessarar könn- unar og hún hefur velt spumingun- um upp. Það sem við munum gera er að koma þessum upplýsingum á framfæri við þá sem vinna að má- lefnum þess aldurshóps sem hér á í hlut. Það em atvinnurekendur, for- eldrar og aðrir aðstandendur ungl- inganna að þeim sjálfum ógleymd- um. Okkar hlutverk er að finna þá vinnustaði þar sem úrbóta er þörf og gera kröfur um að gengið verði í verkið." vasKhugi A L H L I Ð A VIÐSKIPTAHUGBÚNAÐUR l Fjárhagsbókhald I Sölukerfi ) Viðskiptamanna kerfi I Birgðakerfi I Tilboðskerfi I Verkefna- og pantanakerfi I Launakerfi I Tollakerfi Vaskhugi ehf. Siðumúla 15 - Simi 568-2680 Dísa í World Class segir: „Loksins sýnilegur árangur!" „Loksins kom krem þar sem virknin finnst þegar það er borið á húðina og jafnframt sjáanlegur munur! Ég mæli eindregið með Silhouette fyrir konur á öllum aldri og eftir barnsburð er það al- veg nauðsynlegt. Nýja Body Scrubið er kærkomin viðbót og tvöfaldar virkni Silhouette- kremsins á húðina.“ Súrefnisvörur Karin Herzog Switzerland I Auðveldasta og hagkvæmasta leiðin til að eignast sparifé er með áskrift og nú getur þú búið til þitt eigið verðbréfasafii úr innlendum og erlendum verðbréfum fyrir allt ffá 5.000 kr. á mánuði! Með áskrtft að verðbrófasjódum VÍBfœrðu: • 40% afslátt af gengismun • val um 15 mismunandi sjóði • lægsta kostnað sem völ er á hérlendis ráðgjöf sérfræðinga við val á verðbréfum Nú getur þú einnig keypt erlend hlutabréf í áskrift! Agla E. Hendriksdóttir, deildarstjóri Einstaklingsþjónustu E @E IKNIK á netið með VIB Nú getur þú farið beint á nýja Netreikninn okkar á vib.is og gert nákvæma áætlun um fiárfestingar þínar. Sjáðu með eigin augum hvað mismunandi kostir geta þýtt fyrir heildarávöxtun þína Þannig virkar Netreiknir: 1. Þú slærð inn aldur þinn og t.d. hvenær þú vilt fara á eftirlaun. 2. Þú velur hve mikiðþú vilt spara mánaðarlega. 3. Þú slærð inn hver núverandi eign þín er. 4. Þú velur hlutfall hlutabréfa, skuldabréfa og erlendra hlutabréfa. 5. Þú slærð inn á hve löngum tíma þú vilt taka út inneignina. 6. Netreiknir reiknar fyrir pig. Þú fmrð niðurstöðurnar. VÍB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA Kirkjusandi. Sími: 560 8900. www.vib.is Útíbú íslandsbanka. Sími: 575 7575 allt á einum stað Líka þú getur gerst áskrifandi að milljónum hjá okkur il'kjusandi -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.